Austri - 15.12.1962, Qupperneq 12
12
AUSTRI
JÖU 19 2
sandi. — Enn er það yndi ungra
manna að fara á flot stöku sinn-
um þegar gefur — enda oft feng-
sælir.
— Hvenær var hætt flutningum
á sjó?
— Það er orðið langt síðan. Við
flytjum allt á bílum frá Höfn. Nú
eru aðeins Steinavötn óbrúuð á
þeirri leið. En þau eru líka oft
bölvuð, í haust þurfti að hafa jarð-
ýtu til staðar að hjálpa fjárbílum.
— En Öræfingar fljúga?
— Já. Og þeir flytja kjöt sitt í
flugvélum og ýmsar fleiri vörur.
Aðalþungaflutningar fara þó fram
á bílum vestan að þegar iminnst er
í ám. Og stöku sendingar fá þeir
austan að og verða þá að ferja yf-
ir Jökulsá á Breiðamerkursandi.
— Fara bæir í eyði hjá ykkur,
Steinþór?
— Lítið er um það. Þó fluttist
einn bóndi héðam í ár og óvíst um
byggð á þeim bæ. — En. hvað sem
því líður: Við gömlu mennirnir
höfum alltaf jafn mikla tröilatrú
á landinu og búskapnum. Og v>ð
viljum að þannig sé á máluim hald-
ið af hálfu stjórnarvalda að það
örfi til nýrra dáða í sveitunum,
heldur en hitt.
Sigfús Árnason, bifreiðarsijóri,
Egllsstöðum:
—- Ég segi allt sæmilegt. — Það
þýðir ekkert annað! — Svo er ég
nýbúinn að vera í Reykjaivík.
— Hvað varstu að dráfa þar?
— Blanda geði við þá stóru,
Sótt á brattann í þæfingsfærð.
Fjallsá var brúuð í sumar og var
það mikil bót.
— Hvar verður næst brúað?
— Væntamlega Steinavötnin. Á
sameiginlegum fundi ræða bænd-
ur í sýslunni næsta verkefni í
bmarmiálum og koma sér niður á
hvar mest sé þörfin. Þar keimst
engin hreppapólitík að né heldur
önnur pólitík. Fjánvteitingavaldið
hefur jafnan virt vilja okkar að
þessu leyti. — Á eftir Steinavötn-
unum vonum við að Jökulsá verði
tekin til alvarlegrar athugunar og
aðgerða.
— Þið eruð félagshyggjumenn,
Skaftfellingar?
— Og það bjargar ennþá. Enn
eru það víða þeir gömlu, sem
halda félagsskapnum gangandi En
við verðum að treysta því að einn-
ig þar komi maður manns í stað.
Yfir.leirt rná segja að hér ríki góð-
ur félagsandi. — Ef gera þailf
átak, þá eru menn eins hugar.
1 vor var stofnað menningar-
samband Austur-Skaftfellinga. Að
því standa Búnaðarisambandið,
Kaupfélagið, samtök kvenna og
samband ungmennafélaga. —
Gamla menningarfélagið var laus-
ara í formi, starfaði þó lengi, en
starfsemi þess hafði legið nlðri
nokkur misseri.
séffana, drekka með þeim brenni-
vín.
— Það á maður ekki að gera!
— Hver bannar það? Templar-
ar kennske? Þeir fá þó prósentur
af öllu saman.
— Varistu í lestinni miklu á
Möðrudailsöræfunum.
— Ég fór á móti henni norður
í Heiðarenda. Ýtan mín, TD 14,
komst ekki yfir brúna á Jöklu. —
Sú ferð tók 23 klst. Áður voru þeir
búnir að vera 37 klst. frá Möðru-
dal að Skjöldólfsstöðum, auk
tímans sem fór í að brjótast niður
Jökuldalinn. — Þeir höfðu eina
ýtu og einn veghefil. Veðrið var
lengst af þannig, að tilgangslaust
var að ýta nema rétt á undan lest-
inni. — Annars kunna þeir þessa
sögu betur, sem voru með lestinni
alla leið.
— Þú munt orðið þekkja á
þetta, varstu ekki með snjóavet-
urinn 1951?
— Jú, blessaður góði. Við Sig-
urður í Gilsárteigi fluttum í tvær
sveitir, Eiða og Hjaltastaðaþing-
há, höfðum eina ýtu. Mikið enginn
skyldi þá drepast úr kulda og vos-
búð. Vorum yfirleitt tyeir um ýtu
en sjaldnast gat nema einn verið
inni. Það var haldið áfram meðan
mögulegt var — og stundum leng-
ur. — Einu sinni sofnuðum vfð
báðir og vorum nærri farnið fyrir
björg.
Já, þá var mikill snjór, viða slétt
af öllu. T. d. var gilið að Eiða-
læknum alveg horfið.
Gaman hefði ég að vita, hvað
við Siggi fluttum mörg tonn. En,
ég hef aldrei fengið það upp.
— Hvað segir þú annars um
vegina á Héraði, bílstjórinn?
— Þeir voru af vanefnum gerð-
ir í upphafi og fyrir miklu léttari
farartæki en nú tíðkast. I imörg ár
hafa þeir ekki fengið möl að gagni
en verið heflaðir út. Það segir sig
þvi sjálft: Þetta er allt orðið hálf-
ónýtt.
— Hvað hefurðu svo einkum
haft fyrir stafni í sumar?
Ymist ekið eða farið með jarð-
ýtu. Mest unnið hjá vegagerðinni,
en einnig víða annars staðar, mik-
ið hjá Snæfelli á Seyðisfirði.
— Við bræðsluna kannske?
— Já, ég var við að ryðja
gömlu bræðslunni í sjóinn. Það
kostaði 600 þúsundir! — Já, Is-
lendingar eru nú kallar, sem kunna
að fara með peninga!
—i Þú hefur sem sagt haft nóg
að starfa?
— Ja, ég hef oft verið að.
—Q-
Og þetta imá maður manni
segja. —■ Austfirðingar hafa verið
athafnaisamir á árinu, sem er að
láða. — Enda þótt ýmsir einistak-
lingar hafi neyðst til að kippa að
sér höndum með framkvæmdir
vegna aðsteðjandi erfiðleika, hafa
margir verið að verki við endur-
bætur og nýbyggingar, einstak-
lingar, sveitarfélög og ríki. Og of-
an á allt hið almenna koma svo
gífurlega miklar framkvæmdir við
undirbúning sáldveiðanna. Og sáld-
in sjálf lét ekki á sér standa!
Af þessu öllu leiddi eitt hið
mesta annráki sem sögur fara af.
í byggingu og vélaiðnaði var hver
fúskari höfuðsetinn hvað þá fag-
menn. Og jafnvel í fjarlægustu
sveitir fjórðungsins voru menn
sóittir þegar þurrklaust var til að
bjarga sjávarafla og koma afurð-
um i skip.
Við vonuim að störf áilsins og
aflafemgur til lands og isjávar
verði til blessunar í framtíðinni,
og að okkur auðnist að stýra hjá
þeim skerjum, sem jafnan verða á
siglingaleiðinni við svona aðstæð-
ur.
Með þá ósk i huga, að gróður
j-arðar og gull hafsins færi þjóð-
inni aukinn þroska með vaxamdi
hagsæld, kveðjum við liðandi ár
og heilsum öðru sem rís innan
tiðar.
V. H.
Sigurður Ó. Pálsson:
Á Skerplu
Gróðrarskúr gekk yfir dalinn.
Gullinhærð sóley
lokaði krónu
og fífill bjó sig í háttinn
og vissi ei
á vorkvöldi hlýju,
að var þar í för með regninu
strontíum níutíu.
Tvær vísur um nóttina
i.
Nóttin kemur þögul, mild
og mjúklega breiðir
dökka værðarvoð
yfir þreytta menn,
sezt við giuggann minn
og svarta hárið greiðir.
II.
Nóttin slítur hár úr skeggi mánans,
saumar með því silfurblóm
í sortulitað klæði,
unz það greiðist í sundur í höndum hennar
og heldur ekki þræði.