Einherji - 27.07.1932, Side 2
2
EINHERJI
Altaf til á matboröiö:
Nýtt:
Kindakjöt
Nautakjöt
Kjötfars
Fiskfars
Egg
R e y k t;
Kjöt
Pylsur
Flesk
Silungur
Lax
A 1
egg:
Mosaik’s
Mortadel
Spege.pylsur
KJÖTBUÐIN.
Hún er stór spildan frá efra horni
Hlíðarhúsatúnsins suður aðskriðunni,
út og upp af sundpollinum, og nið-
ur að sjó, en allt þetta má gera að
bezta túni. Það er ekkigott að segja
hve lengi þetta túnstæðis-flæmi verð-
ur að bíða eftir vilja og getu mann-
anna, til þess að hagnýta sér þau
auðæf:, sem þarna eru fólgin i jörðu,
en það verður án efa langur tími,
ef dæma má eftir þvi, sem unnizt
hefir á á þessu svæði síðustu 25
árin, og má þó telja það tímabil
hið framfaramesta í sögu Sigluíjarðar.
Við héldum áfram veginn og nið-
ur að brúnni á Fjarðaránni. Par gat
að líta austan megin árinnar nýrækt
Hólsbúsins, að vísu skammt á veg
komna en þó stráða ungum, græn-
um vonum. Pegar við komum
á vegarhornið, þar sem vegurinn
beygist norðureftir, tókum viðstefnu
beint upp á hálsinn og var sú leið
all-ógreiðfær, allstaðar urðu á vegi
okkar gamlar, hálfgrónar svarðar-
grafir ein* og fúasár á brjóstum
móður Jarðar. Ollum þessum gömlu
svarðargröfum hefði smáttog smátt,
um leið og svörðurinn var tekinn
upp, mátt breyta í skrúðgræn og
ræktarmikil tún, ef hugsunarleysi,
deyfð og gamlar venjur hefðu ekki
ráðið ríkjum. Enn þetta þrent eru
voldugir jarlar, sem ennþá hafa og
munu lengi hafa mikil völd hjá okk-
ur íslendingutn.
Pegar við komum uppá hálsinn,
námum við staðar og fengum okkur
sætí á fallegu hólbarði. Af hálsin-
um er víðsýni mikið og var fagurt
að sjá út eftir spegilglampandi firð-
inum, er rann saman við víðfeðmt
úthafið fyrir utan landið. Yfir Siglu-
fjarðarbæ lá léttur þokuhjúpur, svo
óglöggt sá húsaskil, var sem einhver
ósýnileg vera legði hálfgagrsæja
hönd jfir ásjónu bæjarins, svo him-
ininn, sem var hreinn og tær, gæti
ekki náð glöggri sjón á þeim fyrir-
brigðum, sem þar voru að gerast.
Minnti þetta mig á barn, sem ber
ósjálfrátt höndina fyrir andlitið, þeg-
ar það á von á verðskuldaðri refs-
ingu. En þó skakkar hér nokkru,
því ekki á eg von á, að Siglufjarð-
arbær hafi unnið til refsingar fyrir
lifnað sinn, háttu og siðu, og allra
sízt að hann kannist við að svo sé.
Mér varð litið að Saurbæ! Par
stendur gamla húsið ennþá, hrörlegt,
einmana og yfirgenð. Eitt sinn var
hús þetta kirkja og þaðan stigu lof-
söngvar og bænir manna upp til
drottins allsherjar. Núer þar hljótt,
nema þegar vindarnirgnauða í opn-
um gluggatóptum og rifum á þaki,
helg'dómurinn er horfinn og ef til
vill er nú húsið eign óguðlegra
manna. —
I vestri varð mér starsýnt á Snók.
Fjallið er fagurt og tígulegt. Öll
fjöll eru fögur, en misjafnlega þó.
Nafnið Snókur veit eg ekki hvað
þýð ir og hefi elcki aflað mér upp-
lýsinga um það. Sunnan við Snók
er Skarðdalurinn. Um hann liggur
leiðin — ekki til fyrirheitna lands-
ins — heldur inu í Fljót, sem er
góð sveit en ilia setin; lýsing á
þeirri sveit á ekki heima hér. Veg-
urinn yfir Skarðið er fremur erfiður
en úr því bætist þegar hinn nýi
fyrirhugaði vegur tengir saman Fljót-
in og Siglufjörð, báðum aðiljum til
heilla og þrifa, og vegurinn kemur
þegar kreppunni, þessum hirtingar-
vendi á synduga menn, léttir af
baki þessa lands.
Pegar við höfðum hvílt okkur um
stund á háisinum héldum við inn
hlíðina austan í Hólshyrnunni.
Skammt fyrir innan fjallsröðulinn
eru djúpar klettagjár um það bil í
miðju fjallinu, en innar er fjallið
slétt með litlum blágrýtis klelta-
sillum. Er fjallshlíðin svipmikil og
t
Guðbraruiur
Vigfusson,
bí 1 s t jóri,
lézt í morgun úr lungnabólgu,
eftir stutta legu. Hans verður nán-
ar minnzt í næsta blaði.
tignarleg. Hið neðra er undirlendi
all-mikið og dável grösugt, er þar
slægjuland með pörtum, það er nú
ekki notað síðan hætt var búskap
í Saurbæ, en vestanmegin árinnar
er land Saurbæjar. Ut og yfir af
hálsinum, hinu megiil árinnar, er
jörðin Efri-Skúta og á hún land
austan árinnar. Fyrir framan Efri-
Skútubæinn er graslendi, slétt og
fagurt, er útsýn hin prýðilegasta frá
bænum og yfirleitt er vistlegt þar,
frá náttúrunnar hálfu, en frá mann-
anna míður, bærinn er nú óbyggi-
legur og lítil"rækt lögð við jörðina.
Fyrir miðjum dalnum að austan
er Hestsskarð. Yfir það skarðligg-
ur leiðin til Héðinsfjarðar. Fram
úr skálinni neðan við Hestsskarð
falla tveir lækir og eru í öðrum
læknum tveir fallegir fossar. Breiðir
annar fossinn sig talsvert út og fell-
ur á smástöllum svo hann líkist
smá-útgáfu af Dynjandi í Arnarfirði.
I ánni, sem rennur eftir dalnum, er
dáiítill foss fram undir botni dals-
ins. —
Við fórum yfir ána hjá áður
nefndum lækjum og héldum fram
dalinn austanverðan, var ferðinni
heitið fram að laugum þeim, er heita
má að séu ný-uppgötvaðar þar, þótt
lengi hafi verið á vitorði manna,
að þær voru til. Laugarnar liggja
kippkorn upp frá ánni og er vítt
graslendissvæði umhverfis þær.
Laugunum sjállum, eða hinum volgu
vatnsæðum, sem þarna eru, verður
ekki lýst hér, það mun verða gert
af öðrum er ber betra skyn en eg
á það mál.
Nú ætluðum við ekkí lengra og
þótt við ekki værum lúin þáfannst
okkur ráð að dvelja þarna um stund
og safna kröftum til heimferðár-
innar.
Pað var rólegt og friðsælt þarna.
Saurbæjarásinn og hæðin, sem Efri-
Skútubærinn stendur á. lokuðu fyr-
ir útsýnið til hafsins og bæjarins.
Ekkert sást nema dalurinn, fjalla-
hringurinn og heiður himininn.