Morgunblaðið - 30.04.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.2011, Síða 1
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2011 Golfkortið 2011 Spilað um Ísland - 23 golfvellir Upplýsingar á golfkortid.is íþróttir Fótboltinn Keppnin á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst annað kvöld þegar Breiðablik mætir KR í Pepsi-deild karla. Fyrirliðinn segir að meistararnir vilji sýna sig og sanna gegn KR. 4 Íþróttir mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þeir eru líklega þrír stærstu menn Íslands, körfuboltamennirnir Egill Jónasson og Ragnar Nathanaelsson og fyrrverandi körfuboltastjarnan Pétur Guðmundsson sem lék lengi í NBA-deildinni. Hann var fyrsti Evr- ópubúinn sem lék í NBA og spilaði þar með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1989. Pétur er 2,18 metrar á hæð, að- eins hærri en þeir Egill og Ragnar sem báðir munu vera 2,16 metrar. Þeir spiluðu báðir í úrvalsdeildinni hér heima í vetur. Egill, sem er 26 ára gamall, lék með Njarðvík og Ragnar, sem er aðeins 19 ára gam- all, lék með Hamri. Pétur, sem er 52 ára gamall, er búsettur í Seattle í Bandaríkjunum en er staddur hér á landi þessa dag- ana. Hann er sérstakur heið- ursgestur á afmælis- og lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands á Broadway í kvöld, en þar fagnar KKÍ 50 ára afmæli sínu. Pétur tekur einnig þátt í þjálfun í æfingabúðum fyrir hávaxna og unga körfubolta- menn sem hófust í Dalhúsum í Graf- arvogi í gær og halda áfram þar í dag. Friðrik Ragnarsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur, stýrir æfingabúðunum með Pétri en stóru strákarnir Egill og Ragnar eru þar einnig til aðstoðar ásamt fleiri leik- mönnum úr úrvalsdeildum karla og kvenna. Auk Péturs er forseti FIBA World, Alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins, sérstakur gestur í hófi KKÍ í kvöld. Hann er franskur og heitir Yvan Mainini og var forseti franska körfuknattleikssambands- ins um árabil og síðan varaforseti FIFA Europe. Morgunblaðið/Kristinn Stórir Pétur Guðmundsson hefur sennilega aldrei áður verið með tvo Íslendinga sér við hlið, sem hafa nánast verið jafnháir honum. Egill Jónasson og Ragnar Nathanaelsson með fyrrum NBA-leikmanninn á milli sín í Grafarvogi. Stærstir á Íslandi?  Körfuboltamennirnir Pétur, Egill og Ragnar eru 2,18 og 2,16 m á hæð  Þjálfa saman í æfingabúðum í Grafarvogi „Við höfum ekkert unnið ennþá þótt staðan sé orðin góð. Hér eftir sem hingað til er það núið sem gildir og við tökum einn leik fyrir í einu,“ sagði Kristján Arason, annar þjálf- ari FH, eftir 28:26 sigur á Akureyri í öðrum leik liðanna í úrslitum N1- deildar karla í handknattleik í Kaplakrika að viðstöddum 2.600 áhorfendum í frábærri stemningu. Þar með hefur FH tvo vinninga í rimmunni við Akureyri og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðju viðureign liðanna sem fram fer í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 16 á morgun. „Næsti leikur verður á sunnudag- inn og við munum leggja allt undir til þess að vinna, á því er enginn vafi. Liðið eru jöfn að getu og því getur sigurinn fallið hvorum megin sem er. Við höfum hins vegar haft „karakt- erinn“ til þess að vinna báða leikina til þessa, það er mikilvægur eig- inleiki sem býr í þessu liði sem við munum treysta á áfram. Hvatningin til þess að verða Íslandsmeistari er það mikil innan þessa hóps að það er enginn sem lætur sér líða vel, enginn farinn að láta sig dreyma um titilinn ennþá,“ sagði Kristján Arason, ann- ar þjálfari FH. »3 iben@mbl.is „Enginn sem læt- ur sér líða vel“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjálfari Kristján Arason er ánægð- ur með sigurvilja sinna manna. Árni Þór Sigtryggsson hefur skrif- að undir nýjan eins árs samning við þýska 2. deildar liðið TV Bittenfeld. Hann kom til félagsins frá DHC Rheinland í janúar og gerði þá samning við Bittenfeld út þessa leiktíð. Forráðamenn Bittenfeld eru ánægðir með Árna Þór og vildu gjarnan gera við hann nýjan samn- ing. Árni Þór, sem er 26 ára gamall, hefur skorað 55 mörk í 11 leikjum í suðurriðli 2. deildar síðan hann kom til liðsins en þar er Bittenfeld í 5. sæti. „Árni hefur fallið afar vel inn í leik okkar og því erum við ánægð- ir með að hafa tryggt okkur krafta hans áfram á næsta keppnistímabili,“ segir þjálfari TV Bittenfeld, Gunt- er Schweikard, í frétt á handball- world. Annar Íslendingur er í herbúðum TV Bittenfeld, Arnór Þór Gunnars- son, en hann er með samning út næstu leiktíð. iben@mbl.is Árni með nýjan samning Árni Þór Sigtryggsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.