Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
–fegurðin býr í bókum
Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is
Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip.
Tryggðu þér eintak í tíma.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ er heilmikið átak að gera þetta
og viðurkenna þar með að maður
þurfi að leita annars staðar að vinnu
eftir að hafa ákveðið eftir nám er-
lendis að maður vildi helst búa á Ís-
landi,“ segir Sigurður Einarsson
byggingaverkfræðingur sem missti
vinnuna þegar byggingariðnaðurinn
hrundi hér. Hann er kominn í góða
vinnu í Stafangri í Noregi og síðan
hafa þrír Íslendingar fengið vinnu á
sömu verkfræðistofu.
Verulegur samdráttur hefur orðið
hjá íslensku verkfræðistofunum
vegna erfiðleika í íslensku atvinnulífi
og starfsfólki fækkað. Erfiðleikarnir
hafa bitnað á mörgum stéttum, svo
sem verkfræðingum, tæknifræð-
ingum, arkitektum og byggingafræð-
ingum. Margir hafa leitað fyrir sér
erlendis. Þá hafa stóru íslensku verk-
fræðistofurnar sótt í auknum mæli út
fyrir landsteinana og byggja þar á
margra ára reynslu við uppbyggingu
virkjana og stóriðju hér á landi og er-
lendis. Hluti verkefnanna er unninn
hér.
Allt að þorna upp
„Ástandið er að verða alvarlegt.
Það er allt að þorna upp og engin ný
verkefni koma í staðinn fyrir þau
sem klárast,“ segir Árni Björn
Björnsson, framkvæmdastjóri Verk-
fræðingafélags Íslands.
Sigurður Einarsson segist hafa
fengið tímabundna vinnu eftir hrunið
og farið fljótlega að sækja um vinnu
erlendis. Eftir nærri hálfs árs leit
fékk hann góða vinnu í Noregi, sem
deildarstjóri á verkfræðistofu Ram-
böll í Stafangri. „Þetta tók tíma, en
hafðist á endanum,“ segir hann.
Hann er fjölskyldumaður með
konu heima og tvo uppkomna syni.
Honum tókst að semja þannig að
hann fær tíu daga frí í hverjum mán-
uði og getur þá dvalið með fjölskyld-
unni. „Maður horfir ekki langt fram í
tímann, gerir í mesta lagi áætlun til
sex mánaða. Ef ástandið fer ekki að
batna sé ég ekki fram á að koma
heim. Fréttirnar eru ekki frýni-
legar,“ segir Sigurður.
Hann fór út í maí og síðan hafa
þrír íslenskir verkfræðingar verið
ráðnir til fyririrtækisins. Hann segist
heyra vikulega frá íslenskum verk-
fræðingum sem séu að leita að vinnu.
Hann reynir að vísa þeim áfram og
segist vita að einhverjir hafi fengið
vinnu. Enn virðist norskar stofur
hafa þörf fyrir verkfræðinga með
mikla reynslu. Hvetur hann menn til
að halda áfram að leita og gefast ekki
upp þótt það taki tíma að finna starf.
Ekki er eins mikil þensla í Noregi
og áður. Sigurður segir þó enn ekki
hægt að tala um samdrátt, frekar að
vöxturinn hafi minnkað.
Enn þörf fyrir menn með reynslu
Fjórir íslenskir verkfræðingar fengu
vinnu á sömu stofunni í Stafangri
Sókn íslensku verkfræðistofanna
eftir verkefnum erlendis byggir á
þekkingu og reynslu sem þær
hafa aflað sér hér heima við upp-
byggingu virkjana og iðnaðar.
Guðmundur Þorbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Eflu verkfræðistofu,
segir að grunnur erlendu sókn-
arinnar veikist verulega ef heima-
markaðurinn fer ekki að braggast.
Stóru íslensku verkfræðistof-
urnar hafa náð nokkurri fótfestu
á erlendum mörkuðum. Þannig er
um þriðjungur af veltu Eflu vegna
verkefna erlendis en meginhluti
þeirra þó unninn hér á landi.
Guðmundur segir að stofurnar
njóti þess nú að hafa unnið að út-
flutningi þekkingar undanfarin ár.
Það taki tíma að vinna traust og
afla verkefna. Hins vegar hafi
samkeppnisstaða íslensku fyrir-
tækjanna batnað vegna geng-
isfalls krónunnar.
Hann segist hafa áhyggjur af
stöðunni hér heima og telur nauð-
synlegt að hjól atvinnulífsins fari
að snúast. „Það myndi breyta
miklu ef skynsamleg uppbygging í
orkumálum og iðnaði héldi áfram
og einhver af þeim verkefnum
sem hafa lengi verið við sjón-
deildarhringinn færu að hreyf-
ast.“
Heimamarkaður grundvöllur útflutnings
Morgunblaðið/Ómar
„ÞAÐ er allt í fullum gangi og mikill hugur í öllum sem
að þessu koma,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður
verkefnisstjórnar um nýjan Landspítala. Stefnt er að
því að forval vegna hönnunar byggingarinnar verði
auglýst í þessum mánuði.
„Við höfum undanfarnar tvær vikur rætt við hags-
munaaðila, við arkitektafélögin og verkfræðingafélögin
og verið í samráði við lífeyrissjóðina til að tryggja að
útfærsla á viljayfirlýsingunni lægi fyrir. Við höfum líka
rætt við skipulagsyfirvöld í Reykjavík, Framkvæmda-
sýslu ríkisins, Ríkiskaup og Ríkisendurskoðun,“ segir
Gunnar.
Reiknað er með að hönnuðir noti tímann í desember
og fram yfir áramót til að skila inn forvalsgögnum.
,,Forvalið er hugsað sem sía hverju sinni og það
verður bara að koma í ljós hverjir taka þátt,“ segir
Gunnar.
Nýja sjúkrahúsið verður 66 þúsund fermetrar. Áætl-
aður kostnaður við nýbygginguna er 33 milljarðar,
kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis er áætl-
aður 11 milljarðar og ráð fyrir því gert að 7-8 millj-
arðar fari í tækjakaup.
Þegar allt er talið má reikna með að vinnuaflsþörfin
verði um 3.000 ársverk. Framkvæmdir hefjast þó ekki
fyrr en á síðari hluta ársins 2011. Hönnunarverkin
verða að mestu unnin á næsta ári og 2011. omfr@mbl.is
Hönnuðir í startholunum
Undirbúningur vegna nýja
sjúkrahússins í fullum gangi
ÞRIGGJA lítra kassi
af rauðvíni kostar
5.258 krónur þegar
gjöld á áfengi
hækka, en frumvarp
þess efnis liggur fyr-
ir Alþingi. Vínið
kostar 4.898 krónur í
dag.
Frumvarpið gerir
ráð fyrir að áfeng-
isgjald hækki um
10% og virðis-
aukaskattur hækki úr 24,5% í 25%.
Talið er að þessi hækkun á áfeng-
isgjaldi geti skilað einum milljarði
aukalega í ríkissjóð. Verði frum-
varpið samþykkt hafa gjöld á
áfengi hækkað um 42% á tólf mán-
uðum.
ÁTVR hefur reiknað út verð á
algengum tegundum miðað við
hækkun á sköttum. Reiknað er
með að álagning innflytjenda
breytist ekki. Miðað við þetta
hækkar rauðvínskassinn um 7,3%.
Algengt rauðvín (750 ml) kostaði
1.898 kr. fyrir hækkun, fer í 1.991.
kr. sem er 4,9% hækkun. Algengur
bjór kemur til með að hækka um
5,7% og kosta 312 kr. (500 ml). Þá
hækkar vodkaflaska (700 ml) úr
4.394 kr. í 4.749, en það er 8,1%
hækkun. egol@mbl.is
Áfengis-
verð hækk-
ar um 5-8%
AKUREYRI hefur ekki skorið sig úr öðrum stöð-
um og þar hefur snjóað ágætlega. Börnin eru
ekki síst ánægð með það því snjórinn er gott
byggingarefni og hægt að nota hann til mik-
ilfenglegrar snjókalla- og snjóhúsagerðar, að
ekki sé talað um snjókastið.
Skíðaáhugamenn gleðjast líka því skíðasvæðið
í Hlíðarfjalli verður opið í dag og á morgun frá
kl. 16-19 en um helgina er opið frá 10-16.
Snjóinn má nota í ýmislegt
Snjókast með voldugum boltum
Morgunblaðið/Skapti Hallgríms
Framkvæmdir við nýjan Landspít-
ala hefjast 2011 en áætlaður
kostnaður við endurbyggingu
eldra húsnæðis er 11 milljarðar.
Spurður hvort hefja megi endur-
nýjunina fyrr segir Gunnar allt
núverandi húsnæði í rekstri. Þeg-
ar nýtt húsnæði verður tekið í
notkun verði starfsemi í gamla
húsnæðinu færð tímabundið yfir
í nýtt á meðan endurbætur
standa yfir og starfsemin í Fossvogi flutt í áföngum
til sjúkrahússins við Hringbraut.
Starfsemin færð í áföngum
Gunnar Svavarsson