Ísfirðingur


Ísfirðingur - 18.01.1962, Síða 4

Ísfirðingur - 18.01.1962, Síða 4
Hvað erífréttum? Hjúskapur Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband: Frk. Erla G. Pálsdóttir og Ingv- ar Antonsson, Isafirði. Frk. Bjamey S. össurardóttir og Guðjón Loftsson, Isafirði. Frk. Kristín össurardóttir og Hreinn Pálsson, ísafirði. Frk. Elísabet S. Guðbjartsdóttir og Sigurður Þorláksson, Isafirði. Frk. Þuríður Kristjánsdóttir og Arnór Jónsson, Isafirði. Frk. Friðrika Bjarnadóttir og Högni Marsellíusson, Isafirði. Frk. Gunnvör Rósa Hallgrímsdótt- ir og Héðinn Jónsson, ísafirði. Frk. Theodóra Kristjánsdóttir og Björn Elías Ingimarsson, Hnífs- dal. Andlát. Guðríður Jónsdóttir, kona Þórð- ar húsasmiðs Péturssonar frá Hafnardal, lézt í sjúkrahúsinu hér í bænum, 21. des. s.l. Hún var kona ung og atorkusöm, fædd 23. apríl 1928. — Þau hjón áttu þrjú börn. María Kristjánsdóttir, kona Benónýs Magnússonar í Súðavík, lézt 24. f.m. í sjúkrahúsinu hér. Hún var fædd 19. janúar 1898. •þau hjón voru barnlaus. Ingi G. Eyjólfsson, Fjarðar- stræti 9 ísafirði, andaðist í sjúkra- húsinu hér í bænum 8. þ.m. Hann var fæddur 7. ágúst 1904 að Kaldrananesi í Strandasýslu. Hann var kvæntur Maríu Svein- fríði Sveinbjörnsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau hjónin eignuðust 9 börn, sem öll em á lífi. Kjartan Bjarnason, til heimilis að Krók 2 ísafirði, andaðist í sjúkrahúsinu á ísafirði 12. þ.m. Hann var fæddur 4. nóvember 1878. Tók niðri. St r andferðaskip ið Skjaldbreið tók niðri á skeri á Breiðafirði að morgni þess 16. þ.m. Varðskip hefur dregið Skjald- breið til Stykkishólms, þar sem athugaðar hafa verið skemmdir á botni skipsins, er við fyrstu at- hugun virðast ekki vera mjög miklar. Ráðgert er að draga skipið til Reykjavíkur næstu daga. Bólusótt. Blaðið vill hér með vekja sér- staka athygli á auglýsingu heil- brigðisnefndar Isafjarðar á öðrum stað hér í blaðinu, þar sem brýnt er fyrir fólki, að hafa ekki sam- gang við áhafnir skipa frá Bret- landi og Þýzkalandi, vegna bólu- sóttarfaraldurs sem nú hefur orð- ið vart í þessum löndum. ----oOo----- Iðnskóli „Isafj arðar ttitjur BLAÐ TRAMSOKN/WMANNA / l/ESTFJAKÐAKJÖKDÆM/ Minningarorð Elías Melsted hreppstjóri Elías Melsted Á SÍÐASTLBDNU VORI bar fund- um okkar Elíasar Melsteds, hrepp- stjóra, síðast saman. Hann var þá staddur hér í bænum að gegna skyldustörfum í þágu Búnaðar- sambands Vestfjarða. Þá, eins og jafnan áður, var ánægjulegt að blanda geði við þennan háttprúða, vel gefna dugmikla mann; starfs- glaðan og bjartsýnan, með fölskva- lausa trú á gæði landsins og á mátt og framtak fólksins sem það byggir. Á þessu vorkvöldi grunaði mig ekki, að Elías ætti svona skammt eftir ólifað, því þá virt- ist hann heilsugóður og lífsglaður að vanda. Andlát hans nokkrum mánuðum síðar kom því óvænt. En dauðinn gerir oft ekki boð á undan sér, — og „nú er svanurinn HÉR I FJÓRUNGNUM mega aflabrögðin yfirleitt teljast góð í desember, að vísu nokkuð misjöfn, en mjög góður afli á ýmsa báta, svö sem eftirfarandi aflatölur bera með sér. — Haustvertíðin á ísafirði hófst nú óvenju snemma og aflahlutir eru nú stórum hærri en nokkru sinni áður. Hinsvegar hefur rækjuveiðin brugðist í mánuðinum í ísaf jarðar- djúpi. Nokkrir bátar fóru fáeinar veiðiferðir framan af mánuðinum til reynslu, en fengu sama og ekk- ert af rækjunni. — Aðeins einn bátur, Svanur l.S. 398, stundaði veiðarnar að staðaldri fram undir nár á tjörn“. Elías Melsted andað- ist í nóvember s.l. eftir skamm- vinn veikindi. Hann var fæddur 10. ágúst 1906 að Sauðeyjum í Breiðafirði. For- eldrar hans voru þau Elín Ebenes- ersdóttir og Halldór Melsted, verzl- unarmaður. Elías Fluttist ungur með móður sinni í Ketildalahrepp í Arnarfirði og þar ólst hann upp. Hann var við nám í búnaðarskól- anum að Hólum í Hjaltadal í tvo vetur, og brautskráðist þaðan með betri einkunn en aðrir sem út- skrifuðust frá skólanum það ár. 1 nokkur ár eftir að hann lauk búfræðinámi stundaði hann öðrum þræði sjómennsku. Síðan byggði hann upp nýbýlið Grund úr Neðra- bæjarlandi í Selárdal. Þegar svo Neðribær losnaði fékk hann einnig þá jörð til ábúðar, og bjó þar ó- slitið síðan. Hann var ágætur bóndi, jarðræktarmaður mikill og byggði varanleg hús á býli sínu. Að sjálfsögðu hlóðust ýms fé- lagsmálastörf á Elías. Hann var hreppstjóri Ketildalahrepps frá 1948 til dánardægurs, og trúnaðar- maður Búnaðarfélags íslands í nær tvo áratugi. Öll störf sem hon- um voru falin rækti hann af hin- um mesta myndarskap og trú- mennsku. Við hið óvænta fráfall Elíasar er þungur harmur kveðinn að eft- irlifandi konu hans, Ásgerði Ein- arsdóttur, dætrum þeirra, fóstur- dóttur og stjúpsyni. En minningin um mætan drengskaparmann mun gefa þeim þrek í raunum. J.Á.J. jól, en afli hans mjög rýr. Rækjuveiðimenn eru mjög ugg- andi um veiðar þessar í Djúpinu. Telja hinir reyndustu þeirra, að alltof margir bátar hafi fengið leyfi til rækjuveiða hér upp á síð- kastið. Patreksfjörður. Aðeins 3 bátar voru þar að veiðum. Vb. Sigurfari fékk 153 lestir í 16 sjóferðum, Sæborg 135 lestir í 17 sjóferðum, Orri (tafðist um skeið frá veiðum) 89 lestir í 12 sjóferðum. — Dofri var á síldveiðum í Faxaflóa, hafði fengið um 8000 mál í mánaðar- lokin. Framhald á 2. síðu. IÐNSKÓLI ISAFJARÐAR var settur 5. þ.m. Formaður skóla- nefndar, Finnur Finnsson, flutti ræðu og minntist þeirra Bárðar Tómassonar, skipaverkfræðings og Jóns Gestssonar, rafveitustjóra, en þeir létust á s.l. ári, og höfðu báðir kennt við skólann um mörg ár. Þá þakkaði hann fráfarandi skólastjóra, Guðjóni Kristinssyni, fyrir störf hans við skólann. Jafn- framt bauð hann hinn nýja skóla- stjóra, Björgvin Sighvatsson, vel kominn til starfa. Á þessu ári eru liðin 57 ár síðan Iðnskólinn hóf starf sitt, fyrstu árin sem kvöldskóli, sem Iðnaðar- mannafélag Isafjarðar annaðist. Ekki hefur skólinn starfað ó- slitið þennan tíma, og er yfirstnd- andi skólaár 47. starfsár skólans. 1 setningarræðu sinni drap skólastjórinn á ýmis atriði varð- andi skólahaldið og iðnnámið, og lagði ríka áherzlu á nauðsyn þess, að vel væri séð fyrir menntun iðn- aðarmanna og varaði mjög við allri undanlátssemi í þeim efnum. Nemendur skólans verða í vetur 27, —• þar af 13 nýnemar. Nem- endurnir skiptast milli 11 iðn- greina þannig: Bifvélavirkjun 3, hárgreiðsla 1, húsasmíði 5, járn- smíði 3, ljósmyndun 1, málun 2, múraraiðn 2, netagerð 2, prentun 1, rafvirkjun 6 og rennismíði 1. Við skólann starfa, auk skóla- stjórans níu kennarar. Þessir kennarar komu nýir að skólanum á þessu skólaári: Daníel Sigmunds- son, Skúli Ingibergsson, Marías Þ. Guðmundsson og Marinó Guð- mundsson. ----oOo----- RÁÐLEYSISSTEFNA Framhald af 1. síðu. magni innanlands, gera það sem dýrast, og með öllu móti sem ó- aðgengilegast að ráðast í nýjungar og fjárfestingu. Ríkisvaldinu verður að beita hik- laust og skynsamlega til stuðnings þeim, sem vilja bjarga sér, þótt þeir hafi ekki fullar hendur fjár, svo sem gert var fullum fetum þangað til hinn „nýi siður“ var innleiddur og slíkur stuðningur fordæmdur. Leiðin er ekki sú, að hér verði svo að segja allt á vegum félaga hinna ríku, en allur almenningur þjóni þeim og verði flest til þeirra að sækja þ.á.m. „nógu“ smáar í- búðir fyrir „nógu“ háa leigu. Það hefur verið eitt höfuðein- kenni íslenzks þjóðarbúskapar, að hér hafa tiltölulega fleiri en ann- ars staðar verið efnalega sjálfstæð- ir, tekið beinan þátt í atvinnu- rekstri, eða átt sín eigin heiinili. Nú er verið að brjóta þetta niður. Því viljum við ekki una. Og von- andi verðum við nógu mörg sam- mála um það, og nógu samtaka næst, þegar hægt er úr að bæta.“ Aflabiögð lí'slfirdiiidaíifiriiingi í descinbor 1962

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.