Ísfirðingur - 18.01.1962, Qupperneq 1
»
12. árgangur. Isafjörður, 18. janúar 1962. 2. tölublað.
Ráðleysintefna rikinfjörnarflokbanna
ÞANN 5. þ.m. skrifaði Eysteinn
Jónsson, alþingismaður, grein í
Tímann um ráðleysisstefnu núver-
andi ríkisstjómar og afleiðingar
þær sem hún hefur í för með sér.
Sýnir hann ljóslega fram á hvílíkt
böl þessi stefna er öllum almenn-
ingi og atvinnurekstrinum í land-
inu. Hér á eftir verða birtir nokkr-
ir kaflar úr umræddri grein. Fyr-
irsagnir eru blaðsins.
Eignarnámið
„Þegar gengið var fellt, sá rikis-
stjórnin sem sé svo um með bráða-
birgðalögum um skattheimtu af
útveginum, að bátaútvegurinn
fengi ekki eina krónu af hækkun
útfluttu vörunnar til sín beint í
reksturinn, en allar innfluttar
nauðsynjar til útvegsins hækkuðu
auðvitað um 13%. Og verðhækkun
á útflutningsbirgðum í landinu
var tekin eignarnámi af útflytj-
endum (sennilega a.m.k. 120 mill-
jónir) og sett í ríkissjóð, svo að
fjármálaráðherra gæti tilkynnt
afgang á ríkisbúskapnum núna um
hátíðarnar. Kallaði forsætisráð-
herra líka hag ríkissjóðs þá góðan
orðinn um ár.amótin eftir þessa
eignaupptöku honum til handa.
Mikils hefur þótt við þurfa að bæta
þessari eignaupptöku ofan á mikla
tollahækkun, sem leiddi af gengis-
fellingunni.“
Dýrtíðin mögnuð
„Það var sorglegt óhapp, að rík-
isstjórnin skyldi ekki bera gæfu
til að notfæra sér kjarasamning-
ana frá í sumar til að tryggja var-
anlegar kjarabætur og vinnufrið,
eins og beint lá við — en leggja í
staðinn út í þá fásinnu að magna
dýrtíðina með nýrri gengislækkun.
Við hana hefur allt verðlag í land-
inu hækkað svo, að mörg hundruð
milljónum nemur í fyrstu umferð,
og skapar það flóð óteljandi
vandamál, sem nú er verið að
byrja að glíma við.
Að nefna tollalækkun á nokkr-
um vörutegundum í haust, sem bót
á því máli, er sambærilegast því,
að sá sem hrifsað hefði 100 krón-
ur, hrósaði sér af því að skila
aftur 5 krónum.“
Eysteinn Jónsson
Óhappastefnan
„Stefnan hefur verið sá, að leita
jafnvægis í þjóðarbúskapnum með
því að magna dýrtíðina, gera jafn-
framt torveldara en áður að ná í
fé og gera lánsfé dýrara. (Fryst-
ing sparifjár, samdráttur lána,
vaxtaokur o. fl. o. fl.). Draga á
þennan hátt úr neyzlu og fjár-
festingu. Leggja svo í leiðinni
grunn að nýju þjóðfélagi, þar sem
hin „efnahagslega" fjárfesting
ein eigi rétt á sér, en dregið að
sama skapi úr stuðningi við fjár-
festingu almennings, sem ekki hef-
ur fullar hendur fjár.
Eftir þriggja ára búskap þessar-
ar valdasamsteypu ber mest á
tvennu, þótt á hvorugt væri minnst
í áróðursdembu ríkisstjómarinnar
nú um áramótin í Ríkisútvarpinu
og blöðunum:
Vegna dýrtíðar verður alls ekki
lifað mannsæmandi lífi, af því
kaupi, sem almennt er aflað á
venjulegum vinnudegi, og þá ekki
heldur af þeim tekjum, sem bænd-
um eru ætlaðar. Ýmsir reita þó
saman allmiklar tekjur með of-
boðslegum þrældómi, en á slíku
byggist ekki, til lengdar, farsælt
líf né þjóðarbúskapur.
Kostnaður við framkvæmdir,
byggingar, ræktun, bústofn, báta-
kaup og vélakaup til framleiðslu
og iðnaðar, svo fátt eitt sé nefnt,
er svo gífurlegur orðinn, saman-
borið við tekjuvonir manna og
lánsfé það, sem gefinn er kostur á,
að nærri stappar lömun einstak-
lingsframtaksins og þeirrar upp-
byggingar á vegum mörg þúsimd
heimila í landinu, sem íslenzka
þjóðin hefur byggt á sókn sína úr
örbirgð í bjargálnir."
Úr sjálfheldunni
„Út úr sjálfheldunni verður að
brjótast með því að leysa þau öfl
úr læðingi á ný, sem stjórnarstefn-
an hefur fært í fjötra, en þau öfl
eru fyrst og fremst íslenzkt ein-
staklingsframtak og íslenzkt fé-
lagsframtak.
Það verður að taka upp á ný þá
stefnu, að styðja uppbyggingu
einstaklinga og félaga og byggðar-
laga, í stað þess að leggja stein í
götu hennar, eins og nú hefur ver-
ið gert undanfarið.
Fjármagn þjóðarinnar verður að
vera í umferð til eflingar aukinni
og nýrri framleiðslu og til stofn-
unar nýrra heimila, og með við-
ráðanlegum kjörum. Og fá verður
erlend lán til viðbótar því, sem til
fellur innanlands.
Dauðadæma verður þá stefnu
ríkisstjórnarinnar í lánamálum, að
hættulegt sé þjóðarbúskapnum, að
sparifé hennar sé í umferð til efl-
ingar atvinnurekstri og uppbygg-
ingu. En það skiptir nú orðið
hundruðum milljóna, sem ríkis-
stjómin hefur látið draga úr um-
ferð af sparifé, auk annarra marg-
víslegra og umfangsmikilla ráð-
stafana, til þess að draga úr fjár-
Framhald á 4. síðu.
Fjárliagsáætlun bæjarsjóðs Isafjarðar árið 1962
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísafjarðar fyrir árið 1962 var samþykkt á
bæjarstjómarfundi 10. þessa mánaðar. Hér fara á eftir niðurstöðutölur
hinna ýmsu liða tekna og gjaldamegin:
Tekjur: Gjöld:
1. Stjóm bæjarmála ....................... 160.000,00 987.500,00
2. Lýðtrygging og lýðhjálp..... 600.000,00 2.555.000,00
3. Framfærslumál .......................... 50.000,00 450.000,00
4. Menntamál ........................... 1.138.100,00 2.701.000,00
5. Framlög til félagsstarfs .......................... 250.000,00
6. Heilbrigðismál ......................... 40.000,00 854.000,00
7. Löggæzla .............................. 110.000,00 657.000,00
8. Eldvamir ............................................ 225.000,00
9. Vatnsveitan ........................... 565.000,00 1.210.000,00
10. Götulýsing ........................................... 75.000,00
11. Vega- og skipulagsmál ............... 1.740.000,00 3.365.000,00
12. Fasteignamál .......................... 435.000,00 291.000,00
13. Vextir ................................. 21.400,00 180.000,00
14. Útsvör .............................. 8.041.000,00
15. Fasteignaskattur ...................... 360.000,00
16. Ýmsar tekjur og ýms útgjöld...... 80.000,00 120.000,00
17. Hluti bæjarsjóðs af söluskatti .... 1.150.000,00
18. Afborganir skulda.................................... 190.000,00
19. Til íþróttasvæðis á Torfnesi ........................ 250.000,00
20. Til lífeyrissjóðs starfsmanna...... 65.000,00
21. Til hf. Djúpbátsins, hlutafjárframlag
til kaupa á nýju skipi................................ 65.000,00
Kr. 14.490.500,00 14.490.500,00