Morgunblaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2010 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó HHH T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Missið ekki af þessari stórskemmtilegu gamanhasarmynd með Jackie Chan í fantaformi. ...enda veitir ekki af þegar sjálfur Magnús Scheving leikur óvin númer 1! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Out of My League kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Spy Next Door kl. 3:40(650 kr.) - 5:50 - 8 LEYFÐ Out of My League kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Að temja drekann sinn 3D kl. 3:40 íslenskt tal LEYFÐ Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ you Phillip Morris kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Bounty Hunter kl. 10:15 B.i.7ára Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3:40 Sýnd kl. 6 og 8Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 4 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. Sýnd kl. 10 m. ísl. tali Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greið með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Ég veit ekki alveg hvar ég áað byrja, eða hvort ég áað byrja yfir höfuð.Í Trash Humpers fylgjumst við með fólki klæddu elli- grímum skrækja og riðlast á sorp- tunnum, trjám og öðru tilfallandi. Enginn söguþráður, engin merking, ekki neitt. Kvikmyndagerðamaður- inn Harmony Korine segir að hann hafi fengið hugmyndina að myndinni þegar hann sá hvernig ruslagámar tóku á sig erótískar myndir að kvöldi til í ljósbjarmanum frá ljósastaur- um. Enn fremur fékk hann inn- blástur frá gömlum perrum sem hann vissi af þar sem hann bjó, og gægðust á glugga þegar dimma tók. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta sé allt einn stór brandari hjá honum. Mjög ófyndinn, því að horfa á þessa mynd er fullkomin tímasóun. Ein- hverjum datt í hug að líkja henni við Fávita Lars von Trier, en það er al- gjör þvæla; þessi mynd hefur engan tilgang, engan boðskap og það sem meira er, hún vekur ekki neinar spurningar né vangaveltur. Trash Humpers er í besta falli eins og langdreginn skets úr smiðju Jack- ass-félaga. Lágpunktur myndar- innar er atriði þar sem „gamla fólk- ið“ káfar á nöktum, offeitum konum í skítugu herbergi og syngur um leið „Heims um ból.“ Ég hugsa að þetta atriði hafi verið gert með það í huga að fá fólk til að ganga út. Sumir gera allt til að sjokkera og ögra. En þetta er ekki einu sinni sjokkerandi eða ögrandi, þetta er „gamalt fólk“ að fróa trjágreinum. Þessi mynd er fyrst og fremst hund- leiðinleg og vekur ekki upp neinar tilfinningar, hvorki góðar né slæm- ar. Myndin fékk verðlaun á CPH:DOX heimildamyndahátíðinni og hefði kannski verið áhugaverð ef hún væri raunverulega heimilda- mynd. En það er hún ekki. Þessi mynd er Harmony Korine að labba inn í listagallerí, hægja sér á gólfinu og kalla það innsetningu og/eða list í von um að verða umdeildur. Varla orðanna virði Til hvers? Sögu„hetjurnar“ skrækja og riðlast á hlutum. Bíódagar Græna ljóssins Trash Humpers nnnnn Leikstjórn og handrit: Harmony Korine. Bandaríkin/Bretland. 2009. 78 mín. HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR KVIKMYNDIR BÍTILLINN fyrrverandi Paul McCartney hefur yfirgefið tónlistar- risann EMI. Er sjálfstæða útgáfu- fyrirtækið Concord Music Group nú með dreifingarréttinn á öllum plöt- um McCartneys, þar á meðal plöt- unum sem hann gaf út þegar hann var í Wings. McCartney hefur þar með gengið í lið með hljómsveitunum Radiohead og Rolling Stones, sem einnig hafa yfirgefið EMI. Stórfyrirtækið hefur hins vegar enn dreifingarrétt á plöt- um Radiohead en Rolling Stones gat tekið sínar plötur með sér. McCartney stingur af frá EMI Góður Paul á spjallinu. EYJAFJALLAJÖKULL hefur hlotið athygli um heim allan undan- farna daga og meira að segja eignast sitt eigið lag. Nú verður jökullinn einnig festur á úrskífu. Er það úra- framleiðandinn Romain Jerome sem vinnur að framleiðslu armbandsúrs sem prýtt er mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli og hlotið hefur nafnið Eyjafjallajokull DNA. Á úrið að geyma ösku og hraun úr Eyjafjallajökli og mun fylgja skír- teini því til sönnunar. Jerome þessi hannaði á sínum tíma einnig úr tileinkað Titanic- skipinu og raunar einnig úr sem geyma á tunglryk. Eldgosið komið á úrskífu Smart Úrið góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.