Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
Ragna Ing-ólfsdóttir
badmintonkona
úr TBR féll í
gær úr leik í
einliðaleik á al-
þjóðlegu móti
sem fram fer í
Saarbrücken í
Þýskalandi.
Ragna, sem er í 125. sæti heims-
listans, tapaði 2:0 í 32 manna úr-
slitum fyrir Jeanine Cicognini frá
Sviss en hún er í 37. sæti heims-
listans. Ragna tapaði báðum lot-
unum 21:8.
Njarðvíkingar hafa samið viðbandaríska leikmanninn Ant-
onio Houston og mun hann leika
með liðinu í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik í vetur. Houston
lauk námi við Catawba-háskólann
sl. vor. Sigurður Ingimundarson
þjálfari Njarðvíkur segir í viðtali á
karfan.is að leikmannamál liðsins
eigi eftir að skýrast á næstu vik-
um. Liðið hefur misst m.a. Magnús
Gunnarsson til Danmerkur og
Friðrik Stefánsson hefur ekki gert
upp hug sinn um framhaldið – en
hann hefur ekkert æft með Njarð-
vík í sumar.
Fjórir íslensk-ir frjáls-
íþróttamenn taka
þátt í Opna
sænska meist-
aramótinu í fjöl-
þraut sem fram
fer í Huddinge
suður af Stokk-
hólmi um næstu
helgi. Þetta eru Kristín Birna
Ólafsdóttir sem keppir í sjöþraut
kvenna, Sveinbjörg Zoponhías-
dóttir spreytir sig í sjöþraut í 19
ára flokki, Arna Stefanía Guð-
mundsdóttir í sjöþraut í 16 ára
flokki og Ingi Rúnar Kristinsson í
tugþraut í 17 ára flokki.
Stuðnings-menn Tott-
enham geta
glaðst því stjórn
úrvalsdeild-
arinnar hefur
gefið grænt ljós
á félagaskipti
hollenska lands-
liðsmannsins
Rafal van der
Vaart frá Real Madrid til Totten-
ham. Snemma í gær bárust af því
fréttir að ekkert yrði af fé-
lagskiptunum þar sem Tottenham
hefði ekki náð að ljúka allri papp-
írsvinnu í tæka tíð en nú hafa fé-
lagaskiptin verið staðfest. Van der
Vaart er 27 ára sókndjarfur miðju-
maður sem hóf feril sinn með Ajax
þar sem hann vann tvo meist-
aratitla. Hann gekk í raðir Hamb-
urg árið 2005 en samdi við
spænska stórliðið Real Madrid
tveimur árum síðar. Hann hefur
leikið 83 leiki fyrir Holland og
skorað í þeim 16 mörk.
Fólk sport@mbl.is
John Arne Riise er einn þekktasti leikmaðurinn í
norska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Íslend-
ingum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardals-
vellinum annað kvöld. Hann er leikjahæsti leikmað-
urinn í liðinu en þessi fyrrverandi leikmaður
Liverpool spilar sinn 89. landsleik. Þetta er sjötta
undankeppnin sem Riise tekur þátt í með norska
landsliðinu en fimm síðustu undankeppnir hafa farið
í vaskinn hjá Norðmönnum. Þeir voru með okkur
Íslendingum í undankeppni HM og lyktaði báðum
leikjunum með jafntefli, 2:2 í Noregi og 1:1 á Laug-
ardalsvelli. Riise er bjartsýnn á gott gengi Norð-
manna að þessu og þeim takist að komast í úr-
slitakeppnina sem haldin verður í Póllandi og
Úkraínu eftir tvö ár. „Við erum vel stemmdir í þessa
undankeppni. Við þekkjum ís-
lenska liðið vel frá síðustu keppni
og höfum lært af mistökunum frá
leikjunum á móti þeim. Við erum
í góðu formi, margir í liðinu hafa
gert það gott í stærstu deild-
unum í Evrópu og ég hef trú á
því að okkur takist að komast
áfram,“ segir Riise. „Ég yrði
ánægður með að fá fjögur stig út
úr leikjunum tveimur en ég hef
einnig þá trú að við getum tekið
sex stig,“ segir Riise en Norðmenn taka á móti
Portúgölum í Osló á þriðjudaginn.
gummih@mbl.is
John Arne Riise er bjartsýnn á gengi
Norðmanna gegn Íslendingum
John Arne
Riise
regi eftir að hafa leikið
Norðmennina vel og
ins á föstudagskvöldið
0 leikur. Þeir eru nátt-
elli og með vonandi
etta sé 50/50 leikur. Ég
ir meiri vilja muni taka
við vorum liðið sem
óheppnir að
að gera ör-
ann segir
gríð-
óðir eins
Þetta
mbl.is
mennirnir aðeins
num“
ÍBV átti ekki erfiðleikum með að
tryggja sér sæti í úrvalsdeild
kvenna í gær eftir fimm ára fjar-
veru. ÍBV vann Keflavík, 4:1, á
heimavelli í gær. Fyrir leikinn var
staða Eyjaliðsins traust þar sem
það hafði unnið fyrri viðureignina
við Keflavík, 4:0.
ÍBV og Þróttur R. mætast á
sunnudaginn í úrslitaleik um sig-
urinn í 1. deild kvenna. Ekki var
ljóst í gærkvöldi hvar leikurinn
verður háður.
Aðstæður til knattspyrnu voru
erfiðar á Hásteinsvelli vegna tölu-
verðs strekkings.
Fimm ára bið
ÍBV á enda
Fögnuður Leikmenn og forráðamenn kvennaliðs ÍBV fögnuðu ákaft í leikslok í gær en tekið var að skyggja þegar leik lauk.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Veigar Páll
Gunnarsson
VIÐTAL
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Sigurinn var frekar óvæntur þar sem
ég átti þriðja lakasta tíma keppenda
en ég vissi vel að ég gæti alveg bland-
að mér í baráttuna. Sumum keppend-
unum leist ekkert á vindinn en ég
ákvað bara að kýla á það og hljóp
mjög hratt fyrstu 200 metrana. Undir
lokin hjálpaði þessi góða byrjun mér
vel,“ segir Arna Stefanía Guðmunds-
dóttir, 15 ára úr ÍR, sem varð Norð-
urlandameistari í 400 m hlaupi á
Norðurlandameistaramótinu sem
haldið var á Akureyrarvelli um síð-
ustu helgi.
Arna Stefanía kom eins og storm-
sveipur til hlaupsins og vann óvæntan
sigur, kom í mark á tímanum 56,46
sekúndur. Hún bætt sinn fyrri árang-
ur í greininni um fimmtung úr sek-
úndu og náði um leið besta tíma ís-
lenskrar konu í 400 m hlaupi á þessu
ári. „Ég vissi vel að ég átti talsvert
inni og bæti þar af leiðandi bætt minn
fyrri árangur,“ sagði Arna Stefanía í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Arna Stefanía hefur æft frjáls-
íþróttir hjá ÍR frá átta ára aldri en
samhliða einnig lagt stund á hand-
knattleik hjá félaginu. Nú segist hún
reikna með að draga úr handboltaæf-
ingunum og fara af meiri þunga úr í
frjálsíþróttir, þar sem sífellt meiri
tími fer í æfingar. „Þótt það hafi verið
að vissu leyti gott að æfa tvær íþrótta-
greinar þá gengur það ekki til lengd-
ar. Það fer mikill tími í æfingar. Á síð-
asta vetri mætti ég oftar á æfingar í
frjálsum og var mest í því að keppa í
handboltanum en æfði minna. Það er
ekki gott.“
Stefnir á sjöþraut
Arna reiknar með að leggja stund á
sjöþraut, að minnsta kosti í náinni
framtíð. „Ég hef verið í öllum grein-
um frjálsíþrótta fram til þessa og því
verður það ef til vill ekki stórt stökk
fyrir mig að einbeita mér að sjöþraut-
inni,“ segir Arna Stefanía sem er í 10.
bekk Seljaskóla.
Gullið í 400 m hlaupinu var ekki
fyrstu verðlaunin sem Arna Stefanía
vinnur til á Norðurlandameistaramóti
í frjálsíþróttum á þessu sumri. Í júní
hafnaði hún í 3. sæti í sjöþraut á NM í
fjölþrautum 17 ára og yngri sem fram
fór í Danmörku. Þá náði hún sínum
besta árangri í sjöþrautinni, 4.936
stig. Nú stefnir hún á að bæta sig og
heldur á morgun út til Svíþjóðar þar
sem hún keppir á Opna sænska meist-
aramótinu í sjöþraut.
„Ég mæti fersk til leiks og stefni á
að gera mitt besta. Ég held að ég eigi
eitthvað inni,“ svarar Arna Stefanía
spurð hvort hún ætli að rjúfa 5.000
stiga múrinn um komandi helgi.
Arna Stefanía keppir í 16 ára flokki
í Svíþjóð þar sem ekki er keppt í sjö-
þraut í 15 ára flokki á mótinu.
Lítill tími fyrir vinina
„Það fer mikill tími í íþróttirnar. Ég
hef verið mjög dugleg að æfa og fyrir
vikið hefur verið minni tími fyrir vin-
ina síðustu mánuði. Ég reynir að bæta
þeim það upp seinna,“ segir Arna
Stefanía glettin.
Foreldrar Örnu Stefaníu eru Guð-
mundur Guðmundsson og Þorbjörg
Margeirsdóttir. Spurð hvort eitthvað
sé um íþróttafólk í fjölskyldunni kem-
ur í ljós að hlaupararnir Björn, Sveinn
og Ólafur eru móðurbræður hennar.
Þeir hafa á síðasta áratug verið í
fremstu röð íslenskra millivega- og
langhlaupara og sett fjölda Íslands-
meta. Björn varð nýverið fyrsti Ís-
lendingurinn í um aldarfjórðung til að
vinna Reykjavíkurmaraþonið.
„Ég fékk áhuga á frjálsum þegar ég
var sjö ára og fór á æfingar hjá Sveini
frænda mínum þegar hann bjó í Dan-
mörku. Eftir það hélt ég áfram hjá ÍR
þegar ég kom heim,“ segir Arna Stef-
anía Guðmundsdóttir, Norð-
urlandameistari í 400 m hlaupi 19 ára
og yngri, og var þar með rokin á æf-
ingu.
„Ákvað bara
að kýla á það“
Nýbakaður Norðurlandameistari ung-
linga í 400 m hlaupi lét strekkingsvind
ekki hafa áhrif á sig Reiknar með að
leggja handboltann á hilluna í vetur
Morgunblaðið/Skapti
Efnileg Arna Stefanía Guðmundsdóttir á fullri ferð í 400 metra hlaupinu á Ak-
ureyri á Norðurlandamóti unglinga þar sem hún kom fyrst í mark.
Breiðablik endurheimti annað sætið
í úrvalsdeild kvenna, Pepsi-
deildinni, í gær þegar liðið vann
nauman sigur á Aftureldingu á
Varmárvelli, 1:0. Hlín Gunnlaugs-
dóttir skoraði markið sem skildi liðin
að á 67. mínútu. Afturelding sótti
hart að Blikum undir lokin og skor-
aði m.a. sem dæmt var af en dóm-
urinn þótti umdeildur.
Breiðablik er þar með komið á ný í
annað sæti deildarinnar. Liðið hefur
32 stig eftir 15 leiki, einu stigi meira
en Þór/KA. Valur er efstur sem fyrr.
iben@mbl.is
Blikar á ný í
annað sæti