Framsóknarblaðið - 23.09.1953, Blaðsíða 2
X
Framsóknarblaðið
Sjálfsvörn
E3
Framhald af i. síSu.
varanlegt öryggi ætti að fást í
rafmagnsmálum bæjarins, og við
unandi verð á rafmagni, svo að
m. a. samkeppnisfær iðnaður
gæti dal'nað í bænum.
Sá maðurinn, sem mest og
bezt hafði hugleitt þessi mál og
unnið að þeim, var ísleifur
Magnússon frá London, svo sem
kunnugt er.
Árið 1950 tók ég til að kynna
mér lmgmyndir ísleifs um lögn
rafstrengs rnilli lands og F.yja
og gjörðir hans til undirbún-
ings framkvæmda í þessu stór-
kostlega framtíðar- og velferðar
máli Eyjabúa. Einnig átti ég tal
við Pál Scheving um þessi mál
og stakk hjá mér skynsamlegum
ályktunum hans og hugtnynd-
um. Árangurinn af viðraeðum
okkar þriggja um þessi mál
varð sá, að við ályktuðum að
fyrst af öllu þyrfti að rannsaka
sjávarbotninn milli iands og
Eyja og finna góðan legubotn
l'yrir rafstrenginn. Sú rannsókn
hlaut að kosta nokkurt fé.
Eftir að hafa leitað mér
fræðslu um kostnaðinn við slíkar
botnmælingar, bar ég fram þá
tillögu á fundi meirihluta bæjar
stjórnar, þegar undirbúin var
I járhagsáætlunin veturinn 1951,
að bæjarsjóður legði fram kr.
40.000,00 til þessara fyrirhuguðu
botnmælinga. Bæjárstjórn sam-
þykkti síðan einróma þessa fjár
veitingu.
Þá var næsta sporið að fá
framkvæmdar botnmælingarnar.
Vorið 1951 gekk ég á fund Jak-
obs Gíslasonar raforkumála-
stjóra og leitaði stuðnings um
framkvæmdir botnmælinganna.
Tók sá mæti maður málaleitun
minni vel, en tjáði mér jafn-
framt, að skipið, er nota yrði
til botnmælinganna, væri á valdi
vitamálastjóra. Raforkumála-
stjóri átti síðan viðræður við vita
málastjpra mn jretta velferðar-
og franrtíðarmál okkar. og ég
kom heim meó' fyrirheit uni
botnmælingarnar. Sumarið 1951
voru þær síðan framkvæmdar,
svo sem kunnugt er. Af ein-
skærum áhuga á máli þessu var
ég með mælingabátnum ,,Tý“
einn dag og kynnti mér fram-
kvæmdir mælinganna. Fyrir
jretta hlaut ég í Fylki uppnefn-
ið „sjóari", svo sem Eyjabúum
mun í fersku minni. Þegar blek-
fiskar Fylkis vilja verulega sví-
virða andstæðing sinn, kenna
jreir hann við sjómannastéttina.
Svo djúpur og glöggur er skiln-
ingur þeirra á gildi „sjóaranna“
fyrir afkomu Eyjanna í heild, líf
og aíkomu Eyjabúa! Mér er nær
að halda, að skrifstofuslánar bæj
arins myndu týna tölunni, ef
„sjóararnir" hyrfu úr Eyjum. —
En þetta var bráðnauðsynlegur
útúrdúr, til þess að krydda ei-
lítið sjállsvörnina!
Botnmælingar þessar skutu síð-
an einna styrkustu stoðinni und
ir frumvarp þingmanns kjördæm
isins um heimild ríkisstjórnar-
innar til jress að ábyrgjast allt
að 10 milljón króna lán til þess
að tengja Vestmannaeyjakaup-
stað virkjun Sogsins, þ. e. leggja
rafstrenginn með öllum útbún-
aði og taugar að honum og frá.
Þannig hefur eitt stutt annað
í þessu velferðarmáli og einn
Eyjabúinn aðstoðað annan eins
og vera ber.
Mjólkurmálin.
Vegna ýmiskonar séraðstöðu
í Eyjum, skapast okkur ýmis
vandamál, sem önnur bæjarfé-
lög þurfa ekki að glírna við eða
sigrast á. Eitt af þessum vanda-
málum okkar Eyjabúa eru mjólk
urmálin.
Samkvæmt lögum alls dreng-
skapar ber okkur að viðurkenna
brautryðjandastarfið um flutn-
ing mjólkurinnar frá Reykja-
vík. Það framtak var í fyrstu a.
m. k- ekki vandalaust eða áhættu
laust, en varð Eyjabúum til ó-
metanlegs hagnaðar.
Eftir verkfallið s. 1. vetur
komust mjólkurmálin okkar í
algert öngþveiti. Samkvæmt vilja
bæjarstjórnar og samþykkt, var
okkur Magnúsi Bergssyni falið
að lá viðunaridi lausn á jreim
vandamálum. Þeir erfiðleikar
kostuðu okkur mikinn tíina og
tvær ferðir til Reykjavíkur. Mér
er óliætt að fullyrða það, að við
lögðum okkur alla fram í mál-
inu. F.nginn persónulegur krit-
ur hamlaði Jiar samstarfi, þrátt
fyrir hatramma andstöðu unn-
um við vel saman, svo sem vera
ber, jrar sem hagsmunamál al-
mennings í bænum þurfa jress
með, kreljast þess.
í starfi okkar áttum við
Magnús að etja við andróður og
tortryggni ýrnissa málsmetandi
mjólkurframleiðenda í Eyjum.
sem óttuðust skerðingu á hag
sínum. Málum jiessum lyktaði á
aðra lund en við höfðum í fvrstu
ætlazt til og stefnt að, en við
gátum ekki betur gert en við
gerðum jrá, og enga sök eigum
við á Jrví ófremdarástandi, sem
nú ríkir hjá okkur í málum
þessum. Hinsvegar skortir okk
ur ekki áhuga eða vilja til þess
að fá úr því bætt að nýju, ef
við gætum jiar eirihverju um
jrokað til góðs.
Aflvélin brotnar.
Eftir að aflvél rafveitunnar
brotnaði á s. 1. voru, var þegar
hafizt handa urii að afla tilboða
í nýja vél. Það starf tók nokkr-
ar vikur. Þegar því var lokið,
var Jjyngsta Jirautin eftir, sú, að
útvega peninga til vélakaup-
anna. Það starf hlaut að verða
miklum erfiðleikum bundið.
Bankarnir höfðu fest mest af fé
sínu á. vertíð og Ijárfúlgur þær
fastar í afurðunum svo snemma
á sumri. .
Ekki tók Jietta fjárútvegunar-
mál sérstaklega til mín persónu
lega; Jrví að ég er ekki í rafveitu
nefnd bæjarins. Samt varð ég
að lara á hreyfing. Eg benti á
Jrað, að ekki væri ég í rafveitu-
neíndinni og hvort ekki væri
rétt að senda Jrá fulltrúa út af
örkinni í peningaleit t. d. Gísla
rafvirkja. Nei, það fékk enga á-
heyrn. Mér kom ekki til hugar
að skorast undan þátttöku í
starfinu af áhuga á því, ef ég
mætti einhverju áorka. Hér vor
um við Guðlaugur Gíslason og
bæjarstjóri látnir vinna saman.
Síðan tók Jóhann alþingismaður
við af Guðlaugi. Allir unnum
við vel saman að máli Jressu, þó
er naumast hægt að segja, að
verulega ástúðlegt hafi samlífið
verið milli Guðlaugs, Jóhanns
og mín undanfarna áratugi. En
Jiað hamlaði ekki góðri sam-
vinnu sósíalistans, sjálfstæðis-
mannsins og framsóknarmanns-
ins. Og lausnin lékkst á mál-
inu.
Þegar ég hugleiddi eftir á á-
nægjulegt samstarf okkar þriggja
í þessu erfiða og vandasama
máli og hinn góða árangur Jiess,
fann ég með sjálfum mér, að
það var til fyrirmyndar. Minniri
um skattsvikastimpilinn og 20
ára hatramman andróður gegn
hugsjónum mínum og vellerðar-
málum bæjarfélagsins voru al-
gerlega lögð á hilluna vegna
þess, að hagsmunir bæjarfélags-
ins kröfðust þess. Þeir kröfðust
sameiginlegra átaka án sundur-
þykkju og þeim kröfum bar
okkur að hlíta og það gerðum
við allir.
Hvers vegna fékkst ekki Gísli
rafvirki til verksins? Olli Jrar
ekki um skortur á áhuga, eða
treysti hann sér ekki til þess?
Það er vissulega léttast að krefja
aðra um starf og peninga, ef
hægt er að kornast hjá því að
leggja hönd á plóginn sjálfur.
Togaraútgerðin,
Þ ákem ég að því málinu,
sem efst er á baugi hjá okkur
í dag, togaraútgerðinni. Það er
staðreynd, sem Eyjabúum ber
að vita, að við erum búnir að
tapa verði annars togarans á s.
I. jrrem-ur árum.
Þegar árlegt tap á rekstri jiess
um tók að skipta milljónum,
hafði ég orð á jrví í meirihluta
bæjarstjórnar, að rétt mundi að
losa bæjarsjóð á einhvern hátt
við megináhættuna af togara-
útgerðinni með því að breyta
til um eignarrétt og útgerðar-
háttu á togurunum. Þá stóðu
vonir til að hægt v;eri að selja
annan togarann með hálfrar
milljón króna hagnaði: Þennan
hagnað vildi ég leggja í sjóð og
styrkja úr lionum einstaklinga
til bátakaupa. Þssar hugmyndir
mínar Jróttu loftkenndar og
fengu enga áheyrn.
Eftir vertíðina 1952, þegar
gluggað var í reikninga útgerð-
arinnar, varð mér það fyllilega
ljóst að hverju stefndi um út-
gerðina. Þá námu lausaskuldir
tveim milljónum króna og eng
inn eyrir í sjóði til að greiða
þær með. Þá vildi ég láta spyrna
við fæti. Sá vilji minn kostaði
mikið hark innan meirihluta
bæjarstjórnar. Eg stóð í fyrstu
einn uppi. Eg fékkst ekki
til að samjrykkja að taka tveggja
milljón króna lánið í fvrra
nema meirihlutinn féllist á Jrá
tillögu mína að láta Eyjabúa
skera úr því við almenna at-
kvæðagreiðslu, hvort þeir ósk-
uðu jiess, að haldið yrði áfram
á sömu braut og þeim hnýttir
milljóna baggar skulda ár eftir
ár með togaraútgerð.
Helgi og Hrólfur skrifuðu
loks undir tillögu Jressa, svo og
Gísli Sigúrðsson, rafvirki. Þor-
björn bóndi sat ekki fund þann,
er við héldum með okkur um
þetta mál, en Sveinn Guðmunds
son llutti okkur jiau boð frá
honuni, að liann' væri fylgjandi
þessari tillögu minni. Með því
að ég hefi ekki reynt Svein að
því að fara nokkru sinni með
ósannindi, — og höfum við þó
Jækkzt í tugi ára, — tók ég
hann trúanlegan og samþykkti
«ð taka milljónalánið án frekari
skilyrða.
Þegar frá lántökunni tar
gengið, lýsti Þorbjörn yfir því,
að hann hefði aldrei verið með
tillögu minni og Gísli rafvirki
afturkallaði nafn sitt undan
henni. Hafði Jrá „línan“ komið
frá Reykjavík? Voru þar ein-
hverjir menn, sem vildu ráða
því, hvort Vestmannaeyjakaup-
stað yrði sökkt í botnlaust skulda
fen eða spyrnt Jjar \ið fæti?
Málið hefur skýrzt síðan. Ef til
vill á ég eftir að fletta ofan af
Framhald á 4. síðu.