Einherji - 01.08.1935, Blaðsíða 1
IV. árg.
Siglufirði, fimmtudaginn 1. ágúst 1935
15. tbl.
Tryggvi rórhallsson,
B ANKASTJÓRI,
fyrv. forsuetisráðherra.
andaðist gærdag á sjúkrahúsi Hvíta-
bundsins í Reykjavík.
Hafði hann íundið til sínsgamla
sjúkdóms síðustu dagana og haldið
kyrru fyrir á heimili sínu, og var
hann hinn hressasti í fyrradag, og
mun engum hafa til hugar komið
þá, að svo skamt væri eftir. —
Seint í fyrrakvöld versnaði honum
þó snögglega. Var hann þá fluttur
á sjúkrahús og gerður á honum
holskurður, upp á líf og dauða.
Tókst uppskurðurinn vel og hafði
T. P. fult ráð og rænu á eftir, en
þá varð snögglega vart hjartabilun-
ar. Vöktu læknar yfir honum alla
nöttina, en við ekkert var ráðið og
um kl. 9i i gærmorgun lést hann
í höndum læknanna.
Tryggvi Pörhallsson var fæddur
9. febr. 1889 í Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru Pórhallur biskup Bjarna-
son og kona hans Valgerður Jóns-
dóttir.
Stúdent varð T. P. árið 1908 og
kandidat í guðfræði 1912. Settur
prestur að Hestþingum og veitt
prestakallið 1913. békk lausn frá
prestsskap 1917. Var ritstjóri Tím-
ans frá 1917 til 1927. Var forsætis'
og atvinnumálaráðherra árin 1927
til 1932. Formaður Búnaðarfélags
íslands frá 1925 til æfiloka. Ping-
maður Strandamanna var hann frá
1923 til 1934. Aðalbankasljóri Bún-
aðarbanka íslands frá 1932 til æfi-
Ioka. Hann giftist 16. sept. 1913
Onnu Klemensdóttur ráðherra Jóns-
sonar og lifir hún mann sinn ásamt
sjö börnum þeirra.
Tryggvi Pórhallsson stofnaði
Framsóknarflokkinn ásamt Jónasi
Jónssyni, og var, þar til fyrir
skömmum tíma, einn af aðalforystu-
I.
GÖTURNAR.
Eitt af því sem þarf fljótra og
góðra endurbóta við eru götur bæj-
arins. Pær eru þannig úr garði
gerðar nú, að telja má að þær séu
illfærar, hvort þurrar eru eða blaut-
ar, þótt útyfir taki þegar rigningar
ganga.
Frá því fyrsta að byrjað var að
leggja götur hér um bæinn hafa
þær verið óvandvirknislega gerðar.
Við gatnagerðina hafa fengist menn
sem litla eða enga þekkingu hafa
haft á vegagerð, bæjarstjórn hefir
heldur enga þekkingu haft á þeim
málum og efni til gatnanna hefir
verið slæmt. Er því ekki að búast
við að götur hér endist vel, þegar
á allan hátt hefir verið illa til
mönnum flokksins og lengi formað-
ur hans. Hafði hann traust flokks-
ins þar til leiðir hans lágu frá að-
alstefnumálum hans.
Tryggvi Pórhallsson var hið
mesta glæsimenni, einn af snjöll-
ustu ræðumönnum landsins og hélt
fast á sínum málum. Hann var
mjög vinsæll og átti vini um land
allt og í öllum stjórnmálaflokkum.
Hann var drenglyndur maður,
hreinn og beinn og jafnvel svæsn-
ustu andstæðingar hans játuðu heið«
arleik hans og prúðmannlega fram*
komu á sviði stjórnmálanna.
Pessa mæta manns mun sárt
saknað af fjölda vina, en sárastur
harmur er þó kveðinn að eftirlifandi
konu hans og barnahópnum þeirra.
þeirra stofnað bæði að efni og frá-
gangi.
Eigi að síður er það mikið fé,
sem búið er að verja til gatnagerð-
ar hér í þau 17 ár, sem bærinn
hefir haft sjálfsforræði. Bæði er
gatnakerfið all-víðáttumikið og svo
hefir á hverju ári verið varið mik-
illi fjárfúlgu til svokallaðra endur-
bóta eða viðgerða á götunum. En
þær viðgerðir hafa jafnan verið
kák, sem að litlu haldi hefir komið.
Niður í holur og lautir, sem mynd-
ast hafa, hefir verið ekið ónýtu
efni, sem uppleysist og þvættist
burtu af bílaumferð. jafnskjótt og
nokkur bleyta kemur úr loftinu.
Fyrir nokkrum árum var keypt-
ur hér veghefill, sem átti að nota
til að jafna göturnar. Kostaði hann
ærið fé. Veghefill þessi var notað-
Það, sem þarf að gera.
Undir þessari fyrirsögn munu koma smám saman
greinar hér í blaðinu, er snerta ýmsar framkvæmdir
hér á Siglúfirði.