Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 252. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
TEKJURNAR
JUKUST UM
RÚM 33%
FJÖLDI
AUGLÝSINGA
Á EINUM STAÐ
KAFAÐ Í FERIL
OG RÆTUR
RAGGA BJARNA
NÝR AUGLÝSINGAMIÐILL NÝ HEIMILDARMYND 34VIÐSKIPTABLAÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Líf Dalurinn er kjörin rannsóknarstofa.
Íslenskir, bandarískir og sænskir
líffræðingar rannsaka nú áhrif
hitastigs og áburðar á lífríkið í 15
lækjum í Miðdal. Tilgangurinn er
einkum sá að leiða líkum að því
hvaða áhrif hlýnandi loftslag mun
hafa á lífríki jarðar. Miðdalur, sem
er einn Hengilsdalanna þriggja, er
kjörinn vettvangur slíkra rann-
sókna, en þar er einstök fjölbreytni.
Hitastig lækjanna er frá 5-45°C.
Rannsóknin fékk 1,2 milljónir doll-
ara í styrk frá bandarískri vís-
indastofnun. »6
Lækir við Hengil
veita vísbendingar
um hlýnun jarðar
Aðlagist ESB
» Í greinargerðinni er hug-
takið „aðlögunarfyrirkomulag“
notað í málsgreinum um þróun
umsóknarferlisins.
» Hlutverk þingmannanefnd-
arinnar verður að fylgjast með
samskiptum Íslands og ESB,
einkum aðildarferlinu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Laga þarf stjórn- og dómskerfi Ís-
lands að regluverki Evrópusam-
bandsins áður en aðild kemur til
greina og mun hraði aðildar-
viðræðna ráðast af því „hve vel Ís-
landi tekst að uppfylla kröfur vegna
aðildar“.
Þetta kemur fram í greinargerð
ríkjaráðstefnu aðildarríkja Evrópu-
sambandsins í júlí sl. í tilefni af opn-
un viðræðna um hugsanlega aðild Ís-
lands að sambandinu.
Vilja nýjan Icesave-samning
Vikið er að Icesave-deilunni í
skjölum sameiginlegrar þingmanna-
nefndar ESB og Íslands, vegna
fundar hennar 4.-5. október sl., en
þar er mælst til þess í undirkaflanum
„Um hinar efnahagslegu forsendur
Evrópusambandsaðildar“ að Íslend-
ingar, Bretar og Hollendingar kom-
ist að „nýju samkomulagi“ í deilunni.
Þá kemur fram í greinargerðinni
að „Ísland [skuli] taka upp evru sem
innlendan gjaldmiðil í kjölfar
ákvörðunar [leiðtoga]ráðsins þar að
lútandi á grundvelli mats á því hvort
það uppfylli nauðsynleg skilyrði“.
Jafnframt er gerð krafa um
„nauðsynlega getu og skipulag fyrir
trausta stjórnun ESB-sjóða og skil-
virkt eftirlit með þeim í samræmi við
regluverkið“.
Krafa um víðtæka aðlögun
Laga þarf íslenskt stjórnkerfi að kröfum Evrópusambandsins Aðlögunin og
lausn Icesave-deilunnar eru meðal skilyrða aðildar Ísland taki upp evru við aðild
M Ísland skuli taka upp evru »4
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Skuldabréfamarkaðurinn miðviku-
daginn 22. september síðastliðinn
festist í vítahring söluþrýstings,
óvissu og veðkalla eftir vaxtaákvörð-
un Seðlabankans sama dag. Breytt-
ust forsendur fjárfesta um vaxta-
þróun og afnám gjaldeyrishafta.
Nam lækkunin innan dags rúmum
átta prósentum og töpuðu margir
gríðarlegum fjárhæðum, einkum
sjálfstæðir fjárfestar, sem stundað
höfðu skuldsett skuldabréfakaup.
Fór svo að bækur viðskiptavaka
sprungu, sem þýðir að þeir keyptu
og keyptu skuldabréf þar til skylda
þeirra til slíkra kaupa á ákveðnu
verðbili var uppfyllt. Gerist það afar
sjaldan að bækur vakanna springa.
Það segir sitt um hve alvarleg
staðan var að rætt var um það eftir
lokun markaðarins þennan gráa
miðvikudag hvort viðskiptavakarnir
myndu yfir höfuð leggja inn tilboð
daginn eftir. Ef viðskiptavakt með
ríkisskuldabréf og íbúðabréf hefði
lagst af hefði það gengið af íslenskum
skuldabréfamarkaði dauðum.
Af þessu varð ekki og er ekki ljóst
hve alvarlega menn voru að velta
þessum möguleika fyrir sér. Þá segir
það einnig sitt að nokkrum dögum
síðar, eða hinn 4. október, var há-
marksmunur á kaup- og sölutilboðum
viðskiptavaka á ákveðnum skulda-
bréfaflokkum aukinn. Þetta hefur
væntanlega verið gert að kröfu við-
skiptavakanna, sem ekki vildu lenda
aftur í viðlíka stöðu og á miðvikudeg-
inum umrædda. » Viðskipti
Skelfingarástand á markaði
Rökstuðningur vaxtaákvörðunarnefndar Seðlabankans leiddi til hruns á skulda-
bréfamarkaði Margir töpuðu gríðarlegum fjárhæðum á afar skömmum tíma
Viðskiptavakar
» Viðskiptavakar eru bankar,
sem gert hafa samning við út-
gefendur skuldabréfa um að
hafa alltaf úti kaup- og sölu-
tilboð.
» Verðmunur á kaup- og sölu-
tilboði verður að vera innan
ákveðinna marka.
„Við byrjuðum að telja niður dagana um mán-
aðamótin. Það er gott að fá pabba heim,“ sagði
Guðrún Guðmundsdóttir sem í gærkvöldi tók á
móti pabba sínum, Guðmundi Stefáni Valdimars-
syni, bátsmanni á varðskipinu Ægi. Skipið var að
koma úr Miðjarðarhafinu, en það er búið að vera
þar og við Senegal í verkefnum sl. sex mánuði.
Með Guðrúnu á myndinni eru systur hennar,
Þuríður og Jóna. egol@mbl.is »4
Áhöfn Ægis var vel fagnað eftir langa útiveru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í tólf ár hafa
verið stundaðar
umfangsmiklar
rannsóknir á lífi
stórurriðans í
Þingvallavatni
með flóknum
merkja- og
tækjabúnaði.
Lengstu sam-
felldu ferlarnir
fyrir einstakan
fisk eru fjögur
ár. Jóhannesi Sturlaugssyni hjá
Laxfiskum, sem annast rannsókn-
irnar, er til efs að saga villts fisks
hafi í annan tíma verið skráð svo
nákvæmlega svo lengi. Í þessum
rannsóknum veiddi Jóhannes sama
fiskinn átta haust í röð. »13
Samfelld saga
urriða í fjögur ár
Jóhannes Stur-
laugsson með einn
af risaurriðunum,