Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.04.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 25.04.1956, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Annáll. Fagurt fordæmi Frið- riks knungs IX. Friðrik konungur Ix. sýndi fagurt fordæmi í veizlum þeim, er haldnar voru í sambandi við konungsheimsóknina, með því að neyta aldrei áfengra drykkja. — Virðist reyndar einkennilegt, að áfengir drykkir skyldu hafð- ir um liönd í veizlum af Islands hálfu, þar sem inn tigni gestur, konungurinn, neytti þeirra eigi. Það er áreiðanlega meirihluti íslenzku þjóðarinnar, sem fagn- ar þessu fordæmi og óskar þess eindregið, að fyrirmenn hennar megi taka sér inn tigna gest til fyrirmyndar í þessu efni framveg is. Áfengissalan. fyrsta ársfjórðung 1956 (1. jan. — 31. marz). Selt í og frá Reykjavík kr. 20.444.760,00 Selt í og frá Sigluf... — 1.019.972,00 Selt í og frá Seyðisf.. — 319.024,00 samtals kr. 21.783.756,00 ÁRIÐ 1955 nam salan á sama tíma: Selt í og frá Reykjavík kr. 16.049.421,00 Selt í og frá Sigiufirði — 1.035.387,00 Selt í og frá Seyðisfirði — 261.613,00 Samtals kr. 17.346.421,00 Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu 1. jan. — 31. marz 1956 kr. 1.091.122,00. Allveruleg hækkun varð á á- fengi í maí 1955. (Heimild: Áfengisv. ríkisins). Góðir fulltrúar. Nýlega barst mér bréf frá Kristian Eikás skólastjóra Heim eyrkeskulen i Jölster í Noregi, þar sem þær eru nemendur í vet- ur Elín Guðmundsdóttir og Sig rún Einarsdóttir. Þessi skóli kennir fyrst og fremst handa- vinnu allskonar, sem til gagns kemur liverri húsmóður, svo sem saumur og vefnaður. Elín nemur í vefnaðardeildinni en Sigrún í Sáumadeildinni. Skóla- stjóri lætur mikið af þessum ís- lenzku stúlkum. Það er auðheyrt á bréfinu, að hann telur þær þarna góða fulltrúa íslenzku þjóðarinnar. Það er oft svo, að þjóð hlýtur dóm (sleggjudóm) eftir framkomu eins eða tveggja þegna sinna erlendis, þar sem engin þekking á þjóðinni ríkir að öðru leyti. Það er okkur Eyjabúum á- nægjuefni, þegar unglingar héð- an geta sér góðan orðstír, hvort sem það á sér stað hérlendis eða erlendis. Ekki sízt þar. Verðloun. Rauðakrossdeildin hér í Eyj- um hefur veitt þrem nemendum í Gagnfræðaskólanum verðlaun fyrir beztu ritgerðir um visst efni. Ritgerðarefnið var „Eyjan mín“. Þrjár stúlkur hlutU verð- launin. Þær eru þessar: Hólmfríður Sigurðardóttir Ólasonar, Ester Andres- dóttir Gestssonar, Lilja Sigurðardóttir Guðmundsson- ar. Verðlaunin voru peningar kr. 30,00 fyrir liverja ritgerð. Aflaföng. Afli liefur yfirleitt verið treg- ur hér í Eyjum, seinasta hálfan mánuðinn. Frá 15. marz til 6 apríl var hér góður afli: Þá muni liafa borizt á land hér 12-14 þúsund smálestir. Síðan hefur afli verið tregur og þó misjafn. Einstaka bátar hafa fengið góða róðra, en margir sáralítinn fisk. Skipakomur. í s. 1. viku lágu 5 togarar í einu hér við bryggju, 3 íslenskir og 2 enskir. Rnsku togararnir voru með bilaðar vélar, en ísl. togararnir keyptu hér salt og lögðu eittlivað af fiski á land. Jökulfellið tók hraðfryystann fisk til útflutnings og danskt skip tók saltfisk. Fró Gagrtfræðaskólanum Vorpróf hófust í Gagnfræða- skólanum 23. J>. m. Þeim lýkur 14. maí. Skólaslit eru liuguð 18. maí: Landspróf Iiefst 14. maí og lýkur 3i. s. m. Það þreyta nti 10 nemendur að þessu sinni. Almenn sýning á handavinnu nemenda og teikningum verður í skólanum sunnud. 6. maí. Þá verður einnig lialdin sýning á náttúrugripasafni skólans og byggðarsajni bæjarins. Mjólkurmólin. Mjólkurbáturinn fer til þorlákshafnar 5 ferðir í viku, enda er nú nóg mjólk í bænum, engar biðraðir og allt um það í ljúfri löð. Auknir farþegaflutningar Loffleiða Farþegaflutningar eru nú sívaxandi með flugvélum Loft- leiða og fyrir kemur, að vélarnar eru fullsetnar af farþegum milli meginlanda Evrópu og Ameríku, en það þykir óvenjulegt á þessum tíma árs. Til dæmis um aukningu má geta þess, að í s. 1. marzmán- uði ferðuðust helmingi fleiri farþegar með flugvélum I,oft- leiða en á sama tíma í fyrra. Voráaetluji félagsins hófst 2. þ. m. og verður flogið samkvæmt henni til 20. maí 11.k. en þá fjölg- ar ferðunum úr 4 upp í 5 í viku hverri milli meginlanda Evrópu og Ameríku. Róðrar Þorlókshafnar- bóta. ,,í febrúar fóru þeir 18 róðra og 19 þeir hæstu, í marz fóru þeir 15 róðra og 17 þeir hæstu.“ (Heimild: Einar Sv. Jóhannes- son, skipstjóri). Aflinn. Margir ljúka upp einum munni um það, að línuvertíðin hafi verið með betra móti á þess um vetri. Neta vertíðin hófst vel hjá mörgum bátum og urn tíma var afli bæði rnikill og jafn. Eftir 10. apríl tók að syrta í álinn 11111 aflaföngin. Aprílmán- uður hefur verið næsta óvenju- lega aflarýr. Svo hefur það verið til þessa dags. Þó hafa nokkrir bátar fiskað vel. Við birtum hér tölur um aflaþungann upp úr sjó á degi hverjum síðustu viku marzmánaðar og nokrka daga af aprílmánuði. 23. marz 670 lestir 24. — 870 — 25- - 994 - 26. — 824 — 27. - 865 - 28. - 760 29- - 876 31- - 1300 3. apríl i°94 5- - 890 6. - 930 8. - 324 9- - 832 21. — 444 22. — 792 Firmatilkynningar. Á skrá yfir firmatilkynningar í Lögbirtingablaðinu s. 1. ár voru þessi firmu hér í Eyjum: 1. Einar Lárusson og Co h. f. 2. Einar Sigurðsson. 3. Gísli og Ragnar. 4. Gunnar Ólafsson og Co. h.f. 5. Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja. 6. Hrímfell. 7. Verzlunin Geysir. 8. Vöruhús Vestmannaeyja h. f. (Stjórnartíðindin). Ávarp. Framhald af 2. siðu. Vér hvetjum alla þjóðina til átaka um að útrýma áfengisböl- inu. Vér minnum foreldra á að gleyma aldrei ábyrgð sinni og hversu áhrifamikil þau fordæmi eru, sem þeir gefa. Verum minn- ug þeirrar skyldu vorrar, að tryggja sem bezt öryggi og lífs- hamingju barna vorra. Samein- umst því um að bægja frá þeirn þeirri liættu, sem áfenginu fylg- ir. í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu: Magnús Jónsson, form., Björn Magnússon, varaform.; Frimann Jónasson, ritari; Stefán Runólfs- son, Axel Jónsson, Viktoria Bjarnadóttir, Magnús Guð- mundsson. Nr. 12/1956. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi liámarksverð á brauðum í smásölu: Rúgbrauð, óseydd, 1590 g...... kr. 4,65 Normalbrauð, 1250 g. ...,.,....... — 4,65 . Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan grein- ir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 13. apríl 1956. VERÐGÆZLUSTJÓRINN

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.