Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, AÐALHEIÐUR LÁRUSDÓTTIR frá Sjávarborg, Neskaupstað, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 26. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.00. Sigurður Ottósson, Alda K. Helgadóttir, Hermann Ottósson, Jóhanna G. Þormar, Dagbjört Lára Ottósdóttir, Ingólfur Arnarson, Friðrik Jón Ottósson, Helen Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og bræður. ✝ Dagmar Koep-pen fæddist 8.1. 1952. Hún lést á Þingvöllum 2.7. 2011. Foreldrar henn- ar eru Erwin Koep- pen, hljóðfæraleik- ari að mennt, f. 12.2. 1925, og Erika Koeppen, kennari að mennt, f. 30.3. 1921, d. 12.12. 2010. Eftirlifandi eiginmaður Dag- marar er Brynjar Bjarnason, f. 6.12. 1949 í Stykkishólmi. For- eldrar hans: Bjarni Jakobsson og Kristín Davíðsdóttir. Börn Dagmarar og Brynjars eru: Erwin Haraldur Koeppen Brynjarsson, f. 14.2. 1972, kvæntur Marscelu Soto Nunez, f. 11.4. 1972, börn þeirra, Brynj- ar Arturo Soto, f. 27.3. 2001, Erwin Anton Soto, f. 18.7. 2003 og Linda Sofia Soto, f. 20.6. 2006. Stefán Ingimar Koeppen, f. 17.8. 1975, kvæntur Magda- lenu Sass. Barn Stefáns Ingimars, Kristján Alexand- er, f. 26.12. 1996. Erika Angela Ko- eppen Brynj- arsdóttir, f. 13.11. 1979, gift Sverri Kristni Einissyni, f. 4.5. 1979. Börn þeirra: Viktor Nökkvi, f. 26.6. 2000, Brynja Mary, f. 19.1. 2004, Sara Vic- toría Dagmar, f. 24.11. 2005, Jasmín Sól Guðfinna, f. 11.8. 2008 og Aron Kristinn, f. 7.5. 2010. Útför Dagmarar fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 11.7. 2011, kl 13. Elskulega tengdamóðir mín. Ég kom inn í líf fjölskyldu þinnar fyrir 10 árum, þú tókst vel á móti mér með opnum örmum og bauðst mig velkominn. Síðan höfum við átt saman góðar stundir og oft getað spjallað mikið saman um heima og geima. Til dæmis um þitt starf á sumrin sem fararstjóri, þar sem ég var áður rútubílstjóri gátum við deilt reynslu okkar í því og spjallað og hlegið að fólki. Það var nú alltaf hægt að hlæja með þér. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég var að gera, vildir til dæmis endilega læra Morse-tungumálið, en það þurfti ég að læra í mínu flugnámi. Þú komst svo með mér í flugtúr á þyrlunni eftir nám. Það fannst þér gaman. Þú varst alltaf opin fyrir nýju og studdir dóttur þína og okkur í því sem við vildum gera. Ég upplifði þig sem jákvæða konu sem vildi alltaf allt fyrir aðra gera, sérstaklega barnabörnin. Þegar ég kom inn í fjölskylduna, kom ég auðvitað frá annarri fjöl- skyldu með aðra siði, og þú vildir taka tillit til þess, elda handa mér svínakjöt þegar þið borðuðuð tungu, gerðir tilraunir til að gera laufabrauð og svo framvegis. Allt- af að hugsa um aðra. Þú sagðir alltaf: „Okkur leiðist nú aldrei í þessari fjölskyldu, það er alltaf eitthvað um að vera.“ Ég fann oft til með þér síðari ár, vegna veikinda þinna og vona innilega að nú líði þér vel. Mér þykir vænt um þig. Sverrir Kristinn Einisson. Elsku flotta amma mín, ég vona að Guð passi þig. Ég óska þess að þér líði vel núna. Við erum öll búin að gráta mikið, því við söknum þín. Takk fyrir að þú fórst alltaf með mig á kaffihús. Það var svo gaman að þú fórst alltaf með mig líka í Kringluna og Perluna. Þú varst alltaf svo góð, nenntir að strjúka bakið mitt og horfa á Mjallhvíti með okkur. Fallega amma, ég elska þig. Þín Sara Victoría Dagmar. Hæ amma. Mér fannst mjög gaman að vera með þér á Kýpur í maí og þessa daga í júní sem þú varst í heimsókn hjá okkur. Ég elska þig svo mikið, mér finnst mjög leiðinlegt að þú þurftir að deyja svona snemma. Þú varst alltaf mjög góð við mig, fórst alltaf í Kringluna og Perluna með mér. Þú varst mjög góð kona. Þú gerðir þitt besta til að fara með okkur fjölskyldunni til Kýpur í maí, þó að þér liði svona illa. Við áttum alltaf svo góða tíma saman, það var svo huggulegt að kúra með þér og horfa á mynd og spjalla saman á koddanum. Við áttum alltaf okkar sérstaka dag þegar ég kom í heimsókn til þín, þá fékk ég alltaf að fara í búð og velja mér föt eða dót áður en við fórum á uppá- haldskaffihúsið okkar, Blue í Kringlunni (bara við tvær). Ég elska þig alltaf, amma, og mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þér líði vel uppi á himninum. Ég er svo leið að þú þurftir að deyja, ég sem ætlaði að koma og heimsækja þig fljótlega, var búin að hlakka svo til. Ég sakna þín svo mikið, amma. Ég elska þig, fallega amma mín. Þín Brynja Mary. Elsku fallega amma mín, mér líður svo illa yfir því að þú ert dáin. Takk fyrir alla okkar góðu sam- veru. Takk fyrir allt það skemmti- lega sem við gerðum saman öll þessi ár sem við áttum saman í líf- inu. Mér fannst rosalega gaman að horfa á bíómyndir með þér, sér- staklega Castaway, það var myndin okkar. Ég trúi ekki ennþá að þú sért dáin, mér finnst bara svo erfitt að trúa því. Mér finnst líka svo leiðinlegt að þegar mér líður illa get ég ekki lengur talað við þig eða hringt í þig eins og ég var vanur að gera. Þetta er það hræðilegasta sem hefur hent mig í lífinu. Ég hef aldrei grátið eins mikið og eftir að þú dóst. Mér líð- ur eins og ég sé búinn að missa helming af lífi mínu, þú varst mér allt, elsku amma mín, mér þykir vænt um allar samverustundirnar sem við áttum saman, á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku og á Kýp- ur. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér. Ég gat talað við þig um allt, þú varst besti vinur minn. Þú verður að muna það að ég mun aldrei gleyma þér og þú ert alltaf hjá mér í hjartanu, ég vildi að ég gæti knúsað þig vel núna. Mundu að ég mun aldrei gleyma þér og þú varst alltaf, allt- af minn besti vinur. Takk fyrir allt síðan ég fæddist og þú sagðir: Vel- kominn í heiminn, elsku prinsinn minn. Takk fyrir alla okkar góðu samveru. Mörg, mörg knús og kossar frá mér prinsinum þínum, ég elska þig meira en allt, elsku amma mín. Ástarkveðja, þinn Viktor Nökkvi. Leiðir okkar Dagmarar lágu saman í bekk í nýstofnuðum Menntaskóla við Hamrahlíð fyrir meira en fjórum áratugum. Kynn- in hófust þá, en vináttan þróaðist smám saman og styrktist til síð- ustu samverustunda. Hver einstaklingur er sinnar gerðar, en samt má segja að Dag- mar hafi skorið sig úr hópnum. Bakgrunnur hennar var annar en okkar hinna. Foreldrarnir höfðu flust hingað til lands eftir stríð frá Þýskalandi. Hún var þeirra einka- barn og átti hér enga aðra ætt- ingja og saknaði þess mjög. Dag- mar var prýðilegur námsmaður, góðum gáfum gædd og mikil tungumálamanneskja. Hún var listelsk og leitandi og sífellt að bæta við þekkingu sína. Dagmar var fordómalaus gagnvart öðrum og hafði gaman af mannlífsflór- unni, enda eignaðist hún fjöl- breyttan vinahóp víðsvegar um heiminn og ræktaði vináttuna af alúð. Hún vildi öllum gott gera, til- finninganæm og örlát á sjálfa sig. Hún var einstök og yndisleg vin- kona, sem ég er mjög þakklát fyr- ir að hafa átt í öll þessi ár. En svo vinföst og trygg sem Dagmar var gat þó ekkert skyggt á fjölskyld- una, börn hennar og ekki síst barnabörnin. Hún elskaði þau tak- markalaust og hefði kostað öllu sínu til mætti það styrkja þau og styðja, hressa eða hugga. Og hún gekk stundum nærri sér, því ekki naut hún alltaf fullrar heilsu. Eig- inmaðurinn, Brynjar, var sá klett- ur í lífi hennar sem allar öldur brotna á. Hópurinn allur stendur nú hnípinn eftir, faðir hennar, eigin- maður, afkomendur og vinir. Hún fór snögglega og alltof fljótt. En eftir lifir fögur minning um ein- staka manneskju sem hafði auga fyrir björtum hliðum tilverunnar og varpaði sjálf á hana eigin birtu, en tókst einnig á við andstreymi hennar af hetjuskap og þolgæði, ráðin í að berja í hvern brest með- an hún hefði til þess nokkurn þrótt. Fjölskyldan saknar sárt, því mikils er misst. Og það gera gamlir vinir líka. Ástríður Thorarensen. Starfsfólk Atlantik kveður í dag góðan samstarfsmann og fé- laga. Dagmar Koeppen var sam- viskusöm og áreiðanleg í störfum sínum og einstaklega hlý mann- eskja en þess nutu allir sem unnu með henni. Hún var einnig ein- læg, þægileg í viðmóti, kurteis og fáguð. Hún hlaut í vöggugjöf þá náðargáfu að eiga auðvelt með að læra tungumál og var jafnvíg á ensku, frönsku og þýsku sem var í raun hennar móðurmál. Það er ekkert undarlegt að slík mann- eskja hafi valist í starf leiðsögu- manns og fararstjóra. Þegar fólk er hrifið burtu úr þessum heimi, að því er manni finnst langt fyrir aldur fram, sitj- um við hin eftir döpur og mátt- vana. Dagmar sjálf trúði að heim- urinn væri samansettur af flóknari lögmálum en við menn- irnir fáum skilið og kannski liggja einhverjar ástæður að baki því að hún var kölluð burtu svo snemma. Okkur hér á Atlantik er efst í huga virðing og þakklæti eftir langt og gott samstarf. Við vott- um fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Guð gefi þeim styrk á erfiðum tímum. Fyrir hönd starfsfólks Atlan- tik, Ólafía Sveinsdóttir. Ég kynntist Dagmar þegar ég lenti í bekk með henni í Mela- skóla, þá 11 ára gömul. Dagmar var þá strax sérlega falleg stúlka með brún stór augu og geysilega þykkt fallegt brúnt hár sem hún hafði oftast í fléttu. Dagmar skar sig strax nokkuð úr sökum glæsi- legs og dálítið framandi útlits og einnig sökum þess hversu óvenju kurteis hún var, en hún var miklu kurteisari en almennt var um ís- lensk börn á þeim tíma. Foreldrar hennar voru þýskt tónlistarfólk. Dagmar bjó yfir miklum tón- listarhæfileikum. Þegar ég kynnt- ist henni var hún búin að læra á fiðlu í mörg ár og mér fannst hún spila yndislega á fiðluna. Hún var í fiðlunámi hjá Josef Feldmann sem bjó rétt hjá mér og oft þegar hún var á heimleið úr fiðlutímun- um stökk hún yfir grindverkið hjá mér og við lékum okkur saman í garðinum og hún spilaði líka fyrir mig á fiðluna. Dagmar hafði líka yndislega söngrödd og átti síðar eftir að syngja í ýmsum kórum. Dagmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk svo háskólaprófi í þýsku, frönsku og grísku. Hún starfaði við þýðingar og kennslu og sem túlkur. Á sumrin starfaði hún allt- af sem leiðsögumaður og hafði af því mikla ánægju. Dagmar var ákaflega gefandi manneskja og mjög traustur og tryggur vinur. Hún var mjög skilningsrík og umburðarlynd og veitti öllum sem hún þekkti marg- víslegan stuðning. Dagmar bjó yf- ir skapandi hæfileikum á ýmsum sviðum sem birtust alltaf í öllu sem hún gerði eða tók sér fyrir hendur. Þeir voru ófáir sem Dag- mar veitti kraft eða talaði í kjark. Hún valdi sér það að hlutverki í lífinu að styðja aðra, hvort sem það var í starfi eða einkalífi. Dag- mar bjó yfir ríku innsæi og dul- rænum hæfileikum og notaði þá eingöngu í þágu annarra. Dagmar skilur eftir sig ríkulegt ævistarf á mörgum sviðum, ekki síst á sviði umhyggju og stuðnings við annað fólk. Dagmar var mikil fjölskyldu- manneskja og varð hún mikillar gæfu aðnjótandi á þeim vettvangi. Brynjar eiginmaður hennar var Dagmar Koeppen HINSTA KVEÐJA Amma, þú varst það besta í lífi mínu, ég mun sakna þín mjög mikið. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna. Ég mun alltaf hugsa um þig. Þú munt alltaf vera í hjartanu mínu. Þinn strákur, Kristján Alexander. „Ég ELSKA þig.“ þessi orð voru vel notuð af henni mömmu minni og það voru ekki bara ég og systkini mín sem fengu að njóta þessa mikla kærleika sem hún móðir mín bar með sér. Vinir mínir, vinir hennar, kunningjar og annað fólk sem mömmu fannst þurfa á kærleika að halda deildi hún glaðlega og ríkulega með sér. Takk fyrir þetta kærleiksríka líf sem ég fékk að deila með þér. Bjartur Ára. Elsku fallega vinkona mín, nú ert þú farin á betri stað, engir verkir lengur, bara bros, bros, Lydia Einarsdóttir ✝ Lydia Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. júní 1958. Hún lést á heimili sínu 30. júní 2011. Útför Lydiu fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 7. júlí 2011. bros. Sé fyrir mér fallega sólskins- brosið þitt, allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an í gegnum árin með börnunum okk- ar og öll litlu ævin- týrin okkar. Á eftir að sakna svo að tala við þig og fá knús frá þér. Heimurinn verður ekki eins lit- ríkur án þín, elsku Lydia. Hér er fallega ljóðið sem þú gafst mér fyrir mörgum árum: Ef til er vinur í heimi þessum hér þá veit ég ég hef fundið hann í þér því lengi mátti ég leita áður en ég fann og vissi að þú varst hann þú skalt því yfir því spakmæli vaka að allt sem þú gerir það kemur til baka því skalt þú reyna að vera góð vera og aldrei neinum neitt illt gera því skalt þú því trúa mín ástkæra vina ég elska þig meira en alla hina (Lydia Einarsdóttir) Þín þig ávallt elskandi, Sólveig Erla. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, KOLBRÚN EGGERTSDÓTTIR frá Siglufirði lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili dóttur sinnar að morgni 10. júlí Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóna Th. Viðarsdóttir, Guðný Ó. Viðarsdóttir, Gísli V. Þórisson, Vilborg Rut Viðarsdóttir, Aðalsteinn Þ. Arnarsson, Þóra Viðarsdóttir, Michael Lund, barnabörn, barnabarnabörn og systkini.  Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 7. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ingólfur Aðalsteinsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Janet S. Ingólfsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Birgir Ingólfsson, Auður Jónsdóttir, Ásrún Ingólfsdóttir, Magnús Snæbjörnsson, Leifur Ingólfsson, Lilja Möller, Atli Ingólfsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn.  Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ODDNÝ SIGRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR SUAREZ frá Þórshöfn á Langanesi, andaðist á St. Barts Hospital London þriðju- daginn 7. júní. Jarðarförin hefur farið fram. William Suarez, Ruby Suarez, Simon Sutherland, Nancy Suarez, Ian King, Orson, Óskar og Indiana, Guðjón Davíðsson, Anna M. Eymundsdóttir, Þórdís Davíðsdóttir, Hafsteinn Steinsson, Jón I. Davíðsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurjón Davíðsson, Erla Jóhannesdóttir, Jónína M. Davíðsdóttir, Einar Ólafsson, Steinunn B. Björnsdóttir, Halldór K. Jakobsson og fjölskyldur.  Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TORFA ÞORKELS TORFASONAR, Þverholti 24. Sérstakar þakkir til starfsfólks Karítasar, deildar 11E á Landspítalanum og lækna sem komu að umönnun hans. Guðrún M. Torfadóttir, Björn Sævar Einarsson, Ólafur D. S. Torfason, Rósa S. Þórhallsdóttir, Ingigerður Torfadóttir, Jón Óttarr Karlsson, Kristín Torfadóttir, Gísli Sveinsson, Torfi Þ. Torfason, María S. Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.