Einherji - 03.11.1937, Qupperneq 1
4
Ein skrumau^lýsingin
enn frá Gísla Halldórs-
syni.
(Niðurlag).
Nýja þróin eöa ný vélasam-
stæöa?
Að geífiu tilefni hefir það nú
verið tekið til allrækilegrar athug-
unar hér í blaðinu hvort afköst
ríkisverksmiðjanna hafa aukist tvö
síðustu árin, og sannað að svo
er ekki. Hitt munu allir sammála
um að afkastaaukningar hefði ver-
ið mikil þörf og að fækifærið var
einmitt nu fyrir hendi þegar gíf-
urleg verðhækkun varð á afurðun-
um og stórgróði hefði þar af leið-
andi — að öllu sjálfráðu, — átt að
geta orðið á verksmiðjurekstrinum.
— Þetta mun verksmiðjustjórninni
einnig hafa verið ljóst og viljað
eitthvað í því gera. Og ekki stóð
á hugmyndunum. Framkvæmdarstj.
sá allt í einni svipan hvað gera
skyldi — og fékk að ráða:
Hálfri miljón króna skyldi varið
til endurbóta á verksmiðjunum og
tíl þess að byrja á þróarbyggingu
með »nýju sniði«. Sú byrjunar-
bygging átti að kosta 175 þús. kr.,
en framkvæmdastj. skýrir sjálfur
frá því snemma í ágústmán, í blaða-
viðtali að hún hafi kostað 210 þús.
kr. og fullvíst er að ekki voru þá
öll »kurl komin til grafar«. En
þróin átti líka að vera alveg ein-
dæma kostagripur, svo að annað
eins hefði ekki þekkst hér á landi
áður og jafnvel ekki i öllum heim-
inum. Framkvæmdastjórinn reikn-
aði út í snatri að strax á þessu
fyrsta sumri mundi hún bjarga
verðmætum fyrir 400 þúsund krón-
ur eða meira. Það er nú orðin
svo alkunn raunasaga hvernig um
það hefir farið, að ekki er þörf á
að fara um það mörgum orðum.
Meginið af síldinni sem í þessa
þró hefir verið látið, hefir stór-
skemmst og mörg þúsund mál
liggja eftir í henni, — af flestum
talin að vera alónýt. Óhemju fé
hefir verið til þess kostað að reyna
að koma þessari skemmdu sild
gegnum vélarnar, t. d. sóttur karfi
sem komin var í þró á Sólbakka,
til þess að bræða með síldinni og
skip leigt til þeirrar farar fyrir 6
þús. krónur, keypt talsvert af dýrri
reknetasíld í sama skyni, — auk
þess sem farið hefir til spillis í
öllu því basli, í kolum, salti, vinnu
og vélasliti. Hér skal að þessu
sinni ekki reynt að sundurliða hve
mikil verðmæti hafa farið þarna
forgörðum, en það er fullvíst, að
maður, sem hefir langa reynslu og
manna mesta sérþekkingu á síld-
arverksmiðjurekstri hér á landi,
telur tap verksmiðjunnar á nýju
þrónni í sumar vera á þriðja hundr-
að þúsund krónur, auk þess sem
byggingarkostnaðurinn sé að miklu
leyti verksmiðjunum glatað fé.
Það hefir verið varið rúmum 300
þús. kr. til »endurbóta« á ríkis-
verksmiðjunum, að því < ;r verk-
smiðjustjórnin segir, sem enginn
eða lítill árangur sézt af, og það
hefir verið varið á þriðja hundrað
þús. kr. til að byggja misheppnaða
þró, sem stórtap hefir orðið á.
Það er ekki ófróðlegt að athuga
til samanburðar hver útkoman
hefði orðið, ef sú leið hefði verið
tekin til »afkastaaukningar« og
»verðmætisbjörgunar», að bæta
einni vélasamstæðu hér við verk-
smiðjurnar fyrir 2400 mála vinnslu.
Áætlun liggur fyrir, sem grund-
völlur fyrir tilboði hingað til Siglu-
fjarðar, frá velþekktu útlendu firma
um fullkomna vélasamstæðu, frítt
um borð, fyrir 220 þús. krónur.
Lausleg áætlun hefir verið gerð
um að kostnaður við flutning vél-
anna og uppsetningu i járnhúsi
(svipað og hjá S. R. P.) mundi
kosta allt að 130 þús. kr. eðahvor-
tveggja samtals 350 þús. kr.
Hefði nú að þessu ráði verið
horfið, í stað þess að verja rúml.
hálfrí miljón króna til þróarbygg-
ingarinnar og hinna svokölluðu
»endurbóta«, hefði samt orðið af-
gangs allálitleg fjárupphæð til
ýmsrá þarflegra endurbóta, sem um
gat verið að ræða.
Verksmiðjurnar þurftu aldrei að
stöðvast eínn einasta dag frá 10.
júlí í sumar til loka herpinóta-
veiðitímans, um 8. sept. og áttu
þá gríðarmikla síld óunna, en að-
eins skal reiknað með þessum tæp-
um tveim mánuðum, eða til að
fara varlega, aðeins með 55 dög-
um. Á þessum 55 dögum hefði
verksmiðja með 2400 mála dagleg-
um afköstum, unnið úr 132 þús.
málum, eða nærri 6-földu því síld-
armagni sem nýja þróin tók, síldin
öll orðið betri, vegna styttri
geymslutíma, sjálfsagt engin síld
orðið ónýt og framleiðslan fyrsta
flokks vara. Útgerðin hefði fengið
872 þús. kr. meira fyrir hráefni, en
hún fékk, og verksmiðjurnar hátt á
3. milj. kr. meira fyrir framleiðsl-
una, án þess að reksturskostnaður
hafi þurft að hækka, samanborið
við það sem hann hefir orðið í
sumar. Því þá hefði ekki þurft að
sækja karfa vestur á Sólbakka,
ekki að kaupa dýra rekneta-
síld, ekki að eyða kolum né
vinnu í að basla við að koma
ónýtri síld gegnum vélarnar o. s.
frv., o. s. frv.
Þjóðarbúskapurinn þolir ekki
slíka ráðsmennsku, og þvi er það
ekki að ófyrirsynju að i hinum
væntanlegu verksmiðjulögum er
gert ráð fyrir að stjórnendur Ríkis-
verksmiðjanna séu opinberir sýsl-
unarmenn og falli undir refsiákvæði
sem slíkir.
Verksmiðjurnar hafa verið not-
aðar svo ógætilega sem tilrauna-
stöð — af reynslulitlum manni með
ótakmörkuðu sjálfstrausti, — að vel
getur orðin þeim örlagaríkt um
ófyrirsjáanlegan tíma. — Enginn
mun hafa verið spurður ráða, sem
reynslu eða sérþekkingu hafði á
síldarverksmiðjurekstri. Mundu upp-
lýsingar og leiðbeiningar í þeim
efnum þó hafa verið auðfengnar.
Fyrir allmörgum árum var líkt fyr-
irkomulag, og haft er á nýju þrónni,
reynt í verksmiðju S. Goos: síldar-
þróin yfirbyggð og síldin söltuð
gegnum op á loftinu. En þetta
reyndist svo illa að við það var
hætt aftur. Þar kom fram sami
gallinn og á nýju þrónni: síldin
hrekkur undan saltbununum og
verður svo saltlaus út við veggina,
úldnar þar og skemmir út frá sér.
Verksmiðjustjórinn við Goosverk-
smiðjurnar — Snorri Stefánsson —
sem hefir langa reynslu og af öll-
um er viðurkendur fyrir ágæta
þekkingu og framúrskarandi alúð
og lægni í starfi sínu, er ekki
spurður ráða, hvernig þetta fyrir-
komulag hafí reynst, né hvers-
vegna Tiafi verið við það hætt, og
hefði það þó verið ofur auðvelt.
Rannsóknarlaust og fyrirhyggjulaust
hefir hundruðum þúsunda af fé
verksmiðjanna — eða öl'lu heldur
því fé, sem þær hafa átt að ávaxta
fyrir þjóðarheildina og þó sérstak-
lega fyrir sjómannastéttina, — ver-