Austri - 12.02.1964, Síða 8

Austri - 12.02.1964, Síða 8
8 AUSTRI Neskaupstaö, 12. febráar 1964. Bændafundur á Héraði Framhald af 1. síðu. og óspart um það talað á liærri stöðum, að bændum þurfi að fækka stórlega. Bændur hafa lagt hart að sér við uppbyggingu og vélvæðingu og náð býsna langt. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun í sveitum hef- ur framleiðsla stóraukizt. En bændur njóta ekki hagnaðarins. — Þeir hafa reynt nýjar búgrein- ir en mætt litlum skilningi. Flokkavaldið hefur orðið bænd- um þungt í skauti og skippt því að þeir næðu samstöðu. En sam- heldni þeirra fer vaxandi eins og Ijóst kemur fram í baráttunni fyrir bættu verðlagi. Gunnar Ingvarsson kvað þarfir búanna til fjárfestingar aldrei viðurkenndar við verðlagninguna, bændur fengju því ekki það kaup- gjald sem þeir væri ætlað í verð- grundvellinum. Og í erfiðu ár- ferði færi því fjarri að endarnir næðu saman. Hann ræddi og vegamálin, drap á hina nýju löggjöf, taldi að stefna bæri að því að allar tekjur af umferðinni gengju til sam- göngubóta. Eysteinn Jónsson þakkaði boð undirbúningsnefndar. Hann ræddi nokkuð uppbyggingu þorpsins á Egilsstöðum, þýðingarmikillar miðstöðvar Héraðsins. Fyrir landbúnaðinn er það höf- uðatriði að fá eðlilegt verð fyrir afurðir sínar. — Lánakjörin verða og að breytast, vextir að lækka og lánstíminn að lengjast, og afurðalánin þurfa að hækka á ný. Auka þarf stuðning við upp- byggingu hinna smærri búa og við nýjungar í búnaði. Þá ræddi Eysteinn nokkuð raf- magnsmálin og samgöngurnar. Hann kvað höfuðvandann í sveit- um dreifingu orkunnar. Næsta á- ætlun væri í deiglunni. Keppa verður að því að ná sem flestum inn á samveitur en auk þess ákveða stuðning til hinna, hlið- stætt því sem fæst með línulögn- inni á veitusvæðunum. Með nýju vegalögunum fæst aukið fjármagn til vega og brúa. Eftir er að ákveða fjárveitingar til einstakra framkvæmda. Koma þar til álita ýmis atriði, sem geta haft mikla þýðingu. Eysteinn lýsti stuðningi við til- lögur þær er lagðar voru fyrir fundinn í upphafi. (Slíkt hið sama gerðu aðrir alþingismenn síðar á fundinum.) Hann kvað þingmenn mundu beita sér fyrir framgangi þeirra í sameiningu, enda mundu þing- menn Austfirðinga hafa fleiri fundi með sér um sameiginleg mál heimabyggða en þingmenn nokkurs annars kjördæmis. Pétur Jónsson. Það eru þung spor að þurfa enn að leita aðstoð- ar fyrir Fljótsdalshérað, en hjá því verður ekki komizt, sagði Pétur. Hann ræddi nokkuð útflutning landbúnaðarframleiðslunnar og markaðsmöguleika erlendis. Mikil nauðsyn væri að vinna vörurnar til meiri hlýtar en nú er gert og auka þannig verðmæti þeirra. — I því sambandi minntist hann á raforkuþörfina og drap á baráttu sína fyrir stórvirkjun á Austur- landi. Fátt er þýðingarmeira fyr- ir byggðajafnvægi en gnægð raf- orku, því á henni byggjast allar meiriháttar framfarir í iðnaði, en hann hlýtur að verða undirstað- an að eflingu sveitaþorpanna. Eggert Ólafsson sagði í ferða- bók sinni, að á Fljótsdalshéraði væri betur búið en víðast annars staðar á landinu. Og við skulum vona, að aftur birti á Héraði, þó að nú sé hart á dalnum. Árni Jónsson skoraði á alla bændur á Héraði að ganga í Bændafélagið. Hann kvað verð- lagninguna þýðingarmesta. — Það eru valdhafarnir, ekki þjóðin, sem brestur skilning á mikilvægi ís- lenzks landbúnaðar. Hann vitnaði í ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar um þau mál, og kvað meiri nauðsyn fyrir ráðherrann að huga að bú- skap flokksbræðra sinna í Krýsu- vík, þar sem ekki fyrirfinndist lengur lifandi peningur í ágætum útihúsum utan rottur og mýs. Fái bændur kostnaðarverð fyr- ir vöru sína og eðlilega fyrir- greiðslu sinna mála að öðru leyti, þá er landbúnaðinum borgið. Halldór Ásgrímsson kvað Bændafélag Fljótsdalshéraðs ágæt an félagsskap og full ástæða til að athuga, hvort það gæti ekki með einhverjum hætti náð til ann- arra austfirzkra bænda. Eðlilegt er að leita aðstoðar vegna erfiðs árferðis. En einnig þarf aukinn stuðning við upp- byggingu sveitanna og þá sér- staklega þar sem hún er skemmst á veg komin. Halldór ræddi raforkuþörfina og nauðsyn þess að hver einasti bóndi kæmi sér upp aðstöðu til súgþurrkunar. Ræktun, áburðar- notkun og vélvæðing kemur ekki að fullum notum nema nokkur trygging sé fyrir öruggri verkun töðunnar. Með nýju vegalögunum er mik- ilvægt skief stigið, en þar ber þó á nokkurn skugga, sem er heimild til stjórnarinnar um niðurfelling framkvæmda á þessu ári. Ingvar Guðjónsson. Orsakir fólksflóttans úr sveitunum eru margar. En hér eiga harðindin 1949—’53 ásamt garnaveikinni, sem þá var í algleymingi, sinn stóra þátt, en þær þrengingar ollu því, öllu öðru fremur, að við urðum seinir fyrir með uppbygg- inguna. Margir telja nú þjóðarbjargrá að fækka bændum stórlega. Og bændaskólakennari einn hefur ný- lega sett fram þá skoðun, að bændur skuli vera 1003! — Þess- ir líta á bóndann sem hvert ann- að húsdýr sem ala beri til þeirra nytja er fullnægi matarþörf „heimilisins". — Slíkar raddir bæri að kveða niður og láta ís- lenzkan landbúnað njóta þess réttar og þeirrar virðingar sem honum ber. Snæþór Sigurbjörnsson ræddi sérstaklega kalskemmdirnar og kostnaðarauka þann og afurða- tjón sem komið hefur í kjölfar þeirra. Hann ræddi og vandamál- in almennt á breiðum grunni og þátt samvinnufélaganna í upp- bygggingu sveitanna. Jónas Pétursson kvað hér mik- inn vanda á höndum og óhjá- kvæmilegt að leita stuðnings hjá samfélaginu. Jafnframt þyrftu smærri búin að stækka. Frum- varp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á jarðræktarlögunum stefndi í þá átt. Hann varaði við svart- sýni, þó illa horfði nú um stund. Björn Stefánsson áréttaði það sem fram hafði komið um fjár- hagsörðug’eika bænda og dró fram mjög skýr dæmi máli sínu til sönnunar. Hann hvatti þing- menn sem og bændur til algerrar samstöðu í þessum málum. Lúðvík Jósepsson talaði um erf- iðleika bænda, hina miklu tekju- rýrð margra austfirzkra og vandamál smábúanna. Hér hefur skapazt sérstaða. Menn þurfa að fá möguleika til að vinna sig upp, það verður að takast á við vand- ann — án tafar. Mér óar, að heyra svartsýni ykkar. Því að þegar mikið liggur við, þá er beinlínis hættulegt að telja kjarkinn úr sínu eigin liði. Bragi Gunnlaugsson ræddi af- komuhorfurnar og tók dæmi úr eigin reynslu. Hann kvaðst hafa byrjað búskap 1955 í smáum stíl, unnið jafnframt utan heimilis og komizt sæmilega af. Nú hefði búið náð vísitölustærð — og af- koman versnað. Með akstri vöru- bifreiðar hefði sér tekizt til þessa að greiða hallann af búrekstrin- um og afla sér nauðsynlegustu tekna, enda skilaði vörubifreið verði sínu eftir ca. 10 mánaða samrellda vinnu. — En hvernig rentast það fé sem lagt er í bú- skapinn? — Það skilar sér aldrei eins og nú er búið að þeirri at- vinnugrein. — Það þarf að ger- breyta stofnlánakerfinu. En höf- uðatriðið er að knýja fram rétt- lá't verðlag. Páll Þorsteinsson: Það hefur verið ánægjulegt að mæta hér og hlýða á ykkur ræða vandamálin. Landbúnaðurinn tengir þjóðina við land sitt. Það verður mikil brotalöm í menningar- og atvinnu- sögu okkar ef hann brestur. Þó örðugleikar verði, er ekki ástæða tll að horfa með svart- sýni fram á veginn. Tækni og ýmis aðstaða nú gerir samfélaginu mögulegt að styðja þá, sem standa höllum fæti. Og ísl. þjóðinni er ekki horfin sú þrautseigja sem bjargaði henni gegnum aldirnar. Enn fleiri tóku til máls um dagskrármál fundarins, m. a. Páll Sigurbjörnsson, Guðmundur Björnsson, Ingimar Jónsson og Framh. á 3. síðu. Það er nú meiri gamansag- an þessi miðstjórnarályktun krataskinnanna. — Allt, sem viðreisnin hefur gert, er tóm endaleysa, að þeirra dómi. Samt álíta þeir þjóðinni holl- ast að halda áfram á sömu braut. Séð yfir fundapsalinn. Lúðvík Jósepsson í ræðastóli.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.