Austri - 15.12.1962, Síða 14
14 ' AUSTRI
JÖU 1962
/vvwvvv/vaa/wv>/saaaa/vwvk^<v^^^WVVVVVVWVVVVVVWVVVVWVWVVVVVVWVW.A^AA^WVWI
Olíusamlag ötvegsmanna
ÓSKAR STARFSFÓLKI SÍNU OG VIÐSKIPTAMÖNNUM
gleðilegra jóla
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskifítin.
Útvegsbanki íslands
Utibúið á Seyðisfirði.
íólatrés-
Jón var á skrifstafunni, þegar
Pétur gekk inn, var þar í Sikrif-
fcorðsBtólnum, maður vel mið-
aldra, fremur lágivaxinn, en vel í
holdum. Góðlegur. Gleraugnalaus.
— Heill og sæll, Pétur minn,
sagði Jón urn leið og hann stóð
upp og þrýsti hönd komumanns.
— Settu þig. Ég ætla að skneppa
fram og ná okkur héma í rnjóla.
Jón settist í kúnnastólinn, en
kaupmaður kom aftur að vörmu
spori. — Hvernig er annars líð-
anin? Og nú stakk hann stóreflis
Roy-tan vindli upp í Pétur og
kveykti í.
— Líðanin, svaraði Pétur
dræmt, ætli hún sé nú ekki eitt-
hvað lík og hjá kind, sem á að fara
að skera.
— Blessaður, þeim líður ekkert
illa, svaraði Jón og hló við, þær
vita ekkert á hverju þær eiga von.
Helvíti annars fyrir þig að geta
ekki selt jörðina. Nei, það er víst
Htil von. Þetta er svo anzi grýtt.
Svo er það vegurinn þama út eft-
ir. Einangrað er það, ekki er þvi
að neita. Já, það er nú það.
Pétur andvarpaði. — Heyrðu
Jón minn, ætli við ættum ekki
snögvast að gera upp okkar sak-
ir. Skipið er víst væntanlegt um
ellefu leytið, og hún er nú farin að
halla í sex. Ég hafði ætlað mér að
lahba í nokkur hús og hrista
höndina á kunningjunum í kveðju-
skyni.
— Já, það er nú nefnilega það,
varð Jóni að orði. Ég hef nú verið
með reikninginn þinn handanna á
milii í dag, og ég get glatt þig með
því, að þú ferð héðan skuldlaus.
Skuldlaus. Ja, þótti engum
mikið eftir sextíu ára strit. Fjand-
inn þakki mér það.
— Jiá, skuldlaus, svio ertu nátt-
úrlega eignamaður, sko jörðin og
allt það. En ég meina sko, — á
mínum reikningi áttu inneign,
sérðu.
— Já, annað bryti líka 1 bága
við mína lífsskoðun. Hef ég ekki
alitaf sagt að það borgaði sig eins
vel að verzla í hienni Jónsbúð og
í Framsóknarlhugsjóninni ?
— Ha, ha, þú lumar nú enn á
gamanseminni Pétur. N’ei, þú seg-
ir það satt, það auðgast enginn
hót á kaupfélagshugsjónamennsk-
unni. Þetta er ekkert nema sýnd-
armennska og rógburður. — Ég
segi rógburður. Hvernig eru þeir
í minn kálgarð. Eru þeir ekki
sýknt og heilagt að glefisa í hælana
á mér. Hlvað sagði ekki kaupfélags-
drengurinn, þessi Sigurjón, á fund-
inum fyrir hreppsnefndarkosning-
arnar í fyrra vor. Ég held ég muni
þetta orðrétt: „Þessi maður hefur
mergsogið byggðarlag okkar og
flutt peningana til Reykjavíkur,
keypt fyrir þá íbúðir, sem gefa
honum góðan arð í vasa“. — Hæl-
bxturinn sá arna. Já, hann leyfði
sér að segja „byggðarlag okkar“,
maður, sem ekki hefur átt hér
heima nema í skitin sex ár. Hvað
varðar hann um, hvað ég geri við
mína peninga? Nei, maður er ekki
ríkur, Pétur minn, eftir 30 ára
strit, þótt maður eigi fáeinar íbúð-
arholur í henni Reykjavík. Það er
ekki mikil eign á útgerðarvísu. En
þeir xxm það, hverju þeir Ijúga. Ég
stend jafn beinn fyrir því.
— Já, þú stendur jafn beinn,
Jón Sigurðsson. Öfundin er aðall
þassara manna, og henni verða
þeir aldrei rændir. — En það var
annars anikil heppni að ég skyldi
eiga hjá þér inni, því það er ekki
eftir króna í buddunni, og með
einhverju verður maður, trúi ég,
að borga undir sig suður.
— Já, hm, hm, viltu ekki fara
yfir reikninginn þinn sjálfur,
Pétur minn?
— Nei, það held ég ekki. Ég hef
hingað til treyst þér, og ég sé enga
ástæðu til þess að fara að van-
treysta þér, svona undir lokin.
Hvað telst þér til að ég eigi mikið
inni?
— Samkvæmt bókhaldinu átti,
Pétur, krónur eina sjötíu og fimm.
— Eina sjötíu og fimim, át Pét-
ur eftir. — Varla ferðast maður
nú langt fyrir það.
— Auðvitað lána ég þér fyrir
fargjaldinu, vinur minn. Minna má
það nú ekki vera eftir öll okkar
löngu og góðu skipti.
Síminn hringdi.
Jón lyfti tólinu. — Jú, sæll góði.
— Jú, hann er hér. Vilt þú tala
við hann? Já, gjörðu svo vel. —
Hérna, Jón, það er kaupfélags-
stjórinn.
Pétur tók við tólinu, hægt og
jafnvel hátíðlega. — Halló!
— Sæll, Pétur, var sagt hinum
megin, þetta er Sigurjón kaupfé-
lagsstjóri. Þú ert að fara. Ætlarðu
ekki að koma og taka út stofn-
sjóðinn hennar Sigríðar áður?
—• Ha, stofnsjóðinn, hvað er
það mikið ?
— Ja, ég var að taka það sam-
an og það reynast vera ellefu þús-
und átta hundruð sextíu og fimm
og táu.
— Er þetta satt?
— Já, það er satt. Þú kemur?
— Já, ég kem, svaraði Pétur
annars hugar og lagði tólið á.
— Ellefu þúsund átta hundruð
sextíu og fimm og tíu, endurtók
hann. — Heyrðu Jón minn, þú
þarft víst ekki að lána mér fyrir
suðurferðinni, hún Sigríður mín
hefur séð fyrir því, blessunin.
fsl. þjóðmeimmg
Framh. af 6. síðu.
endi fólks hafa leikið forn hljóm-
brigði og orðgnótt íslenzkrar
tungu að sumu leyti bundin við
atvinnuháttu og örnefni landsins.
Þannig myndast órofa tengsl
milli nútíma atvinnuhátta og
fornrar sögu.
Þannig fléttast saman megitn-
þættir hinnar þjóðlegu, íslenzku
menningar. Og fjallahringurixm og
sjávarflöturinn með Hrollaugseyj-
ar og Tvísker við sjóndeildarhring,
hera sama svip og á söguöld, þeg-
ar hin undarlegu örlög réðust, er
sögurnar segja frá.
Hér eiga við orð þjóðskáldsins
Einars Benediktssonar:
Fornöld og nútími fallast í arma
sem foldin við himinsinis bjarma.
Það er og verður á valdi fólks-
ins, sem býr í grennd við Breiða-
merkursand, hvort þessi menning-
artengsl rofna eða styrkjast.
Þessar byggðir eru og mxxnu verða
fámennar. En eins og íslenzka
þjóðin vill sýna öllum heimi vilja
sinn til sjálfstæðis, þótt hún sé
hin smæsta, þá geta fámennar
byggðir styrk-t xslenzka þjóðmenn-
ingu. í því efni veldur mestu
þroski íbúanna, manndómur þeirra,
•meðvitund um arfleifðina, sem
þeir hafa fengið í hendur, og trú
þeirra á framtxð byggðarinnar.
skemmtun
Hin árlega jólatrésskemmtun
Kvenféiagsims Nönnu fyrir börn
og gamalt fólk, verður haldin
laugardaginn 29. des. í Egilsbúð.
Skemmtunin fyrir böm iiman
skólaskyldualdurs og fyrir gamalt
fólk verður frá kl. 2—6 e. h. Jóla-
sveinninn kemur í heimsókn kl. 5.
Skemmtun barna á skólaskyldu-
aldri hefst kl. 8 um kvöldið og
stendur til kl. 12.
Sú breyting verður nú á, að
seldur verður aðgangur að jóla-
trésskemmtuninni og kostar mið-
inn 15 kr. fyrir barnið og eru veit-
ingar innifaldar. Bömunum ber að
sýna miðann við innganginn og
geyima hann siðan og afihenda
haim við afgreiðslu veitinga.
Einnig verður mæðrum þeim,
sem koma með börnum sínum að
deginum til, gefinn kostur að
kaupa sér veitingar.
Miðasala verður föstudaginn 28.
des. í Egilsbúð frá kl. 4—6 e. h.
Kvenfélagið Nanna óskar öllum
félagskönum, svo og öllum bæjar-
búum, gleðilegra jóla.
AUSTRI
Ábm.: Viihjálmur Sigurbjörnsson.
NESPRENT HF.
Hús til sölu
Húseign Víglundar Halldórssonar við Þiljuvelli er til sölu. |
| Allar nánari upplýsingar gefur Halldór Jóhannsson. j