Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 2
2. FRAMSÓKN ARBLAÐIÐ Á hrakhólum >»»»» 0»« Þó núverandi ríkisstjórn hafi ver þetta rökstutt með því að verð ið auðnusmá og vegur hennar sí- felldur flótti frá gefnum fyrirheit- um þá hefur hún þó reist sér minn ismerki, eða eiktarmörk á sinni eyði merkurgöngu. Þetta eru þó ekki vörður við veginn, sem vísa fram á leið til bættra lífskjara eins og lof- að var, heldur eru þetta hrakhólar undanhaldsins. Þetta eru ekki veg- vísar heldur hættumerki, sem gefa til kynna vegleysur og ófærur. Hér skulu nefndir helztu hrak- hólar „viðreisnarstjórnarinnar”. Gengislækkun sumarið 1961 Þessi gengislækkun var ótímabær, og og var af flestum talin hefndar- ráðstöfun vegna kaupsamninga, sem samvinnumenn og verkalýðs- félög á Norðurlandi höfðu þá nýlega gert. Þessir kjarasamningar féllu ekki inn í viðreisnarplanið. Ef stjórnin hefði ekki eyðilagt grundvöll þessara samninga, þá hefði bæði ríkisstjórnin sjálf og þjóðin öll verið betur á vegi stödd nú í dag. Skerðing félagafrelsis verka- lýðsins. Mönnum eru í fersku minni laga- frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaupbindingu og skerðingu á félaga frelsi verkalýðsins. Vegna sterkra andstöðu stjórnar- andstæðinga á Alþingi hopaði stjórnin. Mörgum íhaldsmanninum veittist erfitt að kyngja þeim bita. Skattpíning. Beinu skattarnir á s.l. ári rísa einna hæst af þeim hrakhólatind- um sem ríkisstjórnin hefur markað á píslargöngu sinni. En það ár var algjört metár í skattpíningu og er stjórnin nú á ýmsan hátt að súpa seiðið af þeim óheillaráðstöfunum. Ofan á það bætist að skattsvik hafa magnast og söluskatturinn hefur komið illa til skila. En stjórnin á erfitt um vik í þessu efni, því stoð- irnar sem hafa svikið, eru meðal máttarstoða viðreisnarinnar. Síldarvcrðið og síldarskatturinn. Útgerðarmenn hófu síldveiðar ó- venju snemma án þess að verð hefði verið ákveðið á bræðslusíld. Veiði var mjög góð framan af, og verðlag fór hækkandi á afurðum, sérstaklega mjöli og lýsi. Ekki náðist samkomulag í verð- lagsráði um bræðslusíldarverð, og ákvað oddamaður dómsins verðið, og var það tvennskonar, mun lægra fyrir síld veidda fyrir 15. júní en kr 225 á hvert mál síldar fyrir norðan og austan eftir þann tíma. Ekki var þá látið sitja við þetta. Á sama tíma gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðarlög þessefnis að greidd ar skyldu kr. 15 af hverju bræðslu- síldarmáli til verðjöfnunar á salt- síld og til að halda uppi flutningum á síld til Norðurlandshafna. Var hefði hækkað svo mikið á mjöli og lýsi að síldarsaltendur væru ekki samkeppnisfærir með síldarverð. Ekki var fyrr búið að lesa þessa tilkynningu í útvarpið að útgerðar- menn og formenn síldarbátanna bunduzt samtökum og héldu heim. Þeir tilkynntu ríkisstjórninni að þeir veiddu alls ekki síld fyrir þetta verð, sem þeir töldu allt og lágt. Jafnframt mótmæltu þeir síldar- skattinum og töldu það hlutverk at- vinnubótasjóðs að styrkja flutninga til hinna norðlenzku hafna. Þó mörg hafi verið búmannsraun- in fyrir þessari ríkisstjórn, þá er þetta alvarlegasta áfallið og jafn- gilti í raun og veru uppreisn. Og verst af öllu var að ekki var hægt að kenna kommum eða vondum framsóknarmönnum um þetta, því að þessu stóðu harðsoðnir stjórnar- sinnar. Enn varð ríkisstjórnin að hopa út á hrakhóla auðnarinnar. Bræðslu- síldarverðið var hækkað og fallið var frá síldarskattinum. Þó nágrenni Ódáðahrauns séu tal in ákjósanlegur staður til æfinga fyrir bandaríska geimfara, þá er hrakhólahop ríkisstjórnarinnar ekki ákjósanlegt til eftirbreytni. Ríkisstjórnin hefur nú hopað af einum hrakhólnum til annars, og er að því komin að lenda út af kort- inu. J. B. Bifreið fil sölu. Ford-station árgerð 1955, V-294 Selzt í því ástandi sem hann er í. Upplýsingar gefur Jón Waag- fjörð, sími 1978. íbúð óskast Tveggja lierbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsingar í prentsmiðjunni. íbúð óskast. Óska eftir að taka á leigu 2 her- bergi og eldhús. Upplýsingar í síma 1928. Síðara sundnámskeið ym, hefst 15. júlí. Þegar er fullskipað í námskeiðið. SUNDLAUGARNEFND. íbúð óskast. til leigu fyrir 1. oktober næstkomandi. Upplýsingar í síma 1540. Fræðsluráð Vestmannaeyja. Utsvarskrá Vesfmannaeyja Skrú um útsvör og aðstöðugjöld í Vestmanna- eyjum árið 1965 liggur frammi á Skattstofunni til sýn- is næstu tvær vikur. Kærufrestur yfir álögðum útsvörum og að- stöðugjöldum er til 19. júlí n.k. og verða utsvarskær- ur að liafa borizt framtalsnefnd í síðasta lagi þann dag. Aðstöðugjaldskærum ber að skila til skatts- stjóra fyrir sama tíma. Vestmannaeyjum 5. júlí 1965 Bæjarstjóri Húsmæður, athugið: m•• Verzlunin BORG er flutt í nýtt húsnæði, á Hólagötu 40 (hús Friðfinns Finnssonar). Eins og venjulega munum vér hafa alla fáanlega vöru á boðstólum. Sendum heim alla daga, nema laugardaga. Sama símanúmer; 1465. VERZLUNIN BORG. Útsvarsskrá Veslmannaeyja kemur út 16. þ. m. kl. 11 f. li. — Sölubörn komi að Vest- mannabraut 27, (Hoover-umboðinu). GÓÐ SÖLULAUN! Útgefendur. !29K3ES3!!?3CSI5E!SZIi3E55SEÁ!S55 LETTSALTAÐ TRIPPAKJÖT. — VERZLUNIN BORG.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.