Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 6

Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 6
6 MAGNI Akranesi, laugardaginn 30. maí 1970 Ö! RV! MSU M AIi n tí! M s' mmJÍ Prófkjörsgleði Sjálfstæðismanna. Þaö vakti athygli að flestir frambjóðendur Sjálfstæðisfl. í útvarpsumræð- unum vitnuðu í prófkjör flokksins og mátti jafnvel skilja á sumum ræöu- mönnunum aö þeir væru raunverulega komnir í bæjarstjórn út á prófkjöriö. í þessu sambandi getur flokkurinn gefið upp hverjar þær tölur, sem honum þóknast. Þar eru engir aðrir til frásagnar. Eftir er svo að sjá, hvernig því framboði reiðir af, sem jöfnum höndum er valið af Sjálfstæðismönnum og andstæðingum þeirra. Óhapp Ásthildar. Konan í 4. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins ræddi um ýms mál, sem hún hafði ekki kynnt sér en heyrt einhverjar sögur um, sem hún trúði. Gætti þar verulegrar missagnar. Einkum var hér um að ræða aðfinnslur hennar í garð dagheimilisins, sem ekki áttu við nein rök að styðjast. Af hverju slitu kratarnir ekki samstarfi? Þær verða alltaf broslegri og broslegri orðræður kratanna í hinu svo- nefnda verkstjóramáli. í útvarpsumræðunum fór langur ræðutími í að útlista samstarfsslitin við íhaldiö. Ein er sú spurning, sem þeir hafa aldrei fengist til að svara, sem er þungamiðja málsins: Hversvegna hótuðu kratarnir ekki einu sinni samstarfsslitum út af máli þessu, hvað þá það kæmi til greina? Hvers vegna lýsti Hálfdán því yfir að samstarfið væri í fullu gildi haustiö 1969? Væri ekki réttara að svara þessum spurningum og stytta ræöuflutning- inn? Skrýtnar tillögur. Efsti maður A-listans flutti nokkrar tillögur, þegar fjárhagsáætlunin var afgreidd í apríl s.l. Vesalings Hálfdán var látinn skrifa upp á þær, en vissi tæpast um, hvaö þær voru. Þegar kom í bæjarstjórn fannst engum utan kratanna þar vettvangur fyrir þær. Hefur því ekkert af þeim vériö samþykkt í bæjarstjórninni. Ölund flutningsmanns. 1 útvarpsumræðunum var efsti maður A-listans að kvarta yfir því, að Framsóknarfl. í bæjarstjórn hefði sérstaklega lagst gegn tillögum sínum. Þetta er alveg rangt. Allir virtust álíta þær eintómt loft og ekkert annað en loft. Það fékkst enginn til að afgreiða tillöguna um olíuhreinsunarstöðina og vafasamt hvort þetta getur á nokkurn liátt veriö bæjarmál. Eftirgjöf á fast- eignagjöldum eldra fólks, sem ekki gæti greitt var svo vanhugsuð, að Hálfdán gafst upp við hana í bæjarráði og óskaði þess að hún yrði ekki rædd frekar þar. Allir kannast við tjaldstæðin inn í trönum fyrir 25 þús. sem mest hefur verið brosaö að. Svo var að lokum tillaga um að koma upp mötuneyti í Reykja- vík fyrir skólafólk. Er alveg óvíst að það gagni nokkrum. Eru svona tillögur traustvekjandi fyrir menn, sem vilja gerast foringjar? I>. Þ. er Alþýðuflokks maður. Forsíðan á Skaganum 26. maí, á að sanna það, að Þ. Þ. maðurinn í baráttu- sæti Alþýðufl. sé Alþýðuflokksmaður og hafi raunar verið það býsna lengi. Það mátti ekki seinna vera að kjósendur flokksins fengju þetta staðfest. Það ei mjög sjaldgæft að frambjóðendum sé nauðsynlegt að gefa slíkar yfir- lýsingar og ekki geta það talist sérstök meðmæli. B-LISTANS á kjördegi er í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21. Sími 2050. 1. Þar liggur kjörskrá frammi. Þar eru upplýsingar um, hverj ir kosið hafa og aðrar almennar upplýsingar varðandi kosningarnar. 2. Hverfisstjórar og aðrir stuðningsmenn B-Iistans eru beðn- ir um að hafa stöðugt samband við kosningaskrifstofuna allan kosningadaginn. 3. Þar verða bifreiðar til flutnings á kjörstað, eftir því sem þörf krefur. 4. Kaffisala verður í Framsóknarhúsinu kl. 15—23,30 kosn- ingadaginn. STUÐNINGSMENN B-LISTANS: Kjósið snemma. — Samtaka fram til sigurs. — Allir til starfa fyrir B-Iistann. „Nýja kynslóðin missir andlitið 99 Fyrst eftir að framboð Alþýðufl. á Akranesi var birt skrifuðu efstu menn list- ans um sig mikið hól. Köll- uðu þeir sig nýja kynslóð — með nýjar hugmyndir — til aðgreiningar frá gömlu körl- unum, sem voru að hætta og Kommúnistar þríklofnir. Arsæll Valdimarsson lét hafa sig í það að vera með skæting í garð Fram- sóknarflokksins í umræðunum. Vildi hann efast um möguleika Framsóknarfl. til að fá 3 kjörna. Hann veit það manna bezt, að 3. maður Framsóknarfl. hef- ur miklu meiri möguleika til að ná kjöri en 2. maður Alþýðubandalagsins. j$rið 1962 vantaöi Alþýðubandalagið þrisvar sinnum fleiri atkv. en Framsókn- arfl. Og skyldi aðstaðan hafa batnað við það að nú gengur Alþýðubandalagið þríklofiö til kosninga í Reykjavík og mjög víða í tveimur fylkingum. Það er vonlaust að berja kjarki í liöið með svona röksemdafærslu. Framsóknarflokkurinn er aftur á móti sterkasta afl frjálslyndra manna á ís- landi í dag og á að baki 50 ára gagnmerka sögu. Hann er allsstaðar í sókn, eins og sannast mun á mánudaginn. áttu ekki neinar hugniyndir. Við nánari athugun kom í ljós að annar þessi fram- bjóðandi var á fimmtugsaldri en var bara svona seint á ferðinni — og að meðalaldur frambjóðenda Alþýðuflokks- ins var 45 ár, og var það Iang hæsti aldur á framboðs- listum á Akranesi. Fram- sóknarflokkurinn er þar lægstur með 38 ára meða ald ur. Eftir að þeir höfðu orðið að almennu athlægi um allan bæinn hættu þeir að kalla sig nýja kynslóð og kalla sig bara: Nýja menn. Nafngift þessi getur staðizt, en allar líkur eru fyrir því að þeir verði fljótt gamlir. T$ormorgun á Akranesi 1910

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.