Ísfirðingur - 11.07.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 11.07.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaSsins er 332. Kaupið og Zesíð ISFIRÐING VII. árgangur. Isafjörður, 11. júlí 1957. 9. tölublað Þab' borgar sig að auglýsa. Auglýsið í ISFIRÐINGI Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufél Endurgreiðslur til kaupfélaganna 3,7 millj. kr. af tekjuafgangi ársins 1956. Stórlega aukin útflutningur S.Í.S. Afrek í frjálsum íþróttum. Samband íslenzkra samvinnufé- laga seldi á síðastliðnu ári meira magn af íslenzkum framleiðsluvör- um en nokkru sinni fyrr, en hins vegar minnkaði innflutningur þess nokkuð og var það nær eingöngu að kenna alvarlegum skorti af að kenna alvarlegum skorti á rekstursfé. Frá þessu skýrði Er- aðalfundi Sambandsins, sem hófst að Bifröst í Borgarfirði 26. júní s.l. en fundinn sóttu um 100 kjörn- ir fulltrúar kaupfélaganna'um land allt auk annarra forráðamanna samvinnusamtakanna. Erlendur Einarsson gerði grein fyrir rekstri Sambandsins s.l. ár í ítarlegri yfirlitsræðu, en höfuðein- kenni ársins var mikil aukning á íslenzkri framleiðslu, þar sem verð- mæti afurða úr sjávarútvegi og landbúnaði, sem útflutningsdeild SlS seldi, hækkaði um 50%, en framleiðsla í verksmiðjum Sam- bandsins jókst um 8%. Var aukn- ing þessi jöfn á flestum flokkum afurða og iðnvarnings, en heildar- verðmæti íslenzkrar framleiðslu, sem Sambandið seldi var nær 400 milljónir. Lýsti forstjórinn ánægju sinni yfir þessari þróun, sem hann taldi vera mjög í rétta átt. Hins vegar ræddi Erlendur ítarlega um alvarlegan skort á rekstursfé, sem hefur háð starfsemi samvinnufé- laganna mjög og valdið nokkrum samdrætti á innflutningi Sam- bandsins, frestun ýmissa aðkall- andi framkvæmda og gert kaup- félögunum erfitt að koma upp nauðsynlegum slátur- og frysti- húsum. Sýndi Erlendur fram á, hvernig vaxandi dýrtíð hefur kraf- izt stóraukins rekstursfjár af verzluninni, en þetta fé hefur ekki fengizt hjá lánastofnunum. Taldi Erlendur að ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið um tvenn síð- ustu áramót krefðust 20 til 30 milljóna í auknu rekstursfé fyrir óbreytta verzlun Sambandsins, og kvað Erlendur óhjákvæmilegt, að verzlunin fengi úrlausn á þessu vandamáli sínu. Erlendur rakti starfsemi hinna ýmsu deilda SÍS og helztu viðburði á síðasta ári, en merkastur þeirra var kaup olíuskipsins Hamrafells. Sigurður Kristinsson formaður stjórnar SIS, setti aðalfundinn í Bifröst, minntist látinna sam- vinnumanna og gat þess, að fjörutíu ár væru liðin síðan SIS setti upp skrifstofu í Reykjavík og hóf alhliða starfsemi sína. Þegar kjörbréf fulltrúa höfðu verið af- greidd var Jörundur Brynjólfsson, fyrrv. alþm., kjörinn fundarstjóri, en varafundarstjóri Halldór alþm. Ásgrímsson. Fundarritarar voru kjörnir þeir Óskar Jónsson, Vík, og Þórhallur Björnsson, Kópaskeri. • Þá flutti Sigurður Kristinsson skýrslu stjórnarinnar og gat helztu samþykkta, sem hún hafði gert á árinu, drap á helztu atburði árs- ins sem leið og ræddi hið alvar- lega fjárhagsástand, sem ríkti. Hvatti hann að lokum samvinnu- menn til aukins starfs og áhuga um málefni hreyfingarinnar. Síðan fluttu framkvæmdastjórar hinna ýmsu deilda skýrslur sínar, þeir Helgi Pétursson fyrir útflutn- ingsdeild, Helgi Þorsteinsson fyrir innflutningsdeild, Hjalti Pálsson fyrir véladeild, Hjörtur Hjartar fyrir skipadeild og Harry Frede- riksen fyrir iðnaðardeild. Aðalfundurinn samþykkti að endurgreiða til kaupfélaga 3,7 milljónir króna af tekjuafgangi Sambandsins 1956. Auk þess voru 381.000 krónur lagðar í varasjóð, en tekjuafgangur að öðru leyti yfirfærður til næsta árs. Á fundinum lögðu þeir Bjarni Bjarnason skólastjóri, Eiríkur Þorsteinsson alþingismaður og Finnur Kristjánsson kaupfélags- stjóri fram eftirfarandi tillögu, sem var einróma samþykkt: „Að- alfundur SlS haldinn í Bifröst 26. og 27. júní 1957, lætur í ljós ánægju sína yfir því glæsilega á- taki og þeirri miklu framkvæmd að kaupa olíuskipið Hamrafell. Jafnframt lýsir fundurinn undrun sinni á þeim óréttmæta áróðri og þeirri furðulegu árás, sem þetta merkilega þjóðþrifafyrirtæki hef- ur mætt." Hér birtist mynd af úrslitum 100 m. hlaupsins 4. þ. m. Þá setti Hilmar Þorbjörnsson íslandsmet, hljóp vegalengdina á 10,4 sek. Sama dag setti Valbjörn Þorláksson ísl.met í stangarstökki, 4,37 m. Hluti af sjúkrahústúninu opnaður almenningi. Sjúkrahúslóðin lagfærð og prýdd. i. Bæjarstjórn ísaf jarðar hefur ný- lega opnað stórt svæði af sjúkra- hússtúninu til afnota fyrir almenn- ing, og er verið að koma fyrir bekkjum á túninu. Hér er um að ræða allan suðvesturhluta túnsins, þ.e. svæðið suður af barnaleikvell- inum. Gatan sem var á milli túns- ins og kirkjugarðsins hefur verið lögð niður og girt af. Er fyrirhug- að að leggja gangstíg eftir því svæði, þar sem gatan áður var, prýða það með ræktun og koma þar einnig fyrir bekkjum. Verður þetta svæði allt hinn ákjósanleg- asti staður til hvíldar og hressing- ar á góðviðrisdögum. Á sunnudaginn var, naut fjöldi fólks góða veðursins á hinu iðja- græna túni. II. Þá hafa verið framkvæmdar miklar lagfæringar á lóðinni norð- an við sjúkrahúsið. Hellur hafa verið lagðar meðfram allri norður- hlið hússins, og er að því bæði þrifnaður og prýði. Akbrautin að sjúkrahúsinu hefur verið breikkuð og afmörkuð. Bifreiðastæðin hafa verið stækkuð og lagfærð. Þá hefur gróðurmold verið bætt .í blettina meggja megin við ak- brautina og sáð í þá grasfræi. Þá komu til umræðu á f undinum fræðslumál samvinnusamtakanna og hafði Benedikt Gröndal, for- stöðumaður Fræðsludeildar SÍS, framsögu, en umræður urðu mikl- ar um þessi mál. Þá lagði séra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum fram svofellda tillögu, sem samþykt var einróma. „Aðalfundur SIS haldinn að Bif- röst dagana 26. og 27. júní 1957 fagnar því, að handritamálið skuli hafa verið tekið upp að nýju, með- al annars með þingsályktun síð- asta alþingis, og væntir þess, að þjóðin öll fylki sér um þetta mikla menningar- og metnaðarmál sitt." Þá var á fundinum samþykkt tillaga frá stjórn SIS um að Sam- bandið gefi kr. 100.000,00 til fyr- irhugaðrar byggingar yfir Árna- safn. Sigurður Kristinsson var endur- kjörinn formaður Sambandsins, og þeir Þórður Pálmason og Skúli Guðmundsson endurkjörnir í stjórn þess. I varastjórn voru kjörnir þeir Eiríkur Þorsteinsson, Finnur Kristjánsson og Bjarni Bjarnason. Endurskoðandi var endurkjörinn Páll Hallgrímsson. Á fundinum gætti að venju bjartsýni og stórhug um framtíð- arverkefni samvinnusamtakanna.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.