Einherji - 06.08.1936, Page 2
2
EINHERJI
VALDIMAR HÓLM HALLSTAÐ-
V 1 f) Y 7 T ÍJ S K R R.
í haustsins fyrstu éljum hann kom að kvöldi til í köldum norðanblænum. Hann sagðist vera farmaður, á fleetu kunni skil, sem fundið er á sænum. Hann ætlaði að taka frá störfum stundarhlé á stormavetri löngum. Og honum var á bænum það bezta veitt í té og búið eftir föngum. Hann sagði mér að hafið væri heilög köllun sín og hugur þangað stefndi, en alltaf mundu leiðir sínar liggja heim til mín og loforð sín hann efndi. Við lutum bæði höfðum í helgri, djúpri sátt, með heita og rjóða vanga. Og hlustuðum á hafsins þunga og öra andardrátt við yztu sker og dranga.
Hann var fríður sýnum með ljóst og liðað hár og léttan roða á vöngum. Og augun skutu gneistum og ljómi leið um brár er hann lék að gleðiföngum. Á rökkurkvöldum sagði hann okkur suðræn æfinlýr og söng þá farmanns stökur. Og baðstofan varð öll eins og undraheimur nýr þessar yndislegu vökur. Meðan aðrir sváfu kom eg oft í hvíluna til hans, þá var kysst með heitum vörum. Mér fannst eg verða heilluð af ást hins unga manns, varð ör í breytni og svörum. Og enginn, enginn vissi hve vonir flugu hátt nema vetrarnóttin langa. Ó, hvílík nautn að finna hans öra andardrátt við enni sitt og vanga.
Og hugfangin eg hlýddi á söng og sögur hans og sál mín lék á þræði. í vöku og svefni dreymdi mig um unað annars lands og oft eg grét í næði. Eg var líka átján ára barnsleg, blið og hrein með brjóstið fullt aí vonum. I draumum mínum öllum eg eygði ’inn unga svein. — eg var ástfanginn í honum. Á sólskinsbjörtum vordegi klökk eg kvaddí hann, þá lá kyrrðin yfir sænum. Og blóðið heitt sem eldur í æðum mínum brann og augun lýstu af bænum. Hann sagðist ætla að koms að hausti heim til mín í húmi fyrstu bylja, þá sagði ’ann að eg ætti að verða eiginkonan sín og aldrei við sig skilja.
Á tunglskinsbjartri nóttu hann kom og kyssti mig í hvammi — langt frá bænum. í hjartanlegum fögnuði um héluþakinn stig við héldum út að sænum. Hann vafði mig í arma sína, enginn um það veit hve eldar hjartans brunnu. í næturinnar kirkju hann gaf mér beilög heit og hugir saman runnu. í haustsins fyrstu óljum eg fréttir um það fékk að hann farist hafði í sænum. Einmana í burtu eg grátandi þá gekk og gatan lá — frá bænum. Og síðan oft eg hlusta í brimsíns bylgjudans með bleika og föla vanga. Mér finnst eg heyra í ölduniðnum andardráttinn hana við yztu sker og dranga.
Útvarþs-
truflanir.
frá því fyrsta að útvarpstæki voru
keypt og notuð hér í Siglufirði, hafa
útvarpsnotendur orðið fyrir megnustu
óþægindum af útvarpstruflunum, bæði
vegna lélegs rafnets bæjarins og þá
ekki siður Vegna þess, að í bænum
hafa verið notuð ýmiskonar rafstraums-
tæki, sem annaðhvort hafa ekki verið
deyfð sem vera ber, eða þá að tækin
hafa verið svo léleg að þau hafa
valdið truflunum. Skuldinni hefir þó
að miklu leyti verið ukellt á rafnetið
og allir útvarpsnotendur fögnuðu
þeirri stund, þegar nýtt rafnet kæmi
og truflununum létti af.
Nú er komið nýtt rafnet í bæinn,
sem treysta má að ekki orsakar út-
varpstruflanir, En hvað skeður?
Truflanirnar eiu engu minni en áður.
Hjá fjðlda manna eru lítil og jafnvel
engin not að útvarpstækjunum vegna
þessara leiðu óþæginda, sem aldrei
virðast ætla að yfirgefa þennan bæ.
Á þessu verður að ráða skjóta bót.
Pað mun vera bæjarfógetinn hér, sem
á að hafa framkvæmdir í þessu máh'.
Er því hér með alvarlega beint til
hans, að hann láti tafarlaust fara fram
eftirlit og rannsóókn svo komist verði
fyrir hvaðan truflanirnar stafa og þær
fyrirbyggðar. Ástand það sem nú er
má teljast óþolandi.
Komist ekki fljótlega breyting á til
bóta, svo að við megi una, verða út-
varpsnotendur, þeir er ekki hafa full
not af tækjum sínum, að mynda með
sér félagsskap og tska til alvarlegri
ráðstafana.
H. j.
Nýjar
Kvöldvökur.
XXIX árg. 4.-6. hefti.
Um margra ára skeið hafa Nýjar
Kvöldvökur verið svo að segja eina
víðlesna tímaritið hér á Norður-
landi og ávallt haft miklum vin-
sældum að fagna sem þær hafa
fullkomlega verðskuldað, ekki síst
sökum þess hve efni þeirra hefir
verið sniðið við alþýðghæfi og þar
af leiðandi ált greiðan aðgang að
hugum alþýðunnar yfirleitt. — Á
þeim árum er Jónas Jónasson pró-
fastur frá Hrafnagili var ritstjóri að
Nýjum Kvðldvökum stóð vegur
þeirra með mestum blóma, sökum
þeirra prýðilegu hæfileika, sem sá
ágæti áhugasami maður lagði fram
ritinu til efiingar. Nægír að benda
á það, að í N. Kv. frá þeim tíma,
er að finna einhverja þá aþra
snjöllustu ritdóma, sem nokkru
sinni hafa verið skrifaður’á islenzku,
auk annars fjölbreytts efnis.
Nú í nokkur ár hefir hínn góð-
kunni bókaútgefandi Þorsteinn M.
Jónsson á Akureyri séð um útgáfu
og ritstjórn N. Kv. og ekkert til
sparað að gera ritið sem bezt úr
garði, Hefir hann í því efni notið
góðrar aðstoðar margra prýðilegra
ritfærra manna. Virðist full ástæða
til að élita, eftir efni ritsins ov frá-
gangi nú, að það eigi eftir að efla
vinsældir sínar í framtíðinni.
Apríl og Júnf hefti þ. á. eru nú