Morgunblaðið - 16.03.2011, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2011
Real Madrid vonast til að brjóta ís-
inn í kvöld og komast í átta liða úr-
slit Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu í fyrsta sinn í sjö ár.
Nífaldir Evrópumeistarar Real
Madrid mæta frönsku meisturunum
í Lyon í síðari viðureign liðanna í
16-liða úrslitunum en liðin skildu
jöfn, 1:1, á heimavelli Lyon.
Lyon hefur reynst Madridarlið-
inu ákaflega erfiður mótherji. Liðin
hafa mæst sjö sinnum í Meist-
aradeildinni og hefur Real Madrid
enn ekki tekist að fagna sigri en
Lyon sló einmitt spænsku risana út
í 16-liða úrslitunum á síðustu leik-
tíð. Lærisveinar Josés Mourinhos
binda þó vonir við að breyting verði
á í kvöld. Real Madrid er eina liðið í
Meistaradeildinni sem hefur ekki
fengið mark á sig á heimavelli og
verði ekki breyting á því í kvöld
kemst Real Madrid áfram í átta
liða úrslitin.
„Lyon er hæfileikaríkt lið en við
ætlum að slá það út og erum ekki
að velta okkur upp úr sögunni eða
tölfræðinni. Real Madrid er
stærsta liðið í veröldinni en það
hefur verið í dvala. Það er eins og
fíll sem er sofandi en það er mikill
kraftur í því þegar það vaknar til
lífsins,“ segir José Mourinho en lið
hans er taplaust í Meistaradeild-
inni og hefur unnið alla 15 heima-
leiki sína í deildinni og í Meist-
aradeildinni.
Líklegt er að Cristiano Ronaldo
verði með Madridingum á ný en
hann hefur misst af tveimur síð-
ustu leikjum liðsins vegna smá-
vægilegra meiðsla.
Torres lofar fyrsta markinu
Englandsmeistarar Chelsea eru í
þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn
gegn danska meistaraliðinu FC Köb-
enhavn því Chelsea hafði betur á
Parken í Kaupmannahöfn, 2:0, og
leiðin í átta liðin úrslitin því afar
greið. Sölvi Geir Ottesen verður
ekki með Kaupmannahafnarliðinu í
kvöld frekar en í fyrri leiknum
vegna meiðsla í baki. Helsta spennan
á Stamford Bridge í kvöld verður sú
hvort Spánverjanum Fernando Tor-
res tekst að skora sitt fyrsta mark en
hann hefur spilað fimm leiki með
Lundúnaliðinu án þess að skora. „Ég
hef góða tilfinningu fyrir leiknum og
ég mun skora gegn FC Köbenhavn,“
sagði Torres við fréttamenn í gær.
gummih@mbl.is
Brýtur Real Madrid ísinn?
Reuters
Smeykur? Cristiano Ronaldo virðist skelkaður þegar boltinn stefnir á hann
á æfingu spænska stórliðsins í gær. Hann spilar líklega gegn Lyon í kvöld.
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ferill körfuboltaþjálfarans Hrann-
ars Hólm hefur tekið skemmtilega
stefnu í Danmörku þar sem hann
býr og starfar. Hrannar er körfu-
knattleiksáhugamönnum að góðu
kunnur enda þjálfaði hann Þór Ak-
ureyri, Njarðvík og KR á tíunda
áratug. Á síðustu leiktíð var hann
kjörinn þjálfari ársins í kvennakörf-
unni í Danmörku og á þessari leiktíð
eru tveir titlar komnir í hús hjá liði
hans, SISU. Það sem meira er er að
liðið var í miklu basli þegar Hrannar
tók óvænt við stjórnartaumunum.
„Ég hafði ekki þjálfað síðan fyrir
aldamót en þá hafði ég þjálfað í um
það bil fimmtán ár samfleytt. Ég
var hins vegar viðloðandi íþróttina
og var t.d. formaður Keflavíkur í
mörg ár, sat í stjórn KKÍ og var for-
maður landsliðsnefndar. Ég var því
farinn að sinna alfarið þeirri hlið
mála en ég flutti til Danmerkur sök-
um vinnu. Fyrir algera tilviljun þá
vantaði þjálfara í lið dóttur minnar á
síðasta tímabili en hún spilaði þá
með SISU. Ég var tilneyddur og
átti að vera í hálfu starfi ásamt öðr-
um þjálfara. Liðinu hafði gengið illa
en endaði í undanúrslitum og ég
fékk titilinn þjálfari ársins sem var
auðvitað skemmtilegt. Þá vildu
menn endilega að ég héldi áfram en
ég var ekki alveg viss enda hef ég
nóg annað að gera í lífinu. Ég ákvað
þó að halda áfram að þjálfa liðið og
þetta tímabil hefur verið hálfgert
ævintýri,“ sagði Hrannar þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans
í gær.
Þess má geta að Helena dóttir
hans spilar ekki lengur með SISU.
Hún kom heim um miðjan vetur í
fyrra og varð bikarmeistari með
Haukum en hefur ekkert spilað í
vetur.
Bikaraskápurinn bólgnar út
SISU var í 8. sæti af 9 liðum þeg-
ar Hrannar tók við en endaði í 2.
sæti deildakeppninnar í fyrra. Á
þessari leiktíð varð liðið bikarmeist-
ari í janúar og deildameistari á dög-
unum en liðið hefur aðeins tapað
einum leik í vetur.
„Allt í einu fóru hlutirnir að
ganga og stundum veit maður ekki
hvers vegna það gerist. Ætli það
hafi ekki bara verið heppni? Stemn-
ingin var góð og hópurinn tók sig
saman og vann þetta í sameiningu.
Eftir tímabilið í fyrra hefur verið
unnið mjög vel og starfið hefur verið
markvisst bæði hjá stúlkunum sjálf-
um og einnig félaginu. Þær eru dug-
legar og áhugasamar enda öflugir
íþróttamenn,“ sagði Hrannar enn-
fremur og nú er úrslitakeppnin
handan við hornið. Sökum velgengni
liðsins þá er litið á SISU sem meist-
araefni í Danmörku.
„Maður er aldrei með ávísun upp
á framtíðina í íþróttunum en það
verður að viðurkennast að takist
okkur ekki að vinna titilinn verða
það ákveðin vonbrigði. Yfirburðir
okkar í vetur komu á hinn bóginn á
óvart. Ef horft er til þess hvernig
liðin eru skipuð þá er þetta ekki al-
veg rökrétt hvað við höfðum mikla
yfirburði í deildakeppninni. Mér
finnst ekki mikill munur á getu leik-
manna í mínu liði og í þeim liðum
sem næst koma,“ benti Hrannar á.
Þjálfar með öðru hugarfari
Hann getur ekki neitað því að í
allri velgengninni hefur neistinn fyr-
ir þjálfun kviknað á nýjan leik. „Það
er alveg rétt að ég hef haft mikla
ánægju af þessu. Nú þjálfa ég með
allt öðru hugarfari en ég gerði áður
fyrr. Þá var þjálfunin miðpunkt-
urinn í lífinu en nú er maður orðinn
eldri og reyndari og hefur fleiri
skyldum að gegna. Nú er þjálfunin
orðin skemmtileg tilbreyting frá því
að vera í vinnunni. Ég er mun af-
slappaðri yfir þessu öllu saman og
ég hef mjög gaman af þessu enda
jafnast fátt á við að vinna leiki og
titla,“ sagði Hrannar Hólm í samtali
við Morgunblaðið.
„Er mun afslappaðri“
Hrannar Hólm körfuboltaþjálfari hefur unnið tvo titla í Danmörku að undan-
förnu Segir tímabilið hafa verið ævintýri líkast Hafði ekki þjálfað í áratug
Morgunblaðið/Kristinn
Sigursæll Hrannar Hólm hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari danska liðsins SISU.
Það hefur ekkigengið sem
skyldi á und-
irbúnings-
tímabilinu hjá
sænska knatt-
spyrnuliðinu IFK
Gautaborg þar
sem fjórir Íslend-
ingar eru á mála,
Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jóns-
son, Theódór Elmar Bjarnason og
Hjörtur Logi Valgarðsson. Gauta-
borg tapaði fyrir hvítrússneska liðinu
BATE Borisov í æfingaleik í Tyrk-
landi í gær, 1:0, og var þetta sjöundi
leikur liðsins í röð án sigurs. Ragnar
og Hjálmar voru í byrjunarliðinu,
Theódór Elmar kom inn á en Hjörtur
Logi gat ekki leikið vegna meiðsla.
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni
hefst eftir tvær vikur.
Sænski landsliðsmaðurinn ZlatanIbrahimovic, sem er á mála hjá
sjöföldum Evrópumeisturum AC
Milan, hefur verið úrskurðaður í
þriggja leikja bann vegna rauða
spjaldsins sem hann fékk að líta á í
leiknum gegn Bari um síðustu helgi.
Zlatan missir þar með af leiknum
gegn sínum gömlu félögum í Inter.
Þjóðverjinn Bernd Schuster erhættur sem þjálfari tyrkneska
liðsins Besiktas. Illa hefur gengið hjá
liðinu undir hans stjórn en Besiktas
er í sjöunda sæti deildarinnar. Schus-
ter, sem gerði Real Madrid að
spænskum meisturum tímabilið
2007-08, tók við þjálfun Besiktas í
fyrrasumar og hann keypti sterka
leikmenn á borð við Ricardo Qua-
resma, Guti, Hugo Almeida og
Simao.
Joachim Löwlandsliðs-
þjálfari Þjóðverja
í knattspyrnu,
hefur framlengt
samning sinn við
þýska knatt-
spyrnusambandið
til 2014. Löw tók
við þjálfun lands-
liðsins af Jürgen Klinsmann árið
2006 og undir hans stjórn urðu Þjóð-
verjar í öðru sæti á Evrópumótinu
árið 2008 og í þriðja sæti á HM í Suð-
ur-Afríku síðastliðið sumar.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 16stig og Hlynur Bæringsson tók
15 fráköst þegar lið þeirra, Sunds-
vall, tapaði á heimavelli fyrir LF
Basket, 89:99, í næstsíðustu umferð
sænsku úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik. Sundsvall hafði þegar
tryggt sér sigur í deildinni en liðið er
með sex stiga forskot á LF Basket
þrátt fyrir tapið. Sundsvall mætir
Borås eða Jämtland í 8 liða úrslit-
unum sem hefjast næsta mánudag.
Fólk sport@mbl.is