Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 „MARGIR tengja fornleifafræði fyrst og fremst við fornleifauppgröft. Slík vinnuaðferð gefur okkur vissu- lega miklar upplýsingar um afmark- aðan stað, sem er auðvitað mikil- vægt. En ókostir hennar eru að hún er bæði dýr og tímafrek auk þess sem hún eyðileggur staðina eða verksummerkin sem verið er að rannsaka. Með nýjustu tækni er hins vegar hægt að fá mun betri yfirsýn yfir stærra landsvæði, skoða hvaða menningarleifar leynast undir yfir- borðinu og öðlast betri skilning á t.d. búsetuþróun ólíkra svæða. Þannig má taka upplýstar ákvarðanir um hvað beri að vernda sem nýtast munu til framtíðar,“ segir Dave Cow- ley, framkvæmdastjóri hjá systur- stofnun Fornleifaverndar ríkisins í Skotlandi sem og annar tveggja skipuleggjenda málþings um forn- leifafræðirannsóknir sem fram fór hérlendis í nýliðinni viku. Tæknin sem Cowley vísar til er m.a. loftmyndir af landsvæðum, yfir- litsmyndir úr gervihnöttum, notkun leysigeisla og sónar sem nýta má til að útbúa þrívíð módel eða myndir. „Með þeirri tækni hefur t.d. verið hægt að endurskapa þrívíddar- myndir af Pompei sem og landslagi sem nú er komið undir vatn, t.d. í Norður-Íshafi. Höfuðmarkmiðið með því að nýta tæknina í okkar þágu er að auka skilning okkar á fortíðinni og kortleggja hvar menningararfleifð er að finna. Því betur sem við skiljum fortíð okkar því skynsamlegri ákvarðanir getum við tekið sem hafa áhrif á umhverfi okkar til framtíðar. Meðan við vitum ekki hvað leynist undir yfirborðinu þá getum við hvorki skilið það né tekið skyn- samlegar ákvarðanir í tengslum við það,“ segir Cowley og leggur mikla áherslu á að það hvíli ákveðin skylda á núverandi kynslóð að skrásetja og varðveita menningarleifar fyrir kom- andi kynslóðir. Meðal þeirra loftmynda sem sýnd- ar voru á ráðstefnunni í vikunni voru myndir sem Árni Einarsson líffræð- ingur hefur tekið á Norðurlandi. Þar mátti m.a. sjá móta fyrir görðum og bæjarrústum frá þjóðveldisöld sem og svarðargröf uppi á Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu. „Það stór- kostlega við loftmyndir er að séu þær teknar við rétt birtuskilyrði er hægt að sjá móta fyrir rústum sem reynst getur nær ómögulegt að sjá á jörðu niðri og líklegt er að maður labbi hreinlega framhjá eða yfir,“ segir Cowley og bendir á að bestu skil- yrðin séu snemma dags og seint þeg- ar skuggar eru hvað lengstir. silja@mbl.is Markmiðið er að skilja fortíð okkar betur  Skilja má búsetuþróun með því að rýna í loftmyndir Ljósmynd/Árni Einarsson Lesið í landslagið Loftmynd frá Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÓÖRYGGI um kjör, starfsframa og möguleika á vinnu á Landspítalanum er stærsti þátturinn í því að sérfræði- læknar koma ekki heim, sagði Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, við Morgunblaðið eftir fund læknaráðs Landspítalans í gær. „Læknum hefur fækkað um 100 frá ársbyrjun 2008. Þetta er í fyrsta skipti í sögulegu samhengi sem læknum fækkar á Íslandi.“ María Heimisdóttir, yfirlæknir hag- og upplýsingamála Landspítal- ans, hélt erindi um mönnun lækna á spítalanum. Hún segir að hún jafnt sem aðrir starfsmenn spítalans hugsi mikið um hvaða verkefnum spítalinn fái að sinna í framtíðinni og hvaða rými honum verði skapað til að sinna þeim. „Þar til það skýrist er erfitt að ráða í hvernig best er að manna spít- alann.“ Forstjórinn finnur óróleikann Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans, segir að hann finni óróleikann meðal læknanna á spítalanum en ekki sé hægt að gefa út hvernig horfi við í rekstri spítalans á næsta ári. „Á síðustu tveimur árum hefur Land- spítalinn gengið í gegnum niður- skurð og hagræðingu sem er hátt í 20% af rekstrinum.“ Hann ætli að mæta kröfum þessa árs áður en hann hugi að kröfum þess næsta. „Ég hef ekki fengið neina hagræðingarkröfu [fyrir næsta ár] þannig að við förum ekki út í þá umræðu. Óábyrgt væri að tala um slíkt,“ segir Björn Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, sem velti sparnaðarkröfu ríkisins árið 2011 fyrir sér í sínu erindi á fundinum. Hann telur líklegt að hún verði um 50 milljarðar í heildina, sem gæti þýtt fjögurra til fimm milljarða samdrátt á Landspítalanum samanborið við 3,3 milljarða á þessu ári. Hann spurði hvort það þýddi færra starfsfólk og sagði góðu þjónustuna í húfi. „Heil- brigðiskerfið og sjúklingar munu líða ef við fáum ekki yngri, vel menntaða lækna til starfa hér á landi,“ sagði hann. Birna segir að svo virðist sem orð- ið hafi hugarfarsbreyting hjá lækn- um í námi erlendis, þeir telji það ekki lengur sjálfsagt að snúa heim. „Af 41 sérfræðilækni sem útskrifaðist frá því í september komu átta heim.“ Óöryggið innan Landspítalans og sú staðreynd að föst laun sérfræði- lækna á miðjum aldri í Svíþjóð séu rétt tæp milljón íslenskra króna í stað hálfrar milljónar hér heima sé ástæðan. Björn segir yfirmenn spítalans meðvitaða um þessa þróun og að þeir vilji halda í gott starfsfólk og reyni að fá „eins og við höfum efni á“ nýtt starfsfólk að utan til starfa. „En margir þeirra sem nýkomnir eru heim úr námi fá mjög góð tilboð, enda með góð sambönd í útlöndum, og eiga því mjög auðvelt með að flytja aftur út.“ Áhrifanna gæti ekki enn á Landspítalanum en geti gert það þegar fram í sæki. Ráðherrann vinnur að sátt Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að hún hafi ekki orðið vör við annað en að læknar ætli að þreyja þorrann og góuna með stjórn- völdum. „Ég vona að það sé svo.“ Hvernig skorið verði niður á næsta ári sé í skoðun. „Skoðað er hvort hægt sé að leggja niður einhverja þjónustu í eitt eða tvö ár,“ segir hún. „Ég hef fundað með forstjórum og framkvæmdastjórnum allra heil- brigðis- og stjórnsýslustofnana á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Ég hef hitt fulltrúa flestra félagasam- taka sem málið snertir; sjúklinga- og stuðningssamtaka, sem og formenn allra stéttarfélaga í heilbrigðisþjón- ustu á síðustu tveimur vikum til þess að ræða stöðuna og horfa fram á veg- inn. Það er alveg ljóst að verði miklu meiri niðurskurður á næsta ári þarf að vera sátt í samfélaginu um hvern- ig að honum verður staðið.“ Flýja óöryggi og fá meira fé Óvissa í starfsmannamálum á Landspítala Morgunblaðið/Kristinn Á Barnaspítalanum Læknar á Landspítalanum eru órólegir og sérfræðingar sem ljúka námi koma ekki heim. Í HNOTSKURN »Árið 2007 voru 3,7 læknará hverja 1.000 íbúa á land- inu en meðaltalið í OECD- löndunum var þá 3,1. »Sama ár voru 14 hjúkr-unarfræðingar á hverja 1.000 íbúa en 9,6 að meðaltali í OECD-löndum. »Fjöldi lækna á Landspít-alanum breyttist lítið á ár- unum 2001-2009. Fæstir voru þeir 454 árið 2004 en flestir 488 árið 2008. Ingibjorg Hanna Bjarnadottir, hönnuður Skólavörðustíg 12 Sími 578 6090 www.minja.is „Það er mikilvægt fyrir mig að hlutirnir sem ég hanna hafi mikið notagildi og að þeir snerti streng og veki barnið í okkur“ KRUMMI / HERÐATRÉ Umsækjendur verða að hafa lokið meistaraprófi í lögfræði eða samsvarandi prófi og stunda námið skólaárið 2010-2011. Litið verður til þess hvort umsækjendur ljúka námi vorið 2011 og til fyrri námsárangurs við mat á umsóknum. Styrkþegar verða að sýna fram á að hafa staðfesta skólavist og verður styrkur greiddur út þegar nám er hafið. Nánari upplýsingar veitir María Thejll forstöðumaður Mannréttinda- stofnunar Háskóla Íslands, netfang mariath@hi.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2010 og skal skila umsóknum merktum „Styrkumsókn“ með staðfestum upplýsingum um framhaldsnámið, fyrri námsárangur og próf ásamt starfsferillýsingu og senda á: Mannréttindastofnun HÍ, Lögbergi við Suðurgötu, 101 Reykjavík Mannréttindastofnun Háskóla Íslands auglýsir styrki allt að 500.000 kr. til framhaldsnáms í mannréttindum skólaárið 2010-2011. Styrkir til framhalds- náms í mannréttindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.