Framsóknarblaðið - 22.10.1952, Síða 4
4
FRAMSÓKNARBLAÐÍÐ
Árás á Eimskip ”
Hugleiðingar um kosningar lil
Alþýðusambandsþings.
Hin nána samvinna Alþýðuflokksins og Sjálfstœðisfl.
heldur áfram. — Alþýðublaðið stimplar flokksmann
sinn Kommúnista fyrir að fella formann Sjálfstœðisfl.
Haustið 1950 skrifaði ég all-
langa grein í blað mitt „Bjarka“
er ég nefndi „Verkalýðshreyfing
á glapstigum“. Sýndi ég þar m.
a. fram á hina óeðlilegu sam-
vinnu Alþýðuflokksins og íhalds
ins (Sjálfstæðisflokksins) í verka
lýðsfélögunum, en samvinnu
þessa taldi ég óeðlilega með til-
liti til þess, áð Sjálfstæðisflokk
urinn, bæði fyrir og eftir nafn-
breytinguna, hefur alltaf verið
fyrsti og harðasti andstæðingur
verkalýðsfélaganna.
* Greinarkorn þetta vakti hinn
mesta úlfaþyt í herbúðum „lýð-
ræðissinna“, en svo nefnist þessi
áminnsti íhaldsbr'æðingur í
verkalýðsfélögunum.
Mun grein þessi m. a. hafa
átt mikinn þátt í því, að mér
var vikið úr Alþýðuflokksfélagi
Vestmannaeyja s. 1. haustt.
Á þessu hausti hafa enn far-
ið fram kosningar til Alþýðu-
sambandsþings og verður ekki
með sanni sagt að dregið hafi
úr samvinriu Alþýðuflokksins
og íhaldsins, heldur þvert á
móti. Virðist nú svo komið, að
„lýðrœðissinnum" þyki enginn
sigur fullkpminn, nema liosinn
sé Ihaldsmaður á Sambands-
þmgið. Má meðal annars marka
þetta af kosningunni í Vélstjóra
félagi Vestmannaeyja og frétta-
flutningi Alþýðublaðsins af
þeirri kosningu.
I Vélstjórafélaginu var stung
ið upp á tveimur fulltrúaefn-
um, þeim Páli Scheving vél-
stjóra, sem jafnfranrt er formað
ur Sjálfstæðisflokksins hér, og
Þórarni Gunnlaugssyni frá Gjá
bakka, vélstjóra á rafstöðinni, en
Þórarinn er sem kunnugt er Al-
þýðuflokksmaður.
Svo fóru leikar, að Þórarinn
vann kosninguna og hlaut um
það bil tvo þriðju hluta atkvæða
á fundinum.
Nú skyldi maður ætla, að Al-
þýðublaðið og fréttamenn þess
hér, hefðu glaðst yfir þessum
úrslitum, að fá flokksmann
sinn kjörinn, en það var nú
öðru nær, Þvi að i Alþýðublað-
inu 2—3 dögum seinna, er frá
því skýrt, að Kommúnistar liafi
unnið kosninguna í Vélstjóra-
félagi .Vestmannaeyja og kosinn
liafi verið Þórir Gunnlaugsson.
(Þórarinn er oftast nefndur
Þórir).
Það er óneitanlega athyglis-
vert fyrir hina óbreyttu liðs-
menn Alþýðuflokksins bæði hér
og annarsstaðar, að gera sér
fulla grein fyrir afstöðu Alþýðu-
blaðsins til þessara kosningaúr-
slita og því hnefahöggi, sem
%óðum flokksmanni er þarna
rétt, en sem því miður er ekki
það fyrsta, sem Alþýðuflokks-
menn fá fyrir andstöðu við í-
haldið, sem alltaf virðist vera
í fullkominni óþökk við flokks
forustuna.
En eitt höfum við fengið stað
fest: að Þegar Alþýðuflokksmað
ur nær kosningu og Sjálfstæðis-
maður fellur, þá heitir það á
máli Alþýðublaðsins og um leið
flokksforustunnar, að Kommún
istar hafi sigrað.
Þegar rnaður hugleiðir þessa
afstöðu Alþýðuflokksforustunn-
ar og blaðs liennar, hlýtur það
að lrvarfla að manni, hversu ó-
endanlega langt núverandi for-
usta flokksins sé komin frá hinu
upphaflega markmiði og stefnu,
þegar aðalmálgagn flokksins
sendir flokksmanni tóninn í
skætingi, vegna þess eins, að
hann hefur lagt höfuðandstæð-
inginn að velli.
Nú nýverið hafa farið fram
kosningar fulltrúa á Alþýðu-
sambandsþing í Verkalýðsfélagi
Vestmannaeyja, en það félag kýs
tvo fulltrúa.
Aðalfulltrúar voru kosnir
Pétur Guðjónsson, Kirkjubæ, og
Sigurjón Guðmundsson, Lauga-
landi. Eg skal ekkert dæma um
pólitíska sannfæringu þessara
manna, en svo mikið þori ég
að fullyrða, að nær munu þeir
standa íhaldinu en Alþýðu-
flokknum, ekki sízt Pétur.
Nú skal ég ekkert fullyrða um
styrkleikahlutföll flokkanna inn
an Verkalýðsfélagsins, en alltaf
hefur mér samt skilist á göml-
um samflokksmönnum mínum,
að Alþýðuflokkurinn væri sá
sterki innan félagsins — og ef
maður nú athugar þá staðreynd,
kemur það einkennilega í ljós,
að Alþýðuflokksmennirnir eru
ekki kjörnir á sambandsþing,
heldur eru þoir kosnir vara-
menn andstœðinga sinna, —
því Alþýðufíokksmennirnir Jón
Stefánsson og Ástbjartur Sæ-
mundsson voru í V. V. kosnir
Framhald af 1. sí'ðu.
innar og kaupmangarastandsins
í Reykjavík nerna Eimskip með
fjármagni sínu? Hafa eklci Eyja
búar orðið að horfa á og vita
skip þess sigla fram hjá bæjar-
dyrum sínum, án þess að eiga
þess kost að fá þar far, hversu
mikið, sem við hefur legið?
Þannig VAR þetta ekki, en þann
ig ER það nú, síðan broddar
Reykjavíkurvaldsins náðu öll-
um tökum á Eimskipafélaginu.
Það mun hafa verið á síð-
asta aðalfundi Eimskipafélagsins
sem á það v'ar reynt, hve mjög
Reykjavíkurvaldið hefur tryggt
sér alveldi yfir Eimskip. Reynd
ist það þá hafa um 20 þúsund
atkvæði gegn þúsundum at-
.kvæða þeirra, er fulltrúar töld-
ust fyrir landsmenn utan Reykja
víkur og breyta vildu um háttu
á rekstri félagsins, efla þjóns-
starf þess öllum landsmönnum
jafnt í hag. Jafnframt því að
reyna að verja þjónkun Eim-
skips við Reykjavík, hrakyrðir
höfundurinn skipaútgerð Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga.
Hann telur það vítavert af S. í.
S. að leigja „Jökulfellið" um
stund til Ameríku til þess að
afla gjaldeyris fyrir þjóðina.
Hins vegar minnist höfundur
inn ekki á það, að Eimskip
leigði „Gullfoss“ til Frakklands
þegar það þótti arðvænlegra en
Kaupmannahafnarferðirnar. Það
eru ósannindi, að S. í. S. hafi
lagt sig fram um að kaupa
hlutabréf í Eimskip, hvorki hér-
lendis né erlendis. Enda veit
höfundurinn það sjálfsagt sjálf-
ur eða faðir hans a. m. k„ að
Eimskip greiðir aldrei meira en
4% arð, og er því lítil arðsvon
af hlutabréfum í Eimskip, hversu
mikið, sem það græðir sjálft.
Eg hef hér nokkra reikninga
undir hendi fyrir vörur, sem
keyptar eru hingað frá Reykja-
vík. Reikningarnir sanna, að
vörur þaðan hækka í verði allt
að 25% við flutning og dreif-
ingu út um land frá hinum
svokallaða höfuðstað. Þennan 1
varamenn þeirra Péturs og Sig-
urjóns.
Eg læt svo þessum hugleið-
ingum lokið, en vil að endingu
beina því til Alþýðúflokksmanna
sem orð þessi kunna að lesa, að
betra er fyrir þá að forðast alla
andstöðu við íhaldið, því á
máli flokksforustunnar og Al-
þýðublaðsins heitir slíkt Komm
únismi og virðist varða brott-
rekstri úr flokknum.
Hrólfur Ingólfsson.
ósóma fást menn utan Reykja-
víkur til þess að verja, af því að
nástæðir ætfingjar eða nokkrir
aðrir einstaklingar. geta.;.háft
hagnað af þessu sleifalagi ö.Uu .og
eiginhagsmunaháttum Reykja-
víkur.
í sambandi við deiluyrði höf-
undar á Skipaútgerð S. í. S. vil
ég minna á, að sú útgerð hefur
fyrst og fremst " skyldum að
gegna gagnvart samvinnufélög-
um landsmanna, en Eimskip
hefur skyldum að gegna fyrir
alla landsmenn jafnt, hvar sem
þeir búa, enda veitir Alþingi
því skattfrelsi. Þeirra hlunninda
nýtur ekki skipaútgerð S. í. S.
nema síður sé. Þó að S. í. S.
hafi hagnazt vel á skipum sín-
um undanfarin ár, hefur út-
gerðin stuðlað að því, að kaup-
félögin halda niðri vöruverði í
landinu og hindra okur á nauð-
þurftum almennings. En skýrsla
verðlagsstjóra sannar berlega ok
urhneigðir heildsala og kaup-
manna, þar sem bolmagns sam-
vinnufélaganna og samkeppni
nýtur ekki í viðskiptalífinu.
Þ. Þ. V.
Gagnfræðaskólinn
Framhald af 2. síðu.
skólasetningarræðu. Fræðsluráði
barst skeyti frá fræðslumálastj.
þar sem hann árnaði stofnun-
inni allra heilla í framtíðinni.
Þá fl-utti sóknarpresturinn séra
Halldór Kolbeins víxluræðu.
Að því búnu flutti Ólafur Kristj
ánsson bæjarstjóri ræðu og rakti
nokkuð byggingarframkvæmdjrn
ar. Skólahúsið er 7509: rúmmetr
ar og kostar nú um 1 ,g.,milljón-
ir. Fullbyggt, að óbreyttu verð-
lagi gerði bæjarstjórinn ráð fyr
ir, að skólahúsið kostaði 2,2
nrilljónir. Húsið kostar þannig
eins og það stendur í dag ca.
170 krónur rúmmetrinn, en
fullbyggt ætti rúmmetrinn að
kosta ca 300 krónur. Ríkissjóð-
ur á að greiða byggingarkostn-
aðinn að hálfu, og gat bæjar-
stjórinn þess, að ef framlag
ríkissjóðs hefði verið miðað við
byggingarkostnað hliðstæðs húss
í Reykjavík, þá hefði ríkið orð-
ið að borga allan byggingar-
kostnaðinn. Ráðdeild Eyja-
manna í byggingarmálum kem-
ur þannig til með að spara rík-
issjóði útgjöld sem nem^á aðra
milljón bara á þessu eina húsi.
Guðlaugur Gíslason bæjarfull-
trúi flutti skólanum árnaðar-
óskir og að lokum flutti skóla-
stjórinn nokkuur þakkarorð.