Einherji


Einherji - 06.08.1936, Page 3

Einherji - 06.08.1936, Page 3
EINHERJI 3 EINHERJI Blað Framsóknarmanna í Siglu- firði. — Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Valdimar Hólm Hallstað Afgreiðsla: Bókaverzl. Hannesar Jónassonar Siglufjarðarprentsmiðja. nýlega úlkomin og birta m. a. frtm hald «f langri sögu er heitir: Sagan tim snú/ia kertið, eftir Edgar Wall- ace, Jarðarför, sögu eftir norðlenzk- an sveitapilt er nefnir sig Pórir Peygjandi. Auk þess er í ritinu í>ýddar og frumsamdar smásögur; greinar og skrítlur o. fi. o. fi. Nýjar Kvöldvökur fást hér í bókaverzl. Hannesar Jónassonar. Ný ljóðabók. eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi er nú að koma á bókamark- aðinn. Bókin er prentuð í Félags- prentsmiðjunni í Reykjavík, en út- gefandi er Porsteinn M. Jónsson á Akureyri. Hvað hefir Framsóknarflokkurinn gert fyrir œskuna í landinu ? i. Um aldamótin síðustu voru uppi hér á landi tvaer menningarstefnur, sem fengu strax í upphafi djúpan og þróttmikinn hljómgrunn í hug- um fólksins. Báðar þessar stefnur voru umbótastefnur, önnur stefna kaupfélaganna, á verzlunar og við- skiftasviðinu, hin stefna ungmenna- félaganna á sviði aukins þroska og menningar fyrir íslenzka æsku. Báð- ar þessar stefnur voru bornar uppi af gáfuðustu og framsýnustu mönn- um sinnar samtíðar, mönnum sem trúðu á framtíðarmöguleika Iands og þjóðar, óháða erlendri yfirdrotn- un. Fær voru bornar fram af mönnum, sem börðust af alhug fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, bæ.ði innbyrðis og eins út á við, ekki einungis i efnalegu, heldur líka í andlegu tilliti. — Pessar stefnur voru eins og tvær plöntur sem vaxa upp hlið við hlið og njóta frjómagns úr sama jarð- vegi, verndar af yl þess heilbrigða hugsunarháttar, sem skapar hina jákvæðu þróun í lífi hvers þjóðfé- lagi. Pað er sjálfsagt öllum ljóst að margir og margvíslegir örðug- leikar hafa orðið á vegi þeirra á- hugasömu manna, sem tóku í upp- hafi að sér forystuna í þessum mál- um en með þrotlausum dugnaði og harðvítugri baráttu við aldagamlan hugsunarhátt og kyrrstöðueðli tókst þeim að lokurn að ganga sigrandi af hólmi með hugsjónir sínar skýrð- ar f eldi þeirrar auknu reynzlu og manndóms, sem baráttan hafði skapað þeim. Baráttusaga fyrsta samvinnufélagsin9 á íslandi, Kaup- félags Pingeyinga, er þjóðkunn orð- in og sýnir gleggst þá harðsnúnu andstöðu, sem við var að etja, en jafnframt gefur hún ljósa hugmynd um þá fórnfýsi sem brautryðjend- urnir lögðu að mörkum málum sín- um til framdráttar. Hið glæsilega viðhorf samvinnumálanna í landinu nú gefur rökstuddasta svarið um það hvort starf þessara manna hafi verið unnið fyrir gíg. Próunarsaga ungmennafélaganna er aftur á móti ekki eins rík af þeim viðburðum sem lýsa andúð og vanþroska skilningi tíðarandans. Yfirleitt náðu ungmennafélögin fljótt hylli og unnu hugi og hjörtu æsk- unnar í landinu. í stefnuskrá ung- mennafélaganna eygði æskan ný takmörk til að keppa að, ný við- horf, sem gáfu glæsileg fyrirheit um líf og slarf, sem væri í sam- ræmi við þrár hennar og drauma, sem hún áður hafði aliðvið þröng- an kost og fullkominn skort á þeim viðfangsefnum, sem acskunni eru nauðsynleg til þess að húngetiorð- ið starfhæfur gjörandi hinnar vax- andi þróunar í þjóðfélags- og menn- ingarmálum, Hér er ekki rúm til að rekja starfssögu þessara stefna, enda er þess heldur engin þörf, því báðar hafa þær sannað gildi sitt frammi fyrir þjóðinni, svo ekkí verður um deilt. En það sem ber að minnast í þessu sambandi er það, að úr skauti þessara tveggja menningar- legu hreyfinga er Framsóknar- flokkurinn risinn á legg. Peir hinir sömu mcnn, sem stóðu fremstir í baráttunni fyrir tilveru ungmenna- félaganna og kaupfélaganna, lögðu grundvöllinn að stefnu Framsóknar- flokksins. Pessvegua hefir líka sá flokkur .verið flokkur æskunnar í landinu og barist ötulsst fyrir hags- munamálum hennar á hinum ýmsu Hún kom úr sveit.. Sögubrot úr Reykjuvikurlifinu eftir PEY,PEY. Hún tíndi af sér fðtinhægt og seint með mátt- vana og þreytulegum handtökum, í daufri skím- unni frá götuljósinu, sem seildist inn um glugg- ann til hennar. Hún vildi ekki kveikja. Pað var nógu bjart fyrir hana og hennar döpru og myrku hugsanir, þær voru systur næturinnar, alsystur. Hún braut fötin saman og lagði þau á atólbakið. Svo hjúfraði hún sig undir sængina, en hún fann að hún gat ekki sofið. Onotin fyrir brjóstinu, höfuðverkurinn og kuldahrollurinn á milli herðanna héldu fyrir henni vöku. Hún hafði fundið til þessara óþæginda undanfarnar vikur, og i dag hafði læknirinn, sem hún fór til, sagt henni avo einstaklega broaandi og alúðlega, að þetta mundi læknast á „sínum tíma“, og það var ein- mitt það, sem hún hafði haft óljósan grun um og óvissan hafði kvalið hana mest, en nú var vissan fengin. Nú fannst henni hún geta hugaað róleg til þess sem í vændum var. Hún var líka •vo oft búin að gráta sig f svefn yfir óhamingju sinni, en nú gat hún ekki grátið lengur. Hún var orðin eitthvað svo köld og sljó. Sál hennar var orðin eins og brimsorfinn klettur, sem löðr- ið hefir ekki lengur mátt til að móta. Hún ætl- aði að taka því, sem að höndum bæri, þó ekk- ert væri að sjá framundan nema myrkur — nótt. Hún lét hugann hvarfla aftur ítímanntil þess, sem var löngu liðið. Hún sá í huganum lítinn, þröngan dal, sem lá milli brattra, gnæfandi fjalla. Hún elskaði einu sinni þennan dal, elskaði háu fjöllin með hamrabeltunum, gráu skriðunum og grænu gras- geirunum. Hún elskaði lítinn bæ, sem stóð fátæk- legur og umkomul2us á miðju þýfðu, óræktarlegu túni, sem eins og hékk framan í brattri hlíð. Hún #lskaði ána, sem ranD eftir dalnum þungt og hægt með svæfandi niði, milli grænna bakka, færandi huggun og frið. í þessu umhverfi var hún borin og barnfædd. Parna höfðu foreldrar hennar búið frá þvíhún mundi fyrst eftir og baslað og barist í bökkum, án þess að sjá nokkurntíma út úr örðugleikun- um. Parna á litla bænum í þröngu og óvistlegu baðstofunni hafði móðir hennar kennt henni „Faðir vorið" og kvöldbænirnar og látið hana lesa það á hverju kvöldi. Par hafði faðir hennar lesið húslesturinn kvöld eftir kvöld alla föstuna og á helgidögum líka og mamma hennar sungið sálma bæði á undan og eftir. Parna hafði verið tendraður hjá henni í bernsku guðsótti og, góðir siðir og henni kennt að bera lotningu fyrir öll- um trúarlegum siðvenjum, — Og þegar hún fór að geta lesið, þá var hún látin lesa Biblíuna og Nýja testamentið. Pað voru líka einu bækurnar, sem til voru á bænum, að undantekinni gamalli sálmabók og nokkrum fornsögum. — Guðsorða- bækurnar voru altaf látnar liggja á borðskriflinu, sem stóð á milli rúmanna, undir fjögra rúðu glugganum, og það var oft gripið til þeirra, enda voru þær, þegar hún mundi fyrst eftir, orðnar óhreinar og slitnar af of mikilli notkun. Hún mundi líka svo vel eftir því, þegar hún fór að stálpast, þá var hún látin reka kýrnar í hagann á morgnana og sækja þær aftur á kvöld- in. Oft var hún líka látin vaka yfir túninu hlýj- ar, vorbjartar nætur. Pá vaknaði útþrá hennar fyrst. Pá dreymdi hana yndislega fallega vöku- drauma, drauma um fjarlæga fegurð og unað, sem byggi að baki hinna bláu fjalla, sem luktu dalinn. Og þessar nætur liðu svo undarlega fijótt, en þær skyldu eftir í sál hennar einhverja óljósa sælukennd, brennandi þrá eftir einhverju, sem hún færi á mi* við, en þyrfti að njóta. Og á skammdegisvökunum, meðan pabbi henn- ar Ias lesturinn og mamma hennar prjónaði eða spann, þá var það stundum, að hún vissi ekki um neitt. sem gerðist í kringum hana, þá bar það ekki ósjaldan við, að hún gleymdi að taka úr á sokknum sem hún var að prjóna, eða stund- um tók hún líka alltof mikið úr. Stundum lét hún líka hendur falla í kjöltu sér og gleymdi bæði stað og stund. Pá var hugurinn einhvers staðar langt í burtu, úti I stjörnubjartri nóttinni, sveif með blikandi norðurljósum yfir fannþakin fjöll og heiðar, langt, langt í burtu. Frh.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.