Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
3
| Framsólmarblaðið f
f Rlínefnd: f
Sveinn Guðmundsson, f
Kr. Linnet, j
Bjarni G. Magnússon. f
í Afgreiðslu annast:
Bjarni G. Magnússon
Vestmannabraut 10.
| Prentsm. Eðda h.f., Rvík |
Flugvöllur í
Vestmannaeyjum
(Framh. af 2. síðu)
sem gert yrði nú, kemur ekki í
bóga við endurbætur þar síðar
meir.“
Þannig er þá það úr skýrslu
verkfræðingsins, sem máli
skiptir í þessu sambandi.
Af henni virðist mér mega
draga þær ályktanir fyrst og
fremst, að vel sé kleift, kostn-
aðarins vegna, að búa til flug-
völl, sem sé nógu stór til afnota
handa flugvél, sem beri tvo
menn, eða ef til vill þrjá. Hins
vegar er mjög hæpið að við-
ráðanlegt sé, eins og flugvélar
eru nú og sakir standa, að búa
til flugvöll fyrir stærri flug-
vélar. En hverjar framfarir
kunna að verða á því sviði, er
vitanlega óvíst, en þó ekki ólík-
legt, að þær flugvélar verði til
innan skamms tíma, sem minni
velli þurfa til þess að hefja sig
til flugs.
En hvað sem þessu líður, þá
eru ekki þeir tímar nú eða hafa
verið, síðan mér barst skýrsla
Gústafs E. Pálssonar verkfræð-
ings, að líklegt sé að mönnum
finnist ástæða til að gera frek-
ar í þessu að svo stöddu.. Við
verðum að bíða og sjá hvernig
umhorfs verður, þegar vargöld
þeirri er lokið, sem vér nú lifum.
Hins vegar er þó gott að hafa
þennan undirbúning og við er-
um fróðari en áður^m, hvernig
þetta mál horfir við. Nokkur
kostnaður er enn ógreiddur og
vænti ég þess að við, sem borið
höfum kostnaðinn hingað til,
reynum að skjóta saman í það,
sem á vantar.
Annars virðist sem ríkissjóður,
sem engu hefír þurft að kosta
hér til samgöngumála (vega eða
brúa), að því kallað verður, eigi
á sínum tíma að leggja fram
meginhlutann af kostnaði við
væntanlegan flugvöll hér.
K. L.
Vísur frá heímsstyr j-
aldaránmum
Meðan síðasta heimsstyrjöld
stóð yfir, buðu „Nýjar kvöld-
vökur“ á Akureyri til verð-
launasamkeppni, er fólgin var
í 3 vísum um ófriðinn. Allmargir
munu hafa tekið þátt í keppn-
inni, en verðlaun hlaut Konráð
bóndi Vilhjálmsson á Hafra-
læk, síðar kennari á Akureyri.
Vísur hans eru svona:
Vekja nornir vígafar
við þótt sporni postular.
Rís í horni og reigist þar
risinn forni Habsborgar.
Rússazar og herjar hans
heiman fara í vopnadans.
En Prússahari í bylji brands
boðar skara Þýzkalands.
Kafli úr endurmínmngum
Ágúst kennari Árnason í Bald- i
i
urshaga hefir skrásett allmik-
ið af endurminningum um störf
og háttu í æsku sinni, aðallega i
við Rangársanda. Hér fer á eftir
kafli úr endurminningum hans. j
Er hún skrásett í tilefni fyrstu
Eyjaferð Ágústar sem full-
gilds háseta.
.......Eyjaferðir gengu ekki
alltaf greiðlega,*þó oft betur en
áhorfðist. Viðsjárverðastar og
verstar voru „teppurnar", þ. e.
þegar ekki varð komizt til baka
svo vikum og jafnvel mánuðum
skipti. Lengsta „teppa“, sem ég
heyrði getið um og nokkrir elztu
menn muna ennþá, var 18 vik-
ur. Algengar voru tveggja til
þriggja vikna „teppur“, einkum
á haustin. „Teppur“ þessar voru
hreinasta plága, ekki einungis
fyrir „landmenn" sjálfa, heldur
líka fyrir Eyjabúa. Efnahagur
þeirra var í þá daga eðlilega
ekki svo blómlegur yfirleitt, að
þægilegt væri fyrir þá að bæta á
sig, ef til vill mörgum skipshöfn-
um í fæði og þjónustu, þótt þeir
væru allir af vilja gerðir. Heim-
ili munu þá hafa verið um 70
hér og um nálega helming þeirra
gat ekki komið til mála að bæta
á sig gestum, meðal annars
vegna húsnæðisskorts. Nokkrar
verbúðir (sjóbúðir) voru til og
átti að notast við þær á vorin,
þótt rúmfatalausar væru. En að
hausti eða vetri til var það allt
verra, fyrir allslausa menn.
Leiðisleysi fylgdu einnig
venjulega ógæftir, svo vart var
mögulegt að afla sér í soðið, sem
þó var aldrei vanrækt, ef tök
voru á. Þótt menn hefðu viljað
vinna það til, að fara til Reykja-
víkur og ganga svo austur í
Rangárvallasýslu, er þótti engin
frágangssök, þá var það líka af-
skorið. Engar skipaferðir voru
nema hið svokallaða „póstskip“
á fjögra til fimm mánaða fresti,
að vetrinum til. Og alltaf undir
hælinn lagt, hvort það kæmi við
í Eyjum, þá sjaldan það átti að
vera á ferðinni. Liðlegheitin hjá
Dönunum í þá daga var ekki
upp á marga fiska. Um það
mætti tilgreina mörg dæmi. Hér
skal aðeins nefnt eitt dæmi.
Einu sinni skildi Christensen á
„Laura“ hlaðið uppskipunarskip
með 11 manna áhöfn eftir, langt
austur í Flóa, í austansjó og
stormi, með alla keipana brotna
af öðru borðinu. Formaður
mæltist til, að hann drægi þá
inn Víkina, eða inn fyrir Eiði,
um leið og hann færi, en „Laura“
var á leið til Reykjavíkur. Skip-
stjóri svaraði með bölvi einu og
hélt að það væri undanhald í
land. Þar með skipaði hann að
sleppa fangalínunni. Var þá
ekki um annað að gera en að
bjargast á eigin spýtur, með því
að útbúa „hömlubönd" á keip-
lausa borðið og róa þannig í
land. Það lánaðist í þetta skipti
fyrir dugnað og harðfengi, jafn-
vel þótt „leiðin“ væri orðin ill-
fær........
Endalok „teppunnar" urðu
svo stundum þau, að djarft var
tekið til um „leiðið“, svo að
kasta varð út meiru eða minna
af farminum á leiðinni, og komu
að lokum tómheitir heim að
heimilum sínum, sem sárlega
þörfnuðust viðbótar við vetrar-
forðann. Vert er að geta þess,
að tjón þetta var reynt að bæta
að nokkru, með því að skipta
öllum skaðanum jafnt niður á
skipshöfnina. Sýnir það glöggt,
hve náin samvinna gat verið
innan hverrar skipshafnar, því
að ekki var alltaf af miklu að
miðla. Ætla ég skaðlaust, þótt
yngri kynslóðin tæki sér þetta
til fyrirmyndar í félagsmálum,
því enn mun í fullu gildi gamla
spakmælið: „í dag mér, á morg-
un þér“. ... Svo komu skipa-
og mannatjón við og við. En
Belgum skolast blóð úr und.
Bið ei þolir Frakkans lund.
En ýgur Boli á Bretagrund
blæs að koli um Ermarsund.
Um sama leyti orti Benedikt
hreppstjóri Einarsson á Hálsi
I í Eyjafirði þessa vísu um eina
■ ófriðarþjóðina. Mun vísa þessi
einnig hafa birzt í Nýjum kvöld-
vökum:
Ótal fregna angruð fljóð
ástmenn dregna vígs á slóð.
Boðar hegning hervaldsþjóð
hennar þegna fórnarblóð.
ísleifur Gíslason í Sauðárkróki
við Skagafjörð orti einnig um
heimsstyrjaldarbrjálæðið. Eftir
• hann er þess ivísa:
Starir hissa heimurinn,
horfir á byssumorðtólin.
Að því flissar andskotinn,
ætlar að kyssa stórveldin.
Ureinar
léreftstnsknr
kaupir
Prentsmiðjan Edda
Lindargötu 1D.
þegar kunnugir líta aftur í
tímann, finnst manni þó nærri
furðu gegna, að þau skyldu ekki
vera tíðari en raun varð á, jafn
margar og ferðirnar voru.
Um 1858 fórst skip úr Mýr-
dalnum með allri áhöfn á leið
til Eyja. Annað Eyjaferðaslys,
sem ég hefi sagnir um, varð í
Mýrdalnum um 1860. Þá hvolfdi
skipi Jóns Þorsteinssonar á 'Sól-
heimurn í lendingu á „Melnum“
og fórust 12—13 menn. Mann-
tjón þetta var talið stafa af
óhlýðni við formanninn. Á skip-
inu voru 27 manns. Ruddust
allir, er ekki voru skipaðir til
verka, fram í stafn, svo þegar
| landsjórinn tók skipið, steypt-
! ist það á enda, en formaðurinn
hrökk frá stýrinu langt upp í
fjöru. Um 1879 fórust tvö Land-
eyjaskip, Magnús á Búðarhóli
og Guðni á Forsæti. Var talið,
að Magnúsar skipi hefði hvoflt í
„tifinu“ vegna fáfermis.Við þessi
slys munu hafa drukknað 17—18
manns.
Mesta og jafnframt síðasta
Eyjaferðaslysið á opnu skipi var
vorið 1900. Þá fórst Björn Sig-
urðsson frá Skarðshlíð með 27
mönnum, körlum og konum,
hér skammt fyrir utan „Leiðina"
eða á „Beinakeldu“. Einungis
einum manni var bjargað af
áhöfninni...........“