Morgunblaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2011
FORSTÖÐUMAÐUR SAUMASTOFU
Íslenska óperan óskar að ráða
forstöðumann saumastofu.
Viðkomandi er ábyrgur fyrir rekstri
saumastofu Óperunnar í Hörpu.
Menntun sem kjólameistari og
klæðskeri áskilin.
Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu af búningasaumi / leikhús-
vinnu.
Þarf að geta hafið störf fljótlega.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Íslensku óperunnar, sími 511 6400,
netfang: virpi@opera.is
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Sérfræðingar
í vistvænum arkitektúr
Arkitektafélagið óskar að ráða sérfræðinga í tímabundin
störf við efnisöflun, þýðingu og staðfærslu námsefnis um
vistvæna byggð.
Um er að ræða störf innan Vistmenntar, verkefnis sem
Arkitektafélagið leiðir í samstarfi við innlenda og erlenda
aðila og er styrkt af Leonardo, Menntaáætlun ESB.
Markmið Vistmenntar er að auka skilning á mikilvægi
sjálfbærni í arkitektúr og skipulagi byggðar með því að þróa
námsefni fyrir nemendur í byggingartengdum iðngreinum
og endurmenntun arkitekta, annarra umhverfishönnuða
og iðnaðarmanna.
Við leitum að áhugasömum einstaklingum á eftirfarandi
sviðum: a) dagsbirta og vistvæn lýsing, b) val á vistvænum
byggingarefnum og c) veðurfar, vistvænar byggingar
og skipulag.
Viðkomandi þurfa að búa yfir fræðilegum grundvelli, hafa
reynslu af ritstjórn og námsefnisgerð, vera vel ritfærir á
íslensku og geta þýtt af dönsku og ensku. Tveggja til þriggja
manna teymi koma einnig til greina. Gert er ráð fyrir að
megnið af vinnunni fari fram í sumar en þá tekur við vinna við
námskeiðsgerð og prófun námsefnisins. Til greina kemur að
ráða sömu aðila til þeirra verka. Viðkomandi koma til með að
starfa undir og í samstarfi við verkefnisstjóra Vistmenntar.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní og skal senda
umsóknina ásamt ferilskrá á netfangið kristin@ai.is.
Frekari upplýsingar í síma 693-1524.
Deildarstjóri tónlistar
Við Hafralækjarskóla í Aðaldal er laus staða
deildarstjóra við tónlistardeild sem rekin
er í tengslum við grunnskólann.
Hafralækjarskóli hefur getið sér gott orð fyrir
öfluga tónmenntakennslu, afrískt tónlistar-
verkefni og góða samvinnu grunn- og
tónlistarskóla. Góð kennsluaðstaða er fyrir
hendi.
Möguleikar á húsnæði á staðnum á góðum
kjörum.
Stutt í leikskóla.
Umsóknarfrestur er til 8. júní.
Nánari upplýsingar veita:
Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir skólastjóri,
s. 464-3581 og 864-4310.
harpa@hafralaekjarskoli.is
Þórunn Sigtryggsdóttir,
s. 464-3582 og 894-3700.
Topplagnir ehf. óskar eftir að ráða pípu-
lagningamenn. Þurfa að vera stundvísir
og áreiðanlegir, og geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir sendist á
topplagnir@internet.is
Upplýsingar gefur Brynjar í síma 698-8412
Forstjóri VÍS
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
VÍS er öflugt þjónustufyrirtæki sem á djúpar rætur í íslensku samfélagi.
Markmið VÍS er að vera ávallt í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi.
Ánægja viðskiptavina og starfsfólks er lykilatriði í velgengni félagsins.
Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar
sterka liðsheild. VÍS er vel rekið og fjárhagslega stöndugt vátrygginga-
félag með traust eignasafn.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Agla Sigríður Björnsdóttir
(agla.bjornsdottir@capacent.is) og Ragnheiður Dagsdóttir
(ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní nk. og skulu umsækjendur
sækja um á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Verksvið:
Ábyrgð á allri daglegri starfsemi félagsins
Leiða mótun stefnu og framtíðarsýnar í samstarfi við stjórn
Efla enn frekar stöðu VÍS sem leiðandi félags á vátryggingamarkaði
Samskipti og upplýsingagjöf við stjórn, starfmenn, núverandi og nýja
viðskiptavini og eftirlitsaðila
Menntun og reynsla:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Farsæl reynsla af rekstri, fjármálum og stjórnun
Reynsla af stjórnun í fjármálafyrirtæki er kostur
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
Framúrskarandi leiðtogahæfni
Stefnumótandi hugsun
Drifkraft og frumkvæði
Góð tengsl í íslensku atvinnulífi
Vátryggingafélag Íslands leitar að forstjóra til að leiða stærsta
tryggingafélag landsins. Viðkomandi þarf að vera árangurs-
miðaður, hafa frumkvæði og faglegan metnað og vera tilbúinn
til að vinna samkvæmt gildum félagsins sem eru frumkvæði,
umhyggja og áreiðanleiki.
Kokkur óskast á Hótel Laka
Erum að leita að metnaðarfullum, fjölhæfum
manni eða konu, sem kann að elda góðan mat
á veisluhlaðborð og á la carte.
Hótel Laki er fjölskyldufyrirtæki í fallegu
umhverfi í nágrenni Kirkjubæjarklausturs,
sem rekið er með metnað og jákvæðni að
leiðarljósi.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við
Steinar í síma 863-3723
eða Hörð í síma 899-4694.