Morgunblaðið - 14.12.2010, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2010
Íslensku keppendurnir þrír eru
komnir til Dubai í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum en þar
hefst heimsmeistaramótið í sundi í
25 metra laug í fyrramálið. Ragn-
heiður Ragnarsdóttir, Jakob Jó-
hann Sveinsson og Hrafnhildur
Lúthersdóttir verða þar á meðal
keppenda. Þau Hrafnhildur og
Jakob stinga sér sunds í fyrstu
grein sinni í fyrramálið en Ragn-
heiður á fimmtudagsmorguninn.
Hrafnhildur er síðan fánaberi
hópsins á setningarhátíðinni sem
fram fer síðdegis á morgun.
Ragnheiður hefur æft í Dubai
frá því í lok nóvember en hún fór
beint þangað að loknu Evr-
ópumótinu í Eindhoven. Jakob og
Hrafnhildur komu til Dubai á
föstudaginn ásamt Klaus Jürgen
Ohk landsliðsþjálfara sem er með
þeim í för.
Miðað við skráða tíma keppenda
á Hrafnhildur Lúthersdóttir mesta
möguleika á að ná lengst á mótinu.
Hún er með 16. besta tímann af 44
keppendum í 200 metra bringu-
sundi, en það er síðasta grein Ís-
lendinganna á mótinu, á sunnudag-
inn kemur.
Hrafnhildur keppir einnig í 50
metra bringusundi, þar sem hún á
22. besta tímann af 63 keppendum,
í 100 metra fjórsundi þar sem hún
á 26. besta tímann af 70, og í 100
m bringusundi þar sem hún á 25.
besta tímann af 56 skráðum kepp-
endum.
Jakob Jóhann keppir í 100 m
bringusundi þar sem hann á 37.
besta tíma af 89 keppendum, 200
m bringusundi þar sem hann er
með 29. besta tímann af 60, og í 50
metra bringusundi þar sem hann
er með 32. besta tímann af 96
keppendum.
Ragnheiður keppir í 100 m
skriðsundi þar sem hún á 25. besta
tímann af 93 keppendum, 100 m
fjórsundi þar sem hún á 36. besta
tímann af 70, og í 50 m skriðsundi
þar sem hún á 22. besta tímann af
100 keppendum. vs@mbl.is
Hrafnhildur á mesta möguleika í Dubai
Ljósmynd/Klaus Jürgen Ohk
Mætt Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jó-
hann Sveinsson við sundlaugina í Dubai.
Þau Íris MistMagnús-
dóttir og Dýri
Kristjánsson úr
Gerplu hafa verið
útnefnd fim-
leikakona og fim-
leikamaður árs-
ins 2010. Íris var í
lykilhlutverki í
sigurliði Gerplu þegar liðið varð
Evrópumeistari í hópfimleikum í
Malmö í haust.
Í umsögn Fimleikasambands Ís-
lands segir að hún hafi lengi verið
besta trampólínstökkkona Evrópu.
Dýri, sem er reyndasti fimleika-
maður landsins og á 21 árs keppn-
isferil að baki, átti stóran þátt í ár-
angri fyrsta karlalandsliðs Íslands í
hópfimleikum sem varð í fjórða sæti
í fjölþraut og þriðja sæti í gólfæfing-
um á Evrópumótinu í Malmö.
Hilmar Örn Jónsson, 14 ára gam-all kastari úr ÍR, bætti eigið
Íslandsmet í sínum aldursflokki í
sleggjukasti með 3 kg sleggju á
kastmóti á Kaplakrikavelli á laug-
ardaginn. Hilmar Örn kastaði
sleggjunni 58,76 metra og bætti eig-
ið met frá því í sumar um 1,18 metra.
Elías Már Halldórsson varmarkahæstur hjá norska
fyrstudeildarliðinu Haugaland með
sjö mörk þegar liðið tapaði, 27:18, á
heimavelli fyrir Bodø HK um
helgina. Ólafur Haukur Gíslason
stóð í marki Haugalands en Ólafur
Víðir Ólafsson var ekki með að
þessu sinni. Haugaland er í 8. sæti
með 12 stig að loknum 12 leikjum en
liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor sem
leið.
Enska úrvals-deild-
arfélagið Black-
burn sagði
knattspyrnu-
stjóranum Sam
Allardyce í gær
upp störfum.
Skammt er síðan
indverskir eig-
endur undir nafni
fyrirtækisins Venky Group keyptu
Blackburn og þeir voru ekki lengi að
reka stjórann reynda. Hans síðasti
leikur með Blackburn var því tap-
leikurinn gegn hans gamla liði Bolt-
on um helgina. Steve Kean, þjálfari
hjá Blackburn, mun tímabundið taka
við sem stjóri. Allardyce er annar
stjórinn á Englandi sem látinn er
taka pokann sinn á skömmum tíma
því Chris Hughton var sem kunnugt
er rekinn frá Newcastle í síðustu
viku.
Nígerískur knattspyrnumaðurlést um helgina eftir að hafa
hnigið niður á 39. mínútu í leik með
liði sínu í nígerísku úrvalsdeildinni.
Hann hét Emma Ogoli og var aðeins
21 árs gamall. Ekki liggur fyrir hvað
nákvæmlega orsakaði dauða Ogolis.
Fólk sport@mbl.is
VIÐHORF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þegar ég fylgist með landsliðum Ís-
lands í boltagreinum þá geri ég fyrst
og fremst eina einfalda kröfu til leik-
manna Íslands. Ég vil sjá bar-
áttugleði og stolt þannig að andstæð-
ingarnir séu látnir hafa fyrir
hlutunum.
Gæði landsliðanna og geta leik-
manna geta nú verið rokkandi. Kyn-
slóðir og árgangar eru mismunandi
og skila misjafnlega mörgum gæða-
leikmönnum upp í landsliðin, sér-
staklega hjá fámennri þjóð. Allur
gangur er á því hvort hægt sé að
gera þær kröfur til íslensku landslið-
anna að þau séu í fremstu röð. Engin
ósanngirni felst hins vegar í því að
krefjast þess að leikmenn spili með
hjartanu þegar þeir leika fyrir Ís-
land.
Íslensku landsliðskonurnar í hand-
knattleik stóðu fyllilega undir þessari
kröfu í lokakeppni EM í handknatt-
leik. Baráttan og stemningin er frá-
bær í íslenska liðinu og ekki virðist
vera hægt að brjóta liðið niður. Þrátt
fyrir að vera tíu mörkum undir gegn
heimsklassa-liðum þá virðast þær
alltaf geta unnið sig inn í leikina á ný.
Íslenska liðið tók nokkrar slíkar risp-
ur í mótinu og sýndi þá að þær geta
staðist bestu liðunum snúning, þrátt
fyrir að þær hafi ekki komist áður á
stórmót. Aðdáunarvert var að fylgj-
ast með hugarfarinu hjá leikmönnum
liðsins á erfiðum augnablikum, þegar
aumari persónuleikar hefðu lagt árar
í bát og látið öldurnar ganga yfir sig.
Kannski má þarna greina fingraför
þjálfarans, Júlíusar Jónassonar, sem
var nú ekki þekktur fyrir uppgjöf á
sínum landsliðsferli.
Kílóin og sentimetrarnir
Helsta vandamál íslenska liðsins
er skortur á kílóum og sentimetrum.
Slíkt vandamál er vitaskuld ekki auð-
velt að tækla. Við þetta hefur lands-
liðið þurft að búa og karlalandsliðið
raunar einnig á síðustu árum. Þeir
hafa hins vegar sýnt að við öllum
vandamálum er hægt að finna lausn-
ir. Ég ætla ekki að staldra sér-
staklega við þennan þátt en bendi á
að meiðsli Stellu Sigurðardóttur voru
sérstaklega blóðug í ljósi þessa.
Stella er hávaxin og skotviss og því
einn fárra leikmanna liðsins sem eiga
auðvelt með að skora af löngu færi.
Ekki til einskis unnið
Einhverjir spekúlantar kunna að
líta svo á að til lítils hafi verið unnið
með því að komast inn á EM fyrst lið-
ið tapaði öllum sínum leikjum. Slíkt
stöðumat er kolrangt. Margir leik-
manna íslenska liðsins leika hér
heima og meðalaldur þeirra er ekki
hár. Þátttaka þeirra í þessari loka-
keppni var þvílíkur auglýsingagluggi
fyrir þessar landsliðskonur og marg-
ar þeirra munu fá tilboð að utan á
næstu vikum.
Tvær af efnilegustu leikmönnum
liðsins, Karen Knútsdóttir og Þor-
gerður Anna Atladóttir, munu ekki
verða í vandræðum með að komast
utan til að spila þegar þeim sýnist
svo. Sama má segja um Stellu þó hún
hafi ekki verið leikfær. Ef eldri leik-
menn eru skoðaðir þá má slá því
föstu að Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir geti komist í atvinnumennsku í
sumar. Annað væri ótrúlegt eftir að
hafa fylgst með henni í Árósum.
Íslenska liðið á framtíðina fyrir
sér. Liðið hefur bætt sig jafnt og þétt
á undanförnum árum. Gleymum því
ekki að fyrir örfáum árum var óhugs-
andi að kvennalandsliðið veitti bestu
þjóðum heims keppni. Nú töpuðum
við fyrir heimsmeisturunum með níu
marka mun og þótti súrt auk þess
sem silfurliðið frá HM, Frakkland,
slapp naumlega með sigur frá Laug-
ardalshöllinni í undankeppninni í vor.
Ljósmynd/Hilmar Þór
Skorar Hanna Guðrún Stefánsdóttir svífur inní vítateig Rússanna í lokaleik íslenska liðsins á Evrópumótinu í Árósum.
Ekki var til lítils barist á
Evrópumótinu í Árósum
Stoltar og baráttuglaðar landsliðskonur Margar munu fá tilboð að utan
Kvennalandsliðið
» Íslensku landsliðskonurnar
léku með hjartanu á EM og
andinn í liðinu var til fyrir-
myndar.
» Margir leikmanna íslenska
liðsins munu fá tækifæri til að
spila erlendis í kjölfarið af
þátttökunni á EM.
» Fyrir örfáum árum þótti
óhugsandi að kvennalandsliðið
gætti veitt bestu liðunum
keppni.