Einherji


Einherji - 26.08.1937, Qupperneq 2

Einherji - 26.08.1937, Qupperneq 2
2 EINHERJI Stefán Guðmundsson, óperusöngvari, gengið, síðan vínið á ný flæddi yfir landið, þá er he.nni voði vís, í fjárhagslegum og siðferðilegum efnum. Þeír, sem eftirtekt hafa veitt ástandinu eins og það nú er, vita að hér er ekki verið að fara með óstaðhæfanleg stóryrði. Þetta er sannleikur, sá beiski sannleikur, sem þjóðin verður að horfast í augu við og taka afstöðu til. Þeir, sem þjóðin hefir falið ein- hverskonar stjórn á málum sínum, hafa hér þyngstrar skyldu að gæta. Gildir það jafnt hvort um er að ræða ríkisstjórn, sveiía- og bæjar- stjórnir, stjórn á uppeldis- og kennslumálum, stjórn á lögreglu- málum eða eitthvað annað, í op- inberum stöðum á og má enginn drykkjumaðureðavínhneygðurmað- ur vera, Hér þýða engin vetlingatök, enginn afsláttur á fullum sið- ferðiskröfum til þeirra manna er þjóðin að einu eða öðru leyti felur trúnaðarstörf. Forystumönnum þjóð- arinnar má ekki leyfast að vera forgöngumenn að siðspillingu þjóð- arinnar. Þeir hafa margir hverjir verið það að þessu. Sú svívirðing verður að hverfa. kom hingað til bæjarins í dag með e. s. Lagarfoss frá Akureyri, ásamt hr. Páli ísólfssyni, organleik- ara. Hafa þessir ágætu listamenn fylgst að undanfarna daga um Austurland og þaðan til Húsavík- ur og Akureyrar, þar sem Stefán hefir sungið víð húsfylli mörgum sinnum og undirleikur Páls hefir verið dáður sem einstætt listaverk. í kvöld kl. 7 fá Siglfirðingar tækifæri til að hlusta á þessa mik- ilhæfu listamenn í Bíó og má bú- ast við að hvert sæti verði skipað í húsinu, því að þess verður að vænta, að Siglíirðingar hafi ekki það minni áhuga eða smekk fyrir fögrum listum en aðrir landsbúar, að þá fýsi ekki alla að ldusta á Stefán. Karlakór Reykjavíkur, — sem Stefán Guðmundsson hefir verið meðlimur í og þar unnið sinn fyrsta sigur, t. d. 1928, þegar kór- inn kom hingað eins og Siglfirð- ipgar muna vel, — ætlar í söng- för til Þýzkalands í haust ogverð- ur Stefán Guðmundsson einsöngv- ari í kórnunr eins og áður. Fjár- hagsörðugleikar geta heft förina. Til þess að létta undir með því að förin verði farin, hefir kórinn gefið út happdrættisiniða, sem kosta eina krónu, og mun mik- ið seljast af slíkum miðum viðs- vegar um landið, til þess að þessi ágæti og vinsæli kór geti borið hróður íslands í tónum um alla Mið-Evrópu. Siglfirðingar ! Hyllið í dag Stefán Guðmundsson með þvi að skipa hvert sæti í húsinu og með því að kaupa happdrættismiða Karla- kórs Reykjavíkur um leið og þið kaupið aðgöngumiða á söng Stefáns. Og við hinir, borgararnir í þjóð- félaginu, við verðum einnig að gera miklar kröfur til sjálfra okkar. Við, heildin, eigum að skapa nýtt viðhorf ný straumhvörf í þessum efnum. Ekki með orðum einurn, heldur með allri breytni okkar og áhrifum okkar á þá er umgangast okkur. Sterk bæja og byggða samtök geta miklu á- orkað.' í þessum málum eiga allir að geta orðið samtaka, þeir er á- huga hafa, hér á engin sundrung- arpólitík að geta eyðilagt gott mál- efni og sterkan vilja til umbóta. Að síðustu nokkur orð til ykkar, Siglfirðingar. Lítið í kringum ykkur, opnið augu ykkar fyrir því hryggi- lega ástandi sem hér er í sumar. Daglega sjást drukknir menn á götunum. Áflog og íllindi ölvaðra manna eru daglegir viðburðir. Margir gera sér það að atvinnu að kaupa vín og selja það á óleyfi- Iegan hátt. Gerið ykkur grein fyrir hvílíkt ógrynnni fjár fer þannig forgörðum og til ílls eins. Leiðið ykkur fyrir hugskotssjónir eftirleik- inn: heilsu- og mannorðsspilling, fátækt, ef til vill hungruð börn, fyrir eyðslu föðursins, og margar fleiri hörmungar er drykkjuskapur hefir jafnan í för með sér. Viljið þið ekki leggja fram ykk- ar skerf til þess að afstýra þessu böli? Vilja ekki þeir ykkar, sem enn ekki hafa gengið í flokk bind- indismanna, taka höndum saman við þá og mynda hér sterkan og áhrifaríkan félagsskap gegn þess- Ranghermi Alþ.blaðið birtir 5- þ- m. viðtal við Gísla Halldórsson framkv.stj. Síldarverksmiðja ríkisins. — Full ástæða væri til að taka þetta við- tal, ásamt mörgu öðru af því sem birt hefir verið í útvarpi og blöð- um að tilhlutun þessa framkv.stj., til rækilegrar athugunar og gagn- rýningar, þó ekki sé það gert að þessu sinni. Það verður sennilega gert hér í blaðinu eða annarstaðar síðar. En nokkur ranghermi, sem framkv.stj. lætur eftir sér hafa í þessu viðtali, er þó sjálfsagt að leiðrétta strax. Hann talar um að afkastamagn verksmiðjanna hafi aukist um 2800—3000 mál á sól- arhring »síðustu tvö sumur«. Og svo kemur runan um hvað liver verksmiðja hafi unnið mest áður og hvað hún vinni nú, en ein- kennileg er sú frásögn, því allar tölurnar (að Sólbakkaverksmiðj- unni undanskilinni) um það hvað hámarksvinnsla verksmiðjanna hafi verið áður, eru rangar og allar verksmiðjurnar sagðar hafa unnið minna en þær gerðu. Einherji hefir um ófögnuði? Hér er þörf á starfi allra góðra manna og kvenna. Hannes Jónasson. átt kost á að kynna sér skýrslu um verksmiðjurnar fyrir starfsárið 1935 og borið hana saman við frásögn Gísla Halldórssonar, og skal nú sýnt fram á nokkrar rang- færslur hans. Gísli segir S. R. ’30 hafa kom- ist mest (fyrir tveim árum) í 2400 mál á sólarhring. Hún komst sum- arið 1935 í 2800 mál. Hann segir S. R. P. hafa komist mest í 1400 mál á sólarhring. Hún komst í rúm 1600 mál 1935 og þáverandi fram- kvæmdastj., J. G., benti á leið til að auka framleiðslumagn þeirrar verksmiðju með litlum tilkostnaði. Gísli segir SRN hafa komistí2000 mál. Hún komst í 2260 mál 1935, en raunar er alrangt að gera nokkurn samanburð á þeirri verk- smiðju þá og nú, því hún var ekki fyllilega tilbúin og í megnasta ó- lagi það sumar, en hvorki var bygging hennar né undirbúningur í höndum verksmiðjustjórnar né framkv.stj. Afkastamagn Raufar- hafnarverksmiðjunnar telur Gísli hafa aukist úr 800 málum á sól- arhring upp í »1200—1300 mál á sólarhring, en hefir komist mest upp í 1600 mál« segir hann. — Meðalvinnsla Raufarhafnarverk- smiðjunnar var sumarið 1935 um 1000 mál á sólarhring. Svona Iög- uð frásögn gerir auðvelt að sýna mikla afkastaaukningu verksmiðj- anna — á pappírnum. En meðal annara orða: Hvernig má það ske að Raufarhafnarverk- Eftirherm- urnar. Gísli Sigurðsson sýndi eftirherm- ur í Nýja Bíó s.l. föstudag. Ýms blöð höfðu dáð þennan mann og talið hann »listamann« á sínu sviði. Mig fýsti því að sjá þennan snilling og keypti mér aðgöngu- miða. Var þar þröng mikil, því að margir vildu sjá og heyra það á boðstölum yrði. Mátti segja að húsið væri fullt. Fimmtán mínútur liðu frá því er byrja átti og þar til leikandinn lét sjá sig. Óljóst sást í andlit honum allan tímann vegna slæmrar birtu á leiksviðinu. Var því ómögulegt að sjá hvort andlitsdrættir og svipbreytingar voru í nokkru samræmi við rödd og efnisflutning. Ekki veit eg hvað öðrum hefir fundist, þeim er á horfðu og hlýddu, en mér þótti mjög lítið í eftirhermurnar varið. »Listamaður- inn« var t. d. harla lítið líkurþeim Jónasi Jónssyni, Ólafi Friðrikssyni og Magnúsi Jónssyni. Skár tókst honum með Ólaf Thors, Bjarna Jónsson og Jón Helgason biskuþ. Látbragð Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara, tókst honum vel að sýna, og söngur hans eftir Hreini Pálssyni og Gunnari Páls- syni var allgóður, þótt söngur beggja, og þó einkum Hreins, væri óþarflega mikið afskræmdur. Að öllu samanlögðu virtist mér enginn »Iista«-bragur á neinu af því, sem þarna var sagt og sýnt. Má yfirleitt segja, að krónum þeim, er fóru fyrir þessar eftirhermur-, hefði mátt verja betur. Annars má einnig segja það, að hollara er að sækja skemmtun eins og þessa, þótt ekki sé sérlega mikils virði, en böll þau, sem haldin eru í Siglufirði að sumarlaginu. Þau ætti að afnema með öllu. Þau hafa verið, eru, og því miður munu verða, nema stór breyting verði á, Siglufirði til stórfelldrar vanvirðu, vegna drykkjuskapar, illinda og áfloga, er þeim fylgir. H. smiðjan vinni daglega í sumar úr 1200—1300 málum og stundum úr 1600 málum síldar á sólarhring, þagar hún er þó ekki búin að vinna frá 18. júní til 24. ágúst úr nema rétt um 68 þús. málum? Það getur liver sem vill spreytt sig á að reikna það dæmi sjálfur.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.