Ísland - 07.12.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 07.12.1934, Blaðsíða 1
Hrynup Fisksolusamlagið? Hvad tekur við? Fisksölusamlagið bað sjálft um fyrstu einkasöluna á fiski og fékk hana staðfesta með lögum frá Ólafi Thors. — Nú hrópa þessir sömu menn út til þjóðarinnar ekkert annað en fals og blekkingar í þessu máli og vilja fá sérréttindi handa sér og engum öðrum. Sama gera hinir stjórnmálaflokkarnir. Peir vilja ekkert annað enn sér- réttindi og einkasölu handa sér og sínum, svo þar hallast ekki á. Kjósendur og þingmenn eru keflaðir þannig, að það má helzt eoginn hafa sjálfstæða skoðun og koma fram með hana á opinberum vettvangi, án þess að eiga ofsóknir á hættu. Öskar Halldársson. Það munu vera hér um bil rétt tvö ár síðan Ólafur Thors var ráðherra og kom hann þá á fót fyrstu fiskeinkasölunni hér á landi. Eg man að það kom mörgum á óvart, að hann skyldi verða til þess, en það var Fisksölusamlagið sjálft, sem bað um einkasöluna, og þegar fundið var að þessu við ólaf, voru svörin fúin og ónýt eins og skal sýnt fram á betur síðar i þessari grein. Ég sá strax um leið og einkasölulögin voru gefin út í desember 1932, að þau mundu gera útgerðarmönnum bölvun, og' skrifaði ég þá um það tvær greinir í Morgunblaðið, er komu út í janúar 1933. önnur greinin lá hálfsmánaðar tíma hjá ritstjórn blaðsins og var svo loksins birt, en þá var látin fylg'ja henni athuga- semd frá Ólafi Thors. Eins og ég sýndi fram á í þessum greinum, var óþarfi að setja einkasölu á saltfiskinn (blautfisk- inn). Þegar kom til framkvæmda á lög- unum, mun einkasalan (Sölusamlagið) hafa séð það sjálft smátt og smátt, að gefa varð einstaklingum útflutningsleyíi á saltfiskinum, en einkasalan tafði fyrir útflutningi og hafði beinlínis sölu af mönnum. Einu mennirnir, sem slógu í borðið og heimtuðu sölu á saltfiskin- um, voru Vestmannaeyingar. Ég skrif- aði þessar tvær greinir áður en einka- sala Ólafs var komin í framkvæmd og benti á, að einkasalan mundi aldrei selja eins mikinn fisk einsömul eins og ef út- flytjendurnir væru fleiri, sem með fisk- söluna færu. Þetta fékk lítinn bvr hjá mönnum þá, en til fróðleiks skal ég taka kafla úr grein Ólafs Thors 5. jan. 1932 um hvers vegna hann setti fiskeinkasöl- una á stofn. Hann segir: »Það er kunnugt, að bráðabirgðalögin eru að efni til sarnin nákvæmlega eftir bréflegum einróma förnu með að koma fram réttmætum aðfinnslum opinberlega. Það á að vera til bóta, að bent sé á gallana og það er hin mesta fásinna, að ætla að lemja það allt niður með þögn- inni eða neita mönnwm um að koma fram með athugasemdir sinar í rivaða blaði sem er og hvaða stjórnmálaflokki sem menn fylgja. Það bar margt á góma í fisksölumál- inu á fundi þeim, sem haldinn var í Keflavík nú nýlega. Fiskeigendur kvört- uðu sáran undan 5 króna gjaldinu, sem ætlað er í markaðsleita- og verðjöfnun- arsjóð og allir þingflokkarnir gáfu sv>i óskýr og ómerkileg svör við fyrirspurn- um fiskeigenda, að það hálfa var nóg. T. d. á íundinum i Garði stóðu allir prir pingmennirnir, diaiur Tliors, Páll Dorbjörnsson og Gisli Eugmundsson að sömu tillögunum, en hún féKk aðeins átta atkvæði og var felld, en aftur á móti kom fram tiflaga frá Finnboga Guðmundssyni, útvegsmanni í Gerðum, sem gekk á móti tillögu pessera pingmanna, og fékk hún 46 atkvæði. Þegar frásagnir af þessum fundi komu í stjórnarblöðunum og Morg- unblaðinu næstu daga, var þagað yfir l>essu, sem var kjarni málsins, en aftur tekið upp ýmislegt glamur þingmanna sjálfra eftir þá sjálfa. Halda menn nú, að t. d. slíkar frásagnir geri þá menn ekki tortryggna, sem viðstaddir voru og þekkja alla málavexti? Bergur sýslumaður hélt því fram á fundi í Keflavík, að Fisksölusamlagið og allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu á þinginu 1933 viljað koma öðrum fiskútflytjendum fyrir kattarnef með því að leggja 5% aukaskatt á andvirði Frh. á bls 4. V ér mótmælum allirl tillögum Fisksölusambandsstjórnarinn- ar.« Það, sem margur hefir furðað sig á, er hvað Fisksölusamlagið hefir gert lít- ið til að afla nýrra markaða, þar sem það hefir næstum alla sölu fiskjarins með höndum. Það var bein skylda Samlags- ins að vanrækja þetta ekki. Það er al- mannarómur, að Fisksölusamlagið hafi oft verið stirt í viðskiptum og neitaó kaupendunum í markaðslöndunum um íslenzkan fisk. Þannig hafði t. d. einn fiskinnflytjandi í Genova orðið mjög sár yfir því, að fram hjá sér skyldi gengið, og að hann skyldi engan fisk geta fengið keyptan af Samlaginu, en í Stað pess hafi svo Fisksölusamlagið greitt honum fleiri hundruð púsund krónur, til pess að verzla ekki með íslenzkan fisk i eitt ár. Þessu var haldið fram og fullyrt á kosningafundum í vor og var hvergi mótmælt, svo ég vissi til. Af þessum staðreyndum er ljóst, að nauðsynlegt er að breyta til og hafa SÖlu- samlögin fleiri, er flytja út fisk, svo að betur notist af kröftum kaupenda í markaðslöndunum til að koma fiski vor- um til neytenda, svo að þeir neyðist ekki til að kaupa annarra þjóða fisk handa viðskiptavinum sínum, þegar Sölusam- lagið vill ekki selja þeim. Það er kunnugt, að Söiusamlagið hefir haft tilstyrk langflestra blaða í land- inu til að halda óánægjuöldu framleið- enda niðri og slá niður réttlátar að- finnslur og er mjög mikið vafamál, hvort slíkt ekki hefnir sín síðar. Það er mikið talað um handjárn nú á síðustu tímum. Mætti þá ekki alveg eins halda því fram, að Sjálfstæðismenn að viðbættum viðskiptamönnum Fisksölu- samlagsins og jafnvel stjórnendum þess sumum hafi verið keflaðir að undan- Aldrei fyr hefur íslenzka þjóðin ver- ið í eins augljósri hættu og nú. Eigin- gjörn varmenni sitja að ,völdum. At- vinnuleysi og neyð stendur við dyrnar hjá almenningi, vaxandi skuldir og minnkandi sölumöguleikar á afurðum vorum ógna hinu unga sjálfstæði þjóð- arinnar. Engir af hinum ráðandi stétta- flokkum eru megnugir að reisa við það, er þeir hafa brotið niður á undanförn- um árum. Þvert á móti gerast flokk- arnir svo ósvífnir, að reyna að nota ráðagerðir Englendinga, um að hneppa þjóðina í ánauðarfjötra, til framdrátt- ar sínum eigin flokkshagsmunum. Á samkomu þeirri, sem falið er lög- gjafarvald þjóðarinnar, er leikinn sami skrípaleikurinn dag eftir dag. Þar er ekki leitazt við að leysa þau vandamál, sem bíða úrlausnar. Þar er eklfi lyft hinum minnsta fingri til varnar fjár- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þar er stöðug't stefnt dýpra og dýpra í stjórn- laust stéttahatur og siðlausa valdabai- áttu. Þeir fáu einstaklingar, sem ennþá hafa kjark og vilja til að halda uppi atvinnurekstri og framleiðslu þjóðar- innar, eru ofsóttir sem glæpamenn, og þeir, sem mótmæla þessu ástandi og krefjast réttar síns að lifa sem frjáls- ir menn í frjálsu landi, þeir eru per- sónulega ofsóttir, sviftir atvinnu og lífs- möguleikum, þeir eru gegn vilja sín- um knúðir til að velta drottnandi villi- mennsku frá völdum með afli, ef önnur ráð duga ekki. Sú framtíð, sem uppvaxandi kynslóð er búin af núverandi valdamönnum þjóðarinnar, hlýtur að vekja hana til starfa, hlýtur að skipa öllum íslenzk- um æskulýð til sameiginlegrar baráttu fyrir betra lífi, fyrir því, að fá að njóta allra þeirra gæða, sem ættland vort geymir í skauti sínu, og allra þeirra Ábyrgðin er peirra, framfara, sem feður vorir skópu. Öldum saman hefur þjóðin sótt fram — yfir erfiðar torfærur — erlenda á- þján, hallæri, ís og drepsóttir, en nú, þegar vér eigum síðasta áfangann ófar- inn að fullkomnum sigri, þá eru völdin í höndum þeirra manna, sem meta frelsi þjóðarinnar að engu, — og sem eru samkvæmt stefnu sinni, marxismanum, reiðubúnir að selja Island í hendur hæstbjóðanda. Vér íslenzkir æskumenn hljótum all- ir að mótmæla, með því að taka upp baráttu fyrir lífvænlegri framtíð lands- ins, því sannarlega hvílir ábyrgðin gagn- vart komandi kynslóðum á vorum herð- um og engra annarra. Og æskan ein á þrek og kjark til að berjast fyrir og' bera nýjar hugsjónir fram til sigurs. Hún á viljann, og viljinn er hennar ótæmandi fjársjóður og aflgjafi til nýrra dáða. íslenzkir æskumenn af öllum stéttum! Látum ekki erlendar stéttabaráttukenn- ingar villa okkur sýn. Sameinumst til starfa, fyrir brýnustu dægurhagsmun- um þjcðarinnar, fyrir sjálfstæði hennar og velferð um ókomna tíma. Hverjum óspilltum æskumanni hrýs hugur viðhinu mai'xistíska stéttaofbeldi. Þessvegna skulum vér allir taka hönd- um saman og skipa oss undir bið forna íslenzka þórshamarsmerki og undir kjör- orð frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar: »Aldrei að víkja frá réttum og góðum málstað —«. Vér mótmælum allir marxistísku stétta- ofbeldi á (slandi. Vér krefjumst sam- síarfs milli allra stétta. Vér krefjumst réttlættis, sem eítt er megnugt að tryggja og varðveita friðinn í landinu Ef réttlæti til handa öllum stéttum fæst ekki, þá er friðurinn rofinn. sem ranglætið dýrka. Helgi S. Jónsson.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.