Morgunblaðið - 02.11.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 02.11.2010, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 ✝ Ólafur HákonMagnússon fæddist í Nýlendu við Hvalsnes í Mið- neshreppi 5. júní 1919. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi mánudaginn 25. nóvember. Foreldrar hans voru Magnús Bjarni Há- konarson, bóndi í Nýlendu, f. 12.6. 1890, d. 11.10. 1964, og kona hans Guðrún Hansína Steingrímsdóttir, f. 13.2. 1891, d. 15.12. 1987. Systkini hans eru: Steinunn Guðný Magnúsdóttir f. 14.8. 1917, d. 14.10. 1997. Björg Magnea, f. 1921, d. 1980, gift Ólafi Guðmundssyni. Einar Marinó, f. 1924. Kona hans er Helga Að- alsteinsdóttir. Gunnar Reynir, f. 1925. Kona hans er Sigurlaug Zop- haniasdóttir. Hólmfríður Bára, f. 1929, gift Brynj- ari Péturssyni. Tómasína Sólveig, f. 1932, sambýlis- maður hennar var Jóakim Snæ- björnsson, nú látinn. Útför Ólafs Hákons fer fram í Hvalsneskirkju í dag, þriðju- daginn 2. nóvember 2010, kl. 14. Hákon afi var besti afi í heiminum, ég veit að það eru stór orð en hann var það. Við bræðurnir sóttumst gríðarlega eftir því að fara út á Nýlendu að hjálpa til í sveitinni og aldrei fengum við nóg af því. Jafnmiklir herramenn og hraustmenni eru vandfundnir. Alltaf að hugsa vel um kartöflu- garðinn sinn og rófurnar, fara á trill- unni á grásleppuna eða á handfæri, saltandi þorskinn sinn sem var mjög eftirsóttur rétt eins og nýlendu- kartöflur voru. Hann hugsaði alltaf vel um allt og alla og vildi engum illt. Við vöknuðum átta eða níu á morgnana og fengum graut hjá Svölu ömmu, blessuð sé minning hennar. Á meðan var afi búinn að vera úti að vinna síðan fimm um morguninn, klikkaði aldrei hjá honum. Bestu tímar okkar bræðranna voru hér á Nýlendu. Sindri og Andri Heiðarssynir. Minning um besta afa í öllum heim- inum. Það verður með ótrúlegum söknuði í hjarta hugsað um að afi sé farinn frá okkur. Hann hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og verður erfitt að horfa yfir Nýlenduna og Hvalsnes- kirkjuna án þess að fyllast söknuði. Frá því ég man eftir mér hefur afi alltaf verið eins, rólegur, duglegasti maður sem ég hef kynnst og fyrst og fremst var hann með ólýsanlega gott og stórt hjarta. Hann hefur alltaf hugsað fyrst um aðra, en sjaldan um sjálfan sig, enda var hann ótrúlega hógvær maður. Það eru ábyggilega mjög margar manneskjur sem muna eftir því þegar afi kom með poka af kartöflum, rófu- poka, sólþurrkaðan saltfisk eða signa grásleppu til þeirra, og ef engin var heima skildi hann alltaf pokana eftir við hurðina hjá þeim. Svona var afi alltaf. Alla mína ævi hef ég aldrei kynnst manneskju sem er með svona gott og stórt hjarta og afi var. Það rifjast upp svo ólýsanlega margar minningar um afa þegar ég byrja að hugsa um hann. Eins og þeg- ar við vorum að heyja, það var svo gaman að leika sér í heyböggunum. Svo má ekki gleyma þegar ég fór með afa á sjóinn. Ég varð alltaf svo sjó- veik. Svo voru líka margir föstudagar sem við fórum á bílastæðið hjá Stap- anum í Njarðvík til að selja kartöflur, rófur og saltfisk. Svona get ég talið upp endalaust. Elsku afi minn. Þú ert besti, ynd- islegi, einstaki maður sem ég hef kynnst og þú hefur alltaf verið til staðar. Ég elska þig svo ólýsanlega mikið og á ég eftir að sakna þín svo sárt. Ég vil þakka þér fyrir góð- mennskuna og þolinmæðina sem ég fékk frá þér. Ég veit að það að hafa þekkt þig og elskað þig svona mikið er eitthvað sem ég á eftir að hugsa mikið um alla mína ævi. Kær ástar- og saknaðarkveðja, Hugrún Svala Heiðarsdóttir. Þá er hann búinn að fá hvíldina eft- ir langa ævi og góða heilsu þótt síð- ustu tvö árin væru erfið. Það er margs að minnast. Hákon móðurbróðir var mér sem annar faðir í sveitinni allt til 16 ára aldurs. Við unnum mikið sam- an bæði í heyskap og á sjó og eru margir sjóróðrar okkar mér minnis- stæðir. Hákon kenndi mér margt sem ég bý enn að, svo sem að keyra trak- tor og veiða fisk á ýmsan hátt svo sem að skaka, leggja net og lóð. Hann var með afbrigðum veðurglöggur og lent- um við aldrei í tvísýnu. Þetta stuðlaði að því að ég lagði fyrir mig líffræði og var ég líklega ekki sú eina sem varð fyrir áhrifum í Nýlendu, en Björn Gunnarsson fiskifræðingur, sem er bróðursonur Hákonar, var einnig um tíma í Nýlendu. Hákon var mjög barngóður og nutu margir úr ættinni þess, þar á meðal dætur mínar sem voru í sumardvöl í skjóli Hákonar og Svölu í nokkrar vikur. Hákon var dagfarsprúður og sum- um fannst hann fámáll. Hann var hins vegar miklu meiri húmoristi en virtist í fljótu bragði. Hann kenndi mér að miklast ekki af neinu en láta verkin tala. Hans mesta yndi var að gefa fólki mat. Lauma svona einum og ein- um pokaskjatta af rófum, kartöflum og stundum siginni grásleppu. Veit ég það fyrir víst að hann gaf stundum ekkjum kartöflur í lengri tíma. Reyndar var það til siðs í Nýlendu að gefa fátæku fólki fisk og vorum við systkinin oft send með slíkar gjafir á næstu bæi. Eftirminnileg er ferð okkar Há- konar til London árið 2000 þegar Há- kon fékk krabbamein í augað og þurfti í mjög sérhæfða aðgerð. Augn- læknirinn skynjaði það kannske að þetta var óvanaleg ferð fyrir Hákon, gamlan útvegsbónda af Suðurnesjum og sagði: Þú ferð ekkert í þessa að- gerð fyrr en þú ert búinn að skoða London í nokkra daga. Þetta varð mjög skemmtilegt hjá okkur. Fórum við með alls konar farartækjum svo sem upp á loft í tveggja hæða strætó, í neðanjarðarlest og út að versla. Há- kon sagði: Mig vantar jakkaföt og hatt handa Svölu. Þetta var keypt í stórverslun nokkurri. Það stóð ekkert í Hákoni að fara í ótal rúllustiga og var hann eins og unglingur í þessari ferð. Allt var svo skemmtilegt enda var þetta fyrsta utanferðin hans. Við skoðuðum konungshöllina, vax- myndasafnið og hús Sherlocks Hol- mes. Sigling á Thames var sjálfsögð en það var mjög erfitt fyrir Hákon að fá ekki að stýra bátnum. Hann lang- aði mikið til þess. Ég neitaði að biðja um það fyrir hans hönd, en hann stóð þá bara upp og bað um að fá leyfi til að stýra. Leiðsögumaðurinn sagði bara góðlátlega nei og við það sat. Um allar þessar skemmtanir okkar var Hákon mjög áhugasamur. Þá var komið að aðgerðinni. Aðgerðin fólst í því að komið var fyrir geislavirku stykki bak við augað. Þar átti það að vera í 3 daga og Hákon inniliggjandi í ein- angrun. Var stykkið síðan fjarlægt í annarri svæfingu. Aðgerðin tókst vel og læknaðist Hákon af þessum kvilla. Að leiðarlokum þakka ég samfylgd- ina. Unnur Skúladóttir. Hákon eins og hann var alltaf kall- aður var næstelstur sjö systkina þar sem móðir mín var elst. Hún ólst hins vegar upp í Reykjavík hjá föðursyst- ur sinni Guðrúnu og manni hennar Magnúsi Þórarinssyni. Ég kynntist Hákoni eða öllu heldur hann mér þegar ég var fyrst sendur í sveit í Nýlendu nítján mánaða gamall, en þar gekk mér í móðurstað fyrstu sumrin Björg móðursystir mín. Há- kon reyndist mér afar vel, hann var mér hlýr og góður og tókust með okk- ur kærleikar sem entust alla tíð. Í mína fyrstu sjóferð fór ég með Há- koni, Gunnari Reyni yngri bróður hans og afa þar sem ég dró minn fyrsta fisk. Og sjóferðirnar með Há- koni urðu fleiri. Ég var í sveit í Nýlendu til átta ára aldurs en eftir það var ég sendur norður í land í sveit til afabróður míns í Hörgárdal. Þótti víst nokkuð ódæll þótt Hákoni hafi ekki fundist það. Kom ég síðan oft í Nýlendu til ýmissa verka eða í heimsókn ekki síst eftir að Hákon tók við búi foreldra sinna. Var einatt gaukað einhverju að manni í kveðjuskyni eins og poka af rófum og kartöflum eða jafnvel sólþurrkuðum salfiski. Kom að því að ég eignaðist börn og voru þau send í sveit í Nýlendu til Há- konar og hans ágætu konu Svölu, en í minna mæli en ég. Reyndust þau börnunum frábærlega eins og Hákon mér. Nokkuð sem Skúli sonur minn upplifði þar og gleymir aldrei, var í sjóferð með Hákoni þegar þeir tveir voru að draga grásleppunet og fengu stærðar hárkarl í netin. Var hann kominn upp undir bátinn þegar Há- kon af stöku æðruleysi skar á tross- una. Rétt er að minnast þess að þegar Hákon eignaðist bátinn nýjan fól hann mér að teikna á hann stýrishúsið sem ég gerði af mikilli ánægju. Eina stýrishúsið sem ég hef teiknað um ævina. Það var aðalsmerki Hákonar að gera sem minnst úr öllu, draga úr, og átti það jafnt við um aflabrögð sem annað. Sama gilti um hákarlinn þótt hann hefði verið lengri en báturinn. Hákon var lengi hringjari við Hvalsneskirkju og var eftir því tekið hve fallega hann hringdi klukkunum þar. Minnisstæðast er mér í dag þegar ég og fyrrverandi sambýliskona mín buðum Hákoni með okkur í Útskála- kirkju á tónleika Eivarar Pálsdóttur. Hann bókstaflega ljómaði af ánægju það kvöldið. Síðan eru um tvö ár. Hann veiktist stuttu seinna en þegar minnst var á þetta kvöld síðar við hann, áður en veikindi hans ágerðust, ljómaði hann enn og aftur. Blessuð sé minning hans. Magnús Skúlason. Mér er ljúft að minnast Hákonar, ömmubróður míns. Það var töluverð- ur samgangur á milli ömmu Steinu og Hákona og var oft farið í Nýlendu og einnig kom Hákon oft við á Bakka- stígnum þegar hann átti erindi í bæ- inn. Hákon stundaði bæði búskap og sjósókn af miklum myndarskap. Ég dvaldist í stuttan tíma upp úr 1970 í Nýlendu þegar langamma bjó þar líka og kynntist þá heimilisfólkinu nokkuð vel. Man t.d. mjög vel eftir hertrukknum sem Hákon notaði til að sjósetja bátinn og svo netageymsl- unni sem var í gamla skólanum ásamt mörgu öðru. Einu sinni þegar ég hitti Hákon í Nýlendu hafði hann það á orði að núna væri hann að gera það allra heimskulegasta sem hægt væri að hugsa sér – hann væri að selja steina af Miðnesheiðinni. Það hafði þá skyndilega orðið mikil eftirspurn eftir þessum steinum hjá garðyrkjumönn- um af höfuðborgarsvæðinu sem höfðu mikinn áhuga á að fá ákveðna stærð og lögun af steinum til að skreyta garða í Reykjavík og nágrenni. Ekki held ég að Hákon hafi séð ástæðu til að hagnast mikið á þessu óvænta og kannski ívið kjánalega viðskiptatæki- færi en valdi frekar úr hverjir mættu taka steinana. Hákon var eins og svo margir ís- lenskir bændur: fálátur, sterkur harðjaxl sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann mætti í jólaboð Nýlendufjölskyldunnar allt fram á síðustu ár og eftir strandið á rúss- neska flutningaskipinu Wilson Muuga í landi Nýlendu 2006 spurði ég hann í einu jólaboðinu hvort þetta sjó- slys hefði ekki valdið miklum óskunda á landi Nýlendu. Hann svaraði því til að hann væri ekkert að velta sér upp úr því en hann væri alla vega mjög ánægður með að það skyldi hafa verið lagður vegur þarna niður að sjávar- málinu þar sem skipið var því það hefði hann viljað gera í langan tíma. Svona var hlutunum tekið með stó- ískri ró og ekki verið að gera óþarfa veður út af því sem ekki væri hægt að gera neitt við. Minningin lifir um þennan mæta mann. Sigurður H. Magnússon. Ólafur Hákon Magnússon HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín rosalega mikið. En ég get þá alltaf komið upp í kirkjugarð til þín og ömmu. Mér líður líka vel ef ég hugsa um það að loksins ertu kominn til Svölu ömmu aftur, og ég veit að þið lítið öðru hverju niður til okkar. Ég elska þig. Kveðja, Sunna Líf 7 ára. ✝ Kristjana Svan-berg Jónsdóttir Cortes fæddist 28. júní 1920, um borð í vél- bátnum Svani, fyrir utan Höskuldsey á Breiðafirði, á leið til Stykkishólms. Hún lést í Reykjavík 22. október 2010. For- eldrar hennar voru Kristjana Friðjóns- dóttir, húsfreyja, frá Laugum í Hvamms- sveit, Dalasýslu, f. 19. sept. 1897, d. 13. jan. 1925, og Jón Magnússon, trésmiður, frá Hrauni í Ölfusi, f. 27. júní 1892, d. 7. okt. 1972. Bræður Nönnu eru: Magnús Reynir, rafmagnsfræðingur í Reykjavík, f. 28. sept. 1922, d. 7. nóv. 1975, Kristjón, húsasmíðameist- ari í Reykjavík, 15. apríl 1924, d. 1. f. 31. júlí 1948. Börn þeirra eru: Nanna María, maður hennar Svein- Erik Sagbråten, Garðar Thór, kvæntur Tinnu Lind Gunnarsdóttur, og Aron Axel. Barnsmóðir Garðars Emanuels er Rafnhildur Björk Ei- ríksdóttir og dóttir þeirra er Sigrún Björk. Jón Kristinn er kvæntur Álf- rúnu Sigurðardóttur, ritara, f. 17. sept. 1955. Dætur þeirra eru Rúna Dögg, maður hennar er Guðni Rafn Guðnason, og Hilda Hrund, maður hennar er Ólafur Veigar Hrafnsson. Fyrri kona Jóns Kristins var Jódís Arnrún Sigurðardóttir, sonur þeirra er Axel Örn. Barnabarnabörn Nönnu eru tíu. Nanna ólst upp í miðbæ Reykja- víkur og þar hófu þau hjónin Nanna og Axel einnig búskap sinn, m.a. við Smiðjustíg og síðar á Sundlauga- vegi. Nanna starfaði í mörg ár hjá rafgeymafyrirtækinu Pólar, en lengst af starfaði hún hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Jarðarför Nönnu verður gerð frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, 2. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. júlí 1961, og, sam- feðra, Garðar Ingi Jónsson, loft- skeytamaður, f. 28. okt. 1932. Nanna giftist Axel Hermanni Cortes, myndfaldara og hús- gagnasmiði, f. 3. des. 1914, d. 4. okt. 1969, hinn 19. nóv. 1938. Foreldrar Axels voru Emanuel Reinfried Henrik Cortes, yf- irprentari í Reykjavík, og kona hans Björg Vilborg Jóhannesdóttir Zoëga. Nanna og Axel eignuðust tvo syni; Garðar Emanuel Cortes, tónlistar- mann, f. 24. sept. 1940, og Jón Krist- in Cortez, tónlistarmann, f. 6. febr. 1947. Garðar er kvæntur Krystynu Mariu Blasiak Cortes, píanóleikara, Elsku amma. Nú þegar þú hefur kvatt okkur rifjum við upp minningar úr æsku, minningar sem tengjast þér og fjöl- skyldunni. Þegar við vorum yngri vorum við yfirleitt frændsystkinin saman hjá þér, fyrst á Sundlauga- veginum og síðar í Safamýrinni. Minningabrotin tengjast meðal ann- ars spilinu hæ gosi, brauði með kæfu, vandlegri leiðsögn í postulíns- málun, hátíðarhefðum eins og páska- eggi nr. 1 á hverjum diski, kartöflu- áhyggjum yfir hátíðarmatnum sem enduðu yfirleitt með því að ein kart- afla varð eftir sem enginn þorði að taka, heimatilbúnu karamellusós- unni, jólabollunum okkar og líflegu spilamennskunni á jóladag sem lifir enn. Við vorum hjá þér þegar þú kvaddir, þakklát lífinu, fjölskyldunni og umhyggjunni sem þú upplifðir á Eir síðustu ár. Þú varst einstaklega stolt af strákunum þínum og tengda- dætrum, barnabörnum og barna- barnabörnum og sagðist hafa rétt á að dásama fjölskylduna því það væri þitt hlutverk. Þú varst ung í anda og áttir erfitt með að trúa því á afmæl- isdeginum í sumar að við værum að fagna með þér níræðisafmælinu. Þó það sé ávallt erfitt að horfa á eftir ástvini þá þökkum við fyrir hve glöð þú varst með lífið fram til síð- asta dags og sofnaðir í friði. Þínar Rúna Dögg og Hilda Hrund. Þessa merku konu kveð ég með djúpri alúð, virðingu og þakklæti fyrir einlæga, áralanga vináttu og tryggð, sem kórónaðist jafnan með gleðibrosi. Við áttum margar slíkar stundir. Nanna var fríð sýnum, bar með sér mikinn yndisþokka og hvar sem hún fór fylgdi henni ákveðin reisn og virðing. Greind var hún, trúuð, fjöl- fróð og skemmtileg í viðræðum – ákveðin í sjónarmiðum, en ávallt reiðubúin að skoða og virða viðhorf annarra. En umfram allt var hún hjartahlý og mikil móðir. Ekki var hún þó einungis móðir drengjanna sinna tveggja, Garðars og Jóns Kristins, heldur mætti segja, að hún vekti sem móðir yfir tónlistarfram- kvæmdum og afrekum þeirra hvors um sig (og þau voru mörg hver ekki af smærra taginu) – var alltaf við- stödd svo lengi sem hún mátti, líkt og móðir, sem annast börnin sín. Þetta þótti mér fagurt að sjá. En svona var hún Nanna, heil og óskipt. Síðasta æviáfangann dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar heim- sótti ég hana oft og við ræddum. Hún vissi vel að hverju stefndi, en hafði engar áhyggjur né kvíða af dauðan- um. Þegar við báðum var bæn henn- ar sú, að Guð væri hjá henni og yrði með henni út yfir gröf og dauða og um alla eilífð á landi endurfundanna. Aðdáanlegur innri friður. En nú er hún „sofnuð“ eins og Biblían orðar það. Því fer vel á að enda þessi orð með sálmversi eftir sr. Valdimar Briem: Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Elskulegu vinir, Garðar, Jón Kristinn ásamt öllum ástvinunum. Hugheil samúð frá okkur Sólveigu og börnunum okkar. Jón Hjörleifur Jónsson. Kristjana Svanberg Jónsdóttir Cortes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.