Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Herjólfur átti að sigla frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar klukkan sex í morgun og frá Þor- lákshöfn klukkan tíu. Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar síðdegis í gær verður bráða- birgðaáætlun í Landeyjahöfn óbreytt að öðru leyti en því að morgunferð þangað fellur niður þegar siglt verður til Þorlákshafnar. Vöruskorts var far- ið að gæta í Eyjum í gær. Mjólkurvara að ganga upp og lítið eftir af kjöti í sumum búðum. Ferðum Herjólfs var aflýst í gær og var það annan daginn í röð sem skipið sigldi ekki vegna óveðurs. Sendi beiðni á sunnudaginn var Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, lagði það til við Vegagerðina og Eimskip á sunnudaginn var að Herjólfur færi morgunferð í Þorlákshöfn þegar spár um veður og ölduhæð bentu til þess að ófært yrði í Landeyjahöfn. Skipið gæti svo siglt síðdegis tvær ferðir í Landeyjahöfn ef aðstæður leyfðu. Þannig yrði tryggt að Vest- mannaeyjar yrðu ekki án samgangna. Við þessari beiðni var orðið í gær. „Þetta er tímabundið ástand í Landeyjahöfn, nema Eyjafjallajökull taki upp á því að gjósa reglulega – sem við vonum að hann geri ekki. Eft- ir að búið er að dýpka verður ástandið bærilegra, þótt auðvitað verði frátafir. Nú er hér 27 m/s vind- ur og þótt það væri fullt dýpi þá væri ófært í Landeyjahöfn,“ sagði Elliði í gær. Hann sagði að þótt tryggar samgöngur skiptu farþega miklu máli þá væru þær ekki síður mikilvægar fyrir atvinnulífið. Það beinlínis hróp- aði á að samgöngur væru með eðlilegum hætti. Fundur um ferjumannvirki í Þorlákshöfn Fulltrúar Þorlákshafnar munu í dag eiga fund með Vegagerðinni til að ræða framtíð mann- virkja sem þjónuðu Herjólfi meðan ferjan var með áætlun þangað. Fundurinn er haldinn að ósk Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra Ölfuss. Ólafur sagði að í apríl sl., áður en hann varð bæjarstjóri, hefðu bæjaryfirvöld í Ölfusi óskað eftir fundi með Vegagerðinni um málefni Herjólfs. Í kjölfarið sagði Vegagerðin upp samningi um hafnaraðstöðu fyrir ferjuna. Um mitt sumar barst svo fyrirspurn frá Vegagerðinni um hvort bærinn vildi að afgreiðsluhúsið á bryggjunni yrði fjarlægt eða bærinn yfirtæki það. Erindið var rætt nýlega í bæjarráði en því hefur ekki verið svarað formlega. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að skipið komi hingað. Allur búnaður er óbreyttur,“ sagði Ólafur, áður en ákveðið var í gær að Herjólfur færi til Þorlákshafnar í dag. „Við tökum á móti öll- um skipum og hingað eru allir velkomnir, hvaðan sem þeir koma.“ Hvað varðar kostnað við afnot af höfninni benti Ólafur á nýsamþykkta gjaldskrá fyrir höfnina í Þorlákshöfn. Bagalegt þegar ferðir falla niður „Þetta er mjög slæmt fyrir okkur, það er ekki spurning,“ sagði Grímur kokkur Gíslason í Vest- mannaeyjum, um endurtekna röskun á ferðum Herjólfs. Fyrirtæki hans framleiðir tilbúna rétti fyrir neytendamarkað og mötuneyti um allt land. Hann kvaðst vera með millilager í Reykjavík og til þessa hefði verið hægt að anna pöntunum. Það yrði þó mjög bagalegt ef samgöngur féllu niður mikið lengur. Hjá Grími kokki starfa fimmtán manns í Vestmannaeyjum og tveir á höfuðborgarsvæðinu. Vinnustaðurinn er því stór miðað við fjölda íbúa í Eyjum. Grímur kvaðst hafa verið í stöðugu sam- bandi við starfsfólk Herjólfs, en eðlilega hefði það getað litlu svarað um hvað yrði gert. „Það er ekki fólki bjóðandi að ferðir falli nið- ur dag eftir dag. Það ógnar atvinnu og öðru á meðan ástandið er svona,“ sagði Grímur í gær, áð- ur en ákveðið var að Herjólfur færi í Þorlákshöfn. Herjólfur siglir morgun- ferðina til Þorlákshafnar  Fundur í dag um framtíð ferjumannvirkja Vegagerðarinnar í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kokkur Grímur Gíslason framleiðir tilbúna rétti í Vestmannaeyjum sem seldir eru víða um land. Hjá honum vinna 15 manns í Eyjum. Vörurnar komast ekki á markað þegar Herjólfur siglir ekki. Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Sigrún Knúts- dóttir, yfir- sjúkraþjálfari á endurhæfingar- deild LSH Grens- ás, hefur hlotið verðlaun Evr- ópudeildar Heimssambands sjúkraþjálfara. Sigrún hefur lengi verið einn af leiðtogum í íslensku sjúkraþjálf- arasamfélagi, m.a. sem stjórnandi og formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Þá var hún varafor- maður í stjórn Evrópudeildar Heimssambands sjúkraþjálfara frá 1998-2008. Í umsögn dómnefndarinnar segir m.a. að hún hafi „lagt þung lóð á vogarskálar sjúkraþjálfunar í Evr- ópu með störfum sínum, sérstak- lega á sviði kennslu og þróunar í endurhæfingu mænuskaðaðra og verið mjög virk innan Evrópu- deildar Heimssambands sjúkra- þjálfara þar sem hún hefur gegnt mörgum mikilvægum störfum.“ Sjúkraþjálfari fær viðurkenningu Sigrún Knútsdóttir Fornbílaklúbbur Íslands hefur stað- ið fyrir kvöldrúntum um höf- uðborgina í sumar. Síðasti rúntur sumarsins verður farinn í kvöld. Lagt verður á stað frá klúbbhúsi Fornbílaklúbbsins í Elliðaárdal kl. 20,30, þaðan sem ekið verður um bæinn og endað á kaffihúsi. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á japanska bíla, en að sjálf- sögðu eru allir fornbílar velkomnir. Fornbílarúntur Húsfriðunarnefnd hefur veitt þeim Sturlu Böðvarssyni og Rakel Olsen viðurkenningar fyrir gott og ósér- hlífið starf í þágu húsverndar í Stykkishólmi. Í tilkynningu segir að eljusemi og barátta þeirra mörg undanfarin ár fyrir verndun varð- veisluverðrar byggðar og einstakra húsa hafi skilað undraverðum ár- angri. Sturla Böðvarsson hafði frum- kvæði af því árið 1978 sem sveitar- stjóri í Stykkishólmi að gerð var húsakönnun í elsta hluta bæjarins. Reyndist sú vinna vera sá grunnur sem verndun húsa í Stykkishólmi hefur síðan byggst á. Síðar sat Sturla í Húsafriðunarnefnd og vann á þeim vettvangi ötullega að húsa- vernd um víða um land. Rakel Olsen hefur unnið að end- urgerð og viðgerð nokkurra gam- alla bygginga í Stykkishólmi sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun víða um land fyrir fádæma vand- virkni. Má í því samhengi nefna hús í hennar eigu Tang og Riis, Clau- senshús og Frúarhús en einnig þátttöku hennar í viðgerð Stykkis- hólmskirkju hinnar eldri. Á myndinni eru Rakel og Sturla ásamt Nikulási Úlfari Mássyni og Hjörleifi Stefánssyni. Viðurkenning fyrir vernd gamalla húsa STUTT Mælingar á sjávardýpi við Land- eyjahöfn sem gerðar voru úr Lóðs- inum í fyrradag sýndu að dýpi inn- an og utan við hafnarmynnið var eðlilegt, að undanskildum 30 metra breiðum taumi sem teygist til vest- urs úr eystri hafnargarðinum. Herjólfur tók niðri á þessari tungu á sjávarbotni á sunnudags- kvöldið var. Hnykkur kom á skipið sem komst yfir hindrunina. Sigl- ingastofnun hefur bent á að eftir eldgosið í Eyjafjallajökli hafi safn- ast meira en milljón rúmmetrar af gosefni á sjávarbotninn á milli Landeyjahafnar og ósa Mark- arfljóts. Suðaustlægar áttir geti borið þetta efni að hluta inn í höfn- ina. Austlægar áttir hafa verið ríkjandi undanfarið. Stýrihópur samgönguráðherra um hafnargerð í Bakkafjöru skilaði skýrslu í mars 2007. Þar má lesa um aðstæður þar sem Landeyja- höfn var byggð og áhrif ölduhreyf- inga á efnisflutning. Ekki var þó gert ráð fyrir eldgosi. Ölduhæð við suðurströndina er minnst undan Bakkafjöru í vari af Vestmannaeyjum. Um kílómetra frá fjörunni er sandrif og dýpið á það 2-4 metrar að jafnaði, nema þar sem hlið eru á rifinu. Eitt af þessum hliðum er nánast alltaf á sama stað og þar fyrir innan var höfninni valinn staður. Hryggur sandrifsins er um 500 metra frá hafnarmynninu. Gísli Viggósson hjá Sigl- ingastofnun rannsakaði efnisburð við Bakkafjöru og ljóst er að öldu- áttin hefur mikil áhrif á hann. Suð- vestan- og vestanalda er ríkjandi í hafinu suður af landinu og er það um 52% af tímanum. Suðvestan- aldan sem brotnar á sandrifinu og aftur innan við álinn í fjörunni veldur því að efnið berst austur með ströndinni. Suðvestan-brim valda botnstraumi sem ber efni frá sandrifinu undan Bakkafjöru og út á meira dýpi. Eftir því sem suðvest- an-brimin eru fleiri því dýpra verð- ur á sandrifinu. Í blíðu grynnkar á rifinu. Í ölduátt úr suðri, sem er um 22% tímans, leitast öldustraumar við að bera efni úr sandrifinu til beggja átta og viðhalda dýpi eða auka það. Tíðni suðaustan- og austan- ölduátta er um 26%. Alda úr þeirri átt ber efni vestan Bakkafjöru til vesturs og austan Bakkafjöru til austurs. „Í suðaustan-ölduáttum verður rof á sandrifinu undan Bakkafjöru, en aurburðurinn úr Markarfljóti berst með ölduáttinni út á rifið og leitast við að grynnka á sandrif- inu,“ segir í skýrslunni. Sjávarbotn á stöðugri hreyfingu Suðvestan öldufar við Vestmannaeyjar og Bakkafjöru Yfir 4,5 4-4,5 3,5-4 3-3,5 2,5-3 2-2,5 1,5-2 1-1,5 0-1 < 0 Ölduhæð (metrar) Heimaey Bakkafjara Surtsey Elliðaey Heimild: Siglingastofnun  Ölduáttir við Bakkafjöru ráða miklu um hvert efnin berast  Dýpi innan og utan Landeyjahafnar mældist eðlilegt að undanskildum 30 metra breiðum taumi Byggt á korti Siglingastofnunar Öldur Vestmannaeyjar skýla Bakkafjöru fyrir öldum úr suðri. Um sólarhring að fjarlægja rifið RIF LOKAR LANDEYJAHÖFN Á LÁGSÆVI Dýpkunarskipið Perla fer væntanlega frá Reykjavík til Landeyjahafnar á fimmtudags- kvöld eða föstudagsmorgun. Skipið hefur ver- ið í viðgerðarstoppi sem lýkur í dag, að sögn Gunnlaugs Kristjánssonar, forstjóra Björg- unar ehf., sem gerir Perlu út. Hann sagði veð- urspá vera þokkalega fyrir föstudag. Fáist næði vegna veðurs verður Perla lík- lega um sólarhring að taka rifið sem myndast hefur við hafnarmynnið. Þá verður höfnin fær Herjólfi, hvað sem sjávarföllum líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.