Ísland - 03.06.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 03.06.1934, Blaðsíða 1
* Finnöogi Gndmundsson fram1ijóflaEfli i Gulllir-Kjósarsýslu. Finnbogi er ungur maður, eins og' flestir af þeim, sem fremstir standa í fylkingu þjóðernissinna. Hann er fædd- ur og uppalinn í Gerðum í Garði, og því eini frambjóðandi kjördæmisins, sem ættaður og uppalinn er í því, og þekkir því manna bezt til nauðsynja þess. Finnbogi hefir frá æsku stundað sjó- mennsku, sem háseti, þangað til nú síðustu ár, að hann réðist í að reka sína eigin útgerð, þrátt fyrir gífurlega erfiðleika. Finnbogi hefir sérstakan áhuga á málefnum sjávarútvegsins, og mun, ef honum gefst kostur á að beita kröft- um sínum honum til viðreisnar, ekki hggja á liði sínu, bæði hvað hlut smá- útgerðarmanna og sjómanna sjálfra snertir, því hann hefir eigin reynslu og þekkingu á kjörum beggja. Ungir og ötulir menn eru nú hver á fætur öðrum að taka upp merki þjóð- ernissinna og hefja sóknina gegn aftur- haldinu og spillingu rauðliðanna, því nú þegar er fullsýnt, að engin stjórnmála- leg mótstaða gegn þessum skaðræðis- öflum þjóðfélagsins er til. F»ess vegna er það blátt áfram skylda eldri kyn- slóðarinnar að styrkja hina framsæknu og stórhuga æsku, sem þegar hefir haf- ið baráttuna fyrir sameiningu og fram- tíð þjóðarinnar. Nú gefst kjósendum Gullbringu- og Kjósarsýslu tækifæri til að gerast braut- ryðjendur að virkum áhrifum þjóðern- issinna á landsmálin, með því að kjósa Finnboga á þing. Reykvíkingar, sem fara úr bænum fyrir kjördag, eru minntir á að kjósa áður á skrifstofulög- manns, sem hefir aðsetur sitt í húsi gömlu símastöðv- arinnar við Pósthússtræti. ÍSLANDI ALLT Vlannlífið er svo örum breytingum háð, að vart er mögulegt fyrirfram að ákveða leidir langt fram í ókominn tíma. Aðeins eitt stendur óhaggað: Markmiðiá, sem að er keppt, umsköp- un þjóðarinnar í hugsunarhætti og framkomu — umsköpun úr hatandi stéttabroti í samstarfandi heild. Fyrir þessu marki verður allt að víkja. Þeir menn, sem valda og viðhalda núveraridi ástandi, eru féndur allra framfara, og því er starfi voru beint gegn kenningum þeirra og þeim mætt í fullri andstöðu, hvar og hvenær sem er, unz tekizt hefir að sameina aila íslenzku þýóðina um sín eigin velferð- armál. Valdhafar þjóðarinnar á undan- förnum árum hafa svikið öll loforð sín og innleitt hina ríkjandi spillingu. Vér leggjum í baráttuna með hreinan skjöld. Vér munum berjast djarft þar til markinu er náð. Vér lofum engu, sem er óframkvæmanlegt. Vér seljum aldrei sannfæringu vora, sem er markmið vort, hvorki eitt atriði né allt í heild. Vér bendum þjóðinni á ógöngurn- ar, sem hún er í, og á siefnu vora, sem leið út úr þeim. Með stírurnar í augunum. »Nú rís Stefnir úr rekkju, eftir væran og styrkjandi blund«. Magnús prestakenn. Stefni V., 1. Stefnir hefir hrokkið helzt til um of hastarlega upp af syndasvefni sínum, og orðið það á, eins og fleirum, sem sof- ið hafa fast og lengi, að vera örlítið ringl- aður í höfði; og nú fálmar hann í svefn- rofunum yfir einhverjum andlegum stuðning'i. Með stírurnar í augunum læs- ir hann krumlunum í gamlan nemanda sinn, og hyggst hafa himin höndum tek- ið. En svo hlálega vill til, að lærisveinn- inn leikur hér á meistarann, eins og stundum vill verða. Lærisveininn rennur úr greipum Magnúsar »docents«, kennara síns, alveg eins og Sæmundur úr klónum á kölska. Og' svo alvarlega leikur Knútur Arngrímsson á Magnús og' allt íhaldið, að það hefir skömm eina og skaða af þeim viðskiftum, en ó- skemmdur gengur hann ekki frá þeim leik frekar en aðrir, enda hefir íhalds- krumlan marið hugmyndir hans um mannlífið og kjör fólksins. Eða hvað segir fólk um slíkar perlur: »Ég er nefnilega þeirrar skoðunar, að eins og það er hverjum manni nauðsyn- legt skilyrði til að njóta sín, að komast heiðarlega og sæmilega af, þá sé það hinsvegar vafasöm gæfa wð vera auð- ugur maður. Ég lít svo á, að eins og einka-auðmagnið sjálft er nauðsynlegt, til þess að halda við athafnalífi þjóð- anna, og því góðra gjalda vert að safna því, þá séu þeir, er til auðœfa fœðast, á marga lund aumkunarverðir, af því þeir eru með því móti sviftir möguleik- unum til að öðlast heilbrigða og eðlilega lífsreynslux Ég segi ekki annað en það, að slíka lífsspeki má Ölafur Thors hafa fyrir mér (hann kvað kosta Stefni í 15 þús. eint.), en í karlana á Kveldúlfstogur- unum gengur hún aldrei og eflaust treg- lega í bændurna í Gullbringu- og Kjósar- sýslunni. Staurfótur og bogið, gigtveikt bak er víst ekki »heilbrigð, eðlileg lífs- reynsla«, sem fólk almennt þyrstir eftir, nema þá e. t. v. ölaf Thors. — Það var kannske til að forða togarakörlunum frá þeirri »vafasömu gæfu að vera auðugir menn«, að síldarmálin á Hesteyri voru minni en lög mæltu fyrir, og norsku samningana hefir hann þá eflaust gert til að veita alþýðunni (sem hann ann svo mjög) örlítið meiri lífsreynslu. Að mörgu leyti er grein Knúts vel þess verð að vera lesin af öörum en íhaldsmönnum, og þeim ráðlegg eg ein- dregið að lesa hana, en það með athygli og ígrunda hvert einasta atriði, því hún er í sínu innsta eðli napurt háð á íhalds- flokkinn og andleysi hans og all-þung ádeila á i'orráðamenn hans. Greinin, sem heitir »Lífsskoðanir »g stjórnmál«, er mjög ilðlega skrifuð og ber það með sér, að höf. er sér þess vel meövitandi, að lífið geti verið annað og meira en barátta fyrir fæði og skæði. Honum er það og fullljóst, að slíkar hug- myndir hafa ekki verið í hávegum hafð- ar innan íhaldsflokksins. Um það segir Knútur: »... . mér er innan þessa flokks, að mál hans séu rædd á þeim grundvelli, sem ég hefi nú gert«. Það má nú með sanni segja, því aö andríkið hefir aldrei átt upp á háborð- ið hjá íhaldinu. I upphafi greinarinnar skilg'reinir höf. hugtakið lífsskoðun þannig: »Lífsskoðun er það álit, sem maður myndar sér á eðli og aðstöðu sjálfs sín sem lifandi og starfandi vera á jörð og alheimnum«. Nú tekur séra Knútur að hugleiða, hvort menn muni skipast í stjórnmála- flokka eftir mismunandi lífsskoðunum. 1 þeim efnum kemst hann að hálf þoku- kendum niðurstöðum: ».... er það al- kunnugt, að einn af stjórnmálaflokkun- um með þessari þjóð játar það hispurs- laust, að hann byggi stefnu sína á á- kveðnu lífsskoðanakerfi . .. Þessi flokk- ur er Kommúnistaflokkurinn ....« »... . lífsskoðanir kommúnista eiga all-veruleg ítök í mönnum utan pólitískra vébanda þess flokks. Það verður blátt áfram ekki komizt hjá því að fullyrða, að þeir, er mestu ráða í hinum »rauðu«*) flokkunum, séu þeim fullkom- lega sammála í flestum greinum ...... Og um íhaldsflokkinn segir höf.: »Það mun vera auðvelt að benda á, að í okkar flokki berjast efnishyggjumenn og hug- sjónamenn hlið við hlið .... og yfirleitt menn með hvaða lífsskoðanir sem ei'«. Séra Knútur segir: ».... lífsskoðana- kerfið, sem hann (kommúnistaíiokkur- inn) byggir stefnu sína á, er marxism- inn, kenningar Karls Marx. — Grund- völlurinn undir þeim kenningum er efn- ishyggjan«. Þetta er að nokkru leyti rangt frá skýrt. Marxisminn er ekki lífs- skoðanakerfi samkvæmt þeirri skilgrein- ingu, sem höf. sjálfur gerði á því hug- taki, heldur hagfræðileg gagnrýni á þjóðfélagsháttum 19. aldarinnar. Hitt er aftur rétt, að grundvöllur marxismans er efnishyggjan, en hún er aftur ákveð- in lífsskoðun. Það er einmitt sá draug- ur, sem séra Knútur hyggst að gluna við og ætlar íhaldsflokknum að leggja að velli, þrátt fyrir það, að efnishyggj- an teygi anga sína jafnvel inn í þann »góða« íhaldsflokk, eins og Knútur tek- ur fram í grein sinni. Knútur leggur með eldmóði trúarinn- ar að efnishyggjunni og fordæmir hana með öllu. Hann sér það, eins og sjálf- sagt er, að lífsskoðun verður ekki út- rýmt nema með annari lífsskoðun, sem enn meira erindi á til fólksins. Hug- hyggja (idealismi) er eina vopnið, sem vinnur á efnishyggjunni (materialism- anum). Séra Knútur finnur sárt til þess, hve íhaldsflokkurinn er snauður á hug- sjónir. Hann er öreigaflokkur í því efni. Þrátt fyrir það ætlar sr. Knútur honum að hafa forystuna í baráttunni gegn efn- ishyggjunni. Hvaða skilyrði hefir nú íhaldsflokkurinn til þess? I íhaldsflokkn- um eru menn með hvaða lífsskoðanir sem er. Það gæti nú samt hugsast, að stefna hans mótaðist af einhverri ákveð- inni lífsskoðun, þó að flokksmenn geri sér það ekki ljóst. Þessu atriði hreyfir Knútur ekki af eðlilegum orsökum, held- ur ætlar hann að blása lífsanda í nasir ílokksins og lífga hann þannig við. Hann ætlar að semja íhaldsflokknum lífsskoð- un, eins og þegar verið er að sauma föt. Um að gera það fari vel og sé áferðar- fagurt. Séra Knútur játar það full- komlega, að íhaldsflokkurinn sé flokkur einka-fjármagnsins (»kapitalismans«) og að hans fyrsta og síðasta boðorð sé að viðhalda því. »Berst vegna f járhagslegra markmiða« eins og hann segir sjálfur. Orðið kapitalismi táknar oftast hið nú- verandi þjóðskipulag, þar sem einka- réttui’ einstaklinga á fjármagni er við- urkenndur. Andstætt því er þjóðskipu- lag kommúnista, þar sem eingarréuur yfir framleiðslutækjunum er afnuminn. Þarna höfum við þá mismuninn á íhalds- stefnunni og marxismanum. Mótsetning- arnar milli íhaldsflokksins og’ kommún- ista eru þannig ekki gagnstæðar lífs- skoðanir, heldur mismunandi álit á þvi, hvernig- framleiðslunni verði bezt fyrir komið. Bæði kapitalismi og marxismi byggja upp á sömu lífsskoðuninn, efn- *) Þ. e. alþýðuflokknum, framsóknar- flokknum og bændaflokknum. — St. V. Uppíag 10,000.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.