Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. RIR — ÞÁ AÐRIR ÞEGJA Milljónafjárveiting Síldarútvegsnefndar i skrifstofuhúsnæöi i Reykjavík SJA BLS. 2. 4 áJÖfe 20. tbL HÍIíébhhÍMHH Eru skýjaglópar látnir byggja loftkastala vísvit- andi til þess að láta þjóðina lifa í voninni, meðan hún drekkur bykar vandræðanna í botn ? Hyllingar á 20. öld Virkjunin mikla á Austurlandi óframkvæmanleg Gizur Bergsteinsson Hæstaréttardómari SJÁ BLS. 3. Efnahagsaðstoð - eina lausnin Ríkisgjaldþrot og algjört hrun í þjóðfélaginu fram- undan ef ekki kemur til veruleg efnahagsaðstoð er- lendis frá. — Ástandið á ís- landi er til skammar fyrir íslendinga. Bandalags- og vinaþjóðir þeirra og þá eink Framhald á bls. 6. Ekkert er vinsælla á fslandi í dag en áætlanir um stór- framkvæmdir, sem gætu skapaff mikla vinnu og velsæld. Þjóffin er í dag eins og örmagna ferðamaður í eyðimörk. Hann sér hverja vinina á fætur annarri, fulla af döðlupálm- um og rennandi vatni og hleypur án afláts, en grípur ætíð í tómt. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til hann örmagn- ast um síðir. Stjórnmálaskúmar hafa látið „fagmenn" útbúa hverja áætlunina á fætur annarri, þar sem gull og grænir skógar blasa við í baksýn, en eru í rauninni ekki annað en hyllingar; óraunhæfur kjaftháttur, sem lítið á skylt við veruleikann. Það gerðist á vordögum þessa árs, að á teikuiborðum verkfræðiga og annarra „fag- manna" í skrifstofum raforku málaskrifstofunnar sá dagsins Ijós eitt hið furðulegasta hug- arsmíð, sem gert hefir verið á íslandi hin síðari ár. í öllu öngþveitinu eftir áföll og óstjórn undanfarinna ára og við hina hörðu gagnrýni, sem ráðamenn á öllum svið- um, hafa hlotið af almenningi 'hafa þeir leitað að úrræðum, sem eiga helzt skylt við leiki Hið nýja skrifstofuhúsnæði Síldarútvegsnefndar við Garðastræti fornrómverja, er þeir héldu alþýðunni leiki og útbýttu brauði til að halda henni í skefjum. Þessir leikir hafa verið alls- konar áætlanir um stórfram- kvæmdir, sem unnt væri að gera hér. STÓRVIRKJUNIN MIKLA! Þar sem fallvötnin íslenzku eru vissulega auðlindir, sem unnt væri að nýta í stóíum stil og þegar hefir verið gert og verið er að gera og fólk hef ir.mikla trú á þeim framtíðar- möguleikum, sem þar kunna að vera, þá var þar vettvang- ur, sem auðvelt var að byggja á til að búa til sjónleik, sem allir vildu sjá og heyra. Nokkrir verkfræðingar voru sendir austur á land til að mæla og gera áætlanir um hugsanlegar virkjanir. Þessum mönnum mun hafa verið sagt, að þeir yrðu að hafa erindi sem erfiði, því að nú lægi mikið við. Meðan ástandið væri svo öm urlegt, sem raun ber vitni í landinu, yrði að finna eitthvað stórfenglegt. Þar væru vatns- föll stór og mikil; djúpir dalir, sem mætti stífla og fylla af vatni og nú varð að hafa hrað an á. Nokkrir menn röltu síðan um fjöll og firnindi Austfjarða og þótti Austfiröingum það ekki tíðindum sæta, svo mjög sem þessi fjöll og dalir eru forvitnilegir. Þessir knáu menn hurfu síð an heim og settust við teikni- borðið og nú var tekið til við að teikna eina stórfenglegustu Framhald á bls. 2. Ailsherjar launa- hækkanir framundan Verða þær knúnar fram með verkföllum, eða lætur ríkisstjórnin undan þunga verkalýðshreyfingarinnar og samtaka opinberra starfsmanna, þar sem nú fer að líða að kosningum? Það fer ekki á milli mála að ástandið í launamálum almennt er með þeim hætti að ekki getur svo búið stað- Framhald á bls. 7. NÝJU SKATTARNIR Söluskattur mun hækka í 15% og fasteignagjöld hækka gífurlega Menn eru að velta því fyrir sér, hvaða ráð ríkisstjórnin muni taka til þess að bæta ríkisófreskjunni upp þann tekju- missi, sem hún hlýtur að verða fyrir með inngöngunni í EFTA. Það virðist liggja alveg ljóst fyrir, að ríkið megi ekki missa krónu, heldur nægi tekjuáætlun f járlaga enganveginn fyrir óhjákvæmilegum útgjöldum ríkisins samkvæmt fjár- lögum næsta árs. Kunnugir menn telja fullvíst að söluskattur af öllum vörum og þjónustu muni hækka úr 7,5% upp í 15%. Þetta mun að sjálfsögðu hækka vísitöluna undireins og verðbólg- an tekur kipp upp á við. Þegar þetta kemur ofan á óhjá- kvæmilegar launahækkanir yfir alla Iínuna, sjá allir hvert stefnir. Sannleikurinn er sá, að ef vel ætti að vera, þá þyrfti þjóð- in að vinna hér um bil kauplaust í nokkur ár til að rétta við fjárhag ríkisins. Söluskattshækkunin mun þó alls ekki nægja, heldur verður að finna fleiri tekjustofna. Þá mun eiga að hækka fasteignagjöld gífurlega og þótt ekki sé neitt við því að segja að menn sem eiga miklar fasteignir greiði af þeim verulega skatta, þá er hér þó um miklu alvarlegri hluti að ræða. Fjöldi fólks á íbúðir, sem það hefir komið sér upp með súrum sveita á undanförnum árum. Afkoma þess er nú ef til vill bærileg, vegna þess að það er að njóta ávaxtanna af erfiði sínu og skuldar ekki mjög mikið í íbúðunum. Tekjur þess hrökkva því sæmilega fyrir nauðþurftum, en nú verður það einnig ekki látið óáreitt. Það verður að greiða háa skatta af íbúðum sínum, sem ekki gera meira en að fullnægja þörfinni. Þarna verður hvorki um lúxus eða stóreignaskatt að ræða, heldur skattpíningu þeirra, sem eru rétt bjargálna og ekki þurfa að flýja land til að bjarga íbúðum sínum undan hamr- inum. Það er von að menn segi hver við annan þessa dagana: „Hvar i andsk. endar þetta eiginlega?

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.