Austri


Austri - 11.09.1981, Blaðsíða 1

Austri - 11.09.1981, Blaðsíða 1
Aðalfundur Sambands sveitarfélagaá Austurlandi rætt við Berg Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra SSA Aðalfundur Sambands Sveit- arfélaga á Austurlandi var hald- inn á Neskaupstað síðustu helg- ina í ágúst. Undirritaður hitti Berg Sig- urbjörnsson að máli og innti hann eftir því sem helst hefði verið á döfinni á fundinum. Bergur sagði að orku og iðnað- armál hefðu verið höfuðmál fundarins og hefði verið sam- þykkt ályktun í þeim samhljóða. Ályktunin birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Af öðrum málum sem rædd voru nefndi Bergur ýmis rann- sóknarverkefni sem sambandið hefur ýmist stutt eða séð um að öllu leyti. VATNSBÚSKAPUR Nú er lokið rannsóknum á vatnsbúskap á Austurlandi, en S.S.A. lagði 15 milljónir gam- alla króna til þess verks. Ný- lega hefur verið send út loka- skýrsla um þetta efni, frá Vatnsorkudeild Orkustofnunar, en efni hennar mun verða að- gengilegt sveitarstjórnum og koma að haldi ef aðgerða er þörf í vatnsöflunarmálum. FISKELDI Nú eru í gangi forrannsóknir á fiskeldi í sjó, en það er Ingi- mar Jónasson fiskifræðingur sem hefur umsjón með því verki. Er það einkum fólgið í hitamælingum og rannsóknum á ástandi sjávar hér fyrir Aust- urlandi. Þá er í athugun rann- sóknir á vatnasvæði Austur- lands með fiskirækt í huga, og Hreindýrmier Nú er tími hreindýraveiðanna og axla veiðimenn byssur sínar og halda til fjalla. Veiðileyfum er eins og kunnugt er skipt á sveitarfélögin og síðan aftur niður á bæina. Ekki er blaðinu kunnugt um hvað veiðarnar eru langt komnar, enda tæpast kom- er ætlunin að leita um það verk- efni samvinnu við veiðifélög. Veitti aðalfundurinn 40 þúsund krónur til þessa verks. Þetta er 2-3 ára verkefni, og felst í því að rannsaka hvaða silungsteg- undir eru hæfastar til ræktunar og hvert beitarþol vatna er. RANNSÓKNIR Á JARÐ- EFNUM Áhugi hefur komið fram á því að S.S.A. stuðli að rann- sóknum á jarðefnum á Austur- landi, en ýmsir möguleikar geta leynst á því sviði. Áhugi er á að leita fjárveitinga til rannsókna á zeolítum, en notkunarmögu- leikar á þeim eru mjög marg- víslegir. Þá var samþykkt að taka þátt í kostnaði við rann- sóknir á titan í Eystra-horni, en jarðvísindadeild Orkustofnunar hefur þetta verkefni með hönd- um. Hér er um mjög forvitni- legt verkefni að ræða. Fleiri framtíðarmál eru á þessu sviði, eins og t.d. rannsóknir á Hér- aðssöndum, en það er mjög kostnaðarsamt verkefni, sem ekki hafa verið neinar ákvarð- anir teknar um. Á Héraðssönd- um gætu verið fólgin verðmæt jarðefni. STOFNANIR í TENGSLUM VIÐ S.S.A. Á fundinum voru rædd mál- efni stofnana sem eru í tengsl- um við S.S.A., fræðsluskrif- stofu, skipulagsstofnun, safna- stofnun og málefni iðnþróunar- fulltrúa. Skipulagsstofnun hef- ur nú lokið aðalskipulagi fyrir ið í ljós, en þó eru sum sveitar- félög búin að veiða upp í sinn kvóta, eins og t.d. Mjóifjörður og Borgarfjörður eystri. Veið- unum mun ljúka nú um miðjan mánuðinn. Eftirspurn eftir hreindýra- kjöti er gífurleg og mun hvergi nærri verða hægt að anna henni. Skapast hún m.a. af því að kjöt- ið er að verða torfengið og bit- inn er því gómsætari eftir því sem erfiðara er að ná í hann. alla þéttbýlisstaði á Austurlandi og er nú um sinn lægð í verk- efnum hjá henni. Stefán Thors arkitekt lætur af störfum við stofnunina nú 1. október, en Þórhallur Pálsson arkitekt, sem unnið hefur við stofnunina á- samt Stefáni, mun vinna við hana áfram. Iðnþróunarfulltrúi er ráðinn eitt ár í viðbót, en að- alfundur samþykkti að á þeim tíma yrði stofnað iðnþróunar- félag, iðnþróunarstofnun og iðn- þróunarsjóður. Ætlunin er að sú stofnun ynni þá sjálfstætt. Nú borgar iðnaðarráðuneytið laun iðnþróunarfulltrúa, en S.S.A. greiðir annan kostnað við starfsemina. Starf fræðsluskrifstofu er nú komið í fastar skorður og verð- ur nánar fjallað um málefni hennar og Safnastofnunar á næstunni. Á fundinum sátu fulltrúar kvöldverðarboð bæj arstj órnar Haustslátrun hefst nú um miðjan mánuðinn og verður t.d. byrjað að slátra í þremur slát- urhúsum K.H.B. 14. september, sem er heldur seinna en í fyrra. Hjá Verslunarfélagi Austur- lands byrjar slátrun upp úr 20. september. Nautaslátrun er hafin þegar þetta er ritað. Ekki liggja enn fyrir tölur um sláturfé, en útlit er á ívið fleiru en í fyrra. I kuldakast- inu núna hefur fé flykkst í heimahaga. Neskaupstaðar og fóru í kynn- isferð um Neskaupstað. Stjórn S.S.A. skipa nú þessir menn: Vilhjálmur Hjálmarsson Brekku formaður. Logi Kristjánsson, Neskaupstað varafonnaður. Júlíus Ingvarsson, Eskifirði. Brynjólfur Bergsteinsson, Fella- hreppi. Björn Björgvinsson, Breiðdals- vík. Kristinn Pétursson, Bakkafirði. Þrúðmar Sigurðsson, Nesja- hreppi. TIL VARA: Theodor Blöndal, Seyðisfirði. Þorsteiim Þorsteinsson, Höfn. Árni Ragnarsson, Reyðarfirði. Kristinn Jóhannsson, Neskaup- stað. Magnús Einarsson, Egilsstöð- um. Þráinn Jónsson, Fellahreppi. Kristján Magnússon, Vopna- firði. Verra markaðsútlit er fyrir dilkakjöt en undanfarin ár, og þeir markaðir sem voru einna bestir, Noregur og Færeyjar eru nú lakari en áður. Færeyingar eru tregari til kaupa en áður, en þó er útlit á að verulegt magn magn fari með síðustu ferð Smyrils út. Svo gæti farið að Norðmenn kaupi ekkert í haust, en þeir hafa dregið verulega úr innflutningi á dilkakjöti. Nor- egur hefur verið einna besti markaðurinn undanfarin ár. Eins og fram hefur komið í fréttum líta menn nú til Ame- ríkumarkaðar fyrir dilkakjöt, en ekki eru nema tvö sláturhús í landinu sem mega selja þang- að. Nýr áskrifta- og auglýsingasími Austra 1585 og 1584 J. K.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.