Morgunblaðið - 21.08.2010, Qupperneq 3
ÐHORF
r Sigurðsson
mbl.is
ar Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók
stjórn kvennalandsliðsins í fótbolta
sbyrjun 2007 fór af stað mikil og já-
æð framþróun. Bæði hvað varðar
dsliðið sjálft, umgjörð þess og
nd, og íslenska kvennafótboltann í
d sinni. Með fullri virðingu fyrir
rrennurum hans, þá hækkuðu
naðarstig og markmiðssetning
alsvert. Strax í fyrsta stóra leikn-
náðust athyglisverð úrslit. Ísland
ði Frakkland, 1:0, í undankeppni
nýjasta styrkleikalista FIFA og hefur
hækkað sig skref fyrir skref. Franska
liðið er númer fjögur í Evrópu og átta
í heiminum á sama lista. Samkvæmt
reynslu er heimslistinn hjá konum
mun marktækari en hjá körlum og
sveiflur þar mun minni og eðlilegri.
Að komast á HM er löng og torsótt
leið því þangað ná aðeins fimm Evr-
ópuþjóðir. Það er ekki nóg að sigra
Frakka nógu stórt, því þá tækju við
umspilsleikir. En þangað stefna metn-
aðarfullar landsliðskonurnar okkar.
Þær eiga allan stuðning skilinn og
frammi fyrir þétt setnum stúkum á
Laugardalsvelli er ekkert ómögulegt.
leikurinn á Laugardalsvellinum í dag
ræður úrslitum í því einvígi. Þar
stendur öflugt lið Frakka vel að vígi
eftir 2:0 sigur í fyrri leiknum síðasta
haust. Sem þýðir að Ísland verður að
sigra 3:0 í dag til að komast uppfyrir
Frakkana og í efsta sæti riðilsins.
Markatala þeirra er mun betri en ís-
lenska liðsins svo 2:0 dugir ekki, nema
Frakkar misstígi sig á heimavelli gegn
Serbum í lokaleiknum á miðvikudag.
Íslenska kvennalandsliðið hefur
aldrei verið hærra metið í heims-
fótboltanum en einmitt nú. Það er ní-
unda besta landslið Evrópu og það
sextánda besta í heiminum samkvæmt
Evrópumótsins. Þá kviknaði áhugi
þjóðarinnar á liðinu svo um munaði,
ekki síst vegna yfirlýstra markmiða
þjálfara og leikmanna um að komast í
úrslitakeppni EM í fyrsta sinn.
Það gekk eftir eins og alþjóð veit.
Ísland lék í úrslitakeppninni í Finn-
landi síðasta sumar og stóð sig með
sóma í hörkuleikjum gegn sterkari lið-
um. Þar á meðal því franska sem þá
hafði betur, 3:1.
Ísland og Frakkland glíma nú enn
og aftur, og að þessu sinni um að vinna
riðilinn í undankeppni heimsmeist-
aramótsins. Annað liðanna kemst í
umspil um sæti í lokakeppninni og
Allt hægt á þétt setnum Laugardalsvelli
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
Bergdís Ragnarsdóttir unglinga-landsliðskona í körfuknattleik
hefur ákveðið að ganga til liðs við Ís-
landsmeistara KR frá Fjölni í Graf-
arvogi. Bergdís staðfesti þetta við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún
sagðist hafa velt þessu fyrir sér í
nokkrar vikur en hafi tekið ákvörð-
un í gær að vandlega athuguðu máli
en hún hefur mætt á æfingar hjá KR
í sumar. Bergdís sagðist reikna með
að leika sem framherji með KR en
hún er 18 ára gömul. Bakvörðurinn
Heiða Óladóttir er einnig á leiðinni
úr Fjölni í KR.
Ragnar Nathanaelsson, miðherj-inn hávaxni, mun leika áfram
með Hamri í Iceland Express-
deildinni í körfuknattleik á næstu
leiktíð. Um tíma leit út fyrir að
Ragnar myndi halda til Bandaríkj-
anna og leika þar í háskólakörfubolt-
anum en nú er ljóst að af því verður
ekki. Ragnar, sem er 2,18 m á hæð,
hefur leikið með yngri landsliðum
Íslands og var í lykilhlutverki hjá
Hamri í fyrra.
Körfuknattleiksmaðurinn Magn-ús Helgason segir frá því á vef-
síðunni Karfan.is að hann hefði
ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Magnús var í stóru hlutverki hjá
Stjörnunni á síðustu leiktíð en lék
lengst af með Þór á Akureyri.
Gylfi Þór Sig-urðsson,
leikmaður Read-
ing, verður í ís-
lenska A-lands-
liðshópnum fyrir
leikina gegn
Norðmönnum og
Dönum í undan-
keppni Evrópu-
mótsins. Fram kemur á vef Reading
að Gylfi hafi verið valinn í A-lands-
liðshópinn sem og Brynjar Björn
Gunnarsson, samherji Gylfa, en Ís-
land mætir Noregi 3. september og
leikur síðan við Dani fjórum dögum
síðar á Parken. Sama dag leikur U21
ára landsliðið lokaleik sinn í und-
ankeppni EM gegn Tékkum ytra.
Ólafur Jóhannesson tilkynnir lands-
liðshópinn á mánudag.
Fólk sport@mbl.is
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM kvenna:
Laugardalsvöllur: Ísland – Frakkland. L16
Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin:
Kaplakriki: FH – Fylkir ......................... S18
Hásteinsvöllur: ÍBV – Grindavík........... S18
1. deild karla:
Fjölnisvöllur: Fjölnir – KA.................... L14
2. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Víðir ................... L13
Bolungarv.: BÍ/Bolungarv. – Höttur .... L14
Blönduós: Hvöt – Víkingur Ó ................ L14
Sandgerði: Reynir S. – KS/Leiftur ....... L14
Húsavík: Völsungur – Afturelding........ L16
3. deild karla:
Selfossvöllur: Árborg – Sindri............... L14
Þorlákshöfn: Ægir – KFS...................... L14
Leiknisv.: Afríka – Vængir Júpíters..... L14
ÍR-völlur: Léttir – KB............................ L14
Borgarnes: Skallagrímur – Ýmir ..... L17.15
Grenivík: Magni – Huginn ..................... L14
1. deild kvenna:
Valbjarnarv.: Þróttur R. – Völsungur .. L13
Bessastaðav.: Álftanes – Draupnir ....... L13
Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss ............... L14
ÍR-völlur: ÍR – Höttur............................ S14
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Maraþonhlaup:
Meistaramót Íslands í maraþonhlaupi
karla og kvenna fer fram samhliða Reykja-
víkurmaraþoni. Íslenskir ríkisborgarar
sem verða í efstu sætum karla og kvenna
verða krýndir Íslandsmeistarar.
Bikarkeppni:
Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Ís-
lands fyrir 16 ára og yngri er haldin á
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu á morgun,
sunnudag.
GOLF
Sveitakeppni unglinga fer fram um helgina.
Piltar og stúlkur 18 ára og yngri keppa á
Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suður-
nesja. Drengir og telpur 15 ára og yngri
keppa á Þorlákshafnarvelli hjá Golfklúbbi
Þorlákshafnar.
UM HELGINA!
Jón Guðni Fjóluson, knattspyrnumaður úr Fram, fór út til Hol-
lands og var til skoðunar hjá stórliði PSV Eindhoven á dög-
unum. Jón fór utan strax að loknum fræknum sigri íslenska 21
árs landsliðsins á Þjóðverjum, en Jón lék sem miðvörður í
leiknum.
Jón sagðist ekkert vita um hvort PSV hefði áhuga á að kaupa
hann frá Fram, þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir leik-
inn við KR í fyrrakvöld.
„Ég veit í sjálfu sér ekkert um það enda fer það ekki beint í
gegnum mig. Ég fór snögglega heim eftir síðustu æfinguna.
Þeir ræddu aðeins við mig en þetta verður bara að koma í ljós.
Mér fannst þetta ganga vel. Það er ljóst að þetta er flott félag
með toppaðstöðu og getur hjálpað manni að bæta sig sem fótboltamaður,“ sagði
Jón við Morgunblaðið og gat ekki neitað því að umboðsmaður hans hefði fengið
fleiri fyrirspurnir. „Ég reyni að hugsa sem minnst um það og læt umboðsmanninn
og félagið um það,“ sagði Jón sem var í sex daga hjá PSV. kris@mbl.is
„Fannst þetta ganga vel“
Jón Guðni
Fjóluson
MFJÖLLUN
tján Jónsson
@mbl.is
g rennur upp stór stund hjá ís-
ka kvennalandsliðinu í knattspyrnu
ar liðið tekur á móti Frökkum á
gardalsvellinum klukkan 16. Leik-
n er úrslitaleikur um hvort liðið
mst upp úr riðlinum og í umspil fyrir
keppni HM. Þessar þjóðir hafa eld-
rátt silfur saman á undanförnum
m en voru einnig saman í riðli í und-
eppni EM og lokakeppni EM.
kkar hafa reynst sterkari og unnið
leiki en Ísland einn. Íslensku
nnanna bíður erfitt verkefni því
þurfa að leggja þær frönsku að
með þriggja marka mun eftir að
a tapað í Frakklandi 0:2 í fyrra.
korun gegn sterku liði
Ég hugsa að við förum af varkárni í
inn því Frakkar eru með geysi-
kt lið. Við höfum byggt á sterkri
n, föstum leikatriðum og hröðum
num á móti sterkari liðum í gegnum
na. Það verður áskorun að takast á
svona sterkt lið og loksins mætum
þeim á heimavelli. Vonandi kemur
og styður við bakið á okkur því þá
ar liðið betur. Okkur hefur gengið
á heimavelli en auðvitað eru meiri
ðsli í hópnum en hafa verið áður en
er þá bara tækifæri fyrir aðra leik-
nn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sig-
ur Ragnar Eyjólfsson, þegar Morg-
laðið ræddi við hann um leikinn.
kki er óvarlegt að ætla að meiðsli
haft áhrif á undirbúning liðsins.
rkamaskínan Margrét Lára Viðars-
ir er rétt að komast af stað eftir
gvarandi meiðsli og tveir af reynd-
þó ég reikni ekki með því að stuðullinn
á Lengjunni verði með 3:0 sigri okkar.
Við höfum áður gert ótrúlega hluti og
maður á aldrei að segja aldrei. Skand-
allinn er kannski hvað er erfitt að kom-
ast inn á HM og minni spámenn eiga
ekki raunhæfa möguleika,“ sagði Þóra
sem heltist úr lestinni í gærkvöldi.
„Við getum allt“
Ísland hefur þurft að leika án mið-
varðarins snjalla, Guðrúnar Gunn-
arsdóttur, frá því í lokakeppni EM. Sif
Atladóttir hefur fyllt hennar skarð og
staðið sig vel. „Við erum allar með eitt
markmið og það er að vinna þessa
Frakka. Það skiptir ekki máli hvernig
liðið verður skipað því það munu allar
gefa hjarta sitt í þetta. Við erum bara
að fara á spila á móti ellefu stelpum og
ég er bjartsýn. Við getum allt og við
höfum sýnt það í gegnum tíðina. Við
munum leggja allt í sölurnar. Það er
eftirvænting hjá okkur og lítið stress í
hópnum,“ sagði Sif sem verður í miðri
vörninni í dag.
fékk síðast á sig mark í Laugardalnum
26. ágúst 2006. Þá tapaði Ísland 0:4 fyr-
ir Svíþjóð. Þess má geta að Katrín og
Dóra María Lárusdóttir sátu allan tím-
ann á varamannabekknum en hafa báð-
ar komið við sögu í hverjum einasta
landsleik allar götur síðan.
„Fyrst og fremst ætlum við okkur að
vinna leikinn og ná þremur stigum. Við
sjáum svo hvernig þetta spilast en við
trúum því að við getum unnið með
þriggja marka mun. Það gætu orðið
smá-áherslubreytingar en ég á ekki von
á því að við breytum miklu varðandi
okkar leik. Ég held að þær sem eru
tæpar muni gefa sig allar í þetta og
gleyma öllum meiðslum. Ég held að það
verði ekkert vandamál. Ef þær eru ekki
klárar þá koma bara einhverjar aðrar
inn sem eru tilbúnar,“ sagði Dóra María
við Morgunblaðið og Þóra tók í sama
streng. „Við höfum engu að tapa, ég
horfi þannig á þetta. Við vitum að við
erum með gríðarlega góðan hóp og við
eigum góða leikmenn á bekknum sem
eru tilbúnir að gera vel. Það er allt hægt
ustu leikmönnum liðsins, Katrín
Jónsdóttir og Þóra B. Helgadóttir,
meiddust tæpri viku fyrir leik. „Mér
finnst gott að hafa hugann við eitt-
hvað annað. Ekki að það sé jákvætt
að þær séu tæpar en nú hefur maður
haft áhyggjur af þeim í stað þess að
vera að hugsa bara um leikinn. Ég er
búin að vera í sambandi við þær og
það er minna stress í maganum,“
sagði baráttujaxlinn Edda Garð-
arsdóttir sem er ekki beinlínis blaut á
bak við eyrun með 82 landsleiki á fer-
ilskránni. „Ég tel okkur eiga nokkuð
góða möguleika. Á góðum degi getum
við allt. Við höfum líka spilað nokkuð
oft við þetta franska lið og vitum hvar
þeirra veikleikar liggja. Spurningin
er bara hvort við getum nýtt okkur
það og ég hef trú á því,“ sagði Edda
ennfremur.
Haldið hreinu síðan 2006
Íslenska liðið hefur verið vægast
sagt farsælt á Laugardalsvellinum
undir stjórn Sigurðar Ragnars. Hann
tók við liðinu í ársbyrjun 2007 en liðið
„Höfum áður
gert ótrú-
ega hluti“
Morgunblaðið/Eggert
Vörnin Sif Atladóttir, leikmaður Saarbrücken í Þýskalandi, hefur unnið sér fast
sæti í vörn íslenska liðsins og spilað alla átta landsleikina á árinu.
Bjartsýni ríkir hjá landsliðskonunum
Undankeppni HM
» Íslenska kvennalandsliðið
tekur á móti Frökkum á Laug-
ardalsvelli í dag klukkan 16.
Vinni þær með þriggja marka
eru þær á leið í umspil um sæti
í lokakeppni HM.
» Almenn bjartsýni ríkir hjá
landsliðskonunum fyrir leikinn
þrátt fyrir að meiðsli hafi plag-
að hópinn að undanförnu.
Slavica Dimovska, landsliðskona frá Makedóníu, hefur ákveðið
að snúa aftur til Íslands en hún varð Íslandsmeistari í körfu-
knattleik með Haukum vorið 2009. Hún mun þó ekki fara aftur
í Hafnarfjörð heldur til Hveragerðis og leika með Hamri sem
fékk silfurverðlaun á Íslandsmótinu á síðustu leiktíð.
Lárus Friðfinnsson, formaður körfuknattleiksdeildar Ham-
ars, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. Dimovska er 25 ára
gömul og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hún kom til Íslands
haustið 2007 og lék með Fjölni en færði sig yfir til Hauka vorið
eftir. Þá var hún kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar og
ætti því að verða verulegur liðstyrkur fyrir Hamar, sem hefur
misst þær Sigrúnu Ámundadóttur og Hafrúnu Hálfdán-
óttur. Sigrún fór í atvinnumennsku til Frakklands þar sem hún mun leika með
nois Saint-Gratien en Hafrún er gengin til liðs við KR-inga. Dimovska skoraði
tig að meðaltali fyrir Hauka og gaf 5 stoðsendingar.
@mbl.is
imovska fer í Hamar
ca
vska