Austri - 03.02.1972, Side 3
Neskaupstað, 3. febrúar 1972.
AUSTRI
3
Því ekki Austfirðingar...
Framh. af 1. síðu.
af fleiri en einni gerð að ræða,
svo sem algera sameiningu, eða
þá sameiningu við einhver ákveð
in venk. Ýmis millistig kynnu
líka að vera til.
En ein af forsendum fyrir
slíku hlýtur að vera sú að ‘allir
fallizt á að eðlilegum félagslegum
lögmálum sé hlýtt, en óeðlilegar
einstrengingar lagðar til 'hliðar.
Undirhöimasiðir á útboðs-
markaði.
En nú, þegar við tölum um út-
boðsmark-að, þá skulum við gera
okkur grein fyrir því um leið, að
ýmsar venjur hafa skapast á ís-
lenzkum útboðsmarkaði, sem eru
vægast sagt siðlitlar, og þyrf.ti að
laga með löggjöf, sem yrði fram-
fyigt.
Eðli málsins samkvæmt, á sá
tilboðs-aðili að ihreppa verkið, sem
gerir raunhæfasta tilboðið, miðað
við áætlanir jþeirra trúnaðaraðila,
sem það hafa hannað. Síðan, að
gerðum samningum á Ihvor aðilinn
að standa við sitt. En í landi kunn-
inigsskaparins hefur þessu ósjald-
an verið snúíð við. Það er sem sé
ekki óalgengt, að óraunlhæfu und-
irb.oði sé tekið, síðan gerðir göt-
óttir verksamningar og velviljuð
máttarvöld bjargi síðan vininum,
sem undirboðið átti, með það sem
þarf. Þetta er siðlaust, bæði gagn-
vart eigendum almannafjár, og
eins öðrum verktöfcum.
Hér þarf sem sé að verða breyt-
ing á, og það mieð lögum.
Hver á að hengja bjölluna
Mér hefur hér að framan orðið
tíðrætt um austfirzkt verktaka-
firma, svo máttugt, að það gæti
ráðið við stóru verkin. Eg geri
mér grein fyrir því að það verður
ekki stofnað á morgun. Hinsvegar
á, aP.lri skynsemi samkvæmt að
vinna að því. Einn er sá austfirzk-
ur aðili, sem öðrum fremur gæti
hannað það verkefni og e. t. v.
komið hugmyndum niður á jörð-
ina, en það ler Samiband sveitar-
ifélaga í AusturlandskjQfrdæmi.
SSA gæti ekki lánað því fjár-
magn, né orðið þar meðeigandi.
Það er sjálft févana. En það gæti
kannað málin, komið á viðræðum
milli viðkomandi aðila og aðstoð-
að hér við á ýmsa vegu.
Reyna má, því full ástæða er til.
K. I.
Norðfirðingar
Rakarastofan veiður lokuð,
þangað til annað verður ákveðið,
frá kl. 12 til 15.30. Opnunartími
að öðru lieyti óbreyttur.
Björn Steindórsson.
Bœndur
Þeir sem hafa hug á -að láta okkur annast pantanir á vélum
og tækjum fyrir sumarið, hafi samband við ok'kur sem allra
fyrst.
Kaupfélag
Héraðsbúa
EGILSSTAÐAKAUPTÚNI.
Fjárveitingar
Framh. af 2. síðu.
Þús. kr.
Snjóbíll á Fjarðarheiði 500
Mjóafjarðarbátur 350
Snjóbíll á Oddsskarði 300
Snjóbíll á Fagradal 140
Bíll milli Stöðvarfj. og Eg-
ilisstaðaflugvallar 100
Texti er sums staðar styttur
frá því sem er í fjárlögunum.
Þess má að lofcum geta, að hin
almenna vegaáætlun 1972 verður
tekin til endurslkoðunar á isiðari
hluta þings um leið og gerð verður
ný fjögra ára áætlun um vega-
framkvæm'dir. Austurlandsáætl-
unin um vegagerð er svo sér á
parti. Við framkvæmd hennar
mun í öllum meginatriðum unnið
innan þess í amma er ákveðinn var
á sl. vetri. Verður stærsta fram-
’kvæmidin á þessu ári gerð jarð-
gangna í Oddsskarði.
TILKYNNING
frá Stofnlánadeild
Landbúnaðarins
UM LÁNSUMSÓKNIR Á ÁRINU 1972
l.Vegna aílra framkvæmda, annarra en vélakaupa.
Lánsumsóknir skulu hafa borizt bankanum fyrir 29. febrú-
ar nk.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing 'á frarn-
kvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og
byggingarefni. Ennfi'emur ska|I fylgja umsögn héraðsráðu-
nautar, sikýrsla um búreikstur, svo og veðbókarvotto'rð.
Lánsloforð, sem veitt voru á síðastliðnu ári, falla úr gildi
29. febrúar nk. hafi banlkanum eigi borizt skrifileg beiðni um
að fá lánið á þessu ári. Engin ný skýrslugerð Iþarf að fylgja
slífcum endurnýjunarbeiðnuim Skjöl sem borizt hafa vegna
framkvæmda á árinu 1971 qg ekki voru veitt lánsloforð um
á því ári, verður 'litið á sem lánbeiðnir fyrir 1972.
2. Vegna vélakaupa.
Vegna mikillar aukningar á lánveitingum á sl. ári til véla-
kaupa, verður nú *að sækja um lán fyrirfram til vélakaupa,
sem fyrirhuguð eru á þessu ári.
Lánsumsóknir skulu hafa borizt bankanum fyrir 20. marz nk.
Lánsumsóknium bænda vegna dráttarvélakaupa skal fylgja
veðbókarvottiorð, búrekstrarskýrsla og upplýsingar um verð
og tegumd vélar.
Lánsumsólknum ræ:fctunar- og búnaðarsambanda vegna
kaupa á vinnuvélum skal fylgja upplýsingar um verð og teg-
und vélar og greinargerð um þörf á kaupunum.
3. Lámsumsóknir vegna framkvæmda á árinu 1973.
Bændum er gefinn kostur á að sækja nú um lán vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda á árinu 1973. Þeim umsóknum skulu
fylgj-a sömu gögn og vegna íánsumsóijna 1972, að undan-
skildum teikningum. Svör við þessum lánsumisófcnum ættu
að geta komizt. til bænda síðar á þeissu ári.
Reykjavík, 21. janúar 1972.
Búnaðarbanki Islands
Stofnlánadeild landbúnaðarins.