Morgunblaðið - 16.03.2011, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2011
MEISTARADEILDIN
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Manchester United og Inter tryggðu
sér í gær farseðilinn í 8 liða úrslit
Meistaradeildar Evrópu. Manchester
United vann Marseille á heimavelli en
hetja United var án vafa Mexíkóinn
Javier Hernández sem skoraði bæði
mörk liðsins í gær. Hann var hreint út
sagt frábær og alltaf rétt staðsettur.
Þá var Wayne Rooney einnig góð-
ur, sendingarnar og útsjónarsemin
var einstök.
„Við erum mjög ánægðir með að
vera komnir áfram. Þetta var erfiður
leikur því Marseille er með mjög lík-
amlega sterkt lið,“ sagði Rooney sem
hældi einnig markaskoraranum. „Jav-
ier Hernández er með frábærar
hreyfingar en hann spilar í svipaðri
stöðu og ég þegar ég byrjaði sem at-
vinnumaður. Núna er ég hinsvegar
meira með boltann og kominn aftar á
völlinn, það finnst mér virkilega
ánægjulegt.“
Varnarleikur United var ágætur
þrátt fyrir fjarveru margra lyk-
ilmanna og sjálfsmark Wes Brown
átta mínútum fyrir leikslok. Þetta er
5. árið í röð sem United kemst í 8 liða
úrslit keppninnar.
Draugur á heimavelli Bayern
Bayern Münich er úr leik í öllum
keppnum á þessu tímabili eftir tap
fyrir Inter 3:2. Inter fór áfram á fleiri
mörkum skoruðum á útivelli en fyrri
leikurinn endaði 1:0 fyrir Bayern á
Ítalíu. Goran Pandev var bjargvættur
Inter í gær en hann lagði upp fyrsta
markið fyrir Samuel Eto’o og sá síð-
arnefndi þakkaði svo fyrir sig með því
að leggja upp mark fyrir Pandev
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Það gengur hvorki né rekur hjá
Bayern á þessu tímabili en þeir eru úr
leik í öllum mótum. Heimavöllurinn
hefur ekki verið þeim hagstæður en
liðið féll úr leik í bikarkeppninni gegn
Schalke á heimavelli sínum Allianz-
Arena. Þá tapaði liðið gegn Dortmund
í deildinni einnig á heimavelli en Dort-
mund er í efsta sæti deildarinnar.
Inter á hinsvegar enn möguleika á
að verja Evróputitilinn sem liðið
hampaði í fyrra, einmitt eftir sigur á
Bayern í úrslitaleik.
Hernández hetja United
Reuters
Ánægðir Julio Cesar markvörður og samherjar hans í Inter Mílanó fagna fræknum sigri gegn Bayern í München í gærkvöld.
United 5. árið í röð í undanúrslitum Bayern náði ekki að hefna ófaranna frá
því í fyrra Úr leik í öllum keppnum Möguleiki fyrir Inter að verja titilinn
Meistaradeildin
» Manchester United og Inter
Mílanó eru komin í hóp sex liða
sem hafa tryggt sér sæti í 8
liða úrslitunum.
» Hin eru Schalke, Tottenham,
Barcelona og Shakhtar Do-
netsk.
» Tvö síðustu sætin ráðast í
kvöld. Chelsea tekur á móti FC
Köbenhavn og er með 2:0 for-
skot en Real Madrid og Lyon
eru jöfn, 1:1, fyrir leikinn á
Spáni.
Íslenska 21 árs landsliðið í knatt-
spyrnu verður án ellefu sterkra leik-
manna þegar það mætir Úkraínu í
vináttulandsleik í Kiev fimmtudag-
inn 24. mars. Tíu þeirra eru í A-
landsliðinu sem leikur á Kýpur
tveimur dögum síðar og miðvörð-
urinn Jón Guðni Fjóluson er fjarver-
andi vegna meiðsla.
Þrátt fyrir þetta er aðeins einn ný-
liði í 18 manna hópnum en það er Ar-
on Jóhannsson, leikmaður AGF í
Danmörku. Fimm piltanna hafa leik-
ið 10 leiki eða fleiri í þessum aldurs-
flokki, þar á meðal Bjarni Þór Við-
arsson fyrirliði sem á leikjametið og
hefur spilað 22 leiki fyrir 21 árs
landsliðið. Níu af þeim léku einn eða
fleiri leiki í byrjunarliði 21 árs liðsins
í undankeppni Evrópumótsins.
Frá Úkraínu halda strákarnir til
Englands þar sem þeir mæta heima-
mönnum í Preston mánudagskvöldið
28. mars. Leikirnir eru liðir í und-
irbúningnum fyrir lokakeppni EM í
Danmörku í sumar. vs@mbl.is
Ellefu sterka vantar
Íslenska piltalandsliðið í íshokkíi vann auðveldan sigur á Ísraels-
mönnum, 12:0, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti 18 ára og
yngri í Mexíkó í fyrrinótt.
Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið með leikinn í
höndum sér allan tímann en loturnar fóru 4:0, 2:0 og 6:0. Sigurður
Reynisson var valinn maður leiksins í liði Íslands en hann er í sinni
fyrstu ferð með unglingalandsliði.
Næsti leikur er gegn Írlandi í dag en Írar hafa leikið tvo leiki og
tapað báðum stórt, 1:13 gegn Suður-Afríku og 0:12 gegn Mexíkó.
Aðeins eitt lið fer upp um deild en íslenska liðið stefnir að því að
vinna sér sæti í 2. deild. Hindranir í þeim vegi eru greinilega lið
Mexíkó og Suður-Afríku. Mexíkóar unnu Ísraelsmenn, 7:3, í fyrstu
umferðinni.
Mörk/stoðsendingar Íslands: Jóhann Leifsson 3/3, Sigurður Reynisson 2/3, Kári Guð-
laugsson 2/1, Falur Birkir Guðnason 2/1, Björn Róbert Sigurðarson 2/0, Ingólfur Elías-
son 1/3, Brynjar Bergmann 0/1, Steindór Ingason 0/1, Andri Helgason 0/1. vs@mbl.is
Byrjuðu á léttum sigri á Ísrael
Jóhann
Leifsson
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH og
Sarah Bateman úr Ægi eru komnar í
úrslitakeppni NCAA í bandaríska
háskólasundinu.
Þar munu þær hefja keppni síðar í
vikunni en þær keppa fyrir Univers-
ity of Florida en skólinn er ríkjandi
meistari og talsverð endurnýjun hef-
ur orðið í liðinu frá sigrinum í fyrra.
Hrafnhildur er á fyrsta ári og mun
keppa í bringusundi ásamt fjórsundi.
Sarah mun keppa í skriðsundi og
báðar eru þær í boðsundssveitum skólans.
Þess má geta að ekki er notast við metrakerfið í sundinu í Bandaríkj-
unum og því eru tímar og árangur stúlknanna erfiður í samanburði við það
sem þær afreka hér heima. kris@mbl.is
Hrafnhildur og Sarah í úrslit
Hrafnhildur
Lúthersdóttir
Sarah Blake
Bateman
Meistaradeild Evrópu
16 liða úrslit, síðari leikir:
Bayern München – Inter Mílanó............ 2:3
Mario Gomez 21., Thomas Müller 31. –
Samuel Eto’o 4., Wesley Sneijder 63., Gor-
an Pandev 88.
Inter áfram á útimörkum, 3:3 samanlagt.
Manch.Utd – Marseille............................ 2:1
Javier Hernández 5., 75. – Wes Brown 82.
(sjálfsm.) Man. Utd áfram, 2:1 saman-
lagt.
England
B-DEILD:
Burnley – Coventry................................. 2:2
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Coventry.
Ipswich – Watford.................................... 0:3
Scunthorpe – Preston .............................. 0:3
Staðan:
QPR 37 20 13 4 59:23 73
Norwich 37 18 12 7 61:46 66
Swansea 37 19 6 12 50:34 63
Cardiff 37 18 8 11 57:43 62
Leeds 37 16 13 8 69:58 61
Nottingham F. 37 15 15 7 46:32 60
Burnley 36 15 12 9 53:44 57
Watford 37 15 11 11 67:52 56
Hull 37 14 13 10 41:37 55
Leicester 37 16 7 14 56:55 55
Reading 36 13 15 8 59:42 54
Millwall 37 14 11 12 48:37 53
Portsmouth 37 14 9 14 49:48 51
Bristol City 37 13 8 16 48:54 47
Barnsley 37 12 11 14 44:54 47
Ipswich 37 13 7 17 46:49 46
Doncaster 37 11 11 15 49:66 44
Derby 37 12 7 18 46:51 43
Coventry 37 11 9 17 40:48 42
Middlesbro 36 11 8 17 44:53 41
Cr. Palace 37 10 8 19 35:57 38
Scunthorpe 37 10 4 23 33:66 34
Sheffield Utd 37 8 8 21 32:59 32
Preston 36 6 10 20 40:64 28
C-DEILD:
Brentford – Huddersfield....................... 0:1
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leik-
inn með Huddersfield
Carlisle – Plymouth................................. 1:1
Kári Árnason var í liði Plymouth en var
skipt af velli á 72. mínútu.
Hartlepool – Leyton Orient.................... 0:1
Ármann Smári Björnsson var varamað-
ur hjá Hartlepool en kom ekki við sögu.
Staðan:
Brighton 34 21 8 5 64:26 71
Huddersfield 37 19 9 9 58:39 66
Peterborough 36 20 5 11 86:61 65
Southampton 34 18 7 9 62:30 61
Bournemouth 36 17 10 9 60:38 61
MK Dons 37 18 7 12 54:48 61
Orient 34 15 11 8 57:42 56
Hartlepool 37 14 8 15 38:49 50
Carlisle 36 13 10 13 49:47 49
Exeter 36 13 10 13 51:58 49
Rochdale 34 12 12 10 45:41 48
Charlton 34 13 9 12 50:50 48
Colchester 36 12 12 12 42:48 48
Oldham 36 11 13 12 46:52 46
Brentford 36 13 7 16 39:46 46
Sheffield Wed. 35 12 7 16 51:53 43
Notts County 33 12 6 15 37:39 42
Tranmere 35 10 9 16 40:49 39
Yeovil 35 10 8 17 33:51 38
Dagenham 33 9 9 15 37:47 36
Walsall 37 9 9 19 41:60 36
Plymouth 37 12 7 18 44:61 33
Swindon 36 7 12 17 43:60 33
Bristol Rovers 36 8 9 19 38:70 33
KNATTSPYRNA
Þýskaland
B-DEILD, suður:
Korschenbroich – Aue ........................ 28:30
Arnar Jón Agnarsson skoraði 7 mörk
fyrir Aue.
HANDBOLTI
Svíþjóð
Sundsvall – LF Basket ........................ 89:99
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 16 stig
fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson skor-
aði 12 stig og tók 15 fráköst.
Uppsala – Södertälje........................... 87:67
Helgi Már Magnússon skoraði 4 stig fyr-
ir Uppsala og tók 8 fráköst.
NBA-deildin
LA Lakers – Orlando ........................... 97:84
Miami – San Antonio.......................... 110:80
New Jersey – Boston ........................... 88:79
Washington – Oklahoma.................... 89:116
New Orleans – Denver..................... 103:114
Memphis – LA Clippers..................... 105:82
Houston – Phoenix ............................... 95:93
Utah – Philadelphia.......................... 112:107
Sacramento – Golden State ............. 129:119
KÖRFUBOLTI
ÍSHOKKÍ
Úrslitakeppni kvenna, þriðji leikur:
Akureyri: SA – Björninn .......................... 19
Staðan er 2:0 fyrir SA sem verður meist-
ari ef liðið vinnur í kvöld.
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Reyðarfj.: Fjarðab/Leiknir – Höttur ...... 19
Í KVÖLD!
MARKVERÐIR:
Haraldur Björnsson, Val
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE
VARNARMENN:
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham
Hjörtur Logi Valgarðsson, Gautab.
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Jósef Kristinn Jósefsson, Burgas
Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki
Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki
MIÐJUMENN:
Bjarni Þór Viðarsson, Mechelen
Andrés Már Jóhannesson, Fylki
Almarr Ormarsson, Fram
Guðlaugur V. Pálsson, Hibernian
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV
Björn Daníel Sverrisson, FH
SÓKNARMENN:
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki
Björn B. Sigurðarson, Lilleström
Aron Jóhannsson, AGF
Átján sem fara til Úkraínu
21 ÁRS LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU