Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Page 1

Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Page 1
UTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM Cl. úrgangur. Vestmannaeyjum, 3. maí 1968. 4. tölublað Brdðum kemur vatnið. í eldhúsdagsumræðum, sem fram fóru fyrir skömmu, kom Vatnsveita Vestmannaeyja á dag- skrá. Karl Guðjónsson benti á, að stuðningur ríkisins við þessa nauð synlegu framkvæmd væri allt of lítill. Ingólfur Jónsson ráðherra var hins vegar á annarri skoðun og hélt því fram, að forráðamenn Vestmannaeyja, svo sem Guðlaug- ur Gíslason, bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar væru ánægðir með þá fyrirgreiðslu. Mér finnst ástæða til að skýra þetta nokkru nánar. Efnahagsstofnun ríkisins hefur gert áætlanir varðandi vatnsveitu- framkvæmdirnar. Þar er því sleg- ið föstu að framlag ríkisins verði 2,7 millj. kr. í fjögur ár eða sam- tals kr. 10,8 millj. kr. Tilraunir, sem gerðar hafa verið til að fá þetta framlag hækkað hafa ekki fengið byr á Alþingi. Þó er ráð- herra heimilt skv. lögum að greiða úr ríkissjóði helming kostnaðar við stofnæð, þar sem eðlilegur vatnsskattur hrekkur ekki til að mæta kostnaðinum við vatnsveit- una. Mun Vatnsveita Vestmanna- eyja falla undir það skilyrði og þegar ákvörðun um lögnina var tekin á fyrra kjörtimabili, var af þeim, er bezt hefðu mátt vita, full yrt, að þessi heimild kæmi okkur til góða og yrði notuð að fullu. Á s. I. ári var þetta 2,7 millj. kr. framlag ríkisins greitt í fyrsta sinn til vatnsveitunnar en á því sama ári var svipuð upphæð greidd til ríkisins í tollum og efni til vatnsveitunnar. Á yfirstandandi ári er áætlað að framkvæma við vatnsveituna fyrir kr. 56 millj .kr. Þar af var reikn- að með tollgreiðslum til ríkisins ca. 10 millj. kr. Nú liggur fjár- magn ekki á lausu eins og allir vita, og því ekki sérlega auðvelt að útvega allt þetta fé. Þó var svo komið í febrúarlok s. 1., að vonir stóðu til, að hægt væri að koma endunum saman, þegar frá væri talin tilsvarandi upphæð og tollarnir af vatnsveituefninu. Var nú farið að vinna að því, að fá þar einhverju um þokað og í því skini gengum við Magnús bæjar- stjóri á fund Ingólfs Jónssonar. Að vísu heyrir þetta mál fremur undir fjármálaráðherra, en okkur var ljóst, að Ingólfur hefur hér skyldum að gegna sem þingmaður kjördæmisins. Er skemmst af því að segja, að Ingólfur tók málaleit- an okkar vel, og fórum við af fundi hans með vilyrði fyrir því, að tollgreiðslur vatnsveitunnar yrðu ekki til trafala á þessu ári. Það er alveg rétt, að við vorum ánægðir með þau erindislok, en sú ánægja varðaði aðeins þetta atriði, þ. e. tollgreiðslurnar. Eftir sem áður tel ég, og eflaust Magnús líka, að krafan um fullan stuðning ríkisins við vatnsveituna, svo sem heimilað er í lögum, sé réttmæt og Giltusamleg bjbrgun. Stefán Runólfsson. S. 1. mánudag féll þriggja ára drengur út af Nausthamarsbryggju. Stefán Runólfsson, verkstjóri, var staddur fyrir utan Fiskiðjuna, og sá þegar drengurinn féll í sjóinn. Brá hann skjótt við og ók snar- lega niður á bryggju og stakk sér í sjóinn. Tókst honum að bjarga barninu, en engu mátti muna, þar sem barnið var að því komið að sökkva. Þetta er í annað sinn, sem Stef- án bjargar barni úr höfninni. verði að ná fram að ganga. Það sjónarmið er forráðamönn- um Efnahagsstofnunarinnar kunn- ugt, því í greinargerð stofnunar- innar varðandi þetta mál, dags. 21. marz s. 1. segir m. a.: „Vest- mannaeyingar sjálfir munu leggja mikla áherzlu á hækkun fjárveit- ingar á fjárlögum ellegar hún greiðist lengur en áður“ o. s. frv. Framangreind setning er í plaggi Listsýning Barböru og Nognúsor Hjónin Barbara og Magnús Á. Árnason efndu til listsýningar hér í Vestmannaeyjum um s. 1. helgi. Sýningin var til húsa á efstu hæð Félagsheimilisins við Heiðarveg. Það er sagt, að konan sé betri helmingur hjónabandsins. Hvað sem þessu líður, þá má óhikað segja, að hlutur frúarinnar var stærri í þessari sýningu. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr mynd- um Magnúsar. Að mínum dómi útti Magnús þarna góðar myndir, þó þær væru misjafnar að gæðum. Eftir fljót- lega yfirvegun tel ég myndina „Bláhamar“ beztu landlagsmynd Magnúsar, og mynd af Diddu (Sig- ríði Kristinsdóttur) beztu manna- myndina. Frú Barbara er óvenju fjölhæf listakona. Hún nær ágætum ár- angri í meðferð vatnslita, sem tal- in er erfið listgrein. Vatnslita- myndir hennar t. d. „Herjólfsdal- ur“ og margar fleiri eru mjög bjartar og vel gerðar. Hún málar einnig á húsgagnaspón, og lætur þá æðar viðarins njóta sín. Bar- bara hefur gert mikið af bókaskreyt ingum og voru mörg sýnishorn af slíku á sýningunni, en síðast en ekki sízt sýnir frúin mikla leikni og hugkvæmni í listvefnaði. Þar túlkar hún þjóðlega íslenzka list í nýju formi. I viðtali við frúna kom það fram, að hún telur sig íslending, og verk hennar bera þess vitni, að það er meira en orðin tóm. Hafi þessi ágætu listahjón beztu þakkir fyrir veru sína hér, og fyrir þessa sýningu. sem stílað er til fjármálaráðherra, og undirstrikar hún, að forráða- menn bæjarins hafa tæpitungulaust látið heyra til sín í málinu. Þetta mega allir vita, og því betra sem meira er um þetta rætt af skyn- semi. Var útvarpserindi Haraldar Guðnasonar bókavarðar nú fyrir skömmu gott innlegg í málinu. Hitt er svo annað mál, að mönn um var það ljóst frá upphafi, að vatnsmálið yrði aldrei leyst hér nema með tilfinnanlegum kostn- aði, sem Vestmannaeyingar stæðu undir. Dreifikerfið í bænum er út af fyrir sig heilmikið átak, þó ekki komi fleira til. Það er líka til mikils að vinna og uppsprettuvatnið er dýrmætt. Svo getur þetta varla gengið svona lengur, að neyðarástand ríki í bænum, ef þornar á steini í nokkrar vikur. Að maður tali nú ekki um fiskiðnaðinn, þar sem voði er fyrir dyrum á hverri ver- tíð. Framhala á 4. síðu. Sýning barnashólans. 1. maí var hin árlega sýning barnaskólans á handavinnu og teikningum nemenda. Handavinna stúlkna hefur alltaf verið mikil og góð, en ekki get ég gert að því, að mér hefur fundizt drengirnir hafa verið afskiptir í handavinnukennslu á undanförnum árum. Þessi sýning markar að mörgu leyti tímamót. Handavinna stúlkna er mikil og góð, eins og áður, en nú bregður svo við, að myndlistar deildin keppir við hannyrðirnar um athygli sýningargesta. Myndasýningin er mikil að vöxt- um, og margai myndirnar ágæt- lega gerðar. Sýningin er fjölbreytt og skemmtileg. Þennan ágæta árangur þakka ég listfengnum og áhugasömum kenn- ara, Sigurfinni Sigurfinnssyni, og má vænta góðs af störfum hans í framtíðinni. Smíðavinna drengja er betri og fjölbreyttari en undanfarin ár. Heildarsvipur sýningarinnar er góður, og ber þess vott, að þar eru smekkmenn að verki. J. B. J. B.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.