Morgunblaðið - 15.03.2011, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Jón Ólafur Jónsson, eða Nonni
Mæju eins og hann er kallaður,
var í gær útnefndur besti leik-
maður í umferðum 12-22 í Iceland
Express-deildinni í körfuknattleik.
Jón Ólafur er einn lykilmanna í
liði Íslands- og bikarmeistara Snæ-
fells og í 11 síðustu leikjum Snæ-
fellinga í deildarkeppninni skoraði
hann 20,6 stig að meðaltali í leik,
tók 10,1 frákast og átti 1,8 stoð-
sendingu.
Jón Ólafur var valinn í úrvalslið
umferða 12-22 en aðir í því liði
eru Pálmi Freyr Sigurgeirsson,
Snæfelli, Pavel Ermolinskij, KR,
Marcus Walker, KR, og Sigurður
Gunnar Þorsteinsson, Keflavík.
Hrafn Kristjánsson, KR, var valinn
besti þjálfarinn, Helgi Rafn
Viggósson, Tindastóli, mesti dugn-
aðarforkurinn og Sigmundur Már
Herbertsson besti dómarinn.
„Ég væri að ljúga því ef ég
segði ekki að þetta val sé ákveð-
inn heiður. Það er gaman af fá
svona viðurkenningu og auðvitað
eiga samherjar mínir þátt í
henni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson
við Morgunblaðið.
Snæfellingar hafa farið mikinn
á körfuboltavellinum síðustu miss-
erin en þeir urðu Íslands- og bik-
armeistarar á síðustu leiktíð og
stefna á að endurtaka leikinn í ár.
„Þetta var hrikalega skemmti-
legt í fyrra og maður yrði illa
svekktur að fá ekki að upplifa þá
tilfinningu aftur. Við stefnum að
sjálfögðu á að fara alla leið. Á
þessu tímabili hefur sóknarleik-
urinn verið mjög góður hjá okkur
en vörnin hefur ekki verið eins
sterk hjá okkur í ár og hún var í
fyrra. Við verðum að bæta vörn-
ina og ef okkur tekst það þá höf-
um við alla burði til að vinna tit-
ilinn. Það verður ekki vanmat hjá
okkur gagnvart Haukunum. Við
tökum þá leiki mjög alvarlega. Ég
held að Keflavík og KR verði öfl-
ug í úrslitakeppninni og Njarðvík-
ingarnir hafa verið að styrkja sig.
Þetta verður örugglega frábær úr-
slitakeppni,“ sagði Jón Ólafur en
úrslitakeppnin hefst á fimmtudag-
inn .
„Þurfum að bæta vörnina“
Morgunblaðið/Kristinn
Bestur Jón Ólafur Jónsson er lykilmaður hjá Íslandsmeisturum Snæfells.
Jón Ólafur Jónsson bestur í seinni hluta úrvalsdeildarinnar í körfubolta
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Húnvetningurinn Guðrún Gróa Þor-
steinsdóttir hafði nóg fyrir stafni síð-
astliðinn laugardag. Framan af degi
keppti hún á Íslandsmótinu í kraft-
lyftingum í Reykjanesbæ en seinni
partinn lék hún fyrsta leikinn í um-
spili KR og Snæfells um sæti í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.
Hún rétt náði að skola af sér „hveitið“
og skipta um föt fyrir leikinn.
„Leikurinn átti að fara fram klukk-
an 17:30 en því var breytt með dags
fyrirvara og þess í stað var hann sett-
ur á klukkan 16. Ég var hins vegar
ennþá stödd í Njarðvík klukkan 14.
Ég var sú eina í liðinu sem var ekki
ánægð með breytinguna á leiktím-
anum,“ sagði Guðrún og hló þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hana í gær.
Guðrún Gróa er fyrst og fremst
þekkt fyrir körfuknattleik en var lið-
tæk í frjálsum íþróttum á yngri árum
á Reykjum í Hrútafirði en þess má
geta að hún er systir Helgu Mar-
grétar Þorsteinsdóttur sjöþraut-
arkonu.
Kraftlyftingar fyrripartinn og
gætti Martin seinnipartinn
Guðrún varð Íslandsmeistari með
KR síðastliðið vor og var kjörin besti
varnarmaður deildarinnar en hún fær
oft það hlutverk að halda snjöllustu
sóknarmönnum andstæðinganna í
skefjum. Hún var aftur í eldlínunni í
Stykkishólmi í gærkvöld þegar annar
leikur liðanna fór fram. Í liði Snæfells
er líklega snjallasti leikmaður deild-
arinnar, Monique Martin, og Guðrún
fékk það hlutverk að halda henni niðri
á laugardaginn. Er það ekkert stór-
mál að taka þátt í Íslandsmótinu í
kraftlyftingum fyrri part dags og
valda Monique Martin seinni partinn?
„Þegar ég kom í Frostaskjólið
hugsaði ég með mér að þetta væri í
góðu lagi og ég fann ekkert fyrir lyft-
ingunum. Þegar ég ætlaði hins vegar
að keyra upp að körfunni í fyrsta
skipti í upphitun virkuðu fæturnir
bara ekki. Ég var því nokkuð lengi að
koma mér í gang. Þetta slapp til en er
ekki til eftirbreytni.“
Setti Íslandsmet
Ekki þarf að fylgjast lengi með
Guðrúnu á körfuboltavellinum til að
sjá að þar fer mikill íþróttamaður
Hún hefur styrkt sig talsvert á und-
anförnum árum en hingað til hafa
flestir talið að það væri gert til þess að
vera öflugri í körfunni. Málið er þó
ekki alveg svo einfalt.
„Ég hef lengi lyft lóðum samhliða
körfuboltanum og fyrst var það gert
til þess að verða betri í boltanum.
Eins og ég hef verið að lyfta und-
anfarið hefur það ekki beint hjálpað
mér í körfunni. Ég hafði stefnt á
þetta mót nokkuð lengi og unnið að
því. Ég veit hins vegar ekki hvað ég
geri í framhaldinu en ég er alla vega
komin í pásu frá lyftingunum fram yf-
ir úrslitakeppnina í körfunni,“ út-
skýrði Guðrún og segir það ekki
ákjósanlegt að keppa á móti í kraft-
lyftingum þegar úrslitakeppnin er að
hefjast.
„Ég ákvað að taka áhættuna. Ég
vissi af þessu móti löngu áður en ég
vissi hvernig leikjaniðurröðun væri í
körfunni. Þjálfari minn í lyftingunum,
Ingimundur Björgvinsson, hafði sagt
mér frá mótinu og ég ákvað að slá til.
Ég krosslagði fingur og vonaðist til
þess að þetta myndi ekki stangast á.
Þetta rétt slapp þó ég hafi ekki átt
minn besta leik eftir mótið,“ sagði
Guðrún en KR sigraði 80:61 og Moni-
que Martin skoraði 23 stig sem telst
ekki sérlega mikið á hennar mæli-
kvarða. Guðrún var jafnframt sátt við
árangur sinn í mótinu þar sem hún
lyfti samtals 415 kílóum. Guðrún setti
raunar Íslandsmet í hnébeygju í 84
kg flokki þegar hún lyfti 167,5 kg.
Guðrún hafði aðeins einu sinni keppt
áður á lyftingamóti en hún tók þátt í
Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar
á þessu ári.
Blaðamanni leikur forvitni á að vita
hvernig þjálfarar KR, Hrafn Krist-
jánsson og Baldur Ingi Jónasson,
tóku þessu uppátæki Guðrúnar?
Reyndi að fela marblettina
„Ég hef nú ekki auglýst það mikið
að ég sé í lyftingunum og ég reyndi að
fela marbletti eftir lyftingabúnaðinn
þegar ég mætti á æfingar. Ég varð
hins vegar að segja Hrafni frá því að
ég ætlaði að keppa á lyftingamóti á
leikdegi og hann var náttúrlega alls
ekki sáttur. Hann sagði að þetta væri
ákvörðun sem ég yrði að taka sjálf.
Þar sem ég hafði stefnt að þessu lengi
og lagt mikið á mig fannst mér ég
skulda sjálfri mér það að keppa,“
sagði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
ennfremur við Morgunblaðið.
„Ekki til eftirbreytni“
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir keppti í kraftlyftingum og körfubolta sama daginn
Rétt náði að skola af sér hveitið og skella sér í KR-búninginn í tæka tíð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kraftmikil Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir þykir einn besti varnarmaðurinn í körfuboltanum hér á landi og er í stóru
hlutverki hjá KR. Hún sýndi á Íslandsmótinu í kraftlyftingum á laugardaginn að krafturinn er fyrir hendi.
FH-ingurinnÓðinn
Björn Þor-
steinsson hafn-
aði í 3. sæti í
kúluvarpi á al-
þjóðlegu innan-
húsmóti í Vaxjö
í Svíþjóð um
helgina og flaug
kúlan 19,40 metra. Óðinn hjó þar
nærri sínum besta árangri. Hans
besti árangur innanhúss er 19,50
frá því í fyrra en kastið um helgina
er lengra en hans besta utanhúss
sem er 19,37 metrar. Daninn Kim
Christensen sigraði á mótinu með
kast upp á 20,30 metra sem er tals-
verð bæting hjá honum. Christen-
sen æfir undir handleiðslu Vé-
steins Hafsteinssonar
.
Christian Zeitz, þýski landsliðs-maðurinn í handknattleik,
hefur skrifað undir nýjan samning
við Þýskalands- og Evrópumeist-
ara Kiel og gildir samningur hans
til ársins 2014. Zeitz er 30 ára gam-
all og kom til Kiel frá Kronau-
Östringen árið 2003. Hann er
næstleikjahæsti leikmaður Kiel og
hefur sex sinnum hampað þýska
meistaratitlinum með liðinu, hefur
unnið bikarinn í þrígang og Meist-
aradeildina tvívegis.
Kiel hefur augastað á sænskalandsliðsmanninum Niclas
Ekberg og staðfestir Alfreð Gísla-
son, þjálfari Kiel, það í samtali við
sænska blaðið Aftonbladet. Sænsk-
ir leikmenn hafa verið mjög áber-
andi í liði Kiel en alls hafa 16 Svíar
leikið með liðinu frá árinu 2000.
Þeirra á meðal eru Staffan „Faxi“
Olsson, Magnus Wislander og Stef-
an Lövgren. Þrír Svíar leika með
liði Kiel í dag en það eru þeir Mar-
cus Ahlm, Henrik Lundström og
Kim Andersson. Ekberg er 22 ára
gamall. Hann er á mála hjá danska
liðinu AG Köbenhavn en samn-
ingur hans við félagið rennur út í
sumar.
Borðtenn-ismenn í
Hollandi ráða
ekkert við Ís-
landsmeistarann
Guðmund E.
Stephensen.
Guðmundur leik-
ur á fyrsta borði
hjá hollensku
meisturunum Zoetermeer og vann
tvo örugga 3:0 sigra í viðureign
gegn Paypro DTK á sunnudaginn.
Zoetermeer sigraði Paypro 6:1.
Guðmundur mætti fyrst Kamil
Tomaszuk og sigraði 11:5, 11:9 og
11:9. Í síðari viðureigninni mætti
Guðmundur Pepijn Leppers og
sigraði 11:6, 11:7 og 11:5.
Fólk sport@mbl.is