Disneyblaðið - 25.09.2011, Blaðsíða 6

Disneyblaðið - 25.09.2011, Blaðsíða 6
DISNEY-BLAÐIÐ 6 Öskubuska er á leið að dansleik. Vinir hennar, fuglarnir og mýsnar, hjálpa henni að búa sig. Getur þú aðstoðað hana líka með því að lita myndina? Eru moldvörpur blindar? Ef þú skoðaðir moldvörpu gætirðu haldið að hún hefði alls engin augu af því að þau eru örsmá og falin undir feldi. Moldvörpur lifa mestalla ævina í niðamyrkri og hafa því ekki mikil not fyrir augu en þær eru ekki blindar. Þær geta greint milli birtu og myrkurs en heyrnin og snertiskynið eru mun næmari og gagnast þeim miklu betur í biksvartri veröld þeirra. Hvað getur moldvarpa grafið löng göng á dag? Moldvarpan eyðir næstum allri ævinni neðanjarðar og því er ekki að undra að í náttúrunni á hún sér engan jafnoka í að grafa göng. Þetta litla, fælna dýr er í sannleika sagt frábær grafari og getur búið til 20 metra löng göng á einum degi. Það samsvarar því að námumaður græfi einn og óstuddur 300 metra löng göng á einum degi!

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.