Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu-
kylfingur úr GKG, hefur leik á
þriðja og síðasta stigi úrtökumótsins
fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag.
Leikið er á Catalunya-svæðinu á
Spáni og verður leikið á tveimur
völlum og er Birgir kunnugur þeim
báðum.
Birgir á teig klukkan 10:25 í dag
að íslenskum tíma á Stadium Co-
urse. Á morgun byrjar Birgir klukk-
an 10:20 og leikur þá Tour Course
en sá völlur er notaður á Evr-
ópumótaröðinni. Meðspilarar Birgis
fyrstu tvo dagana verða þeir Andrea
Perrino frá Ítalíu og Boria Etchart
frá Spáni.
Þrjátíu af þúsund
Úrtökumótið fyrir Evrópumóta-
röðina hefur verið haldið allar götur
síðan 1976 og þrjátíu kylfingar vinna
sér inn keppnisrétt á mótaröðinni á
hverju ári. Samkeppnin er gífurlega
hörð því um þúsund kylfingar taka
þátt og berjast um sætin þrjátíu.
Allir atvinnumenn og áhugamenn
með mjög lága forgjöf geta skráð sig
til leiks og greiða 1,350 evrur. Flest-
ir þurfa að byrja á fyrsta stiginu og
leika þar 72 holur til að komast
áfram á stigið. Þar eru einnig leikn-
ar 72 holur en á tveimur fyrstu stig-
unum er leikið samtímis í nokkrum
löndum. Birgir Leifur mætti til leiks
á öðru stiginu og komst auðveldlega
í gegn enda lék hann á sex höggum
undir pari samtals. Ástæða þess að
Birgir komst beint inn á annað stig-
ið er sú að hann tók þátt í mótum á
Evrópumótaröðinni árið 2009 auk
þess var honum boðið á eitt mót í
haust.
Sex dagar á þriðja stiginu
Á þriðja stiginu eru leiknar 72
holur á tveimur völlum á fjórum
dögum og þá verður keppendafjöldi
skorinn niður um liðlega helming.
157 kylfingar eru eftir í baráttunni
um sætin þrjátíu og verða því í
kringum 75 sem halda áfram leik.
Þeir munu leika 36 holur til viðbótar
á öðrum vellinum og leika þeir því
sex daga í röð. Kylfingar, sem byrja
á fyrsta stigi og verða á meðal sjötíu
síðustu, munu leika alls 252 holur á
öllum stigum úrtökumótsins.
Woosnam reyndi sjö sinnum
Ekki er því óvarlegt að segja að
Birgir sé að þræða nálaraugað í
þeirri von um að endurheimta
keppnisrétt sinn á mótaröðinni.
Hann er orðinn þrautreyndur og
hefur margsinnis reynt við úrtöku-
mótið. Birgir er aldeilis ekki einn
um það því margir heimsfrægir kylf-
ingar hafa þurft að glíma lengi við
úrtökumótið áður en þeir slógu í
gegn. Þar má til dæmis nefna Wa-
lesverjann Ian Woosnam sem komst
í gegnum úrtökumótið í sjöundu til-
raun árið 1979. Tólf árum síðar
komst hann í efsta sæti heimslist-
ans. Einnig er hægt að taka dæmi
um Svíann skemmtilega, Jesper
Parnevik, sem reyndi nokkrum sinn-
um við úrtökumótið í Evrópu án ár-
angurs en færði sig þá til Bandaríkj-
anna og komst í gegnum
úrtökumótið fyrir PGA-mótaröðina.
Þá má geta þess að Tom Lehman
fór níu sinnum í úrtökumótið fyrir
PGA en stóð síðar uppi sem sig-
urvegari á risamóti.
Kleif hamarinn tvö ár í röð
Birgir Leifur kleif þrítugan ham-
arinn árið 2006 og aftur á því herr-
ans ári 2007 og komst alla leið. Ekki
er kálið þó sopið þó í ausuna sé
komið og heimur atvinnukylfinga er
afskaplega harður. Keppnisrétturinn
gildir einungis í eitt ár og takist
kylfingunum ekki að vera á meðal
120 efstu á peningalista mótarað-
arinnar, þá missa þeir keppnisrétt-
inn. Undantekningar frá þessu eru
ef mönnum tekst að sigra á mótum
því þá fá þeir keppnisrétt í nokkur
ár. Birgir sýndi á köflum góða takta
á mótaröðinni og hafnaði í 11. sæti á
opna ítalska mótinu árið 2007.
Meiðsli settu hins vegar stórt strik í
reikninginn hjá honum bæði 2008 og
2009. Þau reyndust vera brjóstklos
sem varð til þess að hann þurfti að
draga sig í hlé árið 2009.
Birgir Leifur
þræðir
nálaraugað
Morgunblaðið/Ómar
Keppnisréttur í sjónmáli? Birgir Leifur verður í eldlínunni næstu daga.
Lokastig úrtökumótsins hefst í dag
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, nær þeim áfanga í
mánuðinum að verða lengst starfandi
stjórinn í sögu félagsins. Hann slær þar
með met Sir Matt Busby.
Þegar Manchester United sækir
Englandsmeistara Chelsea heim í úr-
valsdeildinni hinn 19. þessa mánaðar
verður Ferguson búinn að vera við
stjórnvölinn hjá félaginu í 24 ár, einn
mánuð og 14 daga, einum degi lengur
en Sir Matt Busby sem stýrði United-
liðinu frá október 1945 til janúar 1969
og hann tók svo aftur við liðinu í desem-
ber 1970 og var með fram í júní 1971.
„Ég vissi þetta ekki,“ sagði Fergu-
son við breska blaðið Guardian þegar
honum var tjáð að innan tíðar myndi
hann komast fram úr Busby sem
lengst starfandi knattspyrnustjóri
United.
Skemmtileg stund
„Þetta verður skemmtileg stund. Ég
hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti
eftir að vera svona lengi hjá félaginu,
sérstaklega í nútíma leik. Ég held að
þetta gerist ekki aftur og mér finnst
ég heppinn að hafa verið hér allan tím-
ann,“ sagði Ferguson, sem á glæsi-
legan feril að baki
en hann verður 69
ára gamall á gaml-
ársdag.
Fyrsti leikur
Manchester United
undir stjórn
Ferguson var gegn
Oxford í nóvember
árið 1986. Mikið
vatn hefur runnið
til sjávar síðan þá.
Ferguson hefur rakað saman titl-
unum hverjum á fætur öðrum til fé-
lagsins. 11 sinnum hefur United orðið
enskur meistari undir stjórn Fergu-
sons, 5 sinnum bikarmeistari, 4 sinn-
um deildabikarmeistari og tvívegis
Evrópumeistari auk þess sem liðið
hefur unnið fleiri titla. Sir Alex er sig-
ursælasti knattspyrnustjórinn á Bret-
landi og þó að víðar væri leitað.
„Það efast enginn um hvað Man-
chester United stendur fyrir. Það er
byggt í kringum það sem Matt byrjaði
með og þá sýn sem hann hafði,“ segir
Ferguson en United vann Evr-
ópumeistaratitilinn fyrst enskra liða
undir stjórn Sir Matt Busby.
gummih@mbl.is
Ferguson slær met Busbys fyrir jól
Alex
Ferguson
Spánarmeistarar Barcelona ætla að bjóða Pep Guardiola,
þjálfara félagsins, nýjan fimm ára samning og tryggja það að
hann verði áfram hjá Katalóníuliðinu en hann hefur verið
orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United og
Inter. Sagt er að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætli
að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá Guardiola á
Stamford Bridge en forráðamenn Barcelona segja það ekki
koma til greina.
Guardiola, sem er 39 ára gamall, hefur náð frábærum ár-
angri með liðið. Á fyrsta árinu sem hann var við stjórnvölinn
varð Barcelona Spánarmeistari, Evrópumeistari, bikar-
meistari og heimsmeistari félagsliða og á síðustu leiktíð
hömpuðu Börsungar Spánarmeistaratitlinum.
Barcelona trónir á toppi spænsku 1. deildarinnar eftir hreint magnaðan sigur
á erkifjendunum í Real Madrid í vikunni, 5:0, en frammistaða Katalóníuliðsins í
þeim leik verður lengi í minnum höfð. gummih@mbl.is
Nýr samningur hjá Guardiola
Pep
Guardiola
Allra augu voru á LeBron James í fyrrinótt þegar hann
sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Cleveland með Miami
Heat í NBA-deildinni í körfubolta. James náði sér heldur
betur á strik og skoraði 38 stig í öruggum sigri Miami,
118:90.
Mikið gekk á í sumar þegar LeBron James yfirgaf Cle-
veland og gekk til liðs við Miami, og gífurleg fjölmiðlaum-
fjöllun var í kringum heimkomuna, en hann lét pressuna
ekki á sig fá. Leikurinn varð aldrei spennandi því Miami
tók völdin strax í byrjun.
„Við komum hingað með eitt markmið, að vinna leik-
inn, og þetta var okkar fullkomnasti leikur í vetur, frá
fyrstu mínútu til síðustu,“ sagði James við fréttamenn eftir leikinn en hann
átti ennfremur 8 stoðsendingar.
Dwyane Wade bætti við 22 stigum fyrir Miami sem var yfir í hálfleik,
59:40, en Daniel Gibson gerði 21 stig fyrir Cleveland. vs@mbl.is
Mögnuð heimkoma hjá James
LeBron
James
KNATTSPYRNA
Ítalía
Lazio – Inter Mílanó .................................3:1
Staða efstu liða:
AC Milan 14 9 3 2 23:12 30
Lazio 15 9 3 3 20:12 30
Juventus 14 6 6 2 26:14 24
Napoli 14 7 3 4 23:17 24
Palermo 14 7 2 5 25:19 23
Inter Mílanó 15 6 5 4 20:14 23
Roma 14 6 4 4 18:18 22
Sampdoria 14 4 8 2 15:12 20
Udinese 14 6 2 6 16:15 20
Chievo 13 5 4 4 13:11 19
Þýskaland
St. Pauli – Kaiserslautern ........................1:0
Staða efstu liða:
Dortmund 14 12 1 1 35:9 37
Mainz 14 10 0 4 25:14 30
Leverkusen 14 7 5 2 26:19 26
Hannover 14 8 1 5 20:22 25
Bayern München 14 6 5 3 23:15 23
Hoffenheim 14 6 4 4 28:18 22
Hamburger SV 14 6 3 5 23:22 21
Freiburg 14 7 0 7 19:23 21
Frankfurt 14 6 2 6 21:19 20
Nürnberg 14 5 3 6 18:24 18
Bremen 14 5 3 6 22:31 18
Kaiserslautern 15 5 2 8 25:26 17
St. Pauli 15 5 2 8 14:23 17
Wolfsburg 14 4 4 6 22:23 16
Schalke 14 3 4 7 19:24 13
Köln 14 3 3 8 15:27 12
Stuttgart 14 3 2 9 27:27 11
Gladbach 14 2 4 8 24:40 10
Holland
Groningen – Vitesse..................................4:1
Staða efstu liða:
PSV Eindhoven 16 10 4 2 45:16 34
Twente 16 10 4 2 31:15 34
Groningen 17 10 3 4 33:22 33
Ajax 16 9 4 3 35:16 31
Alkmaar 16 8 5 3 23:16 29
Belgía
Lokeren – Standard Liege .......................2:1
HANDBOLTI
1. deild karla
Fjölnir – Grótta .....................................19:35
FH U – Selfoss U ..................................18:20
Staðan:
Grótta 10 8 1 1 291:236 17
Stjarnan 10 7 0 3 295:239 14
ÍR 9 6 1 2 272:234 13
ÍBV 9 4 3 2 237:233 11
FH U 10 4 0 6 262:279 8
Selfoss U 10 4 0 6 258:290 8
Víkingur R. 10 3 1 6 288:292 7
Fjölnir 10 0 0 10 214:314 0
Danmörk
Viborg – AG ..........................................23:26
Arnór Atlason skoraði 3, Snorri Steinn
Guðjónsson 2 fyrir AG.
Powerade-bikarinn
Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit:
Grindavík – KFÍ ..................................119:90
Haukar – Þór Þ......................................84:74
ÍR – Fjölnir ..........................................90:112
Laugdælir – Ármann ..........................102:82
Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit:
Hamar – Valur.......................................67:50
Stjarnan – KR........................................46:76
NBA-deildin
Cleveland – Miami.............................. 90:118
Golden State – Phoenix.................... 101:107
Svíþjóð
Sundsvall – Jämtland.........................106:68
Hlynur Bæringsson skoraði 10 stig og
Jakob Örn Sigurðarson 21 fyrir Sundsvall.
Norrköping – Uppsala.......................100:87
Helgi Már Magnússon skoraði 19 stig
fyrir Uppsala og tók 9 fráköst.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Eimskipsbikar karla, 8-liða úrslit:
Framhús: Fram – Haukar ................ L15.45
Víkin: Víkingur – Akureyri .................... S16
Selfoss: Selfoss – Valur .......................... S19
1. deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR ................... L13
KÖRFUKNATTLEIKUR
Poweradebikar kvenna, 16-liða úrslit:
Njarðvík: Njarðvík – Laugdælir........... L14
Síðuskóli: Þór Ak. – Haukar ............. L15.30
Dalhús: Fjölnir – Keflavík...................... S16
Poweradebikar karla, 16-liða úrslit:
DHL-höllin: KR – Hamar ................. S19.15
Toyotahöllin: Keflavík – Tindastóll .. S19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Njarðvík.... 19.15
LISTHLAUP Á SKAUTUM
Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer
fram í Egilshöll um helgina. Keppni í dag
stendur frá 8.00 til 18.00 og á morgun frá
8.00 til 13.30 en úrslit í sterkustu flokkum
hefjast um kl. 12.00.
UM HELGINA!