Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 6

Framsóknarblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 6
6 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. □ BRUnHBÚTnFÉLBC ÍSIHIMS LÍFTRYGGING GAGNKV€MT TKVGGINGAFÉLAG Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Apótek Vestmannaeyja Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Arnarflug Hvað ræður aflasæld íslenskra skipstjóra SINNGANGUR | JÓRÓÐRAR HAFA VERIÐ stundaðir á íslandi allt frá því _ land byggðist. íslensku landnemarnir voru þrautreyndir sæfarar, enda var íslenska landnámið þrekvirki, og ferðir yfir Atlantshafið marka í raun þáttaskil í úthafssiglingum þjóða. Fljótlega hafa fyrstu landnemarnir áttað sig á því að miðin í kringum landið voru ekki síður gjöful en landið sjálft, enda hafði þjóðin varla hjarað hér í ellefu aldir án þeirrar bjargar sem sjórinn veitti. En hafið tók sinn toll og vegna sjósóknar hefur margur orðið að bera þungar raunir. Þannig hefur hafið alltaf verið, í senn ógnvaldur og bjargvættur. Sjósókn hefur alltaf verið snar þáttur í fæðuöflun landsmanna og frá því á 13. öld hefurfiskur veriðaðal útflutningsvara íslendinga. í fyrstu var bátakostur frumstæður og menn bundnir við nær- liggjandi mið. Er vélaraflið kom til sögunnar í upphafi þessarar aldar gátu menn sótt á ný og fjarlæg mið. Ýmsar aðrar tækni- nýjungar komu til sögunnar og aflinn jókst að sama skapi. En hvort sem skip og voru stór eða smá hefur formaðurinn og seinna skip- stjórmn oft verið talinn hafa úrslitaáhrif á aflasæld þess skips sem róið var á. Þannig hefur aflinn verið prófsteinn á ágæti skipstjórans í gegnum tíðina. í þessari ritgerð er ætlað að fjalla um hvort þetta eigi við rök að styðjast, eða hvort aflaskipstjórinn sé aðeins goðsögnin ein. Til grundvallar eru lagðar tvær andstæðar kenningar, annars vegar kenning Gísla Pálssonar og hins vegar kenning Þórólfs Þórlindssonar. KENNING GÍSLA PÁLSSONAR IKENNINGUM SÍNUM um aflabrögð greinir Gísli á milli tveggja skýringa. Annars vegar tæknilegrar og hins vegar sálfræðilegrar. Samkvæmt tæknilegu kenn- ingunni á aflamunur rætur að rekja til nokkurra efnislegra þátta, svo sem stærð báta, veiðarfæra, siglingatækja, róðrafjölda og áhafnar. Samkvæmt sálfræðilegu kenningunni er það skipstjór- inn og hans eiginleikar sem ráða úrslitum um afla. Hæfi- leikinn til að fiska er í blóðinu, m.ö.o. varanlegur, eðlislægur eiginleiki. Inn í þessar skýr- ingar fléttast einnig að sá sé aflasæll sem sé næmur á nátt- úruleg teikn og geti fest sér í minni öll þau atriði sem snerta lífríki sjávar, veiðar og veður- far. En aðrar skýringar gera ráð fyrir að fiskni sé fólgin í að geta komist í ákveðið hugarástand, ýmist í vöku eða draumi. T.d. geta menn komist í ákveðið fiskistuð. Þá er þeim eiginlega ekki sjálfrátt. Þeir fá „brjálæð- islegar hugdettur” sem þeir framkvæma og fiska aldrei meira en þá. Menn geta engu um það ráðið hvort þeir komast í stuð eða ekki, sama er að segja um þau skilaboð sem menn fá í draumi, annað hvort eru menn berdreymnir eða ekki. Sálfræðikenningin greinir á rnilli þeirra sem fiska „af lagni” og hinna sem fiska „af kröft- um”. Aðferðir þessara hópa eru ólíkar. Þeir sem fiska af kröftum róa oft, nánast hvernig sem viðrar og sóa veiðarfærum og olíu. Hinir sem fiska af lagni beita natni og frumleika. Þeir fara sínar eigin leiðir, gefa betur gaum að náttúrulegum teiknum og treysta fremur á innsæi en fyrirgang. Bæði sálfræðikenningin og sú tæknilega gera ráð fyrir að tæknilegir og efnislegir þættir hafi hlutverki að gegna, en þeir líta tæknina hins vegar ekki sömu augum. Þær greinir á um hvar draga eigi mörk á milli manns og umhverfis. Nokkur sannleikskjarni er trúlega í báðum þessum kenningum. En að mati Gísla eru þær í vissum skilningi ósættanlegar. Annað hvort ræður skipstjórinn úrslitum á aflamun eða ekki. Gísli Pálsson gerði því til- raun til að komast að hinu sanna með rannsóknum er hann gerði á aflabrögðum nokkurra Sandgerðisbáta á vetrarvertíðum árin 1979, 1980 og 1981. Niðurstaða hans var sú að mismikill hæfileiki skipstjóra til að veiða fisk eigi ekki við rök að styðjast og að framlag skip- stjórans sé mjög lítið. Ástæður þess að bátar fiska misvel megi fyrst og fremst rekja til sóknar og veiðibúnaðar. Rannsóknir þær er hann gerði á sumar- síldveiðum á árunum 1959— 1961 studdu fyrri niðurstöður, það er að kenningin um afla- klóna sé stórlega ýkt. KENNING ÞÓRÓLFS ÞÓRLINDSSONAR |®ÞÓRÓLFUR REYNIR að meta þá kenningu Gísla Pálssonar að aflaskip- stjórinn sé aðeins goðsögn. Til grundvallar leggur hann sumarsíldveiðar á árunum 1957-1961. Stuðst er við afla- skýrslur sem eru að hluta til sömu gögn og Gísli notaði í sinni rannsókn að viðbættum upplýsingum um aflamagn frá 1958 fyrir allan flotann. Einnig bætir hann við upplýsingum um aflakónga og meðalafla ársins 1957. Einnig kannaði hann til- færslur skipstjóra á milli skipa frá ári til árs. í niðurstöðum sínum er Þórólfur sammála Gísla um að flestir íslenskir skipstjórar séu miklir aflamenn, en hann telur af og frá að þeir séu allir jafn miklir aflamenn og að það ráð- ist fyrst og fremst af heppni eða tilviljun hve menn fiska mikið. Hann telur nteð öðrum orðum að rannsóknir Gísla staðfesti í raun þá skoðun að aflaskip- stjórinn sé ekki goðsögn, heldur blákaldur veruleiki. Það sem styður þe’ssa staðhæfingu er að fylgnitölur Gísla vanmeta samræmið í aflabrögðum skip- stjóra milli ára. Það er einkum tvennt sem lækkar fylgnina í útreikningum Gísla. í fyrsta lagi er ástæðuna að

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.