Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.01.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.01.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR r--——--—--------------- Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiðslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Örfá atriði varðandi fjárlög 1976 Setning fjárlaga hverju sinni boðar ákveðna stefnumörkun ríkisvaldsins fyrir viðkomandi fjárlagaár. Þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1976 var lagt fram, var boðaður sam- dráttur í ríkisútgjöldum, bæði varðandi fjárfestingar og sam- neyslu. í samneyslunní var einkum boðaður samdráttur í útgjöldum vegna almannatrygginga. Þá var og boðuð hreinni verkskipting rriilli ríkis og sveitarfélaga. Segja má að samdráttarstefnan kæmi í kjölfar mikilla blaðaskrifa, bæði sumra stuðningsblaða ríkisstjórnarinnar sem og stjórnarandstöðublaða, þar sem þess var krafist að jafnvægi næðist 1976 með hlutfallslegri lækkun ríkisútgjalda. Gieigvænlegur hallarekstur ríkissjóðs 1975 á sér ýmsar forsendur aðrar en þær að fjárlög þess árs hafi verið óraun- hæf. Hlutur ríkisins til lausnar vinnudeilum á liðnu ári kostaði ríkissjóð 2 milljarða í lækkuðum skatttekjum og nálægt 1 milljarð í auknum niðurgreiðslum. Auk þess var ákveðið að auka stórlega framlög til orkumála. Þessu var mætt að nokkru með álagningu gjalds á ákveðna vöruflokka og með heimild um lækkun ríkisútgjalda um 3.5 milljarða. Ekki reyndist þó unnt að nýta þá heimild nema sem nam 1 milljarði. Krafan um lækkaðar skatttekjur er að sjálfsögðu ekkert annað en krafa um aukna einkaneyslu, minni samneyslu og minni opinberar framkvæmdir. Enn er sú krafa uppi. Þó er ísland hið 13. í röðinni að því er varðar skatthlutfall af tekjum til ríkis og sveitarfélaga, ef miðað er við Evrópu og N-Ameríkuríki, þar sem veitt er nokkuð sambærileg þjónusta. Öll hin Norðurlöndin eru mun hærri. Þegar skattastefnan er mörkuð hverju sinni og tekjur ríkissjóðs áætlaðar má segja að Alþingi eigi eftir að meta hlutföllin milli samneyslu og fjárfestingar, að því er ríkisfjármálin snertir. Þeir sem hæst berja bumbur í sambandi við lækkun ríkis- útgjalda virðast annað hvort ekki gera sér grein fyrir eða ekki vilja gera sér grein fyrir, þeim vandkvæðum sem því eru háð. Langstærsti hluti samneysluútgjalda eru launagreiðslur samkvæmt almennum kauptöxtum, þ.m.t. taxtar sérfræðinga. Dýrustu málaflokkarnir eru mennta-, heilbrigðis- og trygg- ingamál. Þensla í sjúkratryggingum hefur orðið slík, að áætlaðar umframgreiðslur til þeirra eru 2.3 milljarðar fyrir liðið ár. Lítt bneyttar upphæðir á fjárlögum boða því upp- sögn starfsfólks og stórminnkaða þjónustu, nema nýr tekju- stofn komi til fyrir tryggingarnar. Farið var bil beggja. Hækkun á fjárlögum f.f. ári. Nýr tekjustofn sem álag á útsvar. Horfið frá ýmsum hugmyndum um beinar takmark- aðar greiðslur sjúklinga eða almennt persónuiðgjald á ný. Hámarksgreiðslur vegna sérfræðiaðstoðar og lyfja sam- ræmdar breyttu verðlagi. Öll þessi mál þarfnast ítarlegrar endurskoðunar, og er ekki hægt að líta á afgreiðslu þessara mála nú siem endanlega stefnumörkun. Niðurstaðan í heild varð sú, að hlutur samneyslunnar er áætlaður óbreyttur 1976 frá því sem hann var 1975. Stórfelldur samdráttur í opinberum framkvæmdum er heldur ekki eins einfalt mál og margur vill vera láta. Enda þótt framkvæmdafjárveitingar renni til allra kjördæma meira eða minna eru þær eigi að síður viss jöfnunaraðferð gegn Klukknahringing eftir Alfred Lord Tennyson Hringið út klukkur í himingeyminn, í þokumökk og frostbjartar nætur. Árið er að deyja, aldrei framar skartar. Hringið út klukkur, árið koeður heiminn. Hringið út gamalt, hringið inn það nýja. Hringið fögru klukkur yfir snjóinn: Árið er horfið á eilífðar sjóinn. Hringjum inn sannleik, sortann látum flýja. Hringjum út sorg úr huga og sinni, hringjum inn gleði, þó vinur sje farinn. Hringjum út fjandskap, því fátælcraskarinn fyrstur skal læknast, svo hörmungum linni. Hringjum út gamlar og guðleysis syndir. Hringjum út úreltan ófrið og deilur. Hringjum inn göfugt líf, aldrei meir veilur. Hringjum inn háttprýði, hreinar lífsmyndir. Hringjum út vöntun, vonsku og synd, vesöld og kulda hjá manni og þjóð. Hringjum út sorgir og sífur-ljóð. Hringjum inn list í lífsins mynd. Hringjum út sjúkdóm og gef ei grið. Hringjum út ágirnd, gróða og gull. Hringjum út þúsund þræla stríð. Hringjum inn þúsund ára frið. Hringjum inn prúðan mann og mál með hjartans gæði og Ijúfa hönd. Hringjum út sortans leiða um lönd. Hringjum inn Krist í fólksins sál. Þýð.: ANONYMUS. Jón Fr. Einarsson Byggingaþjónustan Bolungarvík. Símar 7351 -7353 Nýkomin sending af enskum gólfteppum — Mikið úrval! JFE Bolungarvík blindum straumi einkafjármagns þangað sem arðsemi fjár- festinganna (er mest. Auk þess hafa þær fjölþætt áhrif á þróun sveitarfélaganna, þar sem um samstarf er að ræða milli þeirra og ríkisins. Stórar sveiflur eru því hættulegar eðlilegum viðgangi og vexti landsbyggðarinnar. Eigi að síður verður þjóðin hér sem víðar að sníða sér stakk eftir vexti. Árið 1975 var mikið framkvæmdaár. Magn- aukning opinberra framkvæmda var 18.7% f.f. ári. Munaði þar mest um raforkuframkvæmdir, sem jukust um 80% milli ára. Reiknað á sama hátt er áætlað að magnminnkun milli áranna 1975 og 1976 verði 5%. Sá samdráttur ætti að vera innan hættumarka. G. F. í SJÁVARFRÉTTUM 6. tbl. 1975 er m.a. fjallað um sjóða- kerfi útgerðarinmar, en það hefur miMð verið til umræðu að undanfömu. Af öðru efni Sjávarfrétta má nefna viðtal við fram- kvcemdastjóra Miðness h.f. um taprekstur frystihúsanna á Sv-landi vegna óhagstæðs vinnslTifisks. Þá er sagt frá fyrirtækinu Þórsnesi í Stykkishólmi og uppbyggingu þess. í ritinu er grein eftir Trausta Eiríksison um loðnu- aflann. Sagt er frá reyk- hreimsitækjum í fiskimjöls- verksmiðjur. Ágæt frásögn er í ritinu af starfsemi Eim- skips h.f. og margt annað læsilegt og fróðlegt efni er þar að fimna. Svo sem kunrtugt er hafa Sjávarfréttir fcomið út í þrjú ár, annanhvem mánuð. Undir- tektir við biaðið leiddu fljótt í ljós að nauðsynlegt var að auka tíðni útgáfunnar, en aðstæður hafa ekki leyft það fyrr en nú og kemur blaðið framvegis út mánaðarlega. Öskum starfsfólki voru og viðskiptavinum árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á liðnu ári. Niðursuðu- og hraðfrystihús 0. IV. Olsen, ísafirði Nýr skóla- stjórabústaður RÉTT fyrir áramótin var nýr skólastjórabúsitaður tekinn í notkun í Súðavík. Húsið er 125 fermetrar, steinhús á einni hæð, mjög er til þess vandað og er húsið hitað upp með rafmagni. Skólastjóri í Súðavík er Auðunn Bragi Sveinsson, en hann var ráðinn þangað á s.l. hausti.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.