Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
íþróttir
Tíu nýliðar Sigurður Ragnar Eyjólfsson kallar saman 25 manna æfingahóp úr íslenskum
liðum til æfinga. Sjö leikmenn úr 19 ára landsliðinu. Sex landsleikir fyrir lok mars. 4
Íþróttir
mbl.is
,,ÞETTA voru heilmikil heilabrot.
Ég var búinn að velta þessu fyrir
mér í langan tíma og það er alltaf
erfitt að velja á milli leikmanna. Það
eru alltaf einhverjir sem eru fyrir
utan hópinn sem gætu alveg eins
verið í honum og þannig verður það
alltaf,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson landsliðsþjálfari við
Morgunblaðið í gær skömmu eftir að
hann hafði kunngert 17 manna
landsliðshóp sem hann er búinn að
velja fyrir EM. Guðmundur segir að
nokkrir óvissuþættir séu til staðar.
,,Þórir Ólafsson og Logi Geirsson
eru kannski smá spurningamerki og
það verður að koma í ljós hvernig
þeim reiðir af. Þórir er búinn að
hvíla undanfarnar vikur en er á
réttri leið og það lítur vel út með
hann. Hvað Loga varðar verður
bara að koma í ljós þegar hann mæt-
ir til æfinga hver raunveruleg stað-
an á honum er,“ sagði Guðmundur
en Þórir hefur átt við meiðsli að
stríða í kálfa og Logi í öxl.
Möguleiki á breytingum
Takist íslenska landsliðinu að
komast í milliriðla getur Guð-
mundur skipt út tveimur leik-
mönnum og skipt einum út til við-
bótar takist landsliðinu að komast
alla leik í undanúrslit.
,,Í fyrsta skipti er boðið upp á að
skipta út leikmönnum og það er
verulegur kostur. Þá má vel vera að
það verði breyting á hópnum, annað
hvort núna í undirbúningnum eða
eftir riðlakeppnina,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn.
Spurður út í valið á nýliðanum
Ólafi Guðmundssyni sagði Guð-
mundur: ,,Þegar ég hef valið þessa
hópa hef ég alltaf haft einn til tvo
unga leikmenn með. Ég hef fylgst
mjög vel með deildinni hér heima í
gegnum sporttv.is og sjónvarpið og
þar hef ég séð Ólaf standa sig mjög
vel og ég var mjög ánægður með
hann á æfingunum með landsliðinu
fyrr í vetur. Ólafur er ekki bara góð-
ur sóknarmaður heldur getur hann
spilað góða vörn og er mjög fjölhæf-
ur leikmaður. Ég ákvað að taka
hann inn í hópinn sem sýnir að það
eru leikmenn heima í deildinni sem
svo sannarlega banka á dyrnar.“
Lokaundirbúningur landsliðsins
fyrir Evrópumótið hefst á mánudag-
inn en áður en flautað verður til
leiks í Austurríki leikur liðið fimm
leiki. ,,Við munum æfa tvisvar á dag
frá og með mánudegi. Þetta verður
stíft æfingaprógramm og síðan taka
við fimm leikir. Þar gefst okkur
tækifæri til að fínpússa hlutina og
koma liðinu í gott stand fyrir Evr-
ópumótið,“ sagði Guðmundur.
gummih@mbl.is
Alltaf erfitt að velja
á milli leikmanna
Guðmundur Þ. Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson valdi 17
manna æfingahóp fyrir EM 2010
Reuters
Snjókoma Það var kalt í veðri og mikil snjókoma í Birmingham í gær þegar Liverpool sótti Aston Villa heim á Villa
Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fernando Torres skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma. »2
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
„ÞAÐ er allt við það sama, og ég get alveg
eins reiknað með því að verða þrjá mánuði
til viðbótar að jafna mig alveg,“ sagði Guð-
rún Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í
knattspyrnu og leikmaður Djurgården í Sví-
þjóð, við Morgunblaðið í gær.
Hún er enn að jafna sig af höfuðhögginu
sem hún fékk í leik Íslands og Frakklands í
úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í
lok ágúst. Guðrún hefur verið frá æfingum
og keppni síðan í september en þá þurfti
hún að taka sér algjöra
hvíld frá fótboltanum þeg-
ar hún fékk höfuðverk á
ný eftir leik með Djurg-
ården.
„Ég hef rætt við nokkra
lækna og útkoman úr því
er að þetta geti tekið allt
að sex mánuði að jafna sig.
Ég er búin að vera í hvíld
frá fótboltanum í þrjá
mánuði og þetta geta því
orðið þrír í viðbót. Ég held mér þó við með
því að hjóla, lyfta og gera ýmsar æfingar en
meira er það ekki í bili,“ sagði Guðrún. Þar
með er afar ólíklegt að hún verði með ís-
lenska landsliðinu í Algarvebikarnum í
Portúgal en þar leikur liðið fjóra leiki frá 24.
febrúar til 3. mars. Í lok mars eru síðan leik-
ir gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni
heimsmeistaramótsins.
Ekki búin að afskrifa Algarve
„Ég er ekki búin að afskrifa það að geta
spilað á Algarve því þetta gæti hæglega ver-
ið komið í lag áður, en reikna þó síður með
því. Ég hef verið í sambandi við Sigurð
Ragnar þjálfara og hann hefur lagt áherslu
á að það hafi forgang að ég nái mér full-
komlega,“ sagði Guðrún sem er ein reynd-
asta landsliðskona Íslands og er sú fimmta
leikjahæsta frá upphafi með 65 landsleiki.
Hún hefur vegna þessa dregið að taka
ákvörðun um hvort hún taki boði bandaríska
atvinnuliðsins Chicago Red Stars um að
leika með því á komandi keppnistímabili, eða
hvort hún leiki áfram með Djurgården.
Guðrún kom aftur til Svíþjóðar í gær eftir
stutt jólaleyfi heima á Íslandi. Sambýlis-
maður hennar, Helgi Már Magnússon, leikur
með sænska körfuknattleiksliðinu Solna og
spilaði einmitt í úrvalsdeildinni í gærkvöld.
„Gæti verið frá í þrjá mánuði enn“
Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið á EM
Ólíklegt að varnarmaðurinn verði með fótboltalandsliðinu á Algarve mótinu í lok febrúar
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir