Austri


Austri - 04.06.1982, Qupperneq 5

Austri - 04.06.1982, Qupperneq 5
Egilsstöðum, 4. júní 1982. AUSTRI 5 6. Sérstök kynning verður á íþróttalífi og íþróttahreyf- ingunni á Austurlandi og munu nemendur m.a. dvelja á skrifstofu UÍA í þeim til' gangi. 7. Nemendum á öðrum braut- um en íþróttabraut verður gefinn kostur á að velja í- þróttagreinar sem valgrein. 8. Mikið og öflugt félags- starf hefur ávallt verið í Eiðaskóla og íþróttir í há- vegum hafðar. Nemendur íþróttabrautar munu því fá mikla hagkvæma reynslu við þjálfun og æfinga- kennslu keppnis- og trimm- hópa nemenda. 9. Reynt verður að mynda umræðuhópa um Ung- menna- og íþróttahreyfing- una á íslandi og ræða til- gang, mai’kmið og hug- myndafræði. 10. Vegna margra smárra skóla á Héraði og víðar á Austurlandi skapast mögu- leikar á að nemendur í- þróttabrautar geti heimsótt þá og kynnt ákveðna í- þróttagrein. 11. Vegna fyrirspurna og eft- irspurna í sendiráðum Is- lands á Norðurlöndunum um Lýðskóla með íþrótta- línu, verður reynt að taka á móti a.m.k. tveim Norð- urlandabúum á ári þyki Eiðaskóli góður kostur. 12. Á staðnum verður að- gengilegt fyrir nemendur í- þróttabókasafn með flest- um þeim nýjungum í þjálf- fræði sem völ er á á Norð- urlöndum. AFREKSÍÞRÓTTIR Þeir nemendur Alþýðuskól- ans á Eiðum sem ætla sér að samræma nám og afreksí þróttaþjálfun munu fá aðstoð svo langt sem hægt er við að hagræða stundaskrá. Þá munu þeir fá sérstaka aðstoð íþróttakennara við skipulag þjálfunarinnar og eftlirlit. NÝTT HÚSNÆÐI í NOTKUN Næsta haust verður tekið í notkun nýtt heimavistarhús á Eiðum sem verið hefur í byggingu s.l. tvö ár. Það rúm- ar 40 nemendur og mun því verða unnt að leggja niður bráðabirgðahúsnæði í risi mötuneytishúss sem ekki hef- ur staðist kröfur tímans. Má þar með segja að heimavistar- aðstaða skólans sé mjög fram- bærileg. LOKAORÐ íþrótta og félagsaðstaða á Eiðum telst góð. Þar er fyrir hendi íþróttasalur, sundlaug, gufubað og vísir að þrekþjálf- unarherbergi, allt til næstum ótakmarkaðrar notkunar nemenda í frítíma þeirra. Borðtennisaðstaða er mjög góð í rúmgóðum samkomusal skólans og nálægð íþrótta- svæðis UlA gefur góða mögu- leika til iðkunar útiíþrótta fram eftir hausti. Skáklíf er mikið í skólanum. Leiklistar- og tónlistarlíf hefur verið í miklum blóma undanfarin ár, 35 mm kvikmyndasýningar eru að jafnaði 2 í viku. Nem- endafélagið er ungmennafé- lag og aðili að UMFl og ÍSÍ. I eigu þess má nefna mynd- segulband og upptökutæki og framköllunartæki fyrir ljós' myndir. Þá reka nemendur Viðskiptabrautar verslun í skólanum sem selur ýmsa nauðsynjavöru. Vegna þess að umsóknar- frestur um skólavist á Eiðum rennur út 10. júní er þeim sem áhuga hafa á þessu námi bent á að athuga kynninguna gaumgæfilega og leggja inn umsókn sem fyrst ef slíkt þykir vænlegur kostur. Iþróttakennari og stjórn- andi íþróttabrautar er Her- mann Níelsson. Nánari upplýsingar gefur Kristinn Kristjánsson skóla' stjóri, 705 Eiðum, sími 97- 3821. Veriiii ó Breiðdalsvíh Á Breiðdalsvík voru gerðir út þrír bátar í vetur og voru tveir þeirra á vegum frysti- hússins, Andey 125 tonna og Hafnarey 90 tn. Árni Guð- mundsson gerði út Drífu 90 tonna bát. Vertíðin var mjög erfið vegna gæftaleysis og aflatregðu, sérstaklega eftir páska. Eftir vertíðina var afli And- eyjar 440 tn. og Drífu 360 tn. en Hafnarey fékk 340 tn. Hafnarey var á netaveiðum, en hinir bátarnir voru með línu í byrjun vertíðar. Hafn- arey fer á humar í sumar en Andey á togveiðar. Drífa verður seld úr landi, og kem- ur nýtt skip í hennar stað innan tíðar. Dngskrá jSjóiDADntuíiigsÍDS '\ Nesbupstnö LAUGARDAGUR 5. júní. Kl. 20.00 Kappróður. SUNNUDAGUR 6. júní. Kl. 9.00 Hópsigling um fjörðinn. Kl. 11.00 Björgunaræfing björgunarsveitarinnar í Neskaupstað, sýnd verður björgun í stól, flotgallar o.fl. Kl. 14.00 Sjómannamessa, sóknarpresturinn Svavar Stefánsson predikar. Minnst drukknaðra sjómanna — lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Kl. 16.00 Samkoma við sundlaugina. Ræða, verðlaunaafhending, aldraðir sjó- menn heiðraðir, ýmis skemmtiatriði. Kl. 23.00 Dansleikur í Egilsbúð. Hljómsveitin Osíris leikur. Kaupið merki sjómannadagsins og sjómannadags- blaðið í Neskaupstað. S j ómannadagsráð. i-----——————-------——-------------------- Dngskrn jSjómnDDftdagsÍDs á Höfn SUNNUDAGINN 6. júní. Kl. 9.00 Hópsigling báta. Kl. 11.00 Sjómannamessa. Kl. 13.30 Hátíð sett á Hóteltúni: Ræða dagsins, sjómemi heiðraðir, aflaverð- laun afhent, Karlakórinn Jökull, ýmis skeimntiatriði. Skrúðganga niður að höfn: koddaslagur o.fl. Kaupfélag Austur - Skaftfellinga óskar sjómönnum til hamingju með daginn Leiguskipti Einbýlishús eða rúmgóð íbúð á Egilsstöðum óskast í leiguskiptum fyrir 120m2 íbúð í Hafnarfirði. Allar nánari upplýsingar í síma 1585. VEIÐIFÉLAG FLJÓTSDALSHÉRAÐS Aöftlfundur veiðifélags Fljótsdalshéraðs verður haldinn í Safna- húsinu við Skógarlönd, fimmtudaginn 10. júní kl. 4 s.d. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Volvo 340kostar frá 129.800 kr. (5.5.’82) Hjá öðrum eru gæði nýjung, - hjá Volvo hefð! Þú færð bæklinga og allar upplýsingar hjá okkur: Volvoumboðið Fell sf. Fellabæ sími 97-1479 VOLVO

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.