Einherji - 03.11.1937, Page 2
2
EINHERJI
I:
Sigurður J.S. Fanndal,
kaupmaður.
Hinn 14. f. m. andaðist hér í
bænum, að heimili sínu, Sigurður
Jóhann Sveinsson Fanndal kaup-
maður. Banamein hans var hjarta-
bilun.
Sigurður Fanndal var Húnvetn-
ingur að ætt, fæddur að Gunn-
fríðarstöðum í Laugadal. Þar ólst
hann upp þar til hann fór á gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum. Þeg-
ar því námi lauk flutti hann til
Akureyrar, lagði hann þar stund á
bakaraiðn og síðar verzlun. Verzl-
unarstjóri Gránufélagsverzlunar í
Haganesvík var hann um nokkur
ár. Þegar sú verzlun var lögð nið-
ur flutti hann til Akureyrar aftur,
en árið 1920 flutti hann hingað til
Siglufjarðar, setti á stofn verzlun
og rak hana til dauðadags.
Sigurður Fanndal var myndar-
legur maður að sjón. Ekki hávax-
inn, en þéttur á velli og bauð af
sér góðan þokka. Glaðlyndur var
hann og spaugsamur og ágætur
félagsmaðar. Mun óhætt að full-
yrða að vinir hans voru margir en
óvinir fáir — ef nokkrir hafa verið.
Öll þau störf, er Sigurður Fann-
dal hafði með höndum, rækti hann
með sérstakri alúð og samvizku-
semi. Sem fulltrúi verkamanna sat
Fyrir nokkrum árum byrjaði
E. P. Briem, sem þá var eigandi
bókaverzlunarinnar Mimir, á því
að gefa út úrvalsljóð íslenzkra
skálda í sérstaklega vandaðri og
smekklegri útgáfu. Komu fyrst úr-
valsljóð Jónasar Hallgrímssonar,
þá Bjarna Thorarensen og Matt-
híasar Jochumsonar og nú eru ný-
komin á bókamarkaðinn, frá ísa-
foldarprentsmiðju, Úrvalsljóð Hann-
esar Hafstein, og eru ljóðin valin
af Þorsteini Gíslasyni, skáldi.
ið fleygt í gagnslausar tilraunir,
en yfir fánýti þeirra hefir verið
reynt að breiða, með þrotlausum
skrumauglýsingum.
hann í bæjarstjórn Siglufjarðar um
7 ár. Gerði hann sér far um að fá
glöggt yfirlit yfir málefni þau, er
bærinn hafði með höndum, myndaði
sér ákveðnar skoðanir og hélt fast
á sínu máli án þess þó að sýna
þverúð eða óþarfa stifni í nokkru
máli.
Sigurður Fanndal giftist 1909
eftirlifandi konu sinni, Soffíu Bjarna-
dóttur, hinni mestu myndarkonu.
Eignuðust þau hjónin fjögur mann-
vænleg og myndarleg börn, er öll
lifa. Heimili þeirra hjóna var fyrir-
mynd. Ástríki hið mesta milli allrar
fjölskyldunnar. Er nú sár harmur
kveðinn að eftirlifandi konu og
börnum, við missi elskaðs eigin-
manns og föður.
Eg, sem þessar línur rita, kynnt-
ist Sigurði fyrst er hann var í
Gagnfræðaskólanum á Möðruvöll-
um. Hélst sá kunningsskapur við
og það eins þótt við um nokkurt
skeið værum ekki i nánu sambýli.
Eg hefi kynnst mörgum mönnum,
mörgum góðum drengjum. Sigurð
Fanndal mun eg jafnan telja í
flokki þeirra er eg tel bezta, um
einlægni drenglund og hreinleik í
hugarfari.
Hannes Hafstein orti þegar í
skóla allmikið af ljóðum. Var yfir
kvæðum hans hressandi blær og
þau full af fjöri og lífi. Kvæða-
flokkurinn Norður f jöll varð brátt
á hvers manns vörum og er það
enn. í kvæðinu Undir Kaldadal,
sem er í þessum kvæðaflokkí,
kemur eiginlega fyrst fram karl-
mennsku hugsjón Hafsteins og
hetjulund, er einkenndu hann og
fylgdu honum á meðan honum
entist þróttur og heilsa. Þar segir
meðal annars:
Loft við þurfum. Við þurfum bað,
að þvo burt dáðleysis mollu-kóf,
þurfum að komast á kaldan stað,
í karlmsnnsku vorri halda próf.
Þurfum á stað, þar sem stormur hvín,
og steypiregn gerir hörund vott.
Þeir geta þá skolfið og skammast sín
sem skjálfa vilja. Þeim er það gott.
Trú Hannesar Hafstein á fram-
tíðarmátt íslenzku þjóðarinnar og
sterkur vilji hans sjálfs til þess.að
hefja hana, andlega og efnalega,
kemui' víða fram í kvæðum hans.
Má þar til nefna kvæðið ísland,
en það byrjar svo:
Þú álfu vorrar yngsta land,
vort eigið land, vort fósturland.
Sem framgjarns unglings höfuð hátt
þín hefjast fjöll við ölduslátt.
Þótt þjaki bönd með þungum hramm
þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram.
Þá má benda á síðasta erindið
í kvæðinu Viö Valagilsá- Skáld-
ið hefir lýst ánni, sem brýzt fram
kolmórauð og freyðandi úr trölls-
legum gljúfrum, ímynd þeirra afla,
sem eru hindrun í vegi mannsins,
sem vill komast leiðar sinnar að
ákveðnu marki. Þar segir Hafstein:
Straumur freyðir og stekkur hátt,
steinar í botni skarka.
sogar strengur og suðar kátt.
En — samt held eg láti nú slarka.
Eg ætla að sjá hvað setur,
hvort sjóðandi straumiðufali
eða brjóstþrekinn klár hefir betur.
Hannes Hafstein varð óskabarn
jtjóðar sinnar, bæði sem skáld og
stjórnmálamaður. Störf hans og af-
rek fyi'ir hina íslenzku þjóð munu
aldrei fyrnast. En hann átti þó
marga mótstöðumenn í stjórnmál-
um og oft harðri andstöðu að
mæta.
Kvæðið Landsýn lýsir hug hans
er hann er á leið heim til ættjarð-
arinnar, eftir að hafa rekið erindi
þjóðar sinnar í útlöndum. Skáldið
stendur við siglu. Storminn hefir
lægt, veðrið er skírt. Landið Iyftist
úr hafi við yztu sjónarrönd. Stjörnur
og norðurljós blika yfir hvítum
jöklum. En veðrið er að breytast.
Þá — yfir jöklunum — húm sá eg hnyklast
hjúfra sig, breiða sig, teygja sig, miklast.
Hret kom að vesían, haglél að austan,
hríðþrunginn myrkva norðan dró.
Hreggbylur sunnan. Harðlega laust ’ann
hafbárunniginn við skipið
og ofviðri yfir oss sló.
Það voru viðtökurnar við heim-
komuna, óverðskuldaðar þó, sem
stjórnmálamaðurinn gat búist við
að fá.
Eg hefi hér lauslega minnst á
vissa þætti í ljóðagerð Hannesar
Hafstein, þá er mest einkenndu
manninn í sambandi við opinbera
starfsemi hans. En hann átti einnig
marga aðra strengi á hörpu sinni.
Hér er ekki rúm til að rekja ýtar-
lega alla ljóðagerð hans, enda er
það ekki tilgangurinn með þessum
línum, en sem dæmi um viðkvæm-
ari skapþætti hans vil eg benda á
kvæðin Systurlát, Kveðja, í
sárum og fleiri. Samúð hans með
þeim, sem eru lítilmagna og fá
ekki notið sín kemur ljóst fram í
kvæðinu Fuglar í búri. Þar er
þetta erindi:
Hugum, sem aldrei flogið fá,
fiunst það ánægja og gaman
að horfa frjálsborinn fuglinn á
fjötraðan, jarðbundinn eins og ])á
að líta hinn loftfleyga taman.
Þið vesalings, vesalings fangar.
Eg veit hversu sárt ykkur langar.
Ljóð Hannesar Hafstein eru öll
í samræmi við virkileikann. Þau
eru ekki efnislaus kveðandi eða
fimbulfamb um allt og ekki neitt.
Þau eru ljóð mannsins sem skilur
lífið og þekkir það, ljóð mannsins,
sem veit hvað hann vill og berst
ótrauðlega fyrir því að koma hug-
sjónum sínum í framkvæmd. Þess-
vegna eru ljóð hans dáð og elsk-
uð af hverjum þeim manni og
konu, sem elskar þjóð sína og ætt-
jörð og sem vill »elska, byggja
og treysta á landið«.
H. J.
Vinnustöðvun
gerðu verkalýðsfélögin á Akur-
eyri í gærmorgun í öllum verk-
smiðjum Sambands ísl. samvinnu-
félaga og Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri fyrir atbeina Jóns Sig-
urðssonar erindreka. Iðnfyrirtækin
sem stöðvuð voru eru: Gefjun, Ið-
unn (skóverksmiðjan), sápuverk-
sm. Sjöfn, kaffibætisgerðin Freyja
og smjörlíkisgerðin Flóra. Verk-
smiðjufólkið í öllum verksmiðjun-
um — nema einhver hluti fólksins
sem vinnur í Iðunni — vildi fá að
vinna i friði, en var meinað það
af fjölda manns. Forsprakkar vinnu-
stöðvunarinnar heimta mikla kaup-
hækkun fyrir starfsfólk verksmiðj-
anna, en samningar um það hafa
ekki náðst við vinnuveitendur. Er
ómögulegt að segja fyrir hve víð-
tæk þessi stöðvun verður og hve
rniklu tjóni hún veldur. Bannaðir
eru allir vöruflutningar frá og til
verksmiðjanna. Var póstbáturinn
Erna stöðvaður á Akureyri i gær-
morgun vegna þess að í honum
voru vörur frá verksmiðjunum. —
Sömuleiðis mun e. s. Hekla verða
stöðvuð á Akureyri af sömu á-
stæðum.
H. J.
Úrvalsljóð Hannesar Hafstein.