Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 3
fékk mjög mörg stig bara fyrir að
taka þátt þar,“ sagði Ragna.
Helgi, Magnús og Tinna mæta
Auk hennar er vert að nefna að
Helgi Jóhannesson og systkinin
Magnús Ingi og Tinna Helgabörn
mæta öll til leiks en þau hafa öll leik-
ið í Danmörku að undanförnu. Helgi
er sigurstranglegastur íslensku karl-
anna en honum er raðað í 2. sæti á
eftir Dananum Emil Vind. Magnús
Ingi er númer 5. Tíu erlendir kepp-
endur taka þátt í einliðaleik karla og
koma þeir allir frá Norðurlöndum.
Keppni á mótinu hefst kl. 10 í dag
með fyrstu leikjum í tvenndarleik. Í
kjölfarið taka við leikir í einliðaleik
karla og svo í einliðaleik kvenna.
Áætlað er að tvíliðaleikir karla hefjist
kl. 14:40 og kvenna kl. 15:50. Átta
liða úrslit hefjast kl. 10 á laugardag-
inn og undanúrslitin kl. 16:30, og
mótinu lýkur svo með úrslitaleikjum
á sunnudeginum frá kl. 10 til 14. Að-
gangur áhorfenda er öllum ókeypis.
Morgunblaðið/Ómar
að einum sigrinum enn á mótinu.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Enn verðurbið á að Ívar
Ingimarsson,
fyrirliði enska
knattspyrnuliðs-
ins Reading,
byrji að spila með
liðinu á þessu
tímabili. Meiðsli
hans hafa tekið
sig upp að nýju og talið er að hann
verði frá keppni í minnst þrjár vik-
ur. Ívar meiddist í læri í mars og
þurfti að fara í uppskurð í kjölfarið.
Hann hóf að spila með varaliðinu í
síðasta mánuði og var kominn inn í
aðalliðshópinn en nú er komið bak-
slag hjá honum. Ívar sagði við stað-
arblaðið Reading Chronicle í gær að
um væri að ræða hliðarverkanir eft-
ir uppskurðinn.
Hvöt frá Blönduósi og Tindastóllfrá Sauðárkróki hafa ákveðið
að senda sameinað lið til leiks í 2.
deild karla í knattspyrnu næsta
sumar. Hvöt endaði í 5. sæti 2.
deildar í ár og Tindastóll varð
meistari í 3. deild. Félögin sendu frá
sér fréttatilkynningu þess efnis í
gær. Þessi niðurstaða þýðir að lið
Árborgar, sem varð í 3. sæti 3.
deildar í sumar, fer upp í 2. deild.
María Guð-steins-
dóttir úr Ár-
manni hafnaði í
10. sæti í 67,5 kg
flokki á heims-
meistaramótinu í
kraftlyftingum
sem nú stendur
yfir í Potc-
hefstroom í Suð-
ur-Afríku. Hún lyfti 170 kg í hné-
beygju, jafnaði Íslandsmetið í
bekkpressu með því að lyfta 102,5
kg, og lyfti loks 167,5 kg í rétt-
stöðulyftu. Samanlagður árangur
hennar var 440 kg. Auðunn Jónsson
úr Breiðabliki keppir í +125 kg
flokki á mótinu á morgun.
Handknattleiksmaðurinn Þránd-ur Gíslason sem gekk í sumar
til liðs við danska 1. deildar liðið Od-
der hefur ákveðið að leika á ný með
sínum gömlu félögum í Aftureldingu
eftir áramótin.
BjörgvinBjörgvins-
son, fremsti
skíðamaður
landsins, verður
á meðal kepp-
enda á fyrsta
heimsbik-
armótinu á skíð-
um sem haldið
verður í Levi í Finnlandi um
helgina. Keppt verður í svigi. Björg-
vin var við æfingar í Austurríki fyrir
þremur vikum og síðustu tíu dagana
hefur hann verið við æfingar í Geilo
í Noregi þar sem aðstæður hafa ver-
ið góðar.
Handknattleiksmaðurinn Ragn-ar Óskarsson átti frábæran
leik þegar Dunkerque sigraði stórlið
Montpellier 29:26 í fyrri leik liðanna
í undanúrslitum frönsku bik-
arkeppninnar í fyrrakvöld. Ragnar
skoraði 7 mörk fyrir Dunkerque
sem lék á heimavelli en síðari leikur
liðanna fer fram á heimavelli Mont-
pellier um næstu helgi.
Fólk sport@mbl.is
„Þetta var hreint hörmulegur leikur
af okkar hálfu lengst af. Við klikkuðum
á ýmsum atriðum sem hafa verið okk-
ar aðal á síðustu árum svo sem góðri
vörn, markvörslu og hraðaupp-
hlaupum,“ sagði hinn reyndi mark-
vörður Hauka, Birkir Ívar Guðmunds-
son.
„Ég tek á mig fjögur til fimm mörk
sem við fengum á okkur snemma leiks.
Auk þess vorum bara alltof meinlausir
í vörninni framan af sem lýsir sér best
í því að við fengum vart dæmt á okkur
aukakast lengi vel. Í fyrri hálfleik
fengum við á okkur 20 mörk. Það má
ekki gerast,“ sagði Birkir Ívar.
Morgunblaðið/Kristinn
n og Gísli Jón Þórisson reyna að halda aftur af honum.
heldur áfram
Digranes, úrvalsdeild karla, N1-deildin,
fimmtudaginn 11. nóvember 2010.
Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 7:3, 13:7,
18:10, 20:13, 20:14, 24.15, 24:20, 29.25,
32:29, 34.31, 36:32, 36:34.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/1, Daníel
Berg Grétarsson 9, Atli Ævar Ingólfsson
6, Ólafur Bjarki Ragnarsson 6, Hörður
Másson 2, Sigurjón Friðbjörn Björnsson
1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15
(þar af 6 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur, þar af fékk Vil-
helm Gauti rautt spjald við þriðju brott-
vísun á 58. mín..
Mörk Hauka: Björgvin Þór Hólmgeirs-
son 11, Guðmundur Árni Ólafsson 6/2,
Þórður Rafn Guðmundsson 6/3, Stefán
Rafn Sigurmannsson 5, Heimir Óli
Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 1,
Gísli Jón Þórisson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7
(þar af 1 til mótherja). Aron Rafn Eð-
varðsson 5/1 (þar af 3/1 til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Svavar Pét-
ursson, slakir.
Áhorfendur: 700.
HK – Haukar 36:34
Framhús, úrvalsdeild karla, N1-
deildin, fimmtudaginn 11. nóvember
2010.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 4:4,
6:4, 7:6, 13:7, 16:10, 17:13, 21:14,
22:15, 24:21, 25:23, 26:24, 29:24,
32:26, 34:27.
Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson
9, Jóhann Gunnar Einarsson 7/1,
Andri Berg Haraldsson 6, Kristján
Svan Kristjánsson 4, Einar Rafn
Eiðsson 3/1, Róbert Aron Hostert 2,
Halldór J. Sigfússon 1, Matthías
Daðason 1, Arnar Birkir Hálfdánsson
1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlends-
son 19/1 (þar af 5/1 til mótherja).
Utan vallar: 16 mínútur.
Mörk Aftureldingar: Eyþór Vest-
mann 9, Bjarni Aron Þórðarson 8/2,
Pétur Júníusson 2, Arnar F. Theó-
dórsson 2, Jón A. Helgason 2, Daníel
Jónsson 1, Aron Gylfason 1, Jóhann
Jóhannsson 1, Þorkell Guðbrands-
son 1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 9,
Smári Guðfinnsson 6 (þar af 1 til
mótherja).
Utan vallar: 18 mínútur. Þar af
fengu Haukur Sigurvinsson og Þor-
kell Guðbrandsson hvor sína fjög-
urra mínútna brottvísun en Þorkell
fékk rautt spjald fyrir samtals sex
mínútna brottvísun og þjálfarinn
Gunnar Andrésson eina brottvísun.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og
Gísli Jóhannsson, slakir.
Áhorfendur: Um 360.
Fram – Afturelding 34:27
Á VELLINUM
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Mosfellingum var ekki ætlað að vinna
Fram í Safamýrinni í gærkvöldi því
dómarar leiksins lögðu nokkuð stóra
steina í götu þeirra og það reyndist
þeim um megn. Það verður ekki frá
Frömurum tekið að þeir gerðu sitt,
frekar að vafasamir eða smámuna-
samir brottrekstrar dómara hafi náð
að draga gestina úr Mosfellsbæ niður
og tapa 34:27. Fram hefur því unnið
þrjá síðustu leiki sína og fengið 8 stig
en misst af fjórum. Afturelding hefur
unnið einn af 6 leikjum sínum.
Jafnt var framan af en þegar tveir
gestir voru reknir út af á sömu mín-
útu náði Fram naumu forskoti. Það
forskot hélst fram í byrjun síðari hálf-
leiks þegar Haukur Sigurvinsson og
Þorkell Guðbrandsson, þungu
reynsluboltarnir í Aftureldingu,
fengu sitthvora fjögurra mínútna
brottvísunina en erfitt var að greina
hvers vegna. Mosfellingar lögðu þó
ekki árar í bát og skoruðu 8 mörk
gegn þremur næstu mínúturnar því
heimamenn gerðust fullværukærir en
tóku sig síðan á og gerðu út um leik-
inn.
„Mér fannst þetta nokkuð öruggt
hjá okkur allann tímann þó að þeir
hafi náð að klóra aðeins í okkur í lokin
því þegar Mosfellingar voru komnir
of nálægt gáfum við aðeins í svo að
sigurinn var verðskuldaður,“ sagði
Haraldur Þorvarðarson sem skoraði
9 af mörkum Fram, öll af línunni.
„Við lögðum ekki upp með að ég
skyldi skora svona mikið af línunni en
Afturelding virðist spila þannig að lín-
an er mikið opin, í síðasta leik þeirra
skoraði línumaður HK fullt af mörk-
um og nú skoraði ég fullt af mörkum.
Við höfum okkar taktík og ein af þeim
er að þegar mótherjar fara út á móti
skyttunum er línan laus og þá opnast
fyrir mig.“
Haraldur, 33 ára, er uppalinn KR-
ingur sem spilaði eitt ár með ÍR áður
en hann hélt í víking til Þýskalands
þar sem hann spilaði í fimm ár og kom
síðan til Fram 2006. Hann lék nánast
eingöngu í sókninni. „Það er ástæðan
fyrir því að ég endist svona lengi, ég
spila bara helminginn af leikjunum.
Ég stoppa heldur aldrei og er dugleg-
ur að halda mér við þó að það sé
jólafrí og annað, ég held að ef maður
stoppar fari hlutirnir að gefa sig. Ætli
ástæðan sé samt ekki sú að aðrir eru
betri varnarmenn en ég, það segir
þjálfarinn þó að ég sé ekki alveg sam-
mála því,“ bætti Haraldur við.
Magnús Gunnar Erlendsson mark-
vörður var í miklum ham og varði 19
skot fyrir Fram.
Grýtt leið hjá
Mosfellingum
Slakir dómarar í 34:27 tapi fyrir Fram
Morgunblaðið/hag
Góður Haraldur Þorvarðarson
skoraði níu mörk í gærkvöld.
Skoski knattspyrnumaðurinn Paul
McShane er orðinn Grindvíkingur á
nýjan leik en miðjumaðurinn sterki
hefur gert tveggja ára samning við
Suðurnesjaliðið.
McShane, sem er 32 ára gamall,
er öllum hnútum kunnugur hjá
Grindvíkingum. Hann lék með liðinu
í áratug frá 1998 til 2007 en skipti yf-
ir til Fram sem hann lék með í tvö ár
áður hann gekk í raðir Keflavíkur
sem hann lék með á síðustu leiktíð.
McShane lék 14 leiki með Keflvík-
ingum í úrvalsdeildinni í ár en
meiðsli plöguðu leikmanninn í sum-
ar.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem
Keflvíkingar missa á skömmum
tíma. Sóknarmaðurinn Hörður
Sveinsson samdi
við Val og miðju-
maðurinn Hólmar
Örn Rúnarsson
er kominn til FH
en á móti hafa
Keflvíkingar
fengið framherj-
ann Grétar Ólaf
Hjartarson frá
Grindavík.
McShane hefur
spilað samtals 232 leiki í deild og
bikar hér á landi og hefur skorað í
þeim 37 mörk. Þar af er 191 leikur
og 24 mörk í efstu deild og McShane
er í 5.-6. sæti yfir leikjahæstu Grind-
víkinga frá upphafi í efstu deild með
140 leiki. gummih@mbl.is
Paul
McShane
Paul McShane er
kominn „heim“
Íslandsmótið í 25 m laug
800 m skriðsund kvenna:
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi ......... 8:54,13
Inga Elín Cryer, ÍA........................... 9:01,57
Jóna Helena Bjarnadóttir, ÍRB....... 9:16,96
1.500 m skriðsund karla:
Anton Sveinn McKee, Ægi ............. 16:03,35
Birkir Snær Helgason, Ægi ........... 16:33,98
Konráð Hrafnkelsson, SH .............. 16:40,51
SUND