Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.07.1954, Síða 1

Framsóknarblaðið - 09.07.1954, Síða 1
17. árgangur Vestmannaeyjum 9. júlí 1954. 8. tölublað. Zveir báiar. HAFNARBÁTUR — BJÖRGUNARSKCTA. í blaði þeirra Hrólfs og Helga birtist fyrir nokkru grein um hafnarbát og hafnarbifreið. Greinin mun vera skrifuð af Hrólfi. Þar er alvarlegt efni meðhöndlað á kankvíslegan liátt. Fyrir bæjarstjórnarkosningar- nar á sl. vetri reyndu ýmis full- trúaefni að slá sig til riddara björgunarbátsins á sama tíma sem hans er hvað mest þörf við skip innan hafnar eða utan. Þá er þesS að gæta, að oft þarf að koma hafnsögumanni hér urn borð í skip í sjógangi og stormi. 50-60 smálesta-bátur gefur margfallt þyngra högg við skipshlið en hálfu minni bátur og' því mjög áhættusamt að hafa hafnsögubátinn Svo stóran. Þetta skilst mér vera niður- stöður af hugleiðingum þeirra manna, sem rnest og bezt hafa vit á þessum málum hér og byggja ályktanir sínar á hyggju- viti og reynslu. Þessar munu því óskirnar skynsamlegastar: Við þurfum að eignast björg- unarbát 50-60 smálesta og svo hafnarbát 20-25 smálesta. Þ, Þ. V. fyrir framan háttvirta kjósend- ur, með því að ræða mjög um þörfina á nýjum hafnarbát hér. Létu þeir óspart þekkingarljós sitt skína um það mál. Skyldu síðan háttvirtir kjósendur renna á það ljósið líkt og lunda- pysja flýgur á götuljósið í bæn- um að haustlagi. Eg verð að játa, að ég hafði ekki hugleitt þetta mál um nýjan hafnarbát hér. En síðan hefi ég fært þetta á tal við menn, sem líklegastir eru til þess að vita hér mest og bezt um þessa hluti, vegna langrar reynslu og meðfædds hyggju- vits. Öll munum við á einu máli um það, að þörf sé stærri hafn- arbáts hér, áður en langir tím- ar líða. Hitt leikur fremur á tveim tungum, hvort liér verða með góðu móti sameinað tvö störf :með einurn bát, hafnarbáts- starfið og björgunarstarfið. Björgunarbátur, sem líklegur er til þess að fullnægja minnstu kröfum um þær mikilvægu at- hafnir ,mundi ekki geta orðið minni en 50-60 smáleStir, ef tök eiga þar á að koma fyrir öll- um nauðsynleguni’ björgunar- tækjum, og báturinn að öðru- leyti að geta fullnægt þeim kröfum, sem óhjákvæmilega verða gerðar til hans. 50-60 smálesta bátur er hins- vegar alltof stór til að nota innanhafnar hér í allskyns smá- vegis snúningum við skip. Þá gætu tíð og tök farið heldur óþyrmilega á mis, þegar grípa þarf nauðsynlega til Móðurmálsþáttur. Ég er ekki frá því, að satt sé, að bæjarblöðin okkar bindi sig um of við jag og japl um bæj- armál og landsmál, en skeyti of lítið um ýmiskonar fróðleik, sem að haldi megi koma í líf- inu eða leiðbeini um það, sem miður fer hjá okkur. Sumir kunningjar rnínir og unnendur alls góðs hér í Eyj- um, hafa ymprað á því, hvort ekki mundu tök á að birta í þessu blaði t.d. smá leiðbein- ingar varðandi algengar mál- villur manna á milli. Ég óska að gera tilraun í þessa átt og vona, að bæjarbúar líti ekki á það sem neina for- dild, þó að ég sýni þessa við- leitni. Þessa viðleitni vil ég kalla móðurmálsþátt og hefja hann á athugunum á beygingu nokk- urra algengra orða, Sem því miður eru mjög oft beygð skakkt í daglegu tali. Nú hafa flestir lært málfræði í barnaskóla og margir gengið í framhaldsskóla, svo að lesend- um mínum eru ekki þessir hlut- ir með öllu ókunnir, þó að mál- fræðin gleymist lurð fljótt, þegar frá líður. Hugtakið fall í málinu er flestum ljóst. Mörg orð máls- ins, t.d, nafnorð, koma fram í 4 mismunandi orðmyndum. Þessar orðmyndir köllum við föll. Við skulum beygja orðið MAÐUR í öllum föllum og rifja upp um leið nöfnin á föll- unum. Maður (ncfnifall, gjörandinn). Mann (þolfall, þolandinn). Manni (þágufall, þiggjandinn). Manns (eignarfall, eigandinn). Olveóið i sólmyrkva 30. júní 1954. Hví ertu að hverfa dstar undrið friða, sem öllum heimi gefur lif og yl? Þó ei þín sjáist birtan elsku bliða, þá bráðum vona ég að rofi til. Þú styrkir enn mitt veika vona sinni, og vinnugleði enn mér gerir hjá, ég treysti Guð minn gœzku og miskunn þinni, að geisli náðar œtið sé mér lijá. Áhxif sterka ölsins. Umrnæli norska þingmannsins um áfengisneyzlu Norðmanna, Lars Rammdals, hefir vakið mikla athygli í Noregi og víðar. Hann segir m. a.: „Baráttan gegn ölinu er hér einna mikilvægust. Eksportölið er orðið þjóðarógæfa, alvarlegri en heimabruggið. Umburðar- lyndi getur ekki komið til greina, þegar um er að ræða ölvun við akstur“. Þetta segir norski þingmaður- inn um sterka ölið í Noregi. Mundi það vera af umhyggju fyrir velferð íslenzku þjóðarinn- ar og þá sérstaklega íslenzks æskulýðs, þegar rnenn hrópa á bruggnu og neyzlu sterks öls í landinu, þrátt fyrir reynslu annara þjóða, ekki sízt Norður- landaþjóðanna hinna? Þetta orð er alltaf beygt rétt í daglegu tali. Þessvegna getum við notað það til þess að glöggva okkur á beygingu ýmissa annara orða. Nú heitir bankastjórinn okk- ar Baldur. Einnig ber bátur hér í bæ sama nafn. Röng beyging á þessu orði er nrjög algeng í máliriu. Orðið beygist þannig: Baldur (maður). Baldur (mann) Baldri (manni) Baldurs (manns). R-ið skal haldast í öllum föllunum. Því ber okkur að segja t. d.: Ég átti tal við Bald- ur bankastjóra (ekki Bald). Ég kem frá Baldri. Ég dvel hjá Baldri. Ég fer til Baldurs (ekki Balds) Og um bátinn t.d. Ég ræ á Baldri. Við sáurn Baldur á sjónum. Þetta eru netin hans Baldurs. Skipstjórinn á Baldri heitir Haraldur. Eigendur Baldurs eru þeir Jónas og Haraldur. Læt ég þetta þá nægja að þessu sinni. Una Jónsdóttir Þ. Þ .V.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.