Austri - 12.02.1964, Blaðsíða 1
/Instrt
9. árg. Neskaupstað, 12. íebrúar 1964. 3. tölublað.
Fjölmennur bændafundur á Egilsstödum
ræðir vandamál landbúnaðar á Héraði
Útgefandi:
Kjördæmissamband
Framsóknarmaima í
Austurlandskjördæmi.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Kristján Ingólfsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Fjármál og auglýsingar:
Björn Steindórsson,
Neskaupstað.
KESPRENT B T
Bændafélag . Fijótsdalshéraðs
efndi til fundar 31. jan. sl. Einar
Björnsson, Mýnesi, Jóhann
Magnússon, Breiðavaði, og Sig-
urður Magnússon, Hjartarstöðum,
höfðu undirbúið fundinn. Nefndu
þe r dagskrármálið: Landbúnaður
á Fljótsdalshéraði. Undirbúnings-
nefndin fór fram á það við þing-
menn kjördæmisins, að þeir kæmu
á fundinn. Brugðust þeir vel við
og mættu allir. En Héraðsbúar
svöruðu með því að fjölmenna
rnjög, og voru fundarmenn á
þriðja hundrað. Fundurinn hófst
iaust fyrir kl. 8 og stóð fram til
kl. 5 um morguninn. Gerðar voru
ályktanir um dagskrármálið og
eru þær birtar á öðrum stað í
blaðinu. En hér á eftir verður
greint nokkuð frá umræðum og
verður þó að stikla á stóru.
Einar Björnsson var fyrri fram-
sögumaður undirbúningsnefndar.
Hann ræddi fyrst fjárhagsmálin:
Árin 1962 og 63 hafa orðið
bændum á Héraði þung í skauti.
Vorharðindi, gífurlegt kal í tún-
um víða, uppskerubrestur á korni
og kartöflum, stórfelldur fóður-
bætiskostnaður samfara tekju-
rýrnun.
Bændur hafa á liðnum árum
byggt og ræktað kappsamlega og
vélvæðst. En búin hafa ekki gef-
ið nóg til þess að við getum stað-
ið í stykkinu. Engum kæmi til
hugar að bændur svíkist undan
skuldbindingum sínum.
En hér hafa þeir atburðir
gerzt, að óhjákvæmilegt er að
bregða við skjótt og leita nýrra
ráða til að gera þeim mögulegt
að standa við þær.
En samhliða verður að hraða
rafvæðingu sveitanna og bygg-
ingu vega sem þola þá flutninga,
sem nú eru óhjákvæmilegir. Lána-
kjörum verður að breyta. Enginn
landbúnaður getur staðið undir
nauðsynlegri fjárfestingu með
þeim kjörum sem hér eru boðin.
Að lokum vék ræðumaður að
m kilvægi Fljótsdalshéraðs fyrir
byggð á Austurlandi, sakir legu
þess og mikilla möguleika.
Sigurður Magnússon hafði einn-
ig framsögu af hálfu undirbún-
ingsnefndar. Hann vék fyrst að
„launamálum" bændanna. Verð-
lagsmálin voru rædd á síðasta
fundi bændafélagsins. En það er
Einar Björnsson í Mýnesi flytur
framsöguræðu sína. I fundar-
stjórastóli er Þorsteinn Sigfússon
á Sandbrekku.
höfuðatriði að afurðaverð sé við-
unandi. Nýjar skýrslur Hagstof-
unnar sýna, að bændur eru tekju-
lægsta stéttin. Vitað er, að bænd-
ur hér hafa margir smá bú og
eru jafnvel enn tekjulægri en
stéttarbræður þeirra í öðrum
landshlutum. Allmargar jarðir
ha*a þegar farið í eyði, og því
heldur áfram, ef ekki verður
spyrnt við fótum.
Þá ræddi Sigurður samgöngu-
má.in sérstaklega:
Vegir á Héraði eru víða óupp-
byggðir, teppast því fljótt af
snjóum og þola ekki umferðina á
vorin. Dæmi: 1 vor var Úthér-
aðsvegur ófær venjulegum bílum
vegna aurbleytu í 6 vikur og litlu
skemur í fyrra.
Þetta veldur óhæfilegu sliti. á
ökutækjum, og seinkun áburðar-
flutninga og mjólkur, bakar bænd-
um stórtjón.
Við þurfum vegi, sem færir eru
allt árið — og það hlýtur að vera
hægt hér í byggðinni, því víða er
haldið opnu vetrarlangt um heið-
ar og háfjöll.
Friðrik Jónsson. Það er áreið-
anlega tímabært að ræða þessi
stórmál -—• og ánægjulegt að þing-
mennirnir skuli hafa séð sér fært
að koma á okkar fund til við-
ræðna um vandamálin.
Landbúnaðurinn stendur höllum
fæti. Verðlagið hefur verið of
lágt, lánakjör óhagstæð og sumar
greinir lánveitinga eru alls ekki
fyrir hendi (bústofnslán og lán til
jarðakaupa).
Vegamálin og rafmagnið eru
mikilvæg. Þar er mikið ógert.
Það var mikið átak að koma ak-
braut heim á hvert byggt ból á
Austurlandi. Gömlu vegirnir
hö'ðu mikilvægu hlutverki að
gegna. En með mjólkursölu koma
r-ýjar þarfir og þeim verður að
sinna.
Tvö síðastliðin ár hafa vissu-
'ega verið okkur óhagstæð. Þó
getur stór hluti bænda hér haldið
stóli.
áfram búskap án sérráðstafana,
svo fremi lífvænt verði fyrir bú-
skap í landinu almennt. Þó eru
vissulega margir í þröng. Rann-
sókn og eftirfarandi aðgerðir eru
nauðsynlegar. Það er þjóðhags-
lega þýðingarmikið að halda
jörðunum í byggð. Og sársauka-
laust er það ekki að horfa á vild-
isjarðir fara í eyði, og áhugasama
bændur hrökklast úr stéttinni.
Sveinn Jónsson. Stéttabaráttan
he(ur verið hörð í landi hér um
langa hríð. En bændur hafa setið
hjá að mestu, enda forystulitlir á
fjórða tug ára. Almennt sinnu-
leysi hefur ríkt um málefni land-
búnaðarins og vantrú á gildi
hans grafið um sig.
Bændastéttin þarf að hefja
merkið hátt og reisa eðlilegar
kröfur og fvlgja þeim fast eftir.
Útvegsmenn blikna hvorki né
blána þótt þeir biðji um stuðning
er nemur milljónum á hvern tog-
ara. Enginn talar um að togurum
þurfi að fækka. Hver nýjung sem
fram kemur í sjávarútvegi er við-
urkennd og studd með ráðum og
dáð.
En landbúnaðinum er haldið
niðri með óhæfilega lágu verðlagi
Framh. á 8. síðu.
★
Hagyrð-
ingar!
■ Takið þátt í hagyrðinga-
keppni Austra.
I Skilafrestur botna fram-
lengist til 20. marz n. k.
Góð bókaverðlaun.
SLÁIZT I HÓPINN.