Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ FRÉTTIR Landakirkja. Messa n. k. sunnudag kl. 2, séra Jóhann S. Hlíðar prédikar. Andlát og jarðarför. í dag fer fram frá Landakirkju útför Vignis Georgssonar, Skóla- vegi 32, sem andaðist hinn 25. apríl. Blaðið sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. í gær afhenti Magnús Magnús- son formanni íþróttabandalags Vestmannaeyja kr. 4010,00 sem gjörf frá starfsfólki ísfélags Vest- mannaeyja til íþróttabandalagsins. Stjórn bandalagsins færir fólk- inu kærar þkkir fyrir þetta fram- lag. Beizkar sfcsSreyndir. Framhald af 2. síðu. Þá kom gengisfellingin eins og olía í dýrtíðarbálið. Það var því að vonum, þó verkalýðshreyfingin snérist til varnar. Þeirri hríð lauk eftir hálfs mánaðar verkfall, með þeirri niðurstöðu, að verðtrygging kemur aftur inn í launakerfið og þó sérstaklega hjá láglaunafólkinu. Fyrir ári síðan hefði ekki þótt spá- mannlega til getið, að svo yrði komið eftir nokkra mánuði, að al- Iþýðumaðurinn á íslandi yrði að beita verkfallsvopninu til að halda ca. 130 þús. kr. árslaunum. AFLAFRÉXTIR. Það sem af er þessari vertíð hafa 24.946 tonn borizt á land hér í Eyjum, er það um 2700 tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Hæstu bátarnir 1. maí voru: Sæbjörg .................... 1084 Huginn II ................... 955 Stígandi .................... 771 Andvari VE .................. 771 Ófeigur III ................. 720 Bróðum kemur vatnið. Framhald af 1. síðu. Nú hefur vatnið runnið út í sand inn vetrarlangt og eftir rúmlega tvo mánuði verður sjóleiðslan lögð. Það er því farin að styttast leið- in, því hægt er að segja með nokkurri vissu: Bráðum kemur vatnið. S. K. KÁLLÓ! HALLÓ! Bifreiðaeigendur! afhugið: Smurstöð Skeljungs (áður Bíla- þjönustan) er opin alla daga frá kl. 8—7 nema sunnudaga. Reynið nýja þjónustu. SHELL-smurt er vel smurt. SMURSTÖÐ SKELJUNGS 1. maí. Að venju minntist Týr stofndags félagsins með knattspyrnukappleik og unglingahlaupi 1. maí. Til keppni við lið ÍBV var reynt að fá I. deildarlið en tókst ekki. Var þá Selfyssingum boðið. Leiknum lauk með sigri ÍBV 6:1. Sigurveg- arar í víðavangshlaupinu voru: 5. fl. Haraldur Johnsen. 4. fl. Ásgeir Sigurðsson. Endurbyggður bótur. 1. maí kom hin kunna aflakló, Benóný Friðriksson í Gröf, með bát sinn Gullborgu hingað til hafn ar. Hafa farið fram gagngerar endurbætur á bátnum og er hann nú sem nýtt skip. Báturinn var endurbyggður í Hafnarfirði. Próf. Próf standa nú yfir í gagnfræða- sjómanna- og barnaskólanum. Verður þeim lokið um 15. til 20. maí en nemendur losna ekki fyrr en eftir H-dag, 26. maí. Skólaslit sjómannaskólans verða ,að venju 11. maí. Iðnskólanum verður sagt upp í dag. Vorskólinn. Blaðið vill vekja athygli lesenda á auglýsingu um vorskólann á öðr um stað í blaðinu. Frá Barnaskólanum Öll börn fædd árið 1961 komi til innritunar í skólann mánudag- inn 6. maí, á eftirtöldum tímum: Kl. 1 e. h., börn fædd í janúar til apríl. Kl. 2 e. h., börn fædd í maí til ágúst. Kl. 3 e. h., börn fædd í september til desember. Geti barn af einhverjum ástæðum ekki komið til innritunar, ber aðstandentíum þess að tilkynna ástæður og innrita það eigi að síður. SKÓLASTJÓRI Ki M H K k ■■ n f I Bifreiðaljós fyrirum-umferð | Ki. Híi K K Ini fni Eni K Eni Eni ES Eni Eni Eni Eni fni Eni Eni Eni Ini Eni Eni Eni Eni K fni Eni Eni Eni Eni Eni Eni H fni ia fni Eni K Ki (a Eni ES Eni fni Eni I» K Eni Eni K Eni ia ia Eni ta ia « K Enl KJ KJ K Allar bifreiðir skulu vera komnar með ljós fyrir hægri umferð 1. ágúst 1968. Bifreiðir fá ekki fullnaðarskoðun við aðalskoðun 1968, nema þær séu búnar ljósum fyrir hægri umferð. Notkun hægri ljósa er heimil frá 1. maí. SKIPTIÐ UM TÍMANLEGA! Mishverf Ijós Bcztu akstursljósin, og sérstaklega heppileg fyrir jeppa og aðrar bifreiðir, sem rísa mikið upp að framan við eðliiega hleðslu. Samhverf ljós Ensk-amerísk gerð ljósa FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR BIFREIDAEFTIRLIT RÍKISINS EnilnilnJEniEniEnilnilni(niEniEniEniEniEniEnilni!niEniInilniEniEnilniEnilnilnJ(rti(ni(nilni(nilniEnilni(niEniEni(ni(nilniEniEni(niEniEnilniEa!niEainiEniEnifaEniEaEniEniEa

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.